Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 72
w MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Birgir Ásgeirsson horfír ofan af klettinum á bílinn sem fauk 1 ofsaveðrinu. Fuku í bíl ofan af há- um kletti Vaðbrekku. Morgunblaðið. FEÐGAR lentu í hrakningum í fyrrakvöld þegar bifreið þeirra tókst á loft í veðurofsa og barst fram af sex ^netra háum kletti við bæinn Foss- velli á Norður-Héraði. Þeir höfðust við illa búnir í bflnum í tæpa sex klukkutíma vegna veðurhamsins en voru þó aðeins um 200 metra frá bænum. Báðir sluppu þó með minni- háttar skrámur en sonurinn er með fyrsta stigs kal á höndum og fæti. Þeir feðgar, Birgir Ásgeirsson og Ásgeir Birgisson, voru að koma úr fjósinu klukkan tíu í fyrrakvöld á jeppabifreið þegar bfllinn hentist af stað í ofsaroki. Að sögn Birgis lenti bfllinn síðan í vindskrúfu, tókst á loft og fauk fram af um sex metra háum kletti. Hægra framhomið lenti í snjóskafli og valt bfllinn á hliðina og var glugginn sem sneri niður brot- inn. Þeir voru þá um 200 metra frá íænum. Birgir gerði tvær tilraunir til að komast heim en gafst upp í þeim báðum. Veðurhamurinn var svo mik- ill og hjam í kringum bflinn svo hann fauk alltaf af stað, en komst þó að bflnum aftur. Klukkan hálffjögur um nóttina kom vindhviða sem velti bflnum við og skyndilega stóðu þeir hreinlega á haus, að sögn Birgis. Rúðan sem var brotin sneri þá upp og varð ólíft í bflnum vegna þess hve illa þeir voru búnir. Því var ekki um annað að ræða en að freista þess að komast heim og þangað náðu þeir við illan leik klukkan fjögur um nóttina. Þeir vóra þá or ðnir mjög þrekaðir, *^árstaklega Birgir. Hann sagði að þetta hefði verið mjög erfitt og að hann hafi hugsað til þess í bflnum um tíma að þeir myndu ekki hafa það af inn í bæinn. Varnaðarorð stjórnarformanns Þróunarfélagsins vegna álvers á Reyðarfírði Y erður að mega stækka í minnst 240 þúsund tonn FRÁ UPPHAFI verður að tryggja möguleika á uppbyggingu að minnsta kosti 240 tonna álvers við Reyðarfjörð eigi grandvöllur þess að vera eins traustur og kostur er frá því rekstur hefst. Þetta sagði Þorgeir Eyjólfsson, stjórnarformaður Þróun- arfélags Islands, á aðalfundi félags- ins í gær og bætti við að 120 þúsund tonna álver, sem nú væri miðað við, væri of lítið til að standast hag- kvæmnis- og arðsemiskröfur; lág- marksstærð væri 200 þúsund tonn. í máli sínu rakti Þorgeir, sem einn- ig er forstjóri Lífeyrissjóðs verzlun- armanna, að 1999 hefði Þróunarfé- lagið átt aðild að stofnun fyrirtækis- ins Hæfis um byggingu og rekstur álvers á Reyðarfirði. ,Aðdragandi að stofnun Hæfis hefur staðið í nokkur ár og hef ég set- ið fjölmarga fundi tengda málinu á liðnum árum,“ sagði Þorgeir. „Það var sammerkt undirbúningsviðræð- um undanfarinna ára, þar sem þátt hafa tekið fulltrúar Norsk Hydro og iðnaðarráðuneytis ásamt fulltrúum nokkurra hugsanlegra fjárfesta, að ætíð var verið að fjalla um áfanga- byggt álver, sem hefði framleiðslu- getu á bilinu 200-480 þúsund tonn.“ Hann sagði að þær tölur hefðu ekki verið nefndar íyrir tilviljun heldur vegna þess að slík stærð væri talin lágmarksstærð út frá hag- kvæmnis- og arðsemissjónarmiðum. „Því urðum við, sem tekið höfðum þátt í undirbúningsviðræðunum, nokkuð undrandi og létum efa í ljós þegar fulltrúar iðnaðarráðherra kynntu okkur í fyrravor þá hugmynd að ráðast í byggingu 120 þúsund tonna álverksmiðju, sem yrði metin að öllu leyti sem sérframkvæmd," sagði Þorgeir. „Jafnframt yrði séð til hvort hag- kvæmt kynni að reynast síðar að stækka bræðsluna og hvort rafmagn Fannst heill á húfí eftir tveggja sólarhrmga leit fengist á viðunandi verði til reksturs stækkaðs álvers." Hann sagði að eins og kunnugt væri þá væri nú unnið út frá forsend- um um hagkvæmni 120 þúsund tonna verksmiðju. Langt væri í lok samn- inga gagnvart Norsk Hydro og Landsvirkjun og fyrr yrði ekki hægt að leggja þennan fjárfestingarkost fram til kynningar þannig að hægt væri að greina hugsanlegum fjárfest- um og lánveitendum írá arðsemisút- reikningum. Jafnframt yrði að liggja fyrir starfsleyfi fyrir verksmiðjunni. Þegar illa árar lifa hagkvæm- ustu verksmiðjurnar af „Ég fæ ekki séð að neitt hafi breyst að því er varðar mat á stærð- ai’hagkvæmni í áliðnaði,“ sagði Þor- geir. „Þessi atvinnugrein er fjárfrek og samkeppni afar hörð. Þegar illa árar í áliðnaði era það hagkvæmustu verksmiðjumar sem lifa af, hinum er lokað. Álver á Austurlandi á að geta orðið mikilvæg stoð í atvinnulífi landsbyggðarinnar og af þeirri ástæðu tel ég að ekki megi taka neina áhættu varðandi samkeppnishæfni slíks fyrirtækis." Hann sagði að því yrði frá upphafi að tryggja möguleika á uppbyggingu a.m.k. 240 þúsund tonna verksmiðju svo að fyrirtækið ætti sér eins traust- an grandvöll og kostur væri. „I ljósi þessa tel ég að erfitt kunni að reynast að safna saman framtaks- fé til byggingar á 120 þúsund tonna álveri án þess að fyrir liggi annars vegar starfsleyfi stækkaðs álvers og hins vegar samningur af einhverjum toga við stjómvöld og Landsvirkjun um afhendingu frekari orku til stækkaðs álvers á viðunandi verði séð frá sjónarhóli væntanlegra fjár- festa,“ sagði Þorgeir. „Því legg ég áherslu á að stjórnir Hæfis og Reyð- aráls leiti leiða í yfirstandandi samn- ingaferli til þess að ná slflcri niður- stöðu.“ Einn úr áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar gengur með Guðmundi Skúlasyni (t.v.) að þyrlunni sem flutti hann heim að Lambastöðum. Á bak við sést hópur björgunarsveitarmanna. Gróf sig í fönn og beið eftir hjálp VÉLSLEÐAMAÐURINN sem leitað var í tvo súlarhringa á Langjökli fannst í gær heill á húfí. Hann hafði grafíð sig í fönn og beið rólega björgunar. Ekkert amaði að hon- um. Guðmundur Skúlason og félagi hans voru á ferð yfir Langjökul á Gateway laugardag þegar þeir urðu viðskila. Guðmundur þurfti að stöðva sinn sleða en félagi hans kom sér niður af jöklinum. „Það var bara að taka upp skóflu og grafa sig niður,“ sagði Guðmundur í gær. Hann sagði að nóg hefði verið að sýsla við að moka snjó úr holunni og halda öndunaropinu hreinu. Að öðru leyti reyndi hann að spara kraftana og bíða rólegur eftir hjálp. Verst þótti Guðmundi að vera matarlaus en hann var aðeins með eitt prins póló- súkkulaðistykki sem hann fór svo sparlega með að það kláraðist ekki. Mikil leit hófst á Langjökli á laugardagskvöld. Alls tóku um 150 manns þátt í leitinni með fjölda tækja. Veður til leitar var afar slæmt þar til í gær. „Það var gríðarlegur léttir að sjá sleðann og fínna manninn á lífi,“ sagði Eggert Guðmundsson, einn vélsleðamann- anna sem fundu Guðmund. ■ Fannst eftir/2 ■ Betra að spara/4 Andlát JON UR VOR JÓN úr Vör lést að kvöldi 4. mars sl., 83 ára að aldri. Hann var framkvöðull í íslenskri ljóðlist og átti sem slík- ur mikinn þátt í því að ryðja nýstefnu mód- emismans braut inn í íslenska ljóðlist og þá í nánum tengslum við Stein Steinarr, en báð- ir höfðu þeir verið góð- skáld í hefðbundnum stíl þegar þeir bratu blað í íslenskum bók- menntum. Jón úr Vör Jónsson var fæddur 21.1.1917 á Vatneyri við Patreksfjörð. Foreldrar hans vora Jón Indriðason skósmiður og Jónína Guðrún Jónsdóttir. Jón var alinn upp hjá fósturforeldram, þeim Þórði Guðbjartssyni og Óh'nu Jónsdóttur. Jón stundaði nám við Héraðsskól- ann á Núpi í Dýrafirði tvo vetur og síðar við Námsflokka Reykjavíkur og við lýðháskóla í Svíþjóð og Sviss. Jón var ritstjóri Útvarpstíðinda á áranum 1941-1945 og 1952. Hann starfaði við fornbókasölu í Reykjavík og var bókavörður í Bókasafni Kópavogs þar til hann lét af störf- um árið 1982. Jón átti sæti í stjórn Rithöfundafélags ís- lands og Rithöfunda- sambandsins og hann sat í stióm Þjóðvamar- flokks Islands. Þekktasta verk Jóns er ljóðabókin Þorpið sem kom út árið 1946. Af öðram verkum hans, en hann gaf út tólf ljóðabækur, má nefna síðustu Ijóðabókina, Gott er að lifa, sem kom út árið 1984. Hún var síðar tilnefnd til verðlauna N orðurlandaráðs. Jón var heiðursfélagi Rithöfunda- sambands Islands og hann var sæmdur riddarakrossi hinnar ís- lensku fálkaorðu. Jón hlaut heiðurs- laun Ustamanna frá 1986. Eftirlifandi kona hans er Bryndís Kristjánsdóttir húsmóðir. Synir þeirra eru Karl, Indriði og Þórólfur. ■ Jón úr Vör/31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.