Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kristnihátlð á Þingvöllum Skipulag hátíöarsvæöis Öxarárfosí Öxará Furulundur Efrivellir Aðalsvið Barna- svæði A lm annagfá^T Yeitingar (VIP' Hestagjá Lögrétta / bekkur Veitinga1 og sölutjöld Þingfundur" bekkuri Snyrtingar. ■ffl aVarrfctofar~'-==== Snyrtingar neyðarmottaka § Starfsmannaaðstaða Qxarárþólmi Skátar jSnyrtingar Þingvallabær :gpplýsin^^^-^^gKHtaUtlUgg---^~ ,, uijA 4,, s Stjórnstöð framkvæmdanefndar Stjórnstöð lögreglu Varaniegir göngustígar Göngumottur Göngupallar (sem verða teknir niður síðar) í) Þyrlupallur 300 milljónir í vegi og stæði og 250 lögreglumenn eiga að tryggja samgöngur á kristnihátíð Hægt að taka á móti 75 þús- und manns 1994 varð þjóðhátíð að þjóðvegahátíð. Karl Sigurbjörnsson biskup sagði á kynningarfundi um kristnihátíð á Þingvöllum þar sem gert er ráð fyrir að taka megi á móti 75 þúsund manns að öngþveiti ársins 2000 hafí verið í Þrengslunum og hátíðin 1. og 2. júlí verði vegahátíð í þeim skilningi að hún vísi okkur veginn til framtíðar. GERT er ráð fyrir að allt að 75 þús- und manns geti sótt þann hluta kristnihátíðar, sem fram fer á Þing- völlum 1. og 2. júlí. Með tæpum 300 milljónum króna í vegaframkvæmd- ir, 250 lögregluþjónum og sæg björgunarsveitarmanna á bílastæð- um á að tryggja að umferð gangi að þessu sinni greiðlega. Þannig á ekki að verða endurtekning á þjóðhátíð- inni 1994, sem fékk viðurnefnið „þjóðvegahátíðin“, þar sem margir komust ekki lengra en í Artúns- brekkuna. Júlíus Hafstein, fram- kvæmdastjóri kristnihátíðarnefnd- ar, sagði á blaðamannafundi í gær að ekki hefði verið sett neitt markmið um þátttöku í hátíðinni, en Davíð Oddsson forsætisráðherra benti á að í upphafí 20. aldar hefðu 70 þúsund manns búið á Islandi: „Það hefði ein- hvern tímann þótt saga til næsta bæjar ef við ætluðum í lok aldarinn- ar að fá yfir 70 þúsund manns - meira en allan íbúafjöldann þá - til að koma saman á Þingvöllum." Aætlanir um um kristnihátíð á Þingvöllum voru kynntar á blaða- mannafundi, sem framkvæmda- nefnd kristnihátíðar, sem skipuð var tii að fylgjast með þeim verkefnum sem eru í undirbúningi og vera fram- kvæmdastjóra til aðstoðar í ýmsum ákvörðunartökum, boðaði til í Ráð- herrabústaðnum í gær. í nefndinni eiga sæti Karl Sigurbjörnsson, biskup íslands, Halldór Blöndal, for- seti Aiþingis, og Júlíus Hafstein, framkvæmdastjóri kristnihátíðar- nefndar, en einnig var Davíð Odds- son forsætisráðherra á fundinum. „Þetta er minning mikilvægasta atburðar í Islandssögunni og það er mikilvægt að vel takist til,“ sagði Karl, sem einnig er formaður kristnihátíðamefndar. „Það hefur allt kapp verið lagt á að svo megi verða.“ Biskup sagði að mikilvægt væri að leggja áherslu á að þeir, sem kæmu á Þingvelli, uþplifðu þar stóra hátíð eins og þær gerðust bestar: „Hátíð, sem tengir saman minningu fortíð- arinnar og sýn til framtíðarinnar.“ Júlíus Hafstein, framkvæmda- stjóri kristnihátíðar, greindi frá því að nú ætti að fara að dreifa tveimur ritum. Annars vegar væri heildar- umfjöllun um kristnihátíð þar sem farið væri yfir alla viðburði, sem væru um allt land í hveijum mánuði. Þessu riti yrði dreift á 3.500 valda staði um allt land þar sem almenn- ingur gæti nálgast þá. Hins vegar væri rit um kristnihá- tíð á Þingvöllum þar sem segði í stór- um dráttum frá hátíðardagskrá, skipulagi á svæðinu og ýmsu öðru, sem tengdist þessum viðburði. Þessi bæklingur var prentaður í 103 þús- und eintökum og verður dreift inn á hvert einasta heimili á landinu. I gögnunum segir að hægt verði að taka á móti allt að 75 þúsund manns. Hyggjast kanna áhuga Júlíus sagði að þegar fólk hefði fengið ritin í hendur yrði gerð könn- un meðal landsmanna um áhuga þeirra á að koma á hátíðina á Þing- völlum næsta sumar. „Ef við fáum þær upplýsingar út úr svona könnun að það vilji fleiri koma lendum við í þeim vandræðum að við verðum hálfpartinn að skammta inn á svæð- ið,“ sagði hann. „Á hinn bóginn vit- um við hvað gerðist á síðustu hátíð- um. 1974 komu 60 þúsund manns og 1994 rúmlega 50 þúsund manns. Verði svipaður fjöldi á þessari hátíð held ég að við verðum mjög ánægðir. En ég vil taka skýrt fram að ég er ekki að segja að það komi 75 þúsund manns, heldur getum við tekið á móti 75 þúsund manns.“ Davíð bætti við þetta að veðurspá- in myndi einnig hafa mikið að segja um þátttöku í hátíðinni: „Við urðum varir við það 1994 að þegar menn sáu frá útsendingu sjónvarpsins yfir svæðið að það virtist afar gott veður kom kippur í mannfjöldann. Nú er þetta tveggja daga hátíð þannig að við erum að reyna að dreifa umferð- arþunganum. Auk þess tel ég að við séum miklu betur í stakk búin núna. Það hafa verið gerðar mjög miklar breytingar á umferðaræðum, um- ferðarkerfi, bílastæðum og skipu- lagi, þannig að við teljum að við ætt- um ekki að lenda í ógöngum eins og síðast.“ Lærðum af biturri reynslu 1994 Hann sagði að menn teldu sig hafa lært mikið af umferðarvandræðun- um 1994 og heilmiklir peningar hefðu verið settir í vegagerð, jafnt nær Reykjavík, þar sem ýmsir hnút- ar hefðu verið fjarlægðir, sem í kringum svæðið sjálft: „Aðkoman og skipulagið á allt að vera miklu ör- uggara enda höfum við lært af þess- ari bitru reynslu.“ Meðal þeirra breytinga, sem átt hafa sér stað er að lagður hefur verið tvöfaldur vegur með bundnu slitlagi í Grafningnum á milli Nesjavalla og Þingvallavegar og þar sem hann kemur að Þingvallavegi verður lögð sérstök akrein fyrir neðan hann að Hakinu fyrir ofan Almannagjá. „Þessa leið munum við nota ein- göngu fyrir rútubifreiðir, öryggis- bíla, lögregluna, skemmtikrafta, listamenn og svo framvegis," sagði Júlíus. „Umferð venjulegra einka- bíla, sem koma yfir Mosfellsheiðina, og þessi umferð skerast aldrei og það er mjög mikilvægt í þessari skipulagningu og var ekki hægt fyrir sex árum vegna þess að Grafnings- vegurinn var bara malarvegur sem ekki var hægt að nýta. Þar fyrir utan verður þetta öryggisleið. Nesjavalla- leiðin verður því ekki opin almenn- ingi nema í rútum.“ Verið er að semja við samtök ferðaþjónustunnar og þau fyrirtæki, sem reka langferðabfla og kvaðst Júlíus vonast til að samningar lægju fyrir innan átta vikna. Reynt yrði að fá milli 100 og 120 rútur af stærri gerðinni og myndi hver þeirra fara tvær til þrjár ferðir þar sem hægur vandi yrði fyrir þær að fara til baka, en það hefði ekki verið hægt fyrir sex árum. Okeypis verður fyrir al- menning með rútunum og verður keyrt frá fjórum eða fimm stöðum, en ekki aðeins einum eins og 1994. „Þetta eitt á að hjálpa töluvert til við að skipuleggja alla hátíðina," sagði Júlíus. „Einnig er vegurinn frá Steingrímsstöð upp að Gjábakka til- búinn með bundnu slitlagi og jafn- framt verður settur ofaníburður í Lyngdalsheiðina og Uxahryggina, sem gerir að verkum að þeir vegir eru betur undir það búnir að umferð geti farið þessar leiðir.“ Fyrir sex árum vai- talað um að lagt hefði verið af stað í um 19 þús- und bflum til Þingvalla og sátu sumir fastir og komust aldrei alla leið. Síð- an hefur bflaeign landsmanna aukist talsvert. Júlíus sagði að ekki hefði verið tekið saman hvað gera mætti ráð fyrir mörgum bflum, en bfla- stæði fyrir milli 23 til 24 þúsund bfla yrðu á Þingvöllum, sem væri öllu meira en var 1994. Þá voru stæðin 18 þúsund. „Það verður verulega mikið meiri fjöldi af starfsmönnum í kringum bflastæðin, bæði lögregla og hjálpar- sveitarmenn,“ sagði Júlíus. „Við höf- um farið mjög vandlega ofan í það hvernig á að nýta bflastæðin. Síðast var talið að um 55% af bflastæðunum hefðu verið nýtt og kannski var það stærsti höfuðverkurinn að ekki var betur stýrt inn á bflastæðin. Þess í stað voru bflar alls staðar í vegar- köntum, sem þrengdi veginn og skapaði umferðarteppu.“ Að sögn Júlíusar verður fólk hvatt til þess að fara saman í bílum og gæti það dregið úr hættunni á umferðar- öngþveiti. Þegar hann var minntur á að það hefði einnig verið gert fyrir sex árum sagði hann að það yrði að gera betur í þetta skipti. „Það verður auðveldara núna því að það eru ýmsir, sem muna,“ sagði Davíð. „Ég man eftir að í bók, sem kom út fyrir jólin 1995, stóð „skrifað 17. júní í Ártúnsbrekku. Hann hafði góðan tíma sá.“ Júlíus sagði að lögreglan gerði ráð fyrir að um 250 lögreglumenn þyrfti til að stjórna umferð og að auki yi-ði fjöldi björgunarsveitaimanna að vinna á bflastæðunum. Hann kvaðst ekki vita upp á hár hvað það væri mikil breyting frá því fyrir sex árum, en hún væri veruleg. „Maður getur aldrei verið viss um eitt eða neitt,“ sagði hann spurður um það hvort hægt væri að tryggja að umferð til Þingvalla myndi ganga greiðlega fyrir sig fyrstu tvo dagana í júlí. „En menn hafa lagt sig mikið fram um að gera þetta þannig að allt gangi upp. Ég hef fulla trú á því að þetta muni ganga vel, en það er al- gjört grundvallaratriði að þegar rík- islögreglustjóri, sem er formaður umferðarnefndar, kynnir umferðar- skipulagið, sem er mjög flókið og viðamikið, fari landsmenn eftir ábendingum lögreglu.“ Einn mesti viðburður sem þingið hefur tekið þátt í Alþingi mun gegna sérstöku hlut- verki á Þingvallahátíð. Halldór I Blöndal sagði að þetta væri einn mesti viðburður, sem þingið hefði tekið þátt í. „Fundurinn á Þingvöll- um verður með þeim hætti að þing mun sitja í klukkustund," sagði Hall- dór. „Fundurinn hefst með ræðu for- seta Alþingis, síðan taka væntanlega formenn þingflokkanna til máls og lýkur síðan með hátíðarávarpi for- seta Islands." Hann sagði að í næstu viku myndi hann kalla saman formenn þing- flokkanna til að ræða með hvaða hætti þingið myndi nota þessa hátíð- arstund. Davíð sagði að ekki væri óttast að umhverfisspjöll yrðu unnin á Þing- völlum vegna hátíðarhaldanna. „Þetta er allt gert í samráði við fagfólk og hluti af þvi, sem gert var 1994 hefur, verið látinn standa, til dæmis brýrnar, og hefur reynst mjög vel,“ sagði hann. „Fólk fer nú miklu minna út af gönguleiðum. Ég | er töluvert á Þingvöllum og sé að þetta hefur bætt gróðurinn og hjálp- að til. ... Ég held að Þingvellir hafi gottaf þessu.“ Um svæðið verða meðal annars lagðir göngustígar, sem leigðir verða erlendis frá. Stígar af þessu tagi eru t.d. lagðir yfir knattspyrnuvelli þeg- ar haldnir eni popptónleikai- og hleypa vökva í gegnum sig. Sagði Davíð að þetta væri sennilega í íyrsta skipti í sögunni, sem göngu- stígar væru flutth- inn á íslandi. Júlíus kvaðst vonast til þess að há- tíðin stæðist kostnaðaráætlun. Gert er ráð fyrir að 325 milljónum verði varið til hátíðarinnar í heild en þar af er reiknað með að kristnihátíð á Þingvöllum kosti 270 milljónir. „Samgöngubætumai- eru ekki inni í þeirri tölu,“ sagði Davíð, en áætlað j var að til þeirra yrði varið 200 millj- ónum króna auk 90 milljóna, sem færu í bflastæði. „Mikið af þeim bót- um eru hins vegar flýtiaðgerðir, sem vegagerðin hefði hvort sem er gert, eins og til dæmis í Grafarvogi og hringvegina á Þingvelli, sem löngu var orðið tímabært að leggja. Vegur- inn að Gjábakka var niðurgrafinn og alltaf að lokast. Þessu var flýtt, en ég tel að þetta séu framkvæmdir, sem ekki eigi að skrifast á reikning ki-istnihátíðar, þótt farið hefði verið seinna í þetta og í fleiri áföngum ella ... Margt má gagnrýna, en ég held að enginn geti gagnrýnt að þessir vegir komi. Menn eru bara fegnir því og það er löngu tímabært.“ Karl Sigurbjörnsson kvaðst von- ast til þess að fyrirsagnirnar eftir kristnihátíðina á Þingvöllum snerust um annað en umferð og spurði hvort sá þáttur hefði ekki verið afgreiddur með öngþveitinu í Þrengslunum fyr- h- viku: „Ég held að þetta verði hátíð, sem vísi okkur veginn - vegahátíð, sem vísi okkur veginn út úr þrengsl- unum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.