Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samkomulag um megininntak kjarasamnings Stefnt að undirrit- un um helgina Ljósmynd/Ingþór Bjarnason Haldist áætlun þeirra Haraldar og Ingþórs leggja þeir af stað út á rekís- inn í kvöld, strax að loknu 1000 km flugi frá Resolute til Ward Hunt- eyjar á 83. breiddargráðu. * Islensku norðurpólsfararnir Stíga fyrstu sporin í kvöld SAMKOMULAG tókst í fyrrinótt milli samninganefnda Samtaka at- vinnulífsins og Flóabandalagsins um megininntak kjarasamnings. Var undirritað samkomulag eftir að samningar náðust um launalið samn- ingsins, en áður var búið að ganga frá ýmsum sérmálum og sérkröfum. Gert er ráð fyrir að skrifað verði und- ir samninginn um helgina. Samningurinn gildir til haustsins 2003 frá 1. mars sl., eða í hálft fjórða ár. í gær var unnið að því að ganga endanlega frá samningstextum og einstökum útfærsluatriðum og klár- ast sú vinna að líkindum ekki endan- lega fyrr en ljóst verður fyrir hádegi í dag hver verða útspil ríkisstjórnar- innar í skattamálum. Samkomulagið miðar að því að gera kjarasamning sem felur í sér ár- legar launabreytingar, auk þess sem sérstök áhersla er lögð á hækkun lægstu launa. Almennar launabreyt- ingar eru 3,9% frá seinustu mánaða- mótum, 3% 1. janúar 2001,3% 1. jan- úar2002 og2,25% 1. janúar 2003, eða um tæplega 13% á samningstíman- um. Gildandi launataxtar íyrir 18 ára og eldri sem nú eru 70 þúsund kr. á mánuði hækka hins vegar um 30% á samningstímanum og verða 91 þús- und kr. á mánuði frá 1. janúar árið 2003. Samninganefnd Flóabanda- FLÓABANDALAGIÐ sendi frá sér yfírlýsingu í gær vegna ummæla tveggja forystumanna VMSÍ um samkomulag bandalagsins og SA, sem fram komu í hádegisfréttum RÚV í gær. Er þar vitnað til orða Péturs Sigurðssonar, formanns Vlf. Baldurs á ísafirði, um að nýgerður samningur Flóabandalagsins væri svik við verkafólk. Segir ennfremur að Björn Grétar Sveinsson, formað- ur VMSI, hafi viðhaft mjög neikvæð ummæli um samningsniðurstöður Flóabandalagsins. lagsins féllst á að samningstíminn yrði fram í september 2002, en upp- haflega var rætt um samning til þriggja ára. Aukið framlag í séreignalífeyrissj óð í samkomulaginu er einnig kveðið á um aukið viðbótarframlag atvinnu- rekenda í séreignalífeyrissjóð, um 1% frá og með 1. maí nk. gegn 2% framlagi launamanns og það jafnist síðan framlagi launamanns 1. janúar 2002 og verði þá samtals 4% af laun- um starfsmanns frá þeim tíma. Samningsaðilar hafa komið sér saman um að setja á fót sérstakt verkefni í starfsmenntamálum og verði unnið á samningstímabilinu að eftir- og endurmenntun ófaglærðra starfsmanna. Markmiðið er að treysta þannig stöðu einstaklinga á vinnumarkaði og að stofnuð verði í þeim tilgangi sérstök verkefnisstjóm skipuð sex aðilum frá fulltrúum stétt- arfélaga og Samtaka atvinnulífsins. Meðal annarra atriða í samkomu- laginu má nefna breytingar á veik- indarétti. Hann tekur ákveðnum breytingum; eftir tveggja ára starf hjá sama atvinnurekanda eykst veik- indaréttur verkafólks miðað við það sem gildir nú og miðast veikindarétt- urinn ávallt við tólf mánaða tímabil. „Félög Flóabandalagsins hafa ekki blandað sér í kröfugerð eða samningamál annarra stéttarfélaga innan VMSÍ. Af þessum sökum er það alvarlegt mál þegar forystumenn annarra fé- laga og formaður landssambands þessara stéttarfélaga eru með brigsl um að Flóabandalagið hafi svikið fé- laga sína. Asökunin um að hafa ekki náð fram því sem hægt hefði verið á ekki við rök að styðjast. Samningur Flóabandalagsins talar þar sínu máli. Lægstu launataxtar hækka Ekki mun um það að ræða að í samningnum sé að finna s.k. rauð verðbólgustrik, heldur er gert ráð fyrir að þrisvar á samningstímabil- inu, í febrúar ár hvert, geti launalið- urinn einn og séð losnað. Það yrði með þriggja mánaða uppsagnarfresti og gerist því aðeins að meginatriði og forsendur samnings bresti af ein- hverjum völdum, t.d. kjarabreyting- um annarra stétta. „Við náum ekld að skrifa undir fyr- ir helgi, en það tekst örugglega um helgina," sagði Ari Edwald, fram- kvæmdastjóri SA, við Morgunblaðið í gærkvöldi, en viðræður við Flóa- bandalagið höfðu þá staðið yfir í hús- næði Ríkissáttasemjara frá því fyrir hádegi. Hann taldi lengd samnings- ins, 43 mánuði, afar mikilsverða og hún gæfi atvinnurekendum kost á því að bregðast tímanlega við þeim miklu kostnaðarhækkunum sem í samningunum felast. „Þetta á við um fjölmörg fyrirtæki innan raða, í framleiðslu og öðrum greinum, þar sem starfsfólk er almennt á töxtum. Fyrir slík fyrirtæki eru þetta dýrir samningar og erfiðir, enda eru þau í beinni samkeppni við erlend fyrir- tæki. Samningslengdin auðveldar málin og eykur likur á stöðugu efna- hagslífi og lækkandi verðbólgu,“ sagði Ari ennfremur. um 30% og ef það eru svik við verka- fólk þá eru allir samningar undan- genginna ára undir sömu sök seldir. Benda má á að félögin innan Flóa- bandalagsins eru mikill meirihluti innan Verkamannasambandsins og hafa lengst af borið hitann og þung- ann af starfi og rekstri þess. Þessi afstaða forystu Verkamannasam- bandsins, sérstaklega formannsins, kallar á alvarlega skoðun á því hvort Flóabandalagið eigi samleið með Verkamannasambandi íslands í framtíðinni, segir í yfirlýsingunni. ÍSLENSKU norðurpólsfaramir, þeir Haraldur Örn Olafsson og Ing- þór Bjarnason taka fyrstu sporin í átt til norður- pólsins um kvöldmatarleyt- ið að íslenskum tíma íkvöld, samkvæmt áætlun þeirra. Þegar Morgun- blaðið heyrði í þeim í gær- kvöldi á Resolute-eyju þar sem þeir dvöldu í tvo daga áður en flogið var með þá til síðasta flugáfangastaðar- ins á Ward Hunt-eyju, var hljóðið í þeim gott um það leyti sem þeir snæddu sfðustu heitu máltíðina meðal manna í alllangan tfma. Framundan er tveggja mánaða skiðaganga með sleða í eftirdragi, sem vega 120 kg í upphafi og mega þeir gera sér að góðu tiltölulega einhæft, en orkuríkt fæði á meðan. „Við höfum reynt að borða mikið að undanförnu til að fita okkur þessa síðustu daga og höfum við borðað þrjár heitar og gómsætar máltíðir á dag,“ sagði Haraldur í gærkvöldi. „Við höfum dvalið hér í Resolute í 30 stiga frosti og sex vindstigum, en það hefur þó ekki bitið á okkur enda líður okkur mjög vel. Þetta er um 200 manna eski- móaþorp, umhverfíð mjög berang- urslegt og allt á kafi í snjó.“ Ágætis tilfinning að vera aldursforseti Samtals eru þrettán menn í fimm leiðöngrum að reyna að ná norður- pólnum þetta árið að undanskildum tveimur eins manns leiðöngrum sem hafa misheppnast. Ingþór Bjarnason er aldursforseti í hópi norðurpólsfaranna, fimmtugur að aldri. Hann sagði aðspurður að það væri ágætis tilfinning að vera ald- ursforseti, enda byggi hann að góðri reynslu sem hann hefði öðlast á liðnum árum. „Það var þó einn sem var eldri en ég,“ benti Ingþór á og átti þar við Bretann Sir Rann- ulph Fiennes, sem hugðist ganga einsamall á norðurpólinn frá Kan- ada en hætti við leiðangur sinn rétt áður en á hólminn var komið. „Hann er 56 ára en þar sem hann er dottinn út er ég líklega orðinn ald- ursforsetinn,“ sagði Ingþór, hló við og bað fyrir góðar kveðjur til Is- lands. Á mbl.is hefur verið sett upp vefsíða þar sem safnað hefur verið saman greinum um leiðangurinn sem og aðra leiðangra sem freista þess að ná pólnum. Yfírlýsingum Verkamannasambandsins mótmælt V ekur spurningar um samstarf við VMSÍ Formenn iandssambanda innan ASI bregðast ólíkt við samningi Flóabandalagsins Inntak samkomulagsins mikil vonbrigði BJÖRN Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambandsins, óskaði Flóabandalaginu í gær tÚ hamingju með nýgert samkomulag við Samtök atvinnulífsins um inntak kjarasamn- ings en benti um leið á að mjög mikið beri milli þeirra markmiða sem félög- in á landsbyggðinni hafi ætlað að ná fram og þeirra sem virðist vera í sam- komulaginu. Bjöm Grétar sagði framhaldið hjá Verkamannasambandinu vera það að í dag eða á morgun hljóti sáttasemjari að kalla fulltrúa sambandsins til fund- ar. Aðspurður um það hvort Verka- mannasambandið myndi ganga að sams konar samningi og Flóabanda- lagið, sagðist Bjöm Grétar ekkert vilja segja um það. Forystumenn VMSÍ ætla að fara yfir stöðuna á fundi í dag. Mikil vonbrigði Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og for- maður fiskvinnsludeildar VMSI, seg- ir inntak samkomulagsins mikil von- brigði og langt frá þeim markmiðum sem félagar í Verkalýðsfélagi Húsa- víkur vonist til að ná í kjarasamning- um. Hann bætti því þó við að hann hefði ekki séð samninginn, heldur ein- ungis heyrt um efnisatriði hans í fréttum fjölmiðla. Aðalsteinn segist eiga mjög erfitt með að sætta sig við slíkan samning verði Verkamannasambandinu boð- inn hann. Það er mat hans að sam- bandið þurfi nú að setjast niður og fara yfir stöðuna eins og hún er orðin nú. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands íslands, RSÍ, segir að ef niðurstaða Flóabandalags- ins í samningum við SA er borin sam- an við kröfugerð Rafiðnaðarsam- bandsins komi í ljós svipaðar kröfur á mörgum sviðum. Guðmundur segir að krafa RSÍ snúist um 6% upphafshækkun og svo 4% áfangahækkanir á ári. Allan tím- ann hafi sambandið rætt um samning til tveggja ára, en um leið sagt sig til- búið til norræna fyrirkomulagsins, þ.e. semja til lengri tíma með árlegu milliuppgjöri. í raun hafi Flóabanda- lagið samið um slíkt nú. Guðmundur segir ennfremur að RSÍ geri kröfu um að orðalag vegna veikindaréttar verði lagfært og gert skýrara og rafiðnaðarmenn haldi full- um launum lengur en þeir gera í dag. Svipaðar kröfur séu gerðar um sér- eignalífeyrissjóði og Flóabandalagið hafi fengið fram, en að auki setji RSÍ fram kröfur um hækkun á orlofs- og desemberuppbót, lengingu orlofs og hækkun tryggingabóta. Hann segir ekki hafa komið fram hvort þessi at- riði séu einnig í samkomulagi Flóa- bandalagsins og SA en um leið sé rétt að geta þess að Flóabandalagið semji nú um endurmenntunarsjóð sem RSÍ hafi þegar yfir að ráða. „Við settum einnig fram kröfur gagnvart ríkisvaldinu og höfðum frumkvæði að því að ASÍ tók þær til umíjöllunar," segir Guðmundur og bendir á að allar líkur séu á að réttindi í fæðingar- og foreldraorlofi verði samræmd við það sem opinberir starfsmenn hafa auk þess bamabæt- ur verði lagfærðar og skattleysis- mörk látin fylgja launahækkunum. Allt séu þetta kröfur sem samþykktar hafi verið á kjaramálaráðstefnu RSÍ sl. haust. Viðræður Rafiðnaðarsambandsins við SA og SART eru í fullum gangi, að sögn Guðmundar. Þegar hafi náðst samkomulag í nokkrum atriðum, en veigamikil atriði hafi ekki enn verið til lykta leidd. í ljós muni koma upp úr komandi helgi hvort samkomulag ná- ist eða upp úr slitni. Lagalegur ferill málsins sé þá sá að málinu verði vísað til sáttasemjara og náist ekki niður- staða þar verði boðað til aðgerða. Svipaður samningi VR Magnús L. Sveinsson, formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, segir að þegar á heildina sé lltið, séu samningamir að mörgu leyti svipaðir og VR náði samningum um við Sam- tök verslunar og Félag íslenskra stór- kaupmanna í janúarmánuði. „Þeir hins vegar semja ekki um markaðslaun enda hentar það ekki á þeirra vinnusvæði. Þeir eru með samninga til þriggja og hálfs árs en við til fjöguma ára. Þannig að mér sýnist nú, þegar á heildina er litið, sé svona viktin fyrir atvinnulífið eitthvað svipað og við gemm ráð fyrir að verði með þeim samningi sem við gerðum i janúarmánuði. Mér sýnist að þeir hafi í meginatriðum náð því fram sem þeir fóm fram á. Það tekur að vísu aðeins lengri tíma en þegar á heildina er litið held ég að þeir geti verið eftir atvik- um sáttir með sinn samning. Og ég óska þeim til hamingju með að hafa náð þessum samningi," segir Magnús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.