Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ | Aðalfundur Hampiðjunnar hf. Aðalfundur Hampiðjunnar hf. verð- ur haldinn í fundarsal félagsins, Bíldshöfða 9, Reykjavík, föstudaginn 17. mars 2000 og hefst kl. 16.00. Dagskrá fundarins verður sem hér segir: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 12. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um heimild félagsins til að kaupa eigin hluti samkvæmt 55. gr. hlutafélagalaga. 3. Tillaga um heimild til rafrænnar skráningar hlutabréfa félagsins. 4. Tillaga um heimild félagsins til að auka hlutafé um allt að kr. eitt hundrað milljónir. 5. Önnur mál sem löglega eru upp borin. Tillögur frá hluthöfum sem bera á fram á aðalfundi skulu hafa borist í hendur stjómar með skriflegum hætti eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins, ásamt skýrslu endurskoðenda, munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, Bíldshöfða 9, Reykjavík, hluthöfum til sýnis, sjö dögum fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthafar sem ekki geta mætt á fundinn en hyggjast gefa umboð verða að gera það skrif- lega. Stjórn Hampiðjunnar hf. HAMPIÐJAN Veitingar í boði Skráðu þig í klúbbinn Hægt verður að skrá sig í Netklúbb Flugleiða á staðnum. Lærðu a^stjórna þinni eigin ferðaskrifstofu á netinu Notaðu daginn vel og iærðu að hagnýta þér kostina sem bjóðast ferða- mönnum á veraldarvefnum. í bíósal Hótels Loftleiða á morgun, laugardaginn 11. mars, kl. 14.00. • Kynning á Netklúbbi Flugleiða. | • Hvernig á að bóka flugfar á netinu? • Hvernig finnurðu hótel á netinu? • Hvernig á að panta framhaldsflug? = ... og margtfleira. ,f>mbl.is ÚR VERINU Morgunblaðið/Golli Hildur Ævarsdóttir, starfsmaður Faxamjöls hf. í Reykjavík, gengur frá loðnuhrognunum en þau fara í kavíar- vinnslu Bakkavarar hf. í Reykjanesbæ. „Hrognin falleg o g fullþroskuð“ VTNNSLA loðnuhrogna er nú í full- um gangi víða um land en hrognatak- an stendur aðeins yflr í stuttan tíma og lýkur væntanlega í næstu viku. Hjá Faxamjöli hf. í Reykjavík hóft hrognavinnslan um síðustu helgi og er stefnt á að framleiða um 700 tonn. Faxi RE landaði um 1.100 tonnum hjá Faxamjöli hf. í Reykjavík í fyrra- dag en meira en 30 klukkustundir tekur að landa úr skipinu þegar verið er að „kreista" hrognin úr loðnunni eins og það er kallað, en löndunin tekur mun skemmri tíma ef loðnan fer öll í bræðslu. 100 tonn af hrognum úr 1.100 tonna farmi Kjartan Öm Ólafsson, verk- smiðjustjóri, vonaðist til að hægt yrði að kreista um 100 tonn af hrogn- um úr farminum. „Það fer í raun eftir því hvert hlutfall kynjanna er í farm- inum hvað við náum að vinna mikið af hrognum. Núna er um helmingur farmsins hrygnur þannig að við ná- um líklega að vinna um 100 tonn af hrognum. Hrognin eru hvað falleg- ust einmitt núna, fullþroskuð og verða varla betri. Kreistingin stend- ur stutt yfir, aðeins í viku til 10 daga og því eins gott að nýta tímann vel því við stefnum á að framleiða um 700 tonn hér hjá Faxamjöli. “ Til að ná hrognunum úr loðnunni er hún söxuð í sundur, hreinlega rifin í tætlur, um leið og henni er dælt úr skipinu en þá leka hrognin úr henni. Hrognin eru síðan síuð frá „hratinu" Vinnsla loðnu- hrogna víða í fullum gangi sem er dælt í bræðslu. Mikil áhersla er lögð á gæði í hrognavinnslunni hjá Faxamjöli hf. Eftir grófhreinsun fara hrognin í gegnum fínhreinsun þar sem þau eru m.a. skoluð upp úr geisluðum sjó til að drepa bakteríur og óhreinindi. Framleiðslan fer síðan til Bakkavarar hf. í Reykjanesbæ þar sem hrognin eru notuð í kavíar- framleiðslu. Faxamjöl hf. hefur nýverið tekið í notkun sérstaka vél sem hreinsar orma úr loðnuhrognum. Ormar í loð- nuhrognum hafa um langt skeið ver- ið talsvert vandamál, þótt þeir séu meinlausir með öllu. Hins vegar hef- ur kaupendum þótt verra að hafa orma í hrognunum og viljað borga lægra verð fyrir þau þess vegna. Um 100 ormar eru að jafnaði í hverju kílói af loðnuhrognum og sjást greinilega með berum augum þegar hrognin hafa verið lituð. Hrafn Karlsson hefur hannað og smíðað vélina sem ormahreinsai’ loðnuhrognin. Hann segir menn lengi hafa glímt við þetta vandamál en ekki haft erindi sem erfiði íyrr en nú. Aðferðin sem hann beiti sé hins- vegar einföld. í vélinni séu 1.426 hnífar sem veiði ormana úr hrognun- um. „Við góð skilyrði tínir vélin um 90% af ormunum úr hrognunum og afföllin af hrognunum við ormatínsL una hafa verið aðeins 0,3-0,5%. í hrognavinnslunni tapast um 15-20% hrognunum og þetta er því mjög lítið hlutfall. Japanskir hrognakaupend- ur sem fylgst hafa með hönnun vél- arinnar sögðust ánægðir ef við næð- um að hreinsa um 70% ormanna úr hrognunum og afföllin færu ekki yfir 5%. Við erum því langt fyrir innan þessi mörk og það ætti að skila sér í betra afurðaverði," segir Hrafn. 190 þúsundtonn eftir af kvótanum Loðnuskipin gátu lítið athafnað sig í gærmorgun vegna veðurs en voru um miðjan dag í gær byrjuð að kasta í miðjum Faxaflóa og fá góðan afla. Allt upp í helmingi hærra verð fæst fyrir aflann meðan hrognatakan stendur yfir og því er sjómönnum það kappsmál að vel veiðist áður en loðnan hrygnir. Skipstjórnarmenn segja enn nokkra daga í hrygning- una og því nái þeir vonandi tveimur til þremur túrum þangað til, svo framarlega sem gefi á sjó. Nú hafa alls veiðst um 700 þúsund tonn á vertíðinni en þá eru um 190 þúsund tonn eftir af heildarkvótan- um. Ekkert bólar enn á hinni svo- kölluðu vesturgöngu en leiðangur Hafrannsóknastofnunar mældi fyrir skömmu um 76 þúsund tonn fyrir Vesturlandi og telur að ekki sé tilefni til endurskoðnunar fyrri tillögu um leyfilegan heildarafla á yfirstandandi loðnuvertíð. Morgunblaðið/Golli Stjörnuspá á Netinu Loðnunni dæit úr Faxa RE til hrognakreistingar hjá Faxamjöli hf. í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.