Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Leikir karls og konu Nýtt leikrit, Leikir, eftir Bjarna Bjarnason, verður frumsýnt í hádeginu í dag í Iðnó. Þetta er eitt verðlaunaleikritanna úr sam- 7 “ keppni Leikfélags Islands um leikþætti sem efnt var til fyrir tveimur árum. FRUMRAUN á tvo vegu má segja um Leiki. Annars vegar frumraun höfundar- ins á atvinnuleiksviði þó hann segist hafa skrifað leikrit sem ekki hefur verið tekið til sýninga. Bjarni er þó engan veginn nýgræð- ingur á sviði ritlistarinnar því eftir hann liggja m.a. skáldsögumar End- urkoma Maríu (1997), Borgin bakvið orðin (1998) og Næturvörður kyrrð- arinnar (1999). Endurkoma Maríu var tilnefnd til íslensku bókmennta- verðlaunanna og fyrir Borgina bak- við orðin hlaut Bjarni Tómasarverð- launin. Pá hefur hann gefið út ljóðabækur og áður hafði hann gefið ; út skáldrit á eigin vegum. Leikstýrir í fyrsta sinn Hins vegar er sýningin frumraun hins unga og geðþekka leikara Stef- áns Karls Stefánssonar á sviði leik- stjómar en hann segist jafnframt ekki hafa neinn sérstakan metnað í þá átt. „Ég er leikari en þetta er góð reynsla og ég sló strax til og Magnús Geir (Iðnóleikhússtjóri) bauð mér að spreyta mig á þessu. Mér hafa líka tjáð reyndari leikarar að það sé hverjum leikara hollt að leikstýra, það veiti aðra sýn á starf leikarans svo og hlutskipti leikstjórans. Það má allt til sanns vegar færa,“ segir Stefán Karl með glampa í augum svo ekki er gott að vita hvort honum er fúlasta alvara eða hlátur í huga. „Þetta er líka hæfilega stórt verkefni til að takast á við og leikararnir em góðir vinir mínir, Jakob Þór kenndi mér í Leiklistarskólanum og Nanna Kristín var með mér þar í bekk svo við emm eins og ein samhent fjöl- skylda." Leikir er hin þriðja í röðinni af há- degisleiksýningum Leikfélags Is- lands í Iðnó sem færð er á fjalirnar en Leikir hlaut einmitt þriðju verð- laun í samkepgni um einþáttunga sem Leikfélag íslands efndi til. Að sögn höfundarins Bjama sendi hann níu þætti inn í samkeppnina og úr þeim vom valdir þeir þrír sem sýn- ingin Leikir samanstendur af. Að draga sig saman „Þættirnir eiga það allir sameigin- legt að lýsa samskiptum karls og konu og hvers konar leikir em við- hafðir þegar þau em að draga sig saman,“ segir Jakob Þór Einarsson annar leikendanna. í fyrsta þætti sjáum við unga framakonu sitjandi við borð sitt í Iðnó, rétt eins og hinir gestirnir sem komnir em til að horfa á hádegisleiksýninguna. Við borð hennar sest lífsreyndur flagari sem með ýmsum ólíkindalátum kemur Söngkonan og píanóleikarinn. Framakonan og eilífðartöffarinn. sér í mjúkinn hjá henni. „Kannski tekst honum að sannfæra hana, en kannski er þetta hennar aðferð við að ná sér í elskhuga,“ segir Nanna Kristín Magnúsdóttir leikkona. I næsta þætti sjáum við tvo „sérfræð- inga“ - kannski bókasafnsfræðinga - sem tala og tala en langar í rauninni bara til að vera saman. Þau koma sér ekki að efninu og reyna að fylla upp í þagnir með fræðilegu hjali um eðli kossa. „Það er ekki gott að segja hvernig þetta endar hjá þeim. Kannski tekst þeim að hætta að tala, kannski ekki,“ segir Nanna Kristín. Þriðji og síðasti þátturinn sýnir hjón, söngkonu og píanóleikara, sem em komin á sviðið og tjaldið verður dregið frá eftir augnablik. Konan ertir eiginmanninn sífellt en hann engist af ófullnægðri þrá. Hún neitar honum um allt slíkt en hefur greini- lega nautn af leiknum. „Þetta er ein- hvers konar hjónaleikur, kannski forleikur," segir Stefán Karl. Hann segir að þau hafi farið frjáls- um höndum um þættina þó ekki þannig að textanum væri breytt en „... við höfum prófað ýmislegt varð- andi bakgmnn persónanna og að- stæður þeirra. Síðasti þátturinn gerðist t.d. á heimili hjónanna þar sem karlinn las í blaði og konan sat fáklædd við snyrtiborð," segir - Stefán. „Þetta er auðvitað allt gert í fullu samráði við höfundinn og hon- um til mikillar ánægju,“ bætir hann við. Aðrir aðstandendur sýningarinn- ar era Rannveig Gylfadóttir, sem sér um leikmynd og búninga, og Kjartan Þórisson, sem hannar lýsingu. Fmmsýning er í dag klukkan 12 á hádegi. Morgunblaðið/Jim Smart Sérfræðingamir tveir ræða um eðli kossa. VALHÖLL I FASTEIGNASALA | S i A u m ú I a 27. Reykjavík sími 588 - 4477. Fax 588 - 4479 Núpalind 6 í nýju lyftuhúsi Vorum að fá í sölu í þessu glæsilega 8 hæða lyftuhúsi vandaðar 2ja herb. frá 76-84 fm, 3ja herb. frá 95-101 fm, 4ra herb. frá 113-115 fm og stórar „penthouse-íb“ 156 og 180 fm íbúðirnar afhendast seinni part ársins fullfrágengnar án gólfefna. Húsið verður klætt að utan með vandaðri álklæðningu. Lóð verður frágengin. Stæði í bílskýli geta fylgt sem innangengt er í úr sameign. Frábært útsýni. Ekkert er byggt fyrir húsið. Einstakt tækifæri að eignast glæsilegar íb. á þessum eftirsótta stað. Húsið er að verða fokhelt í dag. Afhending er áætluð í okt.-des. 2000. Byggingaraðili er Mótel ehf. N iflungahringur- inn á myndbandi í Norræna húsinu RICHARD Wagner-félagið á ís- landi mun ljúka myndbandssýning- um frá uppfærslu Metropolitan-óp- erunnar í New York á Niflungahring Richards Wagner á morgun, laugardag, kl. 12, í Nor- ræna húsinu. Sýnd verður óperan Götterdámmemng eða Ragnarök, sem er hin síðasta í röðinni úr fjór- leik Wagners. Sýningar Wagner-félagsins nú í vetur hafa verið í samvinnu við Fé- lag íslenskra fræða og í umsjón Árna Björnssonar, sem gerir grein fyrir bókmenntalegum bakgmnni Niflungahringsins og notkun Richards Wagner á íslensku heim- ildunum. Rannsóknir Arna á þessu viðfangsefni munu koma út á prenti í útgáfu Máls og menningar nú í ár. Uppsetning Metropolitan-óper- unnar, sem er tiltölulega hefðbund- in, verður á fjölunum í New York nú síðla vetrar og mun þá Kristinn Sigmundsson fara með hlutverk Hundings í Valkyrjunni. Leikstjóri er Otto Schenk, leikmyndahönnuð- ur Gúnther Schneider-Siemssen og hljómsveitarstjóri James Levine. Hlutverk Sigurðar Fáfnisbana er sungið af Siegfried Jerusalem. I öðmm stómm hlutverkum eru m.a. Hildegard Behrens og Matti Salm- inen. Sýnt verður á stóra veggtjald- inu í sal Norræna hússins. Enskur skjátexti. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Sýningartími með kynningu og tveimur hléum er 6 timar. ------------------ Burtfarar- próf í Salnum Burtfararprófstónleikar Ingunnar Jónsdóttur, flautuleikara, frá Tón- listarskólanum í Reykjavík verða í Salnum, Tónlist- arhúsi Kópavogs, á sunnudag kl. 17. Anna Guðný Guð- mundsdóttir leik- ur með á píanó. Á efnisskrá era Sónata í D-dúr Wq. 83 eftir C.P.E. Bach, Þrjár andrár eftir Atla Ingólfsson, Sónata eftir Otar Taktakishvili, Sónata í e-moll op. 167 eftir Carl Heinrich Reinecke og Suite de trois morceaux op. 116 eftir Benjamin Godard. Tónleikarnir eru haldnir á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík. Aðgöngumiðar seldir við inngang- inn. InGfunn Jónsddttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.