Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUD AGUR 10. MARS 2000 41 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SAMNINGAR TRYGGJA STÖÐU GLEIKA SAMKOMULAG tókst í fyrrinótt milli Samtaka atvinnulífs- ins (SA) og Flóabandalagsins svonefnda um megininntak nýs kjarasamnings, sem gert er ráð fyrir að verði undirritaður á laugardag eða þegar ljóst er á hvern hátt ríkisvaldið kemur inn í samningsgerðina til þess að liðka fyrir. Samkvæmt samkomu- laginu munu lágmarkslaun hækka í 91 þúsund krónur á samn- ingstímabilinu. Hækka þau um 8,9% við undirritun samnings og síðar tvisvar á samningstímanum um 6,5% og 5,25%. Almenn launahækkun samkvæmt samkomulaginu verður 3,9% frá 1. mars, 3% frá næstkomandi áramótum, 3% 1. janúar 2002 og 2,25% 1. janúar 2003. Samkomulagið felur auk þess í sér viðbótarframlag atvinnurekenda í séreignalífeyrissjóð sem verði 1% frá og með 1. maí gegn 2% framlagi starfsmanns en hækkar í 2% gegn 2% framlagi starf°smanns 1. janúar 2002. I starfsmenntamálunum hafa samningsaðilar komið sér sam- an um að setja á fót sérstakt verkefni. Á samningstímabilinu munu samningsaðilar vinna að eftir- og endurmenntun ófag- lærðra starfsmanna. Markmiðið er að treysta stöðu einstak- linga á vinnumarkaði en stofnuð verður sérstök verkefnisstjórn skipuð þremur aðilum frá fulltrúum stéttarfélaga og þremur frá Samtökum atvinnulífsins. Ekki fer á milli mála, að forráðamenn hins svonefnda Flóa- bandalags, sem eru verkalýðsfélögin í Reykjavík, Hafnarfirði og í Keflavík, hafa náð fram mikilsverðum kjarabótum fyrir fé- lagsmenn sína með þessum samningi. Þar er ekki sízt ástæða til að nefna samkomulagið um verulega hækkun lágmarkslauna en jafnframt eru auknar greiðslur atvinnurekenda í lífeyrissjóði á samningstímanum mikilvæg kjarabót fyrir launþega. Launa- hækkunin sjálf er í takt við það, sem verið hefur undanfarin ár. Fyrir atvinnurekendur er þessi samningur mikilvægur vegna þess að hann tryggir vinnufrið og mun eiga þátt i að viðhalda þeim stöðugleika í efnahagsmálum, sem hér hefur ríkt um all- langt skeið. Margir hafa haft áhyggjur af því, að kjarasamning- arnir mundu fara úr skorðum og leiða til þess að verðbólgan færi af stað á nýjan leik. Eftir þessa samninga er ekki ástæða til að hafa umtalsverðar áhyggjur af því. Þótt samið hafi verið á milli þeirra aðila, sem komu að samn- ingaborðinu nú, er kjarasamningagerðinni ekki lokið. En það er alveg ljóst, að þessir samningar eru stefnumarkandi fyrir þá samninga, sem á eftir að gera. Þeir sem reyna að brjótast út úr þessum ramma munu ekki hafa erindi sem erfiði. I þeim efnum er líka mikilvægt, að ríkið, í þeim samningum, sem það gerir við opinbera starfsmenn, haldi sig við þær línur, sem hér hafa verið lagðar. í Ijósi þeirrar gagnrýni, sem stjórnvöld hafa sætt vegna samningagerðar síðustu ára, verður að ganga út frá því sem vísu, að samningamenn ríkisins haldi fast við þá stefnu, sem mörkuð hefur verið í þessum samningum. Samningamenn aðila eiga þakkir skildar fyrir þessa samn- inga. Það á ekki sízt við um fulltrúa verkalýðsfélaganna, sem að þessu leyti eru í erfiðari stöðu en fulltrúar atvinnurekenda. Fulltrúar Flóabandalagsins hafa sýnt ábyrgð í samningunum en jafnframt náð fram miklu fyrir umbjóðendur sína. Það er ástæða til bjartsýni um framtíðina eftir þessa samningagerð. SKÓLATORG- TÍMANNA TÁKN SKÓLATORG - hið gagnvirka samskiptakerfí heimila og grunn- skóla, sem nú er verið að hleypa af stokkunum í tilraunaskyni, er tímanna tákn um breytt og nútímaleg samskipti, á upplýsingaöld. Greint var frá þessu tilraunaverkefni eins grunnskóla og þriggja fyrirtækja hér í Morgunblaðinu í fyrradag. Hugmyndin að þessu nýja samskiptakerfi varð til í einum grunn- skólanum, Selásskóla, en hún þróaðist út í samstarfsverkefni skól- ans við þrjú upplýsingafyrirtæki, Tæknival, Skýrr og Strik.is. Hið nýja samskiptakerfi mun standa öllum grunnskólum landsins til boða í haust og þannig er áætlað að Skólatorgið muni ná til rúmlega 107 þúsund landsmanna sem tengjast bömum á grunnskólaaldri. Samskipti heimila og grunnskóla hafa lengstum verið afar tak- mörkuð og einskorðast helst við skriflegar orðsendingar úr skólum, þar sem tilkynnt er um foreldrafundi, foreldraviðtöl og þess háttar og skólinn hefur síðan úthlutað foreldrunum ákveðnum tíma, til þess að mæta í skólann, hitta að máli kennara, einn eða fleiri, og reyna með slíkum fátíðum heimsóknum að fá einhverja innsýn í starf það sem barn eða börn viðkomandi foreldris inna af hendi í skólanum dag hvem. Þetta er gamaldags og úrelt iyrirkomulag á samskiptum heimila og skóla og hentar illa í samfélagi nútímans, þar sem reglan, en ekki undantekningin, er sú, að báðir foreldrar vinna úti. Því er það bæði uppbyggilegt og ánægjulegt framlag til betra samstarfs skóla og heimila, að verið sé að þróa gagnvirkt sam- skiptakerfi foreldra og gmnnskóla á Netinu, sem mun auðvelda for- eldrum mjög að fylgjast með skólastarfinu og væntanlega auka mjög samskipti heimila og skóla og auðvelda, báðum til góðs. deCODE leggur fram ítarlega greinargerð um áhættuþætti og rekstraróvissu í skráningarlýsingu Engin trygging fyrir árangri eða tekjum ✓ Rekstur og starfsemi Islenskrar erfðagrein- ingar er mjög áhættusöm að því er fram kemur í skráningarlýsingu sem deCODE hefur sent bandarísku verðbréfa- og kaup- hallarnefndinni. Skv. reglum um skráningu á alþjóðlegum hlutabréfamarkaði ber fyrirtæk- inu að lýsa ítarlega fjölmörgum áhættuþátt- um sem starfsemi þess er háð fyrir væntan- lega kaupendur og eru þeir raktir í skráningarlýsingunni, sem birt var í gær. Morgunblaðið/Kristinn. Frá afliendingu rekstrarleyfis fyrir gagnagrunn á heilbrigðissviði í janúar síðastliðnum. IÍTARLEGRI bráðabirgða- skráningarlýsingu deCODE genetics Inc., móðurfélags ís- lenskrar erfðagreiningar, sem fyrirtækið hefur samið, eru taldir upp fjölmargir áhættuþættir í starfsemi fyrirtækisins sem væntanlegum fjár- festum er bent á að kynna sér vel. Tekið er fram að engin trygging sé fyrir því að fyrirtækið afli þeirra tekna af framleiðslu eða þjónustu sinni sem að er stefnt. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins eru í gildi strangar reglur um að fyrirtæki sem sækja um skráningu á verðbréfamarkaði hjá bandarísku verðbréfa- og kauphallarnefndinni beri að gera væntanlegum kaupend- um nákvæma grein fyrir öllum mögu- legum áhættuþáttum sem til staðar eru, ella megi búast við málsókn hafi mögulegum fjárfestum hafa ekki verið birtir fyrirvarar af þessu tagi. Starfsemi, fjárhagsstöðu og rannsóknum nákvæmlega lýst í skráningarlýsingunni er að finna nákvæma lýsingu á starfsemi og rann- sóknum fyrirtækisins, fjárhagsstöðu og fjármögnunarmöguleikum, þeim kostum til erfðarannsókna sem til staðar eru á íslandi og þeim reglum og skilmálum sem de- CODE ber að íylgja. Bent er á að frá stofnun 1996 hafi starfsmönnum deCODE tekist að stað- setja 8 svæði sjúkdóms- valdandi erfðavísa og náðst sá árang- ur að greina nákvæmar staðsetningu 12 meingena. Þá er fjallað ítarlega um samstarf fyrirtækisins við lyfjafyrirtækið Hoff- man La Roche um rannsóknir á 12 erfðasjúkdómum og greint frá því að fram á þennan dag hafi í fjórum tilvik- um tekist að ná sérstökum árangurs- viðmiðunum sem samkomulagið geri ráð fyrir. Leit að sjúkdómsvaldandi genum komin skammt á veg Athygli fjárfesta er vakin á fjöl- mörgum áhættuþáttum sem taldir eru upp í sérstökum kafla í skráningarlýs- ingunni. Þar segir m.a. að leitin að meingengum sé enn tiltölulega skammt á veg komin og ekki sé tryggt að hægt verði að búa til söluhæfar markaðsvörur úr niðurstöðum rann- sóknanna. deCODE einbeitir sér að því að finna gen eða genahluta sem hafi áhrif á eða valdi sjúkdómum og þó tekist hafi að afmarka ákveðin svæði gena á litningi og staðsetja þau, hafi enn ekki tekist að staðfesta nein sjúk- dómsvaldandi gen á svæði. Einnig er tekið fram að orsakir þeirra sjúkdóma sem til rannsóknar eru séu yfirleitt taldar bæði stafa af erfðafræðilegum toga og af umhverfisáhrifum. Takmörkuð þekking á hlut gena í sjúkdómum Lýst er væntanlegum gagnagi’unni á heilbrigðissviði og ættfræðigrunni og grunni með erfðafræðilegum upp- lýsingum sem byggðir hafa verið upp innan fyrirtækisins og greint frá ýmsum tak- mörkunum sem séu á úr- vinnslu í þessum grunnum og samtengingu upplýs- inga úr þeim. Bent er á að viðskiptaáætlanir fyr- irtækisins séu byggðar á nýjum rann- sóknaraðferðum og ekki hafi enn fengist nein sönnun þess að þær skili þeim árangri sem að er stefnt. „Vís- indamenn hafa almennt séð takmark- aða þekkingu á hvaða hlutverki erfða- vísar gegna í sjúkdómum og aðeins hafa verið framleidd fáein lyf sem byggð eru á uppgötvun sjúkdómsvald- andi erfðavísa," segir í lýsingunni. Taprekstur fyrstu árin Lýst er þeim áhættusama rekstri sem DeCODE fæst við og greint er frá því að taprekstur hafi verið af starfsemi fyrirtækisins öll árin frá því að það tók til starfa. Samanlagt tap af rekstri fyrirtækisins frá upphafi til síðustu mánaðamóta nemi 76,7 millj- ónum Bandaríkjadala eða um 5,6 milljarða króna. Ef um verði að ræða áframhaldandi rekstrartap til lengri tíma en áætlanir gera ráð fyrir eða í meiri mæli kunni svo að fara að fyrirtækið þyrfti að hætta starfsemi. Gert ráð fyrir áframhaldandi taprekstri í nokkur ár Fyrirtækið hafi enn sem komið er engum hagnaði skilað og einu umtals- verðu tekjurnar sem það hafi til starf- semi sinnar og rannsókna séu til- komnar vegna rannsóknarsamstarfs- ins við Hoffman La Roche auk fjár- magnstekna en fram kemur í skrán- ingarlýsingunni að fjárframlög Roche standa undir um 96% af heildartekj- um Islenskrar erfðagreiningar miðað við seinustu áramót. Gerir fyrirtækið ráð fyrir að á næstu árum muni útgjöld þess aukast ennfrekar vegna áframhaldandi þró- unar tæknibúnaðar, rannsóknaáætl- ana og undirbúnings að gerð miðlægs gagnagrunns á heilbrigðissviði. Því sé gert ráð fyrir áframhaldandi tap- rekstri í nokkur ár til viðbótar áður en fyrirtækið fari að skila hluthöfum sín- um hagnaði. Nauðsynlegt að viðhalda stuðn- ingi íslensku þjóðarinnar Ymsir fyrirvarar eru tilgreindir varðandi frekari fjármögnun verkefna og vaxandi starfsemi Islenskrar erfðagreiningai’. Er því lýst yfir í skráningarlýsingunni að gera megi ráð fyrir að núverandi tekjuflæði fyr- irtækisiris og áframhaldandi fjárfram- lög sem reiknað er með af hálfu Hoffman La Roche nægi til áfram- haldandi starfsemi skv áætlunum að minnsta kosti út árið 2001. Forsendur þessara áætlana gætu þó reynst rangar, segir í kaflanum um áhættuþætti í rekstri deCODE. Áframhaldandi stuðningur og sam- vinna íslensku þjóðarinnar við ís- lenskrar erfðagreiningu er sögð nauð- synleg forsenda þess að fyrirtækið nái árangri í erfðarannsóknum, söfnun erfðaefnis og ef takast eigiað byggja upp miðlægan gagnagrunn á heil- brigðissviði, aðjjví er segir í skráning- arlýsingunni. Áætlanir um úrvinnslu erfðafræðilegra upplýsinga og sam- tengingu við heilsufarsupplýsingar eru háðar því að umtalsverður hluti ís- lensku þjóðarinnar veiti fyrirtækinu blóðsýni. Ef jafnvel lítill hluti þjóðar- innai’ verði mótfallinn því að taka þátt í rannsóknum gæti það minnkað möguleika fyrirtækisins á að búa til og selja á mark- aði þekkingu sem unnin er úr erfðaupplýsingum og haft alvarleg áhrif á fjár- hagsstöðu fyrirtækisins. Auk þessa eru taldir upp ýmsir áhættuþættir sem raktir eru til þeirra skilmála sem íslensk heilbrigðisyfir- völd hafa sett fyrirtækinu, einkum í rekstrarleyfi til starfræsklu miðlægs gagnagrunns á heilbrigðissviði. Er skilmálum og starfsreglum sem fyrir- tækinu eru sett í rekstrarleyfi og reglugerð um gagnagrunninn lýst ít- arlega. Þá er sérstaklega tekið fram að fyrirtækinu muni hugsanlega ekki takast að ná samkomulagi við ís- lenskrar heilbrigðisstofnanir og sjálf- stætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn um söfnun og skráningu heilsufars- upplýsinga í miðlægan gagnagrunn. Engin trygging sé fyrir því að slíkir samningar náist og að þeir verði með þeim skilmálum sem komi fyrirtækinu best. Málarekstur getur valdið töfum Ennfremur er tekið fram að sið- ferðileg álitamál og persónuvemdar- sjónarmið kunni að valda því að mögu- leikar fyrirtækisins til að þróa og nýta gagnagrunninn og vinnslu upplýsinga til erfðarannsókna verði takmarkaðir, sem gæti ennfremur leitt til mála- rekstur á hendur fyrirtækinu eða rík- isstjórn íslands. Greint er frá áform- um Mannverndar og nokkurra lækna um höfðun dómsmáls á hendur ís- lenska ríkinu vegna gagnagrunns- málsins og kæru sem send hefur verið Eftirlitsstofnunar EFTA og bent á að slík málaferli kunni að valda töfum á uppbyggingu gagnagrunnsins. Skv. samningi fyrirtækisins við heilbrigðis- ráðuneytið hafi það skuldbundið sig til að endurgreiða ríkinu allar þær bætur sem kunna að falla á það í málum af þessum toga. Þá er varað sérstaklega við því að fyrirtækið eigi í harðri samkeppni við önnur líftæknifyrirtæki og rannsókn- arstofnanir sem leita að meingenum og sækja jafnharðan um einkaleyfi á uppgötvunum sínum. „Margir sam- keppnisaðilar okkar hafa töluvert sterkari fjárhagsstöðu en við, og fleiri starfsmenn og betri búnað til rann- sókna en við höfum yfir að ráða, sem gæti gert þeim kleift að uppgötva mik- ilvæga erfðavísa á undan okkur,“ seg- ir í upptalningu áhættuþátta í skrán- ingarlýsingunni. Mikilvægt að halda í lykilstjórnendur Meðal fjölmargra fleiri áhættuþátta sem taldir eru upp er áhersla sem lögð er á að fyrirtækinu takist að ráða og halda í lykilstjórnendur og vísinda- menn. Þ.á m. eru taldir upp Kári Stef- ánsson, forstjóri ÍE, Hannes Smára- son aðstoðarforstjóri, Jeffrey Gulch- er, framkvæmdastjóri rannsókn- arsviðs, og Agustine Kong, for- stöðumaður tölfræðideildar. „Ef einhverjir þessara manna yfirgefa okkur getur það haft neikvæð áhrif á möguleika okkar til að halda uppi starfsemi fyrh’tækisins," segir í lýs- ingunni. Ennfremur er bent á að enn sem komið er hafi eng- in viðskipti átt sér stað á opinberum markaði með hlutabréf í fyrirtækinu og því sé engin leið að spá fyr- ir um hvernig mai’kaður með bréfi í fyrirtækinu muni þróast. Líkur séu þó á að markaðsverð hlutabréfa í félag- inu muni verða mjög sveiflukennt vegna þeirra fjölmörgu áhættuþátta sem lýst er í skráningariýsingu deCODE, móðurfélags íslenkrar erfðagreiningar. Líklegt að hlutabréfaverð muni sveiflast 4 áföngum náð í samstarfi við La Roche Upplýsingar lír skráningarlýsingu deCODE genetics Alls 5,7 milljarða tap af rekstrinum frá upphafi TAP hefur verið af rekstri deCODE allt frá stofnun fyrirtækisins árið 1996, alls um 76,7 milljónir dollara, sem samsvarar um 5,7 milljörðum króna. Á síðasta ári nam tapið alls yfir 4,5 milljörðum króna, að óreglulegum liðum meðtöldum en að þeim frátöldum um 1,7 milljörð- um króna. Aukningin á milli áranna 1998 og 1999 er 113% að óregluleg- um liðum frátöldum en 357% að þeim meðtöldum. Óreglulegir liðir á síðasta ári felast fyrst og fremst í því sem kallast yfirverð á endur- kaupum forgangshlutabréfa. Verð líklega gefið út á næstunni Fram kemur að búist er við áframhaldandi tapi á starfseminni næstu ár og í skráningarlýsingunni eru ýmsir varnaglar slegnir varð- andi kaup á hlutabréfum í fyrirtæk- inu. Tekið er fram að tekjur fyrir- tækisins komi fyrst og fremst frá rannsóknarsamstarfi við Iloffman La Roche, auk vaxtatekna. Verð á hlutabréfunum í fyrsta al- menna hlutafjárútboði deCODE sem enn er óljóst hvenær verður, er ekki gefið upp í skráningarlýsing- unni. Áætlað er að auka hlutaféð um 200 milljónir dollara eða um 14,8 milljarða íslenskra króna. Gengi á hlutabréfum í útboði er ákveðið af fjárfestingarbanka sem sér um útboðið, í þessu tilviki Morgan Stanley, í samráði við for- svarsmenn viðkomandi fyrirtækis. Líklegt er talið að gengið verði ákveðið á næstunni, jafnvel á næstu dögum, að sögn sérfræðings sein rætt var við. Verðið getur þó breyst umtalsvert á tímabilinu. Verðbilið 25-35 hefur verið nefnt í því sambandi. í kjölfar skráningar hlutabréfa líftæknifyrirtækja á Nasdaq hefur gengi þeirra oftar en ekki margfaldast á dögunum og vikunum eftir fyrsta almenna út- boðið. Ágóðinn notaður í þróun og samtengingu gagnagrunna I skráningarlýsingunni eru engar tölur um áætlaðan ágóða af fyrir- huguðu hlutafjárútboði gefnar upp, í samræmi við það að verðið hefur ekki verið gefið upp. Hins vegar eru áform um hvað gert verður við áætlaðan hagnað útlistuð í lýsing- unni. Þar kemur fram að þróun gagnagrunna fyrirtækisins, úr- vinnsla úr þeim og samtenging verði byggt upp fyrir ágóðann sem skapast. Einnig verður féð notað til að fjármagna rannsóknarstarfsemi fyrirtækisins, auk viðhalds á búnaði og húsnæði. Umframhagnaður de CODE i Úr skráningarlýsingu ' ^xxxxxxf Rekstrarreikningur 1999 1998 1997 1996 Rekstrartekjur M. kr. 1.221,5 943,7 0,0 0,0 Rekstrargjöld 2.948,0 1.795,8 597,8 88,6 Rekstrartap 1.726,5 852,0 597,8 88,6 Tap tengdra fyrirtækja 110,2 0,0 0,0 0,0 Fjármunatekjur (gjöld) 115,1 41,8 -0,6 3,0 Skattar 0,0 0,0 0,0 0,0 Tap eftir skatta 1.721,6 810,3 598,4 85,6 Óreglulegir liðir -2.854,6 -191,0 -46,0 -13,5 Tap ársins 4.576,2 1.001,3 644,5 99,1 Efnahagsreikningur 31.12.99 31.12.98 31.12.97 31.12.96 Eignir samtals M. kr. 5.877,8 2.862,8 502,9 Eigið fé M. kr. 3.579,2 1.852,2 200,7 Skuldir 2.298,6 1.010,5 302,6 Skuldir og eigið fé samt. 5.877,8 2.862,8 502,9 dc O O D E Stærstu hluthafar í mars 2000 Hiuthafi Hlutir Hlutfall 1. Roche Finance Ltd. 4.483.334 13,4 oarr if 2,9» f valr. .og kaupheim. 2. Kári Stefánsson 3.125.292 9,6 3. Alta Califomia og tengdir aðilar 2.335.082 7.1 þðraf 1 % t kaupheimildum 4. Atlas Venure og tengdir aðilar 2.335.082 7,1 þaraf 1%íkaupheimildum 5. Guy Nohra 2.335.082 7,1 ■ þar af í% f kaupheimildum 6. Jean-Francois Formela 2.335.082 7,1 þar af 1 % í kaupheimildum 7. Polaris Venture og tengdir aðilar 1.875.848 5,7 þar af 1% í kaupheimildum 8. Terrence McGuire 1.875.848 5,7 þar af 1% í kaupheimildum 9. Andre Lamotte 686.514 2,1 þar af 1 % í kaupheimildum 10. Hannes Smárason 560.000 1,7 11. Jeffrey Gulcher 481.200 1,5 ■ 12. Kristján Erlendsson 125.000 0,4 ) 13. Sigurður Björnsson 120.000 0,4 | 14. Sir John Vane 45.000 0,1 (10 einstaklingar) eiga Samtals 22.718.364 69,0 alls um 35% hlutanna Tíu stjórnarmenn og stjórnendur deCODE eiga alls 35% hlut Hoffman La Roche er stærsti hlut- hafínn I skráningarlýsingu deCODE kemur fram að ” Kári Stefánsson, forstjóri Islenskrar erfða- greiningar, á næststærsta hlutinn í fyrirtæk- inu eða 9,6% hlutafjár. Stærsta hlutinn á fyrirtækið Hoffman La Roche. HOFFMAN La Roche er stærsti hluthafinn í deCODE genetics, að því er fram kemur í skráning- arlýsingu sem lögð hefur verið fyrir bandarísku verðbréfa- og kauphallar- nefndina (SEC) í aðdraganda skrán- ingar bréfa fyrirtækisins á Nasdaq- hlutabréfamarkaðinn í Bandaríkjun- um. Hlutur fyrirtækisins er 13,4%. Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, á næststærsta hlut- inn eða 9,6%. Stjórnarmenn deCODE og lykil- stjórnendur, alls tíu manns, eiga samtals um 35% í fyrirtækinu, að því er fram kemur í skráningarlýsing- unni. Eignarhaldsfélög og sjóðir eru einnig nefnd til sögunnar í upptaln- ingu á hluthöfum. Jean-Francois verður notaður til að fjárfesta í skammtímaverðbréfum með ávöxt- un í huga, að því er fram kemur í skráningarlýsingunni. Arður ekki greiddur Fram kemur að deCODE muni ekki greiða arð til hluthafa í næstu framtíð. Fyrirtækið hefur aldrei greitt arð af almennum hlutabréf- um (e. common stock) til hluthafa og tekið er fram að ef til hagnaðar komi af rekstrinum verði hann not- aður til uppbyggingar fyrirtækis- ins. Þau hlutabréf deCODE sem við- skipti hafa verið með á gráa mark- aðnum á Islandi eru svokölluð for- gangshlutabréf (e. preferred stock). Forgangshlutabréf má ekki selja á bandarískum markaði fyrstu sex mánuði eftir útboð en að þeim tíma liðnum breytast þau í almenn hlutabréf. I útboði eru almenn hlutabréf til sölu og á fyrstu dögum eftir útboð eru það almenn hluta- bréf sem viðskipti eru með. Formela, stjórnarmaður í deCODE, er einnig hluthafi í Atlas Venture Fund sem er stór hluthafi í deCODE. Terrance McGuire er einnig stór hluthafi í Polaris Venture Partners sem á 5,7% í deCODE. Allir stjórnarmenn og lykil- stjórnendur hluthafar Farið er ítarlega í kjör æðstu stjórnenda fyrirtækisins og fram kemur að mánaðarlaun forstjórans Kára Stefánssonar jafngilda rúmum tveimur milljónum króna á mánuði, að hlunnindum meðtöldum. Hannes Smárason aðstoðarforstjóri hefur rúm 900 þúsund í mánaðarlaun, sam- kvæmt upplýsingum úr lýsingunni og hefur auk þess valrétt á 260.000 hlut í deCODE. Jeffrey Gulcher, yfirmaður rannsókna- og þróunarsviðs de- CODE hefur um eina milljón króna í mánaðarlaun. Kristján Erlendsson, yfirmaður samskiptasviðs, hefur um 800 þúsund krónur í mánaðarlaun. Mánaðarlaun Sigurðar Björnssonar, sem einnig er yfirmaður hjá de- CODE, eru um 700 þúsund krónur á mánuði. Sigurður hefur einnig notið valréttar á hlutabréfum í deCODE, að því er fram kemur í skráningarlýs- ingunni. Kaupheimildir í stað þóknunar fyrir stjórnarsetu I lýsingunni eru æðstu stjórnendur og stjórnarmenn fyrirtækisins kynnt- ir til sögunnar og bakgrunnur þeirra rakinn. Stjórnarmenn ásamt Kára Stefánssyni eru Jean-Francois Formela, Andre Lamotte, Terrance ». McGuire, Guy Nohra og sir John Vane. Allir eru þeir hluthafar í fyrir- tækinu og hafa auk þess yfir kaup- heimildum (warrants) að ráða. I því felst að þeir hafa rétt til að kaupa ákveðið magn hlutabréfa á ákveðnu verði. Kaupheimildirnar koma í stað þóknunar fyrir stjórnarsetu, að því er fram kemur í skráningarlýsingunni. '
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.