Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 10. MARS 2000 45 JÓN GUNNAR GUNNARSSON + Jón Gunnar Gunnarsson fæddist í Reykjavík 5. ágúst 1984. Hann lést 2. mars síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Gunnar Stígsson, verkstjóri, f. 4. júní 1956, og Jónína Þór- arinsdóttir, af- greiðslukona, f. 3. ágúst 1959. Foreldr- ar Gunnars eru Stíg- ur Hannesson, f. 15. ágúst 1920, d. 3. maí 1988, og Ingibjörg Þóranna Jónsdóttir, f. 30. september 1921. Foreldrar Jóm'nu eru Þórarinn Sæbjörns- son, f. 17. mars 1927 og Helga Guðríður Bjarnadóttir, f. 21. apríl 1927, d. 9. ágúst 1991. Systkini Jóns Gunnars eru Þór- anna Helga, f. 15. september 1980, og Bjarki Hrafn, f. 1. júlí 1996. Samfeðra er Iris, f. 18. október 1977. Jón Gunnar átti heima í Orrahólum 7 til átta ára aldurs. Sfðan fluttist hann í Grafarvoginn, að Leiðhömrum 38. Jón Gunnar var í Hamra- skóla og átti að út- skrifast úr 10. bekk nú í vor. Utför Jóns Gunnars fer fram frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku Jón Gunnar, við þökkum þér yndisleg ár sem voru alltof fá. Fræ í frosti sefur, fónn ei grandar því. Drottinsvaldávori vekurþaðuppáný. Elskahans gefuröllulífogskjól. Guðs míns kærleiks kraftur komþúogvermínsól. Hannvarhveitikomið, heilagt lífsins sáð, senttilvoraðveita vöxtíástognáð. Himnannaljómi lýsir gröf hans frá. Kristur, lát þinn kærleik kveikja þitt líf oss hjá. Stundumverðurvetur veröld hjartans í. Láttu fræ þín lifa, ljóssins Guð, í því. Gefossþittsumar sóluþinnifrá. Kristur, kom og sigra, komþúogverosshjá. (Sigurbjöm Einarsson.) Guð veri með þér, elsku drengur- inn okkar. Pabbi og mamma. Litli bróðir minn er farinn. Þessi sem var alltaf brosandi og átti svo auðvelt með að koma manni í gott skap. Allt frá því hann var ungbarn var ég vön að passa hann, meira að segja fyrsta sumarið sem hann átti var hann aðeins átta mánaða og ég að verða fimm ára. Þá fór ég með hann út í kerrunni að leika og á meðan ég lék mér sat hann hinn ánægðasti í kerrunni og mamma horfði á okkur út um eldhúsgluggann. Þegar Jón Gunnar var yngri átti hann teppi sem honum þótti mjög vænt um. Ef hann bara var með teppið og snuð þá var hann hinn ánægðasti. Mér fannst Jón Gunnar frábær listamaður og hönnuður í sér því svo ótalmargt var það sem honum datt í hug. Allt frá því hann byrjaði í tækni-legóinu var það aldrei nóg að fara bara eftir leiðbeiningunum heldur varð alltaf að gera hlutina flóknari og tæknilegi’i. Ég fór fjórum sinnum með Jóni til útlanda. í fyrsta skiptið fórum við til Þýskalands eða fiskalands eins og hann kallaði það alltaf. Jón Gunnar átti fimm ára afmæli þar en þá var haldin risaveisla og margir ættingjar voru þar með okkur. Eg man sér- staklega eftir fótboltanum sem hann fékk því endalaust lék hann sér með hann. í annað skiptið sem við fórum út fórum við til Portúgals en þá var ég að verða ellefu ára en Jón sjö. Þá var vatnsrennibrautagarður rétt hjá okkur sem við vorum alltaf í. Jón alltaf með handakútana en sundskýl- an alveg orðin að engu því við rennd- um okkur svo mikið. Ég og Jón renndum okkur alltaf í svartholinu því það var hraðast og í endann kunnum við leiðina utan að því við fórum svo oft. Fjórum árum síðar fórum við aftur til Portúgals en það var bara skyndiákvörðun. Ég var uppi sofandi en mamma, pabbi og Jón voru niðri að borða morgunmat. Þau voru að tala um að fara í sund en leiðinlegt væri hversu vont veður var þannig að þau ákváðu að skreppa bara til útlanda og svo fórum við strax næsta dag. Jón átti afmæli þeg- ar við vorum úti og mamma og pabbi sögðu að hann mætti ráða hvað yrði gert þann dag og auðvitað valdi Jón rennibrautimar. Síðast fórum við til Mallorka en það var árið 1998. Mér fannst ég stundum vera eins og önnur mamma Jóns því ég smurði fyrir hann nesti, passaði að hann tæki pening með sér í strætó og færi í réttan vagn, hjálpaði honum að læra ef þurfti og fleira en hann var alltaf til í að hjálpa mér, hvað sem hann var að gera, því það mátti alltaf geyma það. Jón hjálpaði okkur líka mikið með Bjarka Hrafn og passaði oft, enda var hann alltaf bamgóður og honum þótti mjög vænt um bróð- ur sinn. Ég og Jón vöktum oft lengi hvort inni hjá öðm og töluðum ýmis- legt, því okkur þótti mjög gott að tala saman ef það vora einhver vandamál sem þurfti að leysa. Þegar ég tók þátt í fatahönnunarkeppni núna í janúar var mikið að gera hjá mér síðustu dagana og þú varst að sjálfsögðu til í að hjálpa mér og vakt- ir með mér til fjögur á næturnar svo að allt yrði örugglega tilbúið þegar að keppninni kæmi og þú veist að ég er mjög þakklát fyrir alla hjálpina sem þú veittir mér. Jón Gunnar átti marga vini og fé- laga og ég veit að honum leiddist aldrei, því það var alltaf nóg að gera hjá honum. Hann var til dæmis mjög góður break-dansari og var í break- hópi sem tók að sér ýmis verkefni og sýndi út um allan bæ. Svo teiknaði hann mikið, en hann og vinir hans voru einmitt nýlega búnir að gera listaverk á vegg í herbergi Jóns. Hann undirbjó það mjög vel og skissaði mikið, því það varð að vera flott, og það heppnaðist svo sannar- lega vel. Hann var líka búinn að kaupa sér gamlan jeppa sem hann var byrjaður að gera upp og ætlaði að gera hann stórglæsilegan og verða aðaltöffarinn þegar hann yrði sautján ára. Jón Gunnar, þú veist að ég gleymi þér aldrei og þú átt alltaf stórt pláss í hjarta mínu. Ég vildi að ég þyrfti ekki að kveðja þig svona snemma en ég vona að þú verðir alltaf hjá mér, þangað til ég kem til þín, en það verður langt þangað til. Þín systir Þóranna. Lífsgöngu elskulegs frænda míns, Jóns Gunnars Gunnarssonar, er lok- ið. Hugljúfur unglingsdrengur er kallaður á brott í blóma lífsins. Hver er tilgangurinn? Ótal spurningar vakna en engin svör. Eftir standa ljúfar minningar sem dýrmætt er að eiga. Elsku Jóna og Gunnar, ykkar er missirinn mestur. Þið getið sannar- lega verið stolt af uppeldi barnanna ykkar. Það vekur ávallt aðdáun mína að koma á ykkar fallega heimili og finna þá samheldni sem þar ríkir og kærleiksríkt fjölskyldulíf. Aðdáunarvert var að sjá hversu nærgætinn og góður Jón Gunnar var litla bróður sínum, Bjarka Hrafni. Það var einstakt. Umhyggjusemi og góðvild var ríkjandi í hans fram- komu. Jónsi var hæverskur og dulur. Hann var mjög verklaginn og minnti um margt á Þórarin afasinn. Mér er minnisstætt þegar hann,lítill dreng- ur, var að viða að sér efni sem hann ætlaði að nota við smíðar með afa sínum. Elsku Jóna, Gunni, Þóranna, Bjarki, íris, Doddi og Ingibjörg, við vottum ykkur öllum innilega samúð og biðjum guð að styrkja ykkur á erfiðum stundum. Elsku frændi, hvíl í friði. Blessuð sé minning þín. Bjarnveig og fjölskylda. Kæri frændi og vinur, nú ertu far- inn frá okkur og eftir sitjum við agn- dofa og reynum að meðtaka slíka sorgarfrétt. En minningar um góðan dreng munu alltaf lifa með okkur. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðarviðkvæm stund. Vinimir kveðja, vininnsinnlátna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margterhéraðþakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margseraðminnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt GekkstþúmeðGuði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hþota skalt. (V. Briem.). Elsku Jónína, Gunni; Þóranna og Bjarki, megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Fjölskyldan Norðurvöllum 60. Elsku Jógi, eins og þú varst alltaf kallaður hjá okkur krökkunum. Það er svo ótrúlega erfitt að trúa því að þú sért farinn frá okkur. Það var svo margt sem við ætluðum að gera, t.d. skíðaferðalagið til Akureyrar sem verður hinn 17. mars, við munum eft- ir að þú taldir dagana og varst alltaf að segja okkur hversu margir dagar væm í ferðina. Þú hélst alltaf uppi fjörinu í öllum ferðalögum með svo- kölluðum „tunnugræjunum“ þínum, allir áttu að koma með smá pening fyrir batteríum því þau vom svo dýr, svo við gætum öll hlustað á góða tón- list. Svo varst það líka þú sem mættir alltaf á skrekksæfingarnar og varst staðráðinn í að vera með (að breika) þó svo að allir hinir strákamir myndu hætta. Þú varst þessi strákur sem hægt var að tala við tímunum saman, bara um lífið og tilvemna. Þú talaðir alltaf svo vel um fjölskylduna þína og hversu vænt þér þótti um hana, enda dáðumst við að því hvað þú varst duglegur að passa litla bróð- ur þinn. Nú verður svo erfitt og skrít- ið að fara í skólann og enginn Jógi, þú veist að okkur þótti öllum svo vænt um þig og þú varst alveg frábær strákur, og verður þú efstur í huga okkar í einu og öllu. Elsku fjölskylda, þið megið vera stolt og ánægð að hafa átt Jón Gunn- ar, þennan frábæra strák, og er hug- ur okkar allur hjá ykkur og vonumst við til að fá að sjá hann og hitta aftur. Þínar vinkonur, Aníta, Oddný, Lilja, Eyrún og Elísabet. í dag kveðjum við Jón Gunnar Gunnarsson, nemanda okkar í Hamraskóla. Jón Gunnar hóf nám í skólanum í 3. bekk og eignaðist fljótt góða og trausta vini. Það er margs að minnast þegar við hugsum til baka. Jón Gunnar var ljúfur og góður strákur sem gott var að umgangast. Hann var kurteis, hjálpsamur og alltaf boðinn og búinn að aðstoða bæði kennara og skólafé- lagana. Hann var virkur í félagslífi nemenda og fulltrúi þeirra í nemend- ai’áði. Honum var margt til lista lagt, góður teiknari, dansari og íþrótta- maður. Þó var hann ekki einn þeirra sem trana sér fram, heldur var hann tillitssamur gagnvart öllum og sam- starfsfús. Jón Gunnar var skemmti- legur félagi, það var stutt í grínið og gott að spjalla við hann. Við kveðjum Jón Gunnar með söknuði og þökkum honum sam- fylgdina. Það er stórt skarð höggvið í raðir hópsins sem útskrifast í vor og hefur verið honum svo lengi sam- ferða. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar tíl þin alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sámm trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson) Foreldmm, systkinum og öðmm aðstandendum Jóns Gunnars send- um við okkar dýpstu samúðarkveðj- ur. Megi Guð styrkja ykkur. Kennarar og starfsfólk Hamraskóla. Hvernig á maður að skilja tilgang lífsins þegar ungur maður sem rétt er að byrja lífið er hrifinn svo hastar- lega á brott? Maður situr agndofa og starir út í tómið. Það er erfitt að meðtaka slíka sorgarfrétt. Hve þú varst ljúfur drengur, Jónsi minn, oftar en ekki komstu út á flug- völl og tókst á móti mér þegar ég kom suður og lést mér fúslega eftir rúmið þitt. Þú varst mjög ungur þegar maður fór að veita því athygli hve íhugull þú varst. Þú hafðir nú aldrei mörg orð um hlutina, en þegar þú tjáðir þig um menn og málefni var það svo sannarlega þín skoðun sem þú lést í ljós. Það var ekkert verið að hlaupa eftir því hvaða skoðun aðrir höfðu. Ætíð varstu svo hlýlegur og um- hyggjusamur í garð foreldra þinna og systkina.Það var alveg einstakt að sjá hvað þú varst natinn og duglegur með hann litla bróður þinn, hann Bjarka Hrafn, enda leit hann mjög upp til þín. Gaman var að sjá hve Bjarki reyndi að herma eftir þér þegar þú varst að sýna listir þínar í „break- inu“ og horfði þá upp til þín aðdáun- araugum. Það er sárt að sjá á eftir þér, en ég mun geyma góðar minningar um þig í hjarta mínu. Guð geymi þig Jónsi minn. < Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, og svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku Jóna, Gunni, Þóranna, Bjarki og Iris. Guð veri með ykkur og styrki ykkur í þessari miklu sorg. Laufey. Elsku Jógi, fregnin um andlát þitt kom eins og þmma úr heiðskíru lofti. Ragnar, Stella og Auður fengu það erfiða hlutskipti að færa skólafélög- um þínum fregnirnar, við Kjartan vomm hins vegar fjarri, stödd á íta- líu. Það er erfitt að gera sér í hugar- lund að við munum ekki sjá þig í ná- kominni framtíð, - svo langt í að við munum reyna að breika betur en þú. Minningamar sækja að og í hugar- lund birtist þú, - hress, skemmtileg- ur, skynsamur, góður og hæfileikar- íkur. Minningarnar em ótalmargar, um þig og vini þína, - bestu breikara á Islandi eins og við emm vön að < kalla ykkur. Töffarar fram í fingur- góma, hæfileikamenn með bjarta framtíð. En nú er skarð rofið í hóp- inn en við vonum innilega að vinir þínir og fjölskylda finni styrk til að halda áfram á sömu braut, geymandi minninguna um yndislegan dreng í bijósti sér, takandi hverri áskomn í þínu nafni. Elsku Jógi, - það er of erfitt að hugsa til þess að framtíðin sé ekki lengur þín, en minningin lifir að eilífu. Megi Guð geyma þig og veita fjölskyldu þinni, vinum og -r skólafólögum styrk til að yfirvinna sorgina. Sjáumst síðar . . . tökum fram breikdúkinn og horfum á South-Park! Astai’- og saknaðar- kveðja, Ragnar, Kjartan, Þóra, Auður og Stella, starfsmenn Gufu- nesbæjar í félagsmiðstöðinni Hamraskóla. GUÐLAUG ÞORBERGSDÓTTIR + Guðlaug Þor- bergsdóttir fædd- ist á Gvendarnesi á Fáskrúðsfirði hinn 17. júlí 1932. Foreldr- ar hennar vom Níels- ína Sigurðardóttir og Þorbergur Þorvalds- son. Systkini hennar em Þorbjörg Mál- fríður, Magnús, Sig- rfður, Guðrún, Mar- grét, Svavar, Guðjón, Þórdís og Oddný Þor- bergsdóttir. Guðlaug ólst upp á Gvendar- nesi á Fáskrúðsfirði fram yfir fermingu. Hún fór síðan sem vinnukona hjá Bergljótu Snorradóttur á Kjartansstöðum í Árnessýslu. Var hún vinnukona þar til ársins 1962 er hún giftist Magnúsi Jóhannssyni, skáldi frá Ilafnarnesi, f. 28. desember 1921, d. 26. júní 1987. Var hún þá þri'tug að aldri og fluttist með manni sfn- um til Vestmannaeyja. Bjuggu þau að Landagötu 2 ásamt for- eldrum hans, Guðríði Lúðvíksdótt- ur og Jóhanni Magnússyni, fram að andláti þeirra. Guðlaug vann í þvottahúsinu Straumi fyrir gos. í nóvember 1972 tóku þau stúlkubarnið Björt Hugrúnu Magnúsdóttur (skírð Dagný Björt) í fóst- ur. Björt er fædd 6.5. 1971, eiginmaður hennar er Hjörleifur Sveinsson, fæddur 27.12. 1954, og starfa þau við eigin útgerð. Fluttust þau með bamið í gosinu til Reykjavfkur og bjuggu að Tjarnar- götu 10 í fjölbýlis- húsi. Magnús vann þá í Olgerð Egils Skallagrímsson- ar en Guðlaug sá um þrif í stiga- ganginum og annaðist barnið. -r Fluttust þau ásamt fósturbami sínu aftur til Eyja 1975 að Fífil- götu 2. Magnús varni þá við Bóka- safnsbygginguna hjá Vestmanna- eyjabæ. Ættleiddu þau stúlkuna Björt Hugrúnu Magnúsdóttur árið 1977. Vottaði þáverandi forseti ís- lands þá ættleiðingu. Varð hún því kjördóttir þeirra. Utför Guðlaugar fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Nú er mér Ijóst, hvað átt ég hefi best hver unni mér og hjálpaði mér mest sem stríddi, svo ég fengi frið og fúsast veitti mér í þrautum lið. Það var engin, engin nema þú elsku móðir - glðggt ég sá það nú nú sé ég fyrst, að vinafár ég er því enginn móðurelsku til mín ber. Þérþakkaég,móðir,fyrirtrúogtryggð t.' á traustum grunni var þín hugsun byggð þú stríddir vel, uns stríðið endað var Og starf þitt vott um mannkærleika bar. (Jóhann M. Bjamarson) Björt Hugrún Magnúsdóttir. V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.