Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ 46 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2000 MINNINGAR + Sigríður Þóra Gestsdóttir fæddist í Reykjavík 30. júní 1926. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 3. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Gestur Pálsson, lög- fræðingur og leik- ari, og eiginkona hans Dóra Þórarins- dóttir, húsmóðir. Foreldrar Gests voru Svanhildur Jörundsdóttir og Páll Bergsson frá Hrísey. Foreldrar Dóru voru Þórarinn B. Þorláksson listmálari og kona hans Sigríður Snæbjarn- ardóttir. Systkini Sigríðar eru: Svanhildur Gestsdóttir, maki Þórarinn Elmar Jens- son og eiga þau fimm börn; Páll Gestsson, látinn, eftirlifandi eiginkona Gunnþóra Jónsdóttir og eiga þau tvo börn; Eva Gestsdóttir, maki Fjölnir Björnsson og eiga þau tvær dætur. Sigríður giftist Guðgeiri Þórarins- syni, klæðskera, 20. október 1956. Þeim varð ekki barna auðið saman en Sigríður átti eina dóttur, Dóru Guðrúnu Kristinsdóttur, kennara, og er hennar maður Jón Þ. Hilm- arsson, endurskoðandi, og eiga þau tvö börn, Davíð Örn, f. 24.11. 1984, og Hildi Ósk, f. 4.8. 1987. Fyrri maður Dóru er Kristmund- ur Ásmundsson læknir. Þeirra börn eru Eva Sigríður læknir, f. 27.11. 1970, sonur hennar Hilmar Bragi, f. 20.9. 1998, og Guðgeir Sverrir nemi, f. 7.3. 1976. Guðgeir á son, Þórarin, búsettan í Banda- ríkjunum, kvæntan og á tvö börn. Sigríður stundaði nám við Verslunarskólann í Reykjavík tvo vetur og fór síðan til Bandaríkj- anna og var þar í tvö ár við nám og störf. Árið 1947 hóf hún störf hjá Loftleiðum sem flugfreyja og starfaði síðan á söluskrifstofu Loftleiða, síðar Flugleiða, óslitið til ársins 1996 eða í 49 ár sam- fellt. Sigríður var einn stofnenda Svalanna, félags flugfreyja, sem vinnur að líknarmálum og sat hún í stjórn félagsins og gegndi for- mennsku um tíma. Hún var einnig virk í kvenfélaginu Hringnum um langt skeið. Sigríður verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. SIGRÍÐUR ÞÓRA GESTSDÓTTIR Elsku fallega amma mín. Þegar ég hugsa um liðna tíð rifjast svo margt upp að ég sit bara og græt. Þú tókst á móti mér í heiminn á heimili þínu og afa þar sem ég vildi líta dagsins ljós allt of hratt og fljótt. Mamma er einkabarnið þitt og ég fyrsta bamabarnið og það eina í sex *ár. Ólst ég því mikið upp hjá þér og afa, átti mitt eigið herbergi hjá ykk- ur og ógrynni af yndislegum stund- um sem ég þakka þúsundfalt fyrir. Það er svo margt sem mig langar til að rifja upp og tala um við þig en það væri efni í heila bók. Eitt er víst að öllum okkar samverustundum, sem voru nánast daglega í 29 ár, mun ég aldrei gleyma og alltaf búa að. Þú varst mér alltaf eins og önnur móðir og ég fæ sting í hjartað þegar ég hugsa um hvað þú varst mér góð og » yndisleg í alla staði. Ég trúi því ekki enn að ég eigi ekki eftir að heyra í þér í símanum kvartandi um hve hrikalega langt er síðan við hittumst en þó liðu varla nema í mesta lagi tveir dagai- á milli samverustunda okkar. Þú ert lífsglaðasta kona sem ég hef nokkru sinni kynnst enda man ég aldrei eftir þér kvartandi, leiðri eða dapurri. Þú naust líka lífsins út í ystu æsar, ferðaðist mikið og alltaf voru jól fímm sinnum á ári hjá mér þegar ég var lítil þar sem þú og afi komuð með sprenghlaðna ferða- tösku af gjöfum til mín og líka vin- konu minnar svo hún yrði nú ekki út- undan. Ég man hvað mér fannst gaman að liggja uppi í rúmi og hlusta . á sögur af þér yngri. Þá vannst þú sem flugfreyja og lentir í ýmsum æv- intýrum sem ég sá í hillingum. Einn- ig lýsir þér það vel að aðeins 20 ára fórst þú alein til Ameríku í skóla, sem ekki var nú algengt hjá ungum stúlkum á þessum tíma. Ef ég sem lítil stelpa þurfti að skiljast við þig og afa í einhvem tíma bað ég allar vin- konur mínar að líta til ykkar í heim- sókn svo ykkur myndi nú ekki leið- ast. Sýnir þetta kannski hve náin samskipti okkar voru. Allar utan- landsferðimar sem við fómm saman, 24 talsins, að ógleymdum sumarferð- um í okkar yndislega sumarhús Birkihlíð á Laugarvatni. Þetta em bara smábrot af öllu þvi sem við átt- um saman og ég mun aldrei gleyma. 'v' Ég get ekki annað en brosað í gegn- um tárin þegar ég hugsa til unglings- ára minna. Þú alltaf kölluð par- tíamman eða hressa sæta amman í Stóragerðinu. Hringdir kannski í mig rétt fyrir helgi og sagðir: „Elsk- an mín, drífðu þig nú út á djammið og njóttu lífsins,“ eða komst með enskar slettur: „Hey, what’s cook- ing, því ekki að halda partí heima hjá mér, my house is your house.“ Já, elsku besta amma mín, þú kunnir sko að lifa lífínu lifandi og naust þess út í ystu æsar. Þú áttir svo stóran vinahóp að fimm mínútna bæjarferð ’ endaði iðulega í tveimur klukku- stundum, þar sem þú þekktir annan hvem mann. Þú hugsaðir þó fyrst og fremst alltaf um hag annarra og tókst svo margt inn á þig. Ég get ekki gleymt 19. febrúar fyrir ári þeg- ar ég fór með þér til læknisins og þú fékkst staðfestingu á ólæknandi ^sjúkdómi. Ég grét og grét en það varst þú sem huggaðir mig alla leið- ina heim og talaðir um allt það já- kvæða. Hvað þú hefðir nú verið heilsuhraust hingað til og heppin í lífinu, þetta væri ekkert til að vera að vola yfir. Allt fram á síðustu stundu naustu lífsins og talaðir um að þú yrðir nú að hitta vinkonur þínar og taka eina bertu í brids sama hve veik þú varst. Elsku amma mín, þú varst svo yndislega góð við mig og svo við hann litla Hilmar minn. Konu með stærra hjarta þekki ég ekki. Setning sem gömul kunningjakona þín úr fluginu sagði við mig finnst mér lýsa þér svo vel: „Þegar manni líður illa og sér svo hana Siggý ömmu þína brosa verður heimurinn fallegur á ný.“ Þú munt alltaf verða mín fyrir- mynd í lífinu og ég tala til þín á hverjum degi. Ég á eftir að sýna Hilmari litla allar myndirnar af þér og segja honum frá hve stórkostleg kona þú varst. Bið ég almáttugan Guð að þú vakir yfir okkur og munir veita okkur styrk um ókomna tíð. Ég veit að ég á oft eftir að leita til þín. Elsku afi og mamma. Þið hafið misst svo mikið en amma var stoð ykkar og stytta, eins og klettur, alltaf til stað- ar. Ég bið Guð að veita ykkur styrk á erfiðri stundu. Á stundum sem þess- um vill maður tnáa því að við munum hittast aftur hressar og kátar sem englar alheimsins. Margseraðminnast, margterhéraðþakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margseraðminnast, margserað sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Farþúífriði, ftiður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín elskandi Eva Sigríður. Amma mín yfirgaf þennan heim síðastliðinn föstudag. Ég er viss um að hún er komin á betri stað núna og horfir yfir okkur. Hún greindist með krabbamein fyrir ári en lét það ekki aftra sér, heldur ferðaðist hún til út- landa og leið vel allt síðasta ár. Um síðustu jól var hún amma mín hress sem ávallt og naut sín í félagsskap fjölskyldu sinnar. Ekki gat maður séð það á henni þar að hún ætti bara tvo mánuði eftir. Síðasta mánuð var hún samt veik og fór ekkert út en hún hafði alltaf einhvern hjá sér. Ég man að síðast þegar ég var hjá henni skoðuðum við albúm frá þeim tíma er hún var nýfædd og hún sagði mér allt um myndirnar eins og það hefði gerst í gær. Hún var nefnilega alltaf voðalega skýr hún amma mín. Hún var mjög merkileg mann- eskja hún amma, hún hafði ferðast um allan heim og gat ég ekki nefnt þann stað sem hún hafði ekki komið til. Allir þeir sem nokkurn tímann hafa kynnst henni ömmu minni vita að hún var alveg einstaklega hjarta- hlý og góð manneskja. Hún elskaði alla og allir elskuðu hana. Ég man ekki eftir að hafa séð hana í vondu skapi. Ég man eftir öllum stundun- um þegar ég var yngri og var með henni og afa; við þrjú inni í sjónvar- psherbergi að spila eða bara að horfa á sjónvarpið. Ég man eftir þeim tím- um og ég man ekki eftir að hafa liðið betur. Ég var alltaf mikið með ömmu þegar ég var lítill og gisti oft hjá henni og afa. Hún amma mín var alveg einstak- lega gáfuð og glæsileg manneskja og veit ég ekki hvar ég væri ef hún hefði ekki verið í lífi mínu. Ég veit að hún er komin á betri stað þar sem hún horfir niður á okkur og passar okkur og leiðir í gegnum þessa erfiðu tíma. Guð veit að hún hefur alltaf verið hjá okkur áður og passað. Ég veit að ég mun aldrei gleyma henni. Þegar ég minnist hennar þá mun ég alltaf muna eftir konu sem alltaf var svo góð við alla, vildi alltaf hjálpa manni og brosti hvað svo sem á dundi. Ég mun aldrei gleyma þér, amma. Davíð. Elsku amma. Ég finn fyrir mikilli sorg þegar ég hugsa um að þú sért horfin og ég muni aldrei sjá þig aft- ur. Þú varst elskuleg og góð mann- eskja sem öllum þótti vænt um. Allar minningar mínar um þig eru góðar, eins og hvað það var gaman þegar þú og afi komuð í heimsókn og við sát- um við arininn og skemmtum okkur. Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir fyrir þig og okkur en ég vona að þú sért á betri stað núna. Sofðu vel, amma mín, ég elska þig. Og ég man hve mild þú varst og góð. Hve minning þín í hvítum ljóma skín. Og þér ég söng hvem æsku minnar óð, og ef ég söng um blóm og stjömur ljóð, það voru líka kvæði sem ég kvað til þín. Svo fórstu burt og bijóst mitt harmur skar. Og borið hef ég síðan óraleið ísámm huga söknuð alls, sem var. Ég svip þinn mundi, hvert sem fót minn bar. Að baki hvers míns harms og gleði mynd þínbeið. (Tómas Guðmundsson.) Þín Hildur Ósk. Deyr fé, deyjafrændur, deyr sjálfur iðsama en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál.) í rúm 50 ár hef ég átt samleið með kærri mágkonu minni Sigríði Þóru Gestsdóttur sem lést hinn 3 mars sl. eftir skammvinn veikindi, 73 ára að aldri. Það er ekki meira en ár síðan hún kenndi sér lasleika sem að lok- um dró hana til dauða. Á þessu ári veikinda kom í ljós betur en oft áður sterkur persónuleiki hennar og æðruleysi. Þá eins og í gegnum allt hennar líf lét hún hvergi deigan síga. Það má segja að hún hafi heldur auk- ið við heldur en dregið úr. Hún ferð- aðist meira bæði innanlands og er- lendis. Hún ræktaði sambönd sín við stóran vinahóp sinn ekki síður en áð- ur. Hún spilaði bridge af fullum krafti við sínar vinkonur fram á síð- ustu vikur enda góður bridgespilari og áhugasöm um þá list. Siggý, eins og hún var ávallt köll- uð, var mikil heimskona og farfugl í eðli sínu og þoldi illa kyrrsetu enda má segja að hún hafi gert víðreist um heiminn á sinni ævi. Ung fór hún til náms í Bandaríkjunum og dvaldist þar um nokkura ára skeið við nám og störf. Hún var ein af fyrstu flugfreyjum íslands á upphafsárum millilanda- flugs Loftleiða hf. þar sem hún var á vissan hátt brautryðjandi og frum- kvöðull að mótun nýrrar stéttar. Á upphafsárum farþegaflugs Loftleiða hf. tók það allt að þrisvar sinnum lengri tíma að fljúga frá Reykjavik til New York á farkostum þeirra tíma heldur en það gerir í dag og má á því sjá að starfið hentaði illa kval- ráðum sem hún var svo sannarlega ekki. Hún var forvitin og fróð um mann- fólkið og sérlega minnug og fróð um ættir og líf eldri sem yngri borgara Reykjavíkur. Siggý hafði til að bera mikla fórn- fýsi og tryggð gagnvart sínum nán- ustu, vinum sínum og vandamönnum og bar hag þeirra mjög fyrir brjósti. Hún var ákveðin í skoðunum, hafði sterka skaphöfn, heiðarleg og fals- laus í öllu lífi sínu og lítt brothætt í ölduróti lífsins. Hún bar ógjarnan til- finningar sínar á torg. f störfum sín- um hjá Loftleiðum hf. meðan það var og hét og síðan eftir það í starfi hjá Flugleiðum hf. þar sem hún vann á söluskrifstofu félagsins allt til árs- insl996 gat hún sér sérstakt orð fyr- ir trúmennsku og áreiðanleika í starfi. Stór viðskiptamannahópur fastra viðskiptavina kaus að fela Siggý afgreiðslu flókinna ferðaáætl- ana Það var undirrituðum vel kunn- ugtum. Á tíðum viðskiptaferðum undirrit- aðs erlendis í gegnum tíðina hófst ferðin hjá Siggý og gjarnan endaði hjá henni með einskonar skýrslu- gerð hvort allt hefði staðist eins og áætlað var. Við hjónin áttum þess kost að njóta þessarar reynslu henn- ar og þær voru ófáar ferðirnar þar sem við nutum samvista við Siggý og Guðgeir, mann hennar, á ferðalögum með þeim erlendis. Siggý giftist 1956 Guðgeiri Þórarinssyni klæðskera- meistara, góðum og glæsilegum manni. Vegna æskukynna undirrit- aðs við Guðgeir og þar sem við vor- um báðir ættaðir af Austfjörðum, frá nærliggjandi þorpum, má segja að fyrstu kynni þeirra hjóna megi rekja til ofangreindra staðreynda. Það var því ósjaldan sem Siggý minntist á, bæði í hálfkæringi og í alvöru, hver ábyrgð undirritaðs væri í þeim efn- um. Mér er bæði skylt og ljúft að nefna hin nánu samskipti þeirra Siggýar og konu minnar Svanhildar. Þær voru ekki bara systur heldur miklir vinir. Svo til dagleg samskipti þeirra systra annaðhvort í síma eða að þær hittust bera vott um mikla samkennd og einstök systrabönd. Milli þeirra ríkti gagnkvæm virðing og traust alla tíð sem aldrei bar skugga á. Með Siggý er gengin einstök kona sem mun lengi verða saknað og minnst í hugum okkar allra. Á bana- beði hennar undir það síðasta naut Siggý einstakrar umhyggju dóttur sinnar Dóru Guðrúnar og hennar fjölskyldu. Við hjónin sendum Guðgeiri, Dóru Guðrúnu og fjölskyldum þeirra okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Þórarinn Elmar Jensen. Svanhildur Gestsdóttir. Sigríður Gestsdóttir er nú fallin frá, mín góða samstarfskona til margra ára og langar mig að minn- ast hennar með nokkrum orðum. Kynni okkar Siggýjar, eins og hún var kölluð, hófust við sameiningu Flugfélags Islands og Loftleiða end- ur fyrir löngu. Ég hafði haft smá samskipti við hana áður þannig að ég vissi að ekki þyrfti að kvíða samvinnunni. Siggý var frábær samstarfsmanneskja, glaðvær og sannur gleðigjafi á vinnustað. Hún var röggsöm og var um að allt væri í góðu lagi, vildi öllum vel og áhugi hennar var ekki aðeins á okkur, heldur líka fjölskyldunum. Það er dálítið sérstakt sambandið milli vinnufélaga, samveran er svo löng og hugurinn beinist að sama verkefninu svo ekki fer milli mála að sambandið verður náið. Það er sjónarsviptir að Sigríði Gestsdóttur, hún var félagslynd, vin- mörg og vinsæl. Ég kveð hana með söknuði og þakka samfylgdina. Far vel, kæra vinkona. Kristín Guðjohnsen. Þegar ég lít út, hugsa ég, nú er Siggý laus við erfiðan vetur í orðsins fyllstu merkingu. Ég minnist Siggýj- ar sem síhlægjandi og einstaklega þægilegrar konu sem manni leið vel að vera í nálægð við. Kynni okkar hófust í Svölunum, en þar stundaði þessi elska fundi ásamt vinkonum sínum, gömlu flugfreyjunum okkar. Borðið þeiiTa sýndist mér vera vin- sælast, því að við hinar reyndum allt- af að troða okkur þar. Þar var hlát- urinn mestur. Stelpurnar voru alltaf í stuði, þær hefðu getað verið systur, svo nánar voru þær. Skelfing þakka ég samfylgdina, kæra Siggý. Sigríður Björnsdóttir. Sigríður var hvatamaður og ein af 15 stofnendum Flugfreyjufélags Is- lands árið 1954. Hún vann sömuleiðis að stofnun „Svalanna", félags fyiT- verandi og núverandi flugfreyja árið 1974. Hún gegndi formennsku í báð- um félögunum og vann þeim vel. Mér er óhætt að fullyrða, að hún hafi ver- ið dáð og virt af okkur öllum félags- konum. Kær vinkona er kvödd og hennar verður sárt saknað. Ferðalög okkar hófust 1953, þá ýmist í lofti, láði eða legi. Alltaf var gaman hjá okkur Sig- gý, svo ég noti gælunafnið hennar. Hún var gædd skopskyni á háu plani, en aldrei á kostnað annarra, og var auk þess mjög orðheppin. Þessir eiginleikar urðu til þess, að hennar nærvera var alltaf skemmtileg og góð. Mér finnst okkar síðasta símtal, skömmu áður en hún kvaddi sitt fal- lega heimili, lýsa henni vel. Fyrst töl- uðum við um hinar döpim hliðar lífs- ins, veikindi, en dvöldum ekki lengi við þá umræðu. Síðan sagðist hana vanta þrjá spilafélaga í brids. Ég sagðist vera tilbúin. „Ó Adda mín, þú ert svo fattlaus.“ „Já, þú meinar það.“ Þegar ég loksins skildi málið bað ég hana um að taka frá pláss fyr- ir mig. Nú er ferðalagi okkar lokið að sinni, og þakka ég samfylgdina. Ég sendi fjölskyldu Siggýjar innilegar samúðarkveðjur. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran.) Andrea Þorleifsdóttir. Samstarfsmaður minn til margra ára er látinn. Þó að leiðir okkar Sigríðar hafi títt legið saman sem barna og unglinga í gamla vesturbænum var 6 ára ald- ursmunur of mikill til að af kynningu gæti orðið. I upphafi sjöunda áratugarins höguðu atvikin því svo að við Sigríð- ur mættumst á sama vettvangi og við sömu störf. Að vísu unnum við í fyrstu hvort hjá sínu fyrirtækinu, hún hjá Loftleiðum, ég hjá Flugfé- lagi Islands. Söluskrifstofur beggja fyrirtækj- anna voru við Lækjargötu hlið við hlið og á tímabili í sama húsi. í þá daga var farþegafjöldinn ein- ungis brot af því sem hann er nú og hver farþegi dýrmætur. Samkeppni var því nokkur og vissulega vildi hver og einn framgang síns fyrirtæk- is sem mestan. Á góðum stundum gat hvesst á báru og nokkur hávaði orðið þegar margir í einu héldu fram hinu eina sanna að því að þeir héldu. Aldrei kom þetta þó niður á hinu daglega amstri og þeirri samvinnu, sem oft var nauðsynleg og öllum til hagsbóta. Fljótlega eftir sameiningu íslensku flugfélaganna árið 1973 runnu söluskrifstofurnar saman í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.