Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 10. MARS 2000 49 —X GUÐMUNDUR BENEDIKTSSON + Guðmundur Bencdiktsson fæddist í Melshúsum við Hafnarfjörð 11. desember 1924. Hann lést á heimili sínu, Miðleiti 12, hinn 1. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Benedikt Og- mundsson, skipstjóri í Hafnarfirði, f. 4. október 1902, d. 21. mars 1980, og Þór- unn Helgadóttir, hús- freyja í Hafnarfirði, f. 17. september 1903, d. 3. ágúst 1965. Hálfsystkini Guðmundar eru: Guðrún Pálsdóttir (sammæðra), Svavar, Guðbjörg, Fríða og Þor- valdur (látinn) Benediktsbörn (samfeðra). Hinn 14. september 1951 kvæntist Guðmundur eftirlifandi eiginkonu sinni, Elínborgu Stef- ánsdóttur, fóstru, f. 30. september 1927. Foreldrar hennar voru Stef- án Pálsson, húsvörður, og Anna S. Jónsdóttir. Börn Guðmundar og Elínborg- ar eru: 1) Steindór, f. 17.6. 1952, kvæntur Ingu Jónu Jónsdóttur, börn: Guðmundur Stefán og Sig- urður Páll. 2) Ás- laug, f. 28.7. 1958, gift Sigurði Thorar- ensen, börn: Anna Bergljót, Benedikt og Ella Dís. 3) Þór- unn, f. 18.5.1960. 4) Guðrún, f. 3.11. 1961, gift Ara Egg- ertssyni, barn: Egg- ert. Guðmundur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1944. Hann hóf nám við læknadeild Háskóla íslands 1944, en gerði hlé á því námi 1946-48 og var við nám í Kennaraháskólanum í Kaup- mannahöfn 1946-47. Guðmundur lauk siðan námi í læknadeildinni og varð cand. med. 1954. Hann stundaði framhaldsnám í Gauta- borg og í Cleveland, Ohio í Banda- ríkjunum. Hann var sérfræðingur í lyflækningum og hjartasjúkdóm- um. Guðmundur starfaði lengst af sem heimilislæknir í Reykjavík. Hann hætti störfum af heilsu- farsástæðum haustið 1991. Útför Guðmundar fer fram frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Faðir minn fæddist í Melshúsum við Hafnarfjörð og ólst þar upp á ást- ríku heimili móðurforeldra sinna, Helga og Guðrúnar. Þetta var á krepputímum, en afi hans var dug- mikill útvegsbóndi og ekki minntist pabbi þess að hafa nokkurn tíma lið- ið skort í uppeldinu. Seinna rifjaði hann oft upp skondin atvik og sér- kennilega menn úr Hafnarfirði. Honum gekk vel í skóla og braust í því að halda áfram námi eftir Flens- borgarskóla. Hann mun hafa notið þeirrar aðstoðar sem Þórunn, móðir hans, og Páll Sveinsson, stjúpfaðir hans, gátu veitt honum, en auk þess vann hann á sjó á sumrin til að geta kostað námið. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Akur- eyri lýðveldisárið 1944. A Akureyri tengdist hann skólafélögum sínum vinaböndum sem aldrei slitnuðu. Hann var við nám í læknadeild Há- skóla íslands þegar þau mamma giftust 1951 og vann hún fyrir þeim þar til hann lauk námi. Eftir fram- haldsnám í Svíþjóð og í Bandaríkjun- um komu þau heim og bjuggu fyrst í Hafnarfirði. 1960 fluttust þau í Kópavog og bjuggu þar í rúman ald- arfjórðung en fluttu loks í Miðleiti í Reykjavík. Pabbi var mikill fjölskyldumaður og þótt uppeldið sjálft væri meira í höndum mömmu, eins og algengast var á þessum árum, bar hann ríka umhyggju fyrir okkur systkinunum. Gaman er að rifja upp fjölskyldu- ferðalög um landið og á erlendri grundu. Einnig var oft kátt á hjalla þegar hann og mamma tóku í spil með okkur og á unglingsárum okkar kenndu þau okkur brigde. Á síðari árum færðu bamabömin honum mikla gleði, og voru þau alltaf vel- komin til afa og ömmu í pössun eða í heimsókn. Þegar ég var 12 ára dó Stefán, móðurafi minn, og eftir það bjó Anna amma hjá okkur í um áratug eða þar til hún þurfti að fara á hjúkmnar- heimili. Á þeim tíma fannst mér þetta sjálfsagt mál og það var ekki fyrr en löngu seinna að ég spurði mömmu út í þetta. Þá sagði hún mér að pabbi hefði átt fmmkvæðið að því að amma fluttist til okkar. Sem betur fer fóm þama saman húsrými og hjartarými. Pabbi var ákaflega heimakær, ekki mjög glaðlyndur að eðlisfari en hafði kímnigáfu og naut sín í góðra vina hópi. Hann talaði vandað mál og hafði áhuga á íslenskri tungu. I nokkur ár vom þau mamma áskrif- endur að Sinfóníutónleikum og oft kaus hann að hlusta á góða tónlist frekar en að horfa á sjónvarpið. Hann fylgdist afar vel með fréttum og var vel lesinn, íróður og minnug- ur. Var því betra en ekki að hafa hann í sínu liði í spurningaleikjum í fjölskylduboðum. Hér áður fyrr gantaðist pabbi stundum með það að hann vildi lifa það að sjá árið 2000. Hann náði því takmarki en eftir áramót fór fljót- lega að halla undan fæti og hann andaðist á heimili þeirra mömmu hinn 1. mars. Guð geymi og blessi minningu hans. Þórunn. Tengdafaðir minn, Guðmundur Benediktsson læknir, hefur nú kvatt okkur og horfið á braut yfir móðuna miklu. Mig langar með örfáum orð- um að minnast hans og þakka honum íyrir ómetanlega góð og dýrmæt kynni í 25 ár. Guðmundur tengdafaðir minn var maður sem ég bar mikla virðingu íyrir. Hann var ákaflega vel gefinn og vel lesinn maður og fylgdist vel með efnahags- og þjóðmálaumræð- unni. Við ræddum oft atburði og mál- efni líðandi stundar og hafði ég mjög gaman af þeim samræðum. Guðmundur var nákvæmur með afbrigðum, rólegur og yfirvegaður og gæddur þeim eiginleika sem ég dáðist mjög að í fari hans að barma sér aldrei eða kvarta, hvorki fyrir sína hönd eða sinna nánustu. Jafnvel þegar á móti blés í seinni tíð og heils- an var farin að bila tók hann því með stöku æðruleysi og jafnaðargeði. Án efa var mesta gæfuspor hans að kvænast Elínborgu tengdamóður minni, sem var honum góður félagi og tryggur lífsförunautur. Saman nutu þau gleði lífsins og saman tók- ust þau á við mótlæti. Ella annaðist mann sinn af alúð og studdi í veikind- um hans allt til hinstu stundar. Mikið hefur reynt á styrk hennar og dugn- að þessa síðustu mánuði og vikur og fékk Guðmundur að njóta þess þá hversu einstök kona tengdamóðir míner. Guðmundur var stálminnugur og bjó yfir hafsjó af fróðleik. Hann hafði gaman af að segja sögur af liðnum atburðum og skemmtilegum og skondnum persónuleikum. Bama- bömin leituðu oft í smiðju Mumma afa þegar þau vantaði fróðleik og efnivið í sambandi við skólann og námið. Alltaf var glatt á hjalla á Hrauntunguheimilinu og síðar á heimili þeirra Guðmundar og Ellu í Miðleitinu þegar börn þeirra, tengdaböm og barnabörn hittust hjá þeim. Fjölmörg hafa matarboðin hjá Mumma afa og Ellu ömmu verið þar sem allir komu saman, töluðu, sögðu frá skemmtilegum atburðum og hlógu saman. Ymsir fastir liðir urðu til eins og laxaveisla á sumrin og ekki síst upp- haf jólanna þegar við komum öll saman hjá tengdaforeldrum mínum klukkan sex á Þorláksmessu. For- rétturinn var síldin sem tengda- mamma útbjó af sinni einstöku snilld og síðan heitt hangikjötið og salt- kjöt. Alveg sérstök veisla að allra mati sem enginn lét sig vanta í, hvorki ungir né þeir eldri. Guðmund- ur var á þessum stundum hrókur alls fagnaðar í þeim hópi sem ég veit að var honum kærastur af öllu. Guðmundur starfaði sem heimilis- læknir í Reykjavík og Kópavogi um árabil. Hann var heimilislæknir okkar allt frá því við fluttumst heim frá Sví- þjóð og þar til hann lét af starfi fyrir nokkrum árum. Það er skoðun mín að Guðmundur hafi verið einstaklega góður og fær læknir með mikla fag- lega þekkingu. Hann var öruggur í greiningu og maður treysti honum vel. Fyrir mig hefur það verið dýr- mætt og ómetanlegt að eiga Guð- mund og hans góðu konu Elínborgu að þau 25 ár sem liðin eru síðan ég íyrst kom inn á heimili þeirra. Þau hafa staðið á bak við fjölskyldu mína, fylgst með okkur og glaðst með okk- ur á góðum stundum. Börnunum mínum hafa Mummi afi og Ella amma einnig verið dýrmæt. Fyrir allt þetta er ég þakklát. Ég mun geyma minninguna um Guðmund tengdaföður minn vel. Ég bið guð að geyma tengdamóður mína Ellu og veita henni styrk og heilsu í framtíð- inni. Inga Jóna Jónsdóttir. Kæri tengdapabbi, mig langai- að minnast þín í nokkrum orðum. Ég vil byrja á því að segja að það var mikið lán fyrir mig að kynnast Ásu dóttur ykkar Ellu fyrir rúmum tuttugu árum. En svo hratt flýgur stund að mér finnst örstutt síðan að ég fann fyrst þitt þétta og ákveðna handtak. Þeg- ar ég tók nú síðast í hönd þína var handtakið e.t.v. ekki jafn þétt, enda mátt tekið að þverra, en það var hlýtt. Minningar þær sem ég geymi helstar um þig eru hversu annt þér var um börn þín, tengdabörn og barnabörn. Þú vissir alltaf allt hvað var að gerast hjá okkur, jafnt í sorg og gleði, en ekki efa ég að Ella hafi nú átt einhvern þátt í að uppfræða þig um það. í mínum huga varst þú ákaflega þægilegur í viðmóti, viðlesinn, fróður og minnugur með eindæmum. Mér munu seint líða úr minni þær fjöl- mörgu Þorláksmessuveislur sem haldnar voru í ykkar hýbýlum þar sem hefðir voru í hávegum hafðar og frásagnagleði þín naut sín til fulln- ustu. Þama kom öll fjölskyldan sam- an og rifjaði upp gamlar og nýjar sög- ur, sem stundum voru reyndar end- ursagðar, en voru ekki verri fyrir það. Ekki veit ég hvernig okkur Ásu hefði vegnað í lífinu hefðum við ekki notið þess mikla stuðnings sem þið hjónin hafið alla tíð veitt okkur. Þann stuðning vil ég nú þakka um leið og ég lofa því að við munum annast vel um þína yndislegu eiginkonu, tengdamóður mína, Elínborgu Stef- ánsdóttur. Nú er erfitt ár að baki, hönd þín orðin köld, og komið að kveðjustund. Guð blessi þig Guðmundur Bene- diktsson. Þinn tengdasonur Sigurður Thorarensen. Guðmundur Benediktsson, læknir er látinn rúmlega 75 ára að aldri. Við fráfall hans rifjast upp minningar úr Hafnarfirði, en þar var Guðmundur fæddur og uppalinn.Við vorum leik- félagar í Hafnarfirði kreppuáranna. Hann var ári eldri og hafði forystu í leikjum. Við lögðum vegi fyiir smá- bílana, sem við drógum á eftir okkur. Þar kom strax fram einn af hans sterku eðlisþáttum, vandvirkni og nákvæmni. Guðmundur vildi aldrei kasta höndunum til neins. Allt skyldi vandað eins og kostur var. Við unn- um saman í íshúsinu þótt við værum ekki háir í loftinu. Þá kom annar eðl- isþáttur hans í ljós, sem var sam- viskusemin. Því sem honum var trúað fyrir leysti hann af hendi eins og best varð á kosið. Leiksvæðið var suðurbærinn með fjöru og smábáta- útgerð eins og í öðrum þorpum. Guðmundur var sonur Benedikts Ögmunssonar, skipstjóra í Hafnar- firði, eða Benna á Maí eins og hann var jafnan kallaður. Hann var mikill fiskimaður, varkár, farsæll og vel látinn alla sína löngu skipstjóratíð. Benedikt var sonur Ögmundar Sig- urðssonar, skólastjóra í Flensborg. Móðir Guðmundar var Þórunn Helgadóttir. Hún giftist síðar Páli Sveinssyni, yfirkennara við Barna- skólann í Hafnarfirði. Guðmundur var alinn upp syðst í Hafnarfirði hjá móðurafa sínum og ömmu, Helga Guðmundssyni í Mels- húsum og konu hans Guðrúnu Þór- arinsdóttur. Helgi var sjómaður og bóndi og átti marga bræður í Hafn- arfirði er nefndir voru Hellubræður. Allir miklir dugnaðar menn. Guðrún amma hans var ættuð frá Fomaseli á Mýrum, skyld sr. Bjarna á Siglufirði. Guðmundur var ágætum gáfum gæddur. Hann hafði námsgáfur í besta lagi, stundaði nám sitt af alúð og hlaut jafnan háar einkunnir. Hann var í hópi vaskra námsmanna í Flensborgarskóla, sem fóru norður og tóku gagnfræðapróf við Mennta- skólann á Akureyri og náðu allir framhaldseinkunn upp í mennta- deild. Einn af þeim var Guðlaugur heitinn Þorvaldsson, ríkissáttasemj- ari, einn af hans nánustu vinum. Þeir luku stúdentsprófi 1944 og Guð- mundur innritaðist í læknisfræði, strangt nám og fjárfrekt. Það var fyrir tíma námslána og erfitt að fjár- magna langt nám. Hann fór ungur að afla fjár til framhaldsnáms. I hafnar- vinnu varð hann fyrir slysi í baki, sem virtist í fyrstu ekki vera alvar- legt. Síðar á ævinni olli það honum vaxandi þjáningu. Þrátt íyrir marg- ar tilraunir til lækninga tókst ekki að bæta það. Hann bar sitt ok með mik- illi stillingu og urðu fáir varir við. Vegna fjárskorts gerði hann hlé á náminu. Brá hann á það ráð að ger- ast kennari við Flensborgarskóla. Dvaldi hann einn vetur í Kaup- mannahöfn við Kennaraháskólann þar, til að búa sig undir starfið. Hann var þó ósáttur við að hætta við lækn- isfræðina og tók til við námið á ný. Hann hafði mikinn viljastyrk og læknaprófi lauk hann 1954 með 1. einkunn. Eftir kandídatsárið fór hann til Gautaborgar í framhalds- nám og síðar til Cleveland í Banda- ríkjunum. Sérfræðingur í lyflækn- ingum og hjartasjúkdómum varð hann 1959. Hann hóf störf sem heim- ilislæknir með læknastofu í Reykja- vík árið 1959 og starfaði við það með- an heilsan leyfði. Hann var vandvirkur læknir og vel látinn af sjúklingum. Á námsárunum kvæntist Guð- mundur Elínborgu Stefánsdóttur, frænku minni. Það var mikið heilla- spor. Hann var afburða vel giftur, kunni enda mjög vel að meta það og hafði oft orð á því. Þau stofnuðu heimili á Selvogsgötu í Hafnarfirði og bjuggu þar þangað til að Guð- mudur lauk námi. Síðar fluttu þau í Kópavog og bjuggu þar lengst af starfsævinnar. Þau eignuðust 4 mannvænleg böm sem em: Steind- ór, verkfræðingur, doktor frá Tækniháskólanum í Lundi í Svíþjóð, Áslaug, sjúkraþjálfari frá Háskóla Islands, Þórunn, söngvari og kenn- ari, doktor frá Indiana Unuversity í Blooomington og Guðrún, sjúkra- þjálfari frá Háskóla Islands. Guðmundur var hávaxinn og sam- svaraði sér vel, fríður sýnum og bar sterka persónu. Hann var mjög vin- fastur og traustur félagi. Við voram spilafélagar í yfir ijöra- tíu ár. Hann var glöggur spilamaður, spilaði jafnan af alvöru þótt spilafé- lagar væra sumir lítt kunnandi. Að lokum ber að þakka órofa vin- áttu, sem aldrei bar skugga á. Ég sendi Ellu, frænku minni, og börnum og bamabörnum hugheilar samúðar- kveðjur. Páll Flygenring. Við Guðmundur Benediktsson voram bekkjarfélagar í Menntaskól- anum á Akureyri og síðan urðum við að nokkra leyti samferða í lækna- námi. í MA kom hann úr Flensborg- arskóla ásamt þremur öðram piltum til að þreyta gagnfræðapróf og vinna sér rétt til setu í 4. bekk. Upp frá því voram við samvistum í þeim ágæta skóla og nutum hand- 4 leiðslu góðra kennara. Öll mennta- skólaárin leigði Guðmundur með nokkrum Flensborgarfélaga sinna herbergi á bóndabæ í útjaðri Akur- eyrar. Af þeim sökum varð þeim fé- lögum ekki tíðföralt í bæjarsollinn og erfitt um vik til þátttöku í götu- rápi á rökkvuðum síðkvöldum þar sem ævintýra var von á hverju götu- horni, en gerðust þó of sjaldan. Sam- skiptin við þá félaga vora því ekki mikil utan skólatíma en þó öllu meiri en við fangana í heimavistinni. Þeir vesalingar voru lokaðir inni bak við lás og slá eftir kl. 10 á kvöldin og máttu sig ekki hreyfa. Þó fengum við bæjarbúar fregnir af því annað slag- ið að þar innan dyra væri ýmislegt braukað og brallað en lögðum lítt trúnað á afrek í þá vera. Guðmundur stundaði skólann af kostgæfni, var góður námsmaður og tók góð próf. Læknisstarfið rækti hann af mikilli samviskusemi og alúð sem sjúklingar hans kunnu vel að meta. Mörg síðustu árin átti hann við veikindi að stríða sem voru honum fjötur um fót og gerðu hann óvinnu- færan um alllangt skeið. Við bekkj- arsystkinin hittumst öðra hvora þó fulllangt liði stundum á milli en ávallt var Guðmundur glaður og reif- ur við slík tækifæri og naut augna-#, bliksins. Af áralöngum en stopulum kynn- um mínum af Guðmundi þóttist ég þar ætíð skynja vandaðan og traust- an mann. Bekkjarsystkinin úr MA senda honum kveðju að leiðarlokum og hugsa hlýtt til Elínborgar konu hans og annarra ástvina. Víkingur Heiðar Arndrsson. Skilafrestur minningar- greina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útfór er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útranninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró-og greiðslukortaþjónusta Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Svenir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.