Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 10. MARS 2000 51 bömin vottum ykkur og öðrum í fjöl- skyldunni dýpstu samúð okkar. Jón Kristleifsson. Fréttin af andláti Bassa frænda míns og vinar kom eins og reiðarslag, það er skelfilegt þegar mönnum er kippt svona fyrirvaralaust burt í blóma lífsins og við sem þekktum hann sitjum uppi soi’gmædd með hugann fullan af minningum um hann. Við vomm jafnaldrar og ég kynnt- ist honum þegar við vomm litlir. Seinna er ég gekk í björgunarsveit Ingólfs, fyrir hans tilstuðlan, kynntist ég honum betur. Hann hafði geysilegan áhuga á fjallamennsku og smitaði mig af þess- um áhuga. Við fórum í fjölmargar ferðir saman á þessum ámm og var Bassi alltaf hrókur aUs fagnaðar og var í forystu þeirra yngri í sveitinni. Hann kynntist konu við sitt hæfi þegar Villa kom til sögunar, kraft- mikil og dugandi eins og hann. Ég fór utan til náms og sáumst við frændurnir minna á þeim áram en leiðir okkar lágu saman á ný og fómm við oft saman á rjúpnaveiðar, einkum upp í Sveinatungu. Hann var alltaf duglegur að finna upp á einhveiju skemmtilegu og spennandi, haldinn mikilli ævintýra- þrá. Bassi var góður vinur og sérlega traustur félagi í ferðum okkar, alltaf öryggið uppmálað, jafnvel þegar syrti í álinn. Hann var mjög hugmyndaríkur maður, var ávallt með áætlanir um eitthvað nýtt þegar ég hitti hann, gjaman tengt áhugamálum hans svo sem ferðamennsku, lögreglunni og veiðum. Það var mikill missir þegar Gísli faðir Bassa lést fyrir u.þ.b. átta ámm. Hann var maður sem ég hafði dálæti á og leit mikið upp til. Bassi var að mörgu leyti líkur föður sínum og gerði það skarð sem Gísli skildi eftir sig bærilegra. Nú er hann Bassi allur og skilur eftir mikinn söknuð hjá þeim sem hann þekktu. í mínum huga var hann ímynd karlmennsku og heiðarleika, hafði ákveðnar skoð- anir á ýmsu og var trúr sannfæringu sinni. Ég var svo heppinn að hitta hann fyrir skömmu þegar við veiðifélag- amir fóram í gleðskap á bóndadaginn og áttum saman skemmtilegt kvöld, þar sem eins og svo oft áður vora sagðar stórar sögur af nýlegum veiði- ferðum og fleira í þeim dúr. Bassi var gamansamur og hafði sérstakt lag á að segja skemmtilega frá þannig að maður lifði sig inn í at- burðina. Það er hægt að hugga sig við að hann virðist hafa gert sér grein fyrir hve lífið getur verið stutt og var dug- legur að gera það sem hann langaði til og hafði unun af, og mun ég ætíð minnast hans með miklu þakklæti og virðingu. Blessuð sé minning hans. Kæra Villa, Elín, Gísli, Gréta og Systa og aðrir aðstandendur, ykkur sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Jón Jónsson. Það er ekki hægt að grafa svona mann ofan í jörðina. Hann sprettur upp þegar minnst varir, hi-istir af sér og hlær að góðum giikk. Annað eins hefði honum nú dottið í hug. En nú er það víst alvaran. Ein- hvemveginn er erfitt að samsama hörmungar föstudagskvöldsins við Bjöm Gíslason öðravísi en sem þann sem æðrulaus að vanda rífur upp klessta bíla og bjargar manni og öðr- um. Eigi má sköpum renna, nú höfðu örlögin ákveðið viðsnúning á hlut- verkunum. í gegn um höggið, sorgina og missinn, má greina og vita að hann var ekkert frekar óviðbúinn þessu en öðra. Þegar Bassi er kvaddur. er margra að minnast. Margra Bassa, sem margir minnast, fyrir margt. Hugar- flug og staðfestu, þijósku og lagni, áræði og aðgæslu, kæraleysi og fyrir- hyggju, sldpulag og óreiðu, orku og afslöppun, ögrun og hlýju. Við munum Bassa vin og tryggða- tröll, náttúrabarn, hjálparhellu, hug- myndabrann, úri’æðabanka. Ævin- týramanninn Bassa sem var sjálfum sér trúr, hispurslaus, heill, hræddist ekkert, sótti að hættum og sigraði þær, vissi upp á hár hvar mörkin lágu. Karlmennið Bassa sem tók gjarnan á breiðar herðamar eins og á hann varð borið, styrkurinn með ólík- indum, en vissi að hverjum degi næg- ir sín þjáning og hvarf allt í einu upp á íjöll með byssuna. Já, Bassi var slakt efni í potta- plöntu. Hann átti hlutabréf í Móður Náttúra og hún í honum. Hann fædd- ist með hom, vissi það vel og heflaði tU með sjálfsaga og aðdáunarverðri ástundun. En homin hurfu ekki fyrir því. Ef svo bar undir spratt fram bar- dagaljónið Bassi og hafði þá jafnan sigur. Dags daglega þó lempaði sátta- semjarinn Bassi af þolinmæði og kom ekki í hug að hætta hvemig sem gaf. Lagaði sig að breytingum með hug- sjónimar óbugaðar, markmiðin á sín- um stað. Reri svolítið í mönnum, leiddi yfirveguð rök fyrir skynsam- legri framtíðarsýn. Og skemmtanastjórinn Bassi fagn- aði öllum í óþvingaðar veislur sínar og gleðskap, veitti öllum af stór- mennsku, veitti öUum af sjálfum sér. Þeir sem næga hafa kraftana, þurfa ekki að sýna þá. Þeir sem hafa bakgrann eins og Bassi og annan eins reynslubanka frá svörtustu tU björt- ustu hliða mannlífsins þurfa ekki að flíka því. Það var bara þama allt í stóram djúpum branni, og úr honum veitt ef þurfti án mannamunar eða málalenginga. Allt þetta og miklu meira mótaði stóran mann og margbrotinn, ómiss- andi vin í raun fyrir mig sjálfan þrátt fyiir alltof skömm kynni. 20 ára ást þeirra Villu, konu með slíka krafta í kögglum að geta meira en haldið í við Bassa, verður ekki lýst. Missir Villu og bamanna fæst ekki bættur - Bassi verður fyrir víst ekki endurgerður í bráð. En að hafa átt slíkan mann að lífsföranaut og foður meðan varði, að eiga í sjóði jafn mikið líf sem þeirra tvíeina líf var, er meira en mörgum hlotnast á langri ævi. Með innilegri þökk fyrir góðar gjafir góðs drengs. Ari Amórsson. Enn einu sinni var lagt af stað sem frumheiji, brautryðjandi og forystu- maður, en engan óraði fyrir að þetta yrði hans síðasta ferð, enda svo ósköp venjuleg, að minnsta kosti miðað við allt sem á undan var gengið. Lögreglumaðurinn, víkingasveit- armaðurinn, björgunarsveitarmaður- inn, ferðafrömuðurinn og ævintýra- maðurinn Bassi, sem tilbúinn var að takast á við hvað sem var fyrstur allra og síðan að leiðbeina okkur hinum, er nú farinn sína síðustu ferð. Af yfirvegun og af miklu öryggi var hver ferð skipufögð. þeim sem þátt tóku leið vel í návist Bassa sem tók tillit til allra samferðarmanna, hvort sem þar fóru afreksmenn eða venju- legir ferðalangar. Sanngimi, réttlæti og hreinskilni vora honum í blóð bor- in. Hann vann sér traust allra sem með honum störfuðu. Slíkan leiðtoga er sjaldgæft að finna. Við sem eftir stöndum eram ringl- uð og spyijandi. Missir ferðaþjónustunnar af shk- um brautryðjanda, samstarfsmanni og góðum félaga er óskaplega sár. Sárastur er þó missir Vilborgar og barnanna, sem tóku jafnmikinn þátt í öllu hans starfi, svo engu máli skipti hvort við stjómvölinn væri Villa eða Bassi. Við lútum höfði fyrir almættinu, sem við skiljum ekki stundum, og Villa og bömin eiga samúð okkar allra. Minning Bassa mun lifa í hjört- um okkar um ókomna tíð. Arngrúnur Hermannsson. Það var fostudagskvöldið 25. febr- úar að Bjöm Ægir, vinnufélagi okkar til margra ára, færði mér þær sorgar- fréttir að þú værir látinn. Ég trúði þessu ekki og spurði mig spurninga eins og hvar, hvernig og hversvegna? Þetta gat ekki verið rétt. Innst inni afneitaði ég þessari staðreynd. Það var ekki fyrr en daginn eftir, er ég fékk að sjá þig í kapellunni á Land- spítalanum í Fossvogi, að ég áttaði mig til fulls á því að ég hafði misst einn besta vin minn. Það var ró og friður yfir þér. Það að sjá þig bæði á sjúkrahúsinu og í kistulagningunni hjálpaði mér mikið við að kveðja þig. Okkur gekk vel að vinna saman. Þú tókst á málum af öryggi og yfirvegun. Maður gat alltaf reitt sig á þig í öllum málum. A tímabili lentum við saman í nokkram mjög erfiðum verkefnum sem reyndu bæði líkamlega og and- lega á okkur. Að hafa þig sér við hlið í þeim var ómetanlegur styrkur og batt okkar vináttu traustum böndum. Alltaf var stutt í galsann og sást þú oft spaugilegar hliðar á alvöru lífsins, sem nauðsynlegt er í starfi lögreglu- manns. Margar stundfr ókum við saman á lögreglubifhjólum og nutum þess báðir út í ystu æsar. Sérstaklega er mér minnisstætt þegar Hvalfjarð- argöngin vora í byggingu. Þá fengum við leyfi verktakans til þess að keyra fyrstir bifhjólum ofan í göngin. Vor- um við bæði stoltir og skítugir þegar upp var komið og ætluðum aldeilis að segja bömum og bamabörnum frá þessu ævintýri. Skotveiðin átti hug okkar allan á haustin og þá aðallega rjúpnaveiðin sem við stunduðum mikið saman, og þá sérstaklega síðasta haust. Þar varst þú á heimavelli og varst óspar á að gefa mér góð ráð, sem ég mun aldrei gleyma. í íslenskri náttúra naust þú þín best og hafðir oft á orði hvað við væram heppnir að hafa þennan lífsstíl. Mjög minnisstæð er veiðiferð sem við fórum í byrjun hausts. Veðrið lék við okkur og nátt- úran skartaði sínu fegursta. Hvíldum við okkur á göngunni og lögðumst í mosagræna laut. Sagðfr þú þá að við væram kóngar og að ríkið okkar væri náttúran. Þannig ætla ég að minnast þín, kæri vinur, sem kóngsins í ríki þínu, náttúranni. A kvöldin eftir vel heppnaða veiðidaga ræddum við oft um lífið og tilverana. Þú hafðir oft á orði að ég yrði að láta verða af því að gifta mig. Nú þegar dagurinn er ákveðinn þykir okkur Hörpu mjög sárt að þú getir ekki notið dagsins með okkur. Við vitum að þú fylgist með okkur enda varstu ekki vanur að missa af góðum veislum. Fjölskyldur okkar tengdust vin- áttuböndum og áttum við margar góðar stundfr saman. Sérstaklega minnumst við skemmtilegs spila- kvölds í Sælunesi og jólaferðar í Sveinatungu í desember. Greiðvikinn varstu með eindæm- um. Það var sama hvert verkefni var, alltaf var hægt að hringja í þig. Hvort sem flytja þurfti til húsgögn heima fyrir, þvottavél eða sófa á milli lands- hluta. Aldrei sagðirðu nei. Þið og Villa vorað einstaklega hamingjusöm og samrýnd hjón og margar frábærai’ minningar lifa í hjörtum okkar um samverana með ykkur. Missir Villu og bamanna er mikill. Kalliðerkomið, kominernústundin, vinaskilnaðarviðkvæm stund. Vinimir kveðja vininnsinnlátna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margseraðminnast, margterhéraðþakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margseraðminnast, margseraðsakna Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði, Guð þérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Villa, Elín, Gísli, Gréta, Elín, Finnur, Laufey og aðrir aðstandend- ur. Við sendum ykkur okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Minningin um sannan vin og félaga mun lifa með okkur alla ævi. Árni Friðleifsson, Harpa Víðisdóttir. Að sitja og skrifa minningargein um góðan vin í blóma lífsins er sárt. Vin sem þrátt fyrir að hafa hrint ótal hugmyndum í framkvæmd lumaði á mörgum framsæknum hugmyndum sem biðu þess að vera hleypt af stokk- unum. Bassi var hvergi nærri búinn. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, GISSUR GUÐMUNDSSON frá Súgandafirði, síðast til heimilis á Skjólbraut 1, Kópavogi, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 8. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Halldóra Gissurardóttir, Þorbjörn Gissurarson, Guðmundur Gissurarson, Herdís Gissurardóttir, Elín Gissurardóttir, Sesselja G. Halle, Sigríður Gissurardóttir, Jóhanna Gissurardóttir, Óskar Helstad, Dagrún Kristjánsdóttir, Hildur Ottesen, Júlíus Arnórsson, Barði Theodórsson, Alf Halle, Páll Bjarnason, Már Hinriksson og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN ÁRNASON skólastjóri, Skeiðarvogi 125, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 8. mars. Þórhildur Halldórsdóttir, Halldór Jónsson, Dagmar Vala Hjörleifsdóttir, Guðbjörg Jónsdóttir, Trausti Leifsson, afabörn og langafabarn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, VALGERÐUR EYJÓLFSDÓTTIR sjúkraliði, Kaplaskjólsvegi 61, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Víðinesi fimmtu- daginn 9. mars. Jón E. Guðmundsson, Eyjólfur G. Jónsson, Inga Jóna Sigurðardóttir, Siguriaug Jónsdóttir, Helgi Sævar Helgason, Marta Jónsdóttir, Guðmundur A. Grétarsson og barnabörn. t Faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR JÓNSSON, Fífuhvammi 25, Kópavogi, andaðist sunnudaginn 26. febrúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til starfsfólks Kumbaravogs. Guðrún S. Sigurðardóttir og fjölskylda. t Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BENEDIKTS VALGEIRSSONAR, Árnesi II, Árneshreppi. Guð blessi ykkur öll. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum hjartanlega samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar HULDU KRISTÍNAR ÞORVALDSDÓTTUR, Hrafnistu, Reykjavík, áður til heimilis á Laufásvegi 12, Stykkishólmi. Aðstendendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.