Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Móöir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR frá Firði, Múlasveit, Hraunteigi 23, Reykjavík, verður jarðsungin frá Langholtskirkju í dag, föstudaginn 10. mars, kl. 13.30. Bergljót Aðalsteinsdóttir, Björgvin Kjartansson, Steinunn Aðalsteinsdóttir, Skúli Magnússon, Ingibjörg Aðalsteinsdóttir, Hulda Aðalsteinsdóttir, Ólafur Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. > t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA I. GOTTLIEBSDÓTTIR, Brekkugötu 15, Ólafsfirði, verður jarðsett frá Ólafsfjarðarkirkju laugar- daginn 11. mars kl. 14.00. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hennar, eru beðnir að láta dvalarheimilið Hornbrekku, Ólafsfirði, eða Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri njóta þess. Júlíanna Ingvadóttir, Óskar Finnsson, Sigurbjörg Ingvadóttir, Árni Helgason, Birgir Ingvason, Jóhanna Tómasdóttir og fjölskyldur. + Bróðir minn, SIGURÐUR ÞORLEIFSSON, áður til heimilis á Oddabraut 1, Þorlákshöfn, lést á Kumbaravogi aðfaranótt laugardagsins 4. mars. Útförin verður gerð frá Þorlákskirkju, Þorláks- höfn, laugardaginn 11. mars kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Kolbeinn Þorleifsson. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI BRYNJÓLFSSON fyrrum bóndi á Lundi í Lundarreykjadal, er andaðist aðfaranótt föstudagsins 3. mars, verður jarðsunginn frá Saurbæjarkirkju á Hval- fjarðarströnd í dag, föstudaginn 10. mars, kl. 14.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Við þökkum af alhug öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR MARIJÓNS JÓNSSONAR, Heiðargerði 29F, Vogum, áður til heimilis í Björk. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fyrir góða umönnun og góðvild. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Sæmundsdóttir, Benidikt Sigurður Guðmundsson, Aðalbjörg Guðrún Guðmundsdóttir, Einar Bragason, Jón Mar Guðmundsson, Margrét Ásgeirsdóttir, Sædís Ósk Guðmundsdóttir, Ólafur Már Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Vegna jarðarfarar SIGRÍÐAR GESTSDÓTTUR verður verslunin lokuð ídag frá kl. 13.00-16.00. Herrahúsið Adam, Laugavegi 47. BJÖRN GÍSLASON Ein af hugmyndum Bassa átti stóran þátt í þvi að leiða mig á braut ferðaþjónustunnar. Ég hafði lítillega komið nálægt ferðamannaþjónust- unni, þegar Bassi skaut upp kollinum niðri í vinnu; sposkur á svip. Hann hafði meðferðis bæklinga um Land Rover Defender bifreiðar (svona fljótt á lítið svipuðum þeim sem stóðu úti á hlaði í sveitinni). Bassi varpaði bæklingunum á borðið og spurði: „Hvernig litist þér á að kaupa svona bíl?“ „Já, og að hækka þá upp og setja undir 38 dekk?“ Ég beið eftir að sjá svipbrigðin í andliti Bassa þegar hann sæi að ég væri búinn að átta mig á því að hann væri að spauga. Þau svipbrigði komu þó aldrei. Þess í stað kom heljarinnar hugmynd um kaup fleiri aðila á svona bílum og stofnun á sameiginlegu ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfði sig í ævintýra- og úti- vistarferðum fyrir erlenda sem inn- lenda ferðamenn. Fyrirtæki sem gæti státað af góðum bílum og mann- skap með mikla reynslu á sviði úti- vistar-, afþreyingar- og ferðamála. Þessi hugmynd hljómaði betur og betur og loks var Bassi búinn að sannfæra mig um ágæti hennar. Ég sagði Bassa að þó svo að mér litist vel á málið væri ærið verkefni framund- an áður en ég færi út í eitthvað í þessa veru og það væri að selja betri helm- ingnum mínum hugmyndina. Síðan kvöddumst við. En á meðan ég sat og velti því fyrir mér hvemig ég ætti að leggja málið upp við Sigrúnu, rölti Bassi sér í heimsókn á leirlistarverk- stæðið hennar Sigrúnar. Það var hrokkinhærð kona með leirugar hendur sem tók á móti Land Rover bæklingunum og hlýddi á hugmynd- ina. Ekki leist henni verr en svo á hana að síðar um kvöldið vorum við staðráðin í því að kanna möguleikana á að festa kaup á svona bifreið og stofna áðurnefnt fyrirtæki ásamt fleiri aðilum. Þetta er gott dæmi um hugmynda- flug Bassa og dugnað við að hrinda þeim í framkvæmd. Þegar maður með jafn sterkan persónuleika og Bassi hafði feliur frá, finnur maður hve fátækleg kveðjuorð verða, en að sama skapa finnur mað- ur hve ríkulegt pláss minningar um góðan vin eiga í huga og hjarta. Elsku Bassi. Takk fyrir ljúfar og góðar stundir. Þinnvinur Ámi Birgisson. Það er lítið hægt að segja, menn sitja hljóðir afsíðis, starandi út í tóm- ið, hugsandi, harmi slegnir. Það er sviði í hjartanu og tár renna eitt og eitt. Tár renna, á þessum stað, þess- um vinnustað þar sem oft reynir á og menn eru ekki vanir að láta bugast. Þegar Bassi hóf störf í lögreglunni sem ungur maður var fljótt ljóst að mikið vai’ í hann spunnið. Hann var áhugasamur, alltaf glaður I bragði, ósérhlífinn og duglegur. Þetta ein- kenndi hann alla tíð og var hann frumkvöðull í hverju sem hann tók sér fyrir hendur. Hann starfaði í sér- sveit lögreglunnar um árabil og stóð þar fyrir ýmsum breytingum og nýj- ungum. Hann var ofurhugi og mikill útivistarmaður sem hafði gaman af því að takast á við erfiðleika sem öðr- um var ofraun. Alltaf var gaman að fai’a með Bassa í ævintýraferðir og var þá sama hvernig viðraði, bara búa sig vel. Hann var brautryðjandi og alltaf í fararbroddi, hvort sem það var uppi á fjöllum eða á leið niður ólgandi ár. Alltaf var Bassi fremstur, skelli- hlæjandi. Hann lagði drjúgan skerf til ferðamannaþjónustu og landkynn- ingar með bátsferðum niður ár og öðrum ævintýraferðum. Allir dáðust að Bassa, kraftinum og lífsviljanum, þessu heljarmenni sem lét ekkert stöðva sig og var alltaf hlæjandi. Hans verður lengi minnst. Guð blessi Villu, börnin, systur hans og móður, fjölskyldurnar og vini sem syrgja hann sárt. Gefi þeim styrk á ný og létti sársaukann í hjarta þeirra. Ég kveð nú, vin minn. Guð blessi þig. Bjarni Guðmundsson. Kæri vinur. Það var erfið ökuferð sem ég fór upp á 'Kjalames föstu- dagskvöldið 25. febrúar sl., en skömmu áður hafði ég fengið þá harmafregn á gangi Lögreglustöðv- arinnar að þú hefðir látist þar í bfl- slysi. Hugurinn leitaði til Villu og barnanna og einnig til starfsfélaga minna á slysstað sem ólíkt mér höfðu ekki haft þessa vitneskju áður en þeir komu þangað. Er ég fór á slysstaðinn blasti blákaldur raunveruleikinn við mér. Ég var að því kominn að brotna en varð þá hugsað til þín. Þú hefðir ekki kært þig um að ég færi að væla, það var ekki þinn stfll. Einnig hugs- aði ég hversu gott hefði verið að hafa þig með sér við störf á þessum vett- vangi, þú hefðir manna best vitað hvernig ætti að bera sig að, svo fum- laus og röggsamur sem þú varst. Seinna um nóttina er um hægðist, komu fram minningar um þig. Fyrst kemur upp í hugann atvik er ég var nemi í Lögregluskólanum. Við nemamir vorum við sigæfingar undir handleiðslu sérsveitarmanna, þar á meðal þinnar. Ég hékk efst í tumin- um við Slökkvistöðina og þú varst að hnýta á mig sigbúnaðinn. Reynslu- leysið og skelfingin hefur sjálfsagt skinið úr andliti mínu. Þá brostir þú þínu sérstaka brosi svo andlitið ljóm- aði og sagðir: „Þú myndir sjálfsagt hafa meiri áhyggjur ef þú vissir að ég kann ekki að reima skóna mína.“ Þar með var ísinn brotinn og ég sá fljót- lega að þar fór maður sem kunni til verka og mátti treysta. Við kynntumst þó ekki fyrir alvöm fyrr en mörgum ámm seinna er ég færðist á c-vaktumferðardeildar. Þar var ég ekki síst að sækja í samheldn- ina og félagsandann sem þar ríkti og hafði aukist vemlega með komu þinni þangað, enda átth’ þú ótrúlega auð- velt með að hrífa fólk með þér. Þú varst fremstur í flokki er þurfti að berjast fyrir bættum aðbúnaði eða öðmm úrbótum á Stöðinni og varst óhræddur að tala máli lögreglu- manna ef á þá var hallað. Þú fram- kvæmdir það sem margir af okkur þusuðum um í kaffistofunni en höfð- um ekki hugrekki til að ganga í sjálf- ir. Síðustu daga hafa einnig komið fram í hugann Ijúfar minningar um stundir sem við áttum saman utan vinnunnar, svo sem rjúpnaveiði í landi Sveinatungu og vélsleðaferð á Hellisheiði með Árna vini okkar. Hann brýndi það fyrir mér að reyna ekki að fylgja þér eftir enda er ég ekki reyndur sleðamaður. Ég gerði það samt og endaði með því að elta þig fram af snjóhengju og fór margar veltur. Eftir að hafa umgengist þig í leik og starfi var traustið orðið svo mikið að maður nánast elti þig í blindni. Mikið varst þú ánægður með þessa glæfraferð mína. Eftir að ég stóð upp eftir veltuna kallaðir þú: „Sko minn mann,“ og ætlaðir síðan aldrei að geta hætt að hlæja. Veiði, siglingar, jeppaferðir, sleða- ferðir - ekki er hægt að hugsa sér betri kennara í öllu er sneri að útivist, alltaf lærði maður eitthvað nýtt í hvert skipti sem farið var með þér. Þær eru margar gleðistundirnar sem við vinnufélagai’nir áttum með þér og Villu, en nú óskum við þess öll að þær hefðu verið enn fleiri. Elsku Bassi, það voru forréttindi að fá að starfa með þér og fá að telja þig til vina sinna, hafðu þökk fyrir. Elsku Villa, böm og fjölskylda, megi minningin um góðan dreng styrkja ykkur í sorginni. Við Ragga sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Bjöm Ægir Hjörleifsson. Föstudagurinn 25. febrúar var dapurlegur dagm- í íslenskri ferða- þjónustu. Hópur starfsfólks úr ferða- þjónustu var á ferð norður í land, skemmtiferð sem breyttist í martröð. TVeir ungir menn úr ferðaþjónust- unni, Björn Gíslason og Benedikt Ragnarsson, létu lífið og margir slös- uðust. Björn Gíslason, framkvæmda- stjóri Bátafólksins, var mjög virkur félagsmaður í Samtökum ferðaþjón- ustunnar. Hann átti sæti í fastan- efndinni sem fjallar um hagsmuna- mál afþreyingarfyrirtækjanna og voru helstu áhugamál hans öryggis- mál og fræðslumál. Sem lögreglu- maður og einn af okkar reynslumestu útivistarmönnum var ómetanlegt að hafa hann með í ráðum og kom hann oft með nýja sýn á hin ýmsu mál. Honum var mikið í mun að fararstjór- ar í óbyggðaferðum fengju eins góða fræðslu og mögulegt væri og var hann að vinna að því verkefni þegar hann lést. Það hlýtur að kallast kald- hæðni örlaganna að Björn var, dag- ana fyrir slysið, að vinna með okkur að undh-búningi heils dags námskeiðs um viðbrögð á slysstað, en hann átti hugmyndina að námskeiðinu og átti þar stórt hlutverk sjálfur. Það er hörmulegt að þurfa að halda það án hans. Samtök ferðaþjónustunnar þakka Birni fyrir stutta en góða samleið og það starf sem hann innti af hendi fyr- ir ferðaþjónustunar og senda eigin- konu, börnum og öðrum ástvinum dýpstu samúðarkveðjur. F.h. Samtaka ferðaþjónustunnar Ema Hauksdóttir. • Fleirí minningargn'inar uni Björn Gíslason bíða birtingar og munu birtast íblaðinu næstu daga. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNA DAGNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR, áður til heimilis á Hólavegi 38, Siglufirði, sem lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar laugardaginn 26. febrúar sl., verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 11. mars kl. 14.00. Eiríkur Sævaldsson, Jóna Gigja Eiðsdóttir, María Jóhannsdóttir, Sigurður Þór Haraldsson, Hreiðar Þór Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir þakkir fyrir samúð og ómetan- legan stuðning við andlát og útför okkar ást- kæra BENEDIKTS RAGNARSSONAR, Borgartanga 2, Mosfellsbæ. Minningin lifir. Dagrún Guðlaugsdóttir, Fannar Þór Benediktsson, Anna Guðmundsdóttir, Erlendur Ragnar Kristjánsson, Fjóla Ragnarsdóttir, Erla Ragnarsdóttir, Hlynur Snær Kristmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.