Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARS 2000 5^, UMRÆÐAN Er betra að veifa röngu tré en öngvu? FRAMKVÆMDASTJÓRI Tann- læknafélags íslands ritar grein í Morgunblaðið síðasta föstudag þar sem hann fer með rangfærslur og stundum bein ósannindi í grein sinni. Eg nenni ekki að elta ólar við lítils- virðingu hans á iðnstéttum og svo hrifningu hans á ofurmennsku tann- læknisins sem stundar tannlækning- ar í tannlausum munni eins og fram kemur i inngangi greinarinnar. Bolli segir að 4 til 6 tilfelli krabba- meins í munnholi greinist á ári hverju. Það sem vantaði hjá Bolla var að geta þess hve mörg þessara tilfella voru greind af tannlækni. Mér finnst hann gefa í skyn að þau hafi öll verið greind af tannlækni. Að minnsta kosti var tilfellið sem Bolli 30% 50% 70% ÚTSALA GLERAUGAÐ g U i 4 u 8 " 4 v * i » I u ni 568 2 6 62 vísar til ekki greint af tannlækni. Alvarlegast við full- yrðingu Bolla er að hann notar sér sjúkdóm hjá einstaklingi til þess að koma höggi á tannsmiði í heild sem stétt og á frumvarp rík- isstjórnarinnar. Bolli segir: „Áður en hann kenndi sér meins fór hann til tannsmiðs til að fá gervigóma. Meinið var þá þegar til staðar, en tannsmiðurinn sá ekkert athugavert, enda ekki von.“ Hér snúast vopnin í hendi Bolla. Staðreynd málsins er nefni- lega sú að umræddur einstaklingur var einmitt skoðaður af tannlækni þegar máttaka fór fram í munnholi hans eins og gildandi lög kveða á um að sé gert. Tryggingastofnun ríkis- ins getur staðfest að reikningur fyrir gervigómasmíði einstaklingsins var sendur af tannlækni. Það sýnii-, ef rétt er hjá Bolla að sjúkdómurinn hafi veríð fyrir hendi þá þegar, að tannlækni er ekkert frekar treyst- andi til þess að greina krabbamein í munnholi en hverjum öðrum. Það líða svo nærri tuttugu mánuðir áður en einstaklingurinn fer að finna fyrír sjúkdómnum. Sú leið sem TFI bendir á, að menn framvísi staðfestingu frá tannlækni um heilbrigði munnhols, gæti átt við félagsmenn sjálfa og þá þannig að framvísað sé vottorði frá háls-, nef- og eyrnalækni um heilbrigt munnhol áð- ur en farið sé til tann- læknis. Það var jú sá sérfræðingur sem end- anlega greindi krabba- meinið. Það er lágkúrulegt þegar farið er að nota sér alvarlega sjúk- dóma fólks í ábata- skyni fyrir málstað sínum. Eg vona að ég hafi rangt fyrir mér en mér finnst sem Bolli ásaki tannsmiðinn um það hvemig komið er fyrir þessum einstakl- ingi. Hvað fær Bolla til þess að bera fram svona ásökun? Hefur hann kynnt sér sjúkraskýrslu einstaklingsins? Gefur sú skýrsla til- efni til slíkra ásakana? Bolli gerir lítið úr áliti B. Birn sem er skólastjóri Tannlæknaskólans í Árósum. Það sama á við um álit H. Largren, deildartannlæknis í klín- ískri tannsmíðakennslu við sama skóla. Það sem þessir tannlæknar við Tannlæknaskólann í Arósum hafa um viðbótarmenntunarkröfur ís- lenskra tannsmiða að segja, til að standa jafnfætis dönskum klínískum tannsmiðum, má finna á fylgiskjali II með frumvarpinu til laga um starfs- réttindi tannsmiða, sem nú liggur fyrir Alþingi. Hvor skyldi nú vera trúverðugri og hafa meira vit á þessu, framkvæmdastjóri Tann- læknafélags íslands eða þeir tann- læknar sem standa fyrir þessu námi í Bryndís Kristinsdóttir sjálfum Tannlæknaskólanum í Árós- um? Áhyggjur Bolla af því hvort ís- lenskir klínískir tannsmiðir fái rétt- indi til vinnu í Danmörku eru óþarfar, enda ekki vitað til þess að neinn íslenskur tannsmiður sé að flytja til Danmerkur í því skyni að stunda þar tannsmíðar. Kröfur um sóttvarnir meðal tann- lækna er ekki að finna í lögum um tannlækningar. Hvers vegna skyldu þær kröfur eiga að vera í lögum um starfsréttindi tannsmiða? Eg get fullvissað Bolla um að tannsmiðir hafa alveg jafnmiklar áhyggjur af smiti HIV-veirunnar og tannlæknar, svo og öðrum sóttvömum, sjálfum sér og öðrum til varnar. Þetta með auglýsingarnar hjá Bolla er nokkuð spaugilegt. Menn þurfa ekki annað Tannsmíði Ég hef í gegnum tíðina orðið þess vör, segir Bryndís Kristinsddttir, að sumir meðlimir TFI hafa reynt að koma höggi á mig og bera mig út. en að fletta upp í símaskránni (gulu síðunum) og þar sést hve margir tannlæknar auglýsa undir dálkinum „tannsmíði11. Líka þeir sem ekki hafa réttindi til sjálfstæðra tannsmíða. Það eru nefnilega allmargir tann- læknar sem hafa ekki réttindi til þess að smíða sjálfstætt gervitennur þótt þeir gefi sig út fyrir það. Viss- irðu það, Bolh minn? Alþjóðaþing tannlækna vill auðvit- að halda fast um sitt. Tannlæknar hafa áhyggjur af því að múrarnir séu að hrynja um allan heim. Ekki bara í Danmörku, Finnlandi, Hollandi, Svissj Spáni, Portúgal, Bandaríkjun- um, Ástralíu og Kanada svo nokkur lönd séu nefnd. Gott var að fá það staðfest af Bolla að svo sé. Ég viM* ekki gera lítið úr álitsgerð Tómasar Jónssonar hæstaréttarlögmanns um frumvarpið. Hann er vafalaust hinn mætasti maður. Þó hef ég margar at- hugasemdir að gera við hana, enda fékk hann sínar upplýsingar frá TFI. En álitsgerð pöntuð af málsaðila, málstað sínum til framdráttar, gæti nú verið svolítið lituð pöntunaraðila í hag. Það sér nú hver maður. Daginn eftir kemur svo önnur grein í Mbl. um sama efni, því nú skal herða áróðurinn gegn frumvarpi lag- anna um starfsréttindi tannsmiða. Sjálfur formaðurinn, Þórir Schiöth**"' vitnar nú um hörmungamar sem verða á Islandi ef lögin fara í gegn. Öll greinin fellur um sjálfa sig strax í fyrirsögninni. Búlgaríutennumar vora nefnilega unnar af þarlendum tannlæknum. Þetta kallar maður að falla á eigin bragði. Hvað mig sjálfa varðar þá hef ég verið farsæl í starfi og fólk verið ánægt með mín störf, sem lýsir sér í því að sama fólkið kemur aftur og aftur til mín í endursmíði gervitanna. Ég hef í gegnum tíðina orðið þess vör að sumir meðlimir TFÍ hafa reynt að koma höggi á mig og bera mig út. Þess vegna óskaði ég eftir því við Landlæknisembættið með bréfi frá 20. september 1998 að það staðfesSWP1 að frá árinu 1972, en þá fékk ég meistararéttindi í iðn minni, hafi því ekki borist kvörtun frá viðskipata- vinum mínum yfir lélegri vinnu eða jafnvel skaðlegri. Þessu svaraði Landlæknir með bréfi frá 13. októ- ber 1998 þar sem fram kemur að á öllu þessu tímabili hafi komið ein kvörtun og að sú kvörtun hafi ekki átti við rök að styðjast. Mitt álit er að sú staðfesting segi allt sem þarf. Höfundur er tannsmíðameistari. Skráðu þig á www.netsimi.is Rl SIMTOL TIL UTLAMDA Hríngdu í síma 575 1100 og skráðu símann þinn. Opið allan sólarhringinni 0 Eftir það velur þú 100 í stað 00 í hvert skipti sem þú hríngir til útlanda og sparar stórfé. 1100 S i M I N N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.