Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 72
72 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Morgunblaðið/Jim Smart Ástandið kemur við sög'u á óvenjulegan máta á Stríði í friði. Morgunblaðið/Jim Smart Leikendur í Stríði í friði. Leikfélag Mosfellssveitar frumsýnir í kvöld Stríð í friði Stríð og friður í sveitinni ÞAÐ sætir ætíð tíðindum þegar nýtt íslenskt leikrit er frumsýnt. Leikfé- lag Mosfellssveitar afhjúpar í kvöld eitt slíkt sem ber nafnið Stríð í friði og er eftir Mosfellinginn Birgi Sig- urðsson. Þessi frumraun Birgis á sér stað í heimasveit hans og stundin eru tím- ar hersetunnar árið 1941. „Ég skoða þessa tíma á léttum nótum bæði í tónum og tali,“ segir Birgii-, „en þó með alvarlegum undirtón vitan- lega.“ Herinn fór mikinn á þessum slóðum og heilu hverfin risu upp í kringum setuliðsmenn sem setti vit- anlega afar sterkan svip á allt mann- líf í sveitinni. Þegar leikar hefjast hafa Bretar verið í um eitt ár meðal sveitunga og reynir Birgir að draga upp mynd af samskiptum þeirra: „Það urðu á stundum allsérstæðar uppákomur milli þessara ólíku hópa og skiptust jafnan á skin og skúrir.“ „Astandið" margumtalaða kemur t.a.m. eitthvað við sögu en þó með talsvert frábrugðnum hætti en menn hafa vanist. I þá daga var Mosfellsbærinn náttúrlega ennþá eiginleg sveit og telur Birgir leikritið gefa nokkuð góða mynd af samskiptum setuliðs- manna við fólkið í sveitum almennt. Verkið er sumpartinn byggt á sannsögulegum atburðum. Birgir kynnti sér vel heimildir frá tímabil- inu og sögu þess svo honum væri unnt að draga upp sem réttasta mynd: „Ég byggi verkið á kunnum atvikum sem áttu sér stað í Mos- fellssveitinni á stríðstímum og púsla þeim síðan saman eftir mínu nefi.“ Persónur leikritsins eru hinsvegar alfarið runnar úr hugarskotum Birgis. Birgir er sannfærður um að þótt verkið fjalli um Mosfellinga þá hafi það mun breiðari skírskotun og höfði til allra sem á efninu hafa áhuga. Leikstjóri Stríðs í friði er Jón Stefán Kristjánsson og eru þátttak- endur í sýningunni á bilinu fimmtán til tuttugu manns og eru flestir Mos- fellingar þótt inn á milli slæðist ein- staka Reykvíkingur. Allt eru þetta þó áhugaleikarar. Sýningar fara fram í Bæjarleikhúsinu í Mosfells- bæ og frumsýningin er eins og fyrr segir í kvöld en framvegis verða sýningar um helgar. Dogma-hljómsveitin hinir ástsælu Spaðar í Kaffileikhúsinu Hast spaða- brokk og heimsfrægð HINIR ástsælu Spaðar munu halda samkomu í Kaffileikhúsinu í kvöld. Boðið verður upp á kvöldverð kl. 21 en dansleikurinn hefst kl. 23. Spaðar eiga sér stóran aðdáenda- hóp, en fyiir þá sem ekki þekkja til var hljómsveitin stofnuð í janúar 1983 af nokkrum ungum mönnum 1 sem höfðu verið að leika á hljóðfæri hver í sínu horni eða saman í minni hópum. Nú skipa sveitina þeir Aðalgeir Arason mandólínleikari, Guðmund- ur Andri Thorsson söngvari, Guð- mundur Guðmundsson gítarleikari, Guðmundur Ingólfsson bassaleikari, frægur fyrir að vera höfundur lags- ins litlum neista“, Guðmundur Pálsson fiðluleikari, Gunnar Helgi Kristinsson harmónikuleikari, Helgi Guðmundsson munnhörpuleikari, Magnús Haraldsson gítarleikari og Sigurður G. Valgeirsson trommu- leikari, sem blaðamaður Morgun- blaðsins tók tali. Nýtnir menn og listrænir „Við leikum lög héðan og þaðan úr Evrópu, og svo auðvitað Spaðatón- listina, en lunginn af efnisskránni eru lög eftir Spaða,“ segir Sigurður. ,,Ég er bara trommuleikari sem á ekkert í lögum né textum og nýt list- ar hinna hljómsveitarmeðlimanna. Þetta eru nýtnir menn þegar kemur bæði að lögum og textum, og má nefna dæmi um textann „Þar sem háir hælar hálfan salinn fylla“, sem minnir óneitanlega á „Þar sem háir hólar hálfan dalinn fylla“ sem minn- ir mann óneitanlega á eitthvað sem maður hefur heyrt eða lesið.“ - Er það skáldið íhópnum sem sér um textagerðina? Hinir ástsælu Spaðar um miðjan 9. áratuginn. „Meðal annarra, en Guðmundur Andri er aðallega söngvarinn.“ - Hvernig eru Spaðalögin? „Við köllum tónsmíðarnar Spaða- brokk. Það er okkar íslenska fram- lag, það er oft hresst og hast eins og brokkið er,“ segir Sigurður. - Spiliðþið ofteða... ? „Við höfum spilað í Flatey nokkr- um sinnum, og á listahátíð á Seyðis- Buckley lifandi Tónleikaútgáfa væntanleg með Jeff Buckley NÚ ERU liðin tæp þijú ár síðan söngvarinn með englaröddina, Jeff Buckley, drukknaði sviplega í Mississippi-fljúti, aðeins þrítugur að aldri. Hann þdtti afar efnilegur og hin- um fjölmörgu sem fallið hafa fyrir magnaðri tónlist hans þykir sárt til þess að hugsa að ekki skuli vera til meiraefni eftir hann. títgáfufyrirtæki Buckleys, Col- umbia Records, hefur þvf í sam- starfi við mdður hans unnið hörð- um höndum að því að gera allar þær hljdðritanir sem til eru með tdnlist hans fáanlegar fyrir al- menning. Fljdtlega eftir fráfall Buckleys var gefin út tvöföld skífa, Sketches (For My Sweetheart, The Drunk) sem innihdlt annars vegar fullfrágengið efni sem hann hafði hætt við að gefa út á síð- ustu stundu og hins vegar hálfkláraðar þreifíngar eða drög að Iögum. Sýnd- ist sitt hverjum um þá ráðstöfun. Margir fögn- uðu því að fá aðgang að efiii hans en aðrir töldu að virða hefði átt dskir Buckleys, sem áreiðanlega hefði ekki viljað láta gefa efnið út. Hvað sem þeim vangaveltum h'ð- ur hefur nú verið boðuð útgáfa á fleiri hljdðrilunum. Nú er um að ræða úrval tdnleikaupptakna sem gefið verður út á einni skffu í maí og mun bera heitið Mystery White Boy. Samhliða þeirri útgáfu verður gefíð út myndband með upptöku frá tdnleikum sem Buckley hélt í Chicago-borg í maí árið 1995. Enn er það mdðir Buckleys sem er potturinn og pannan í framkvæmdunum. Tdnleikaupptökurnar þykja af- bragð og gefa gdða mynd af þeim krafti sem Buckley bjd yfir á svið- inu. Lögin spanna stuttan feril hans, allt frá listasmíðinni Grace til hans hinstu verka. Þar á meðal eru lög sem aldrei fyrr hafa ratað á plast. firði síðastliðið vor og spilum bara ef okkur finnst það skemmtilegt. Við fáum miklu fleiri tilboð en við sinn- um. Allir hljómsveitarmeðlimir leggja meiri áherslu á sitt daglega lif en þennan hljómsveitarfront. Við spiluðum t.d. í fimmtugsafmæli Didda fiðlu. Ég held að honum hafi fundist gaman, þar sem hann er at- vinnutónlistarmaður, að bjóða upp á leikmenn eins og okkur. Hafa sýnis- horn af áhorfendum á sviðinu," segir Sigurður og hlær. „Og leyfa tónlist- armönnunum að hlæja og skemmta sér. Við viljum helst taka að okkur skemmtilega skrítin verkefni. Fyrir utan það er þetta bara eins og hver annar saumaklúbbur." - Nú? Þú hefur ekki sagt upp stöðu þinni sem dagskrárstjóri hjá Sjónvarpinu til að leggja fyrir þig trommuleikinn alfarið? „Nei, það var ekki alveg ætlunin. En hver veit?“ segir Sigurður og hlær. „Það er aldrei að vita nema það verði njósnarar frá breskum út- gáfufyrirtækjum í Hlaðvarpanum í kvöld. En við erum komnir á þann aldur að við bíðum mjög þolinmóðir eftir heimsfrægðinni." - En eruð dogma-hljómsveit til að vera ítakti við tíðarandann? „Já, við höfum komist að því að dogma er algjörlega málið. Og allir hljóta að fallast á að Spaðar eru dogmahljómsveit og hafa verið árum saman. Við leikum sjálfir á öll okkar hljóðfæri, komum alltaf ófarðaðir fram og beitum engum brellum." MYNDBOND Streita á vinnustað Stáltaugar (Pushing Tin) Gamanmynd ★★% Leiksijóri: Mike Newell. Handrit: Glen og Les Charles. Aðalhlutverk: John Cusack, Cate Blanchett, Billy Bob Thornton og Angelina Jolie. (100 mín) Bandaríkin. Skífan, febr- úar 2000. Öllum leyfð. BRESKI leikstjórinn Mike Newell er af mörgum þekktur fyi-ir myndina Fjögur brúðkaup og jarð- arför sem sló í gegn um árið. I þess- ari nýju gamanmynd hefur hann fengið handritshöf- unda sjónvarps- þáttanna Staupa- steins til liðs við sig. Segir þar frá Nick Falzone (John Cusack) flugumfer ðarstj óra í New York sem allt gengur í haginn þar til nýr starfs- maður, Russel Bell (Billy Bob Thornton), verður honum keppi- nautur í stai’fi og einkalífi. Einn af meginkostum myndarinn- ar er frábært og vel valið leikaralið. Auk þeirra Cusack og Thornton koma fyrir leikkonurnar Cate Blanchett og Angelina Jolie. Blanch- ett sýnir á sér nýja hlið í hlutverki eiginkonu Nicks og sannar að hún er fær í flestan sjó. Jolie nær sömuleið- is að gæða heldur snubbótt hlutverk sitt sjarma. Myndin er létt og skemmtileg, handritið gott framan af en þegar líður á seinni hlutann er líkt og sagan viti ekki almennilega hvert hún stefni. Því er hnýtt dálítið hroðvirknislega fyrir í lokin með rómantískri klisju. í myndinni er einnig slagsíða yfir í ábúðarmikið drama sem gefur handritinu dýpt en rímar illa við kæruleysislega gaman- semina í umfjöllun um starfsaðstæð- ur flugumferðarstjórans. Heiða Jóhannsdóttir Syrtir í álinn Sótthiti (Fever) D r a m a ★★ Leikstjdrn og handrit: Alex Winter. Aðalhlutverk: Henry Thomas, Teri Hatcher og David O’Hara. (95 mín) Bretland. Skífan febrúar, 2000. Bönnuð innan 16 ára. NICK Parker er ungur listamað- ur sem reynir að koma undir sig fót- unum í New York en gengur fátt í haginn. Hann býr í niðurníddu hús- næði í Bronx-hverfi og kennir teikn- ingu til að eiga salt í grautinn. Nick er viðkvæm sál og erfiðar aðstæður þrúga hann, engu að síður er hann stoltur og neitar að þiggja aðstoð úr föðurhúsum. Þegar morð er framið í húsinu sem Nick býr í fer heldur betur að syrta í álinn. Myndin er hæggeng mjög en Iumar þó á nokkuð lunkinni sálfræðifléttu sem lýsir flækjum í innra lífi aðal- persónunnar. Þá kemur fyrir áhuga- verð aukapersóna, dularfulli að- komumaðurinn á efri hæðinni sem les heimspeki og kennir Nick að vera á varðbergi gagnvart umhverfinu. Daufleg atburðarás og drungaleg umgjörð spilar síðan ágætlega sam- an við umfjöllunarefni myndarinnar. Heiða Jóhannsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.