Alþýðublaðið - 10.01.1921, Síða 1

Alþýðublaðið - 10.01.1921, Síða 1
O-efiÖ tit mi .áLlþýðraflolkkrai&m. 1921 Mánudaginn 10 janúar. 6. tölubl. €rleni simskeyli. Khöfn, 9. jan. Heðai við nantpeningsbei'kluni. Caimette, aðstoðarforstjóri Pas- teurstofnunarinnar í París, skýrir frá tilraunum sínum í síðustu 34 mánuði, og er svo að sjá af þeim, að hann geti gert kýr ómóttæki- legar fyrir berkla, með því að sprauta inn í hálsæðarnar 20 milligrömmum af nautpenings berkiagerlum, sem ræktaðir hafa verið í glycerin og gallblönduðum kjötsafa. Valera og Lloyd George. Símað er frá London að Lloyd George hafi boðið Valera á fund með sér. Sinn Feinar gruna Breta- stjórn um það, að hún búi yfir svikráðum við Valera. Hermonnum fækkað. Símað er frá Washington að hermálanefnd Senatsins ieggi til að hermönnum verði fækkað nið- ur f 159,000. Gjaldþrot Austurríkis. Símað er frá Vín, að búist sé við ríkisgjaldþroti Austurríkis, þar eð útgjöldin vaxi stöðugt. Fundið áhurðarefni, Fundist hafa 1000 hellar, sem hafa að geyma miljarða króna virði af fosiorsýruáburðarefni. [Af skeytinu verður ekki séð hvar þetta hefir tundistj. Erlend mynt. Khöfn, 9. jan. Pund sterling (1) kr. 21,88 Dollar (1) kr. 5,94 Þýzk mörk (100) — 8,55 Jarðarför Markúsar sonar okkar fer fram á rnorgun, þriðjudag II. þ. m. kl. I. 0. h., frá heimili okkar Laugaveg 43 B. Jakobina Torfadóttir. Friöfinnur Guðjónsson. Íslanðsbanka-Vísir. Loksins er kominn fram á sjón- arsvið maður, sem yfirstfgur Vel- Iýgna Bjarna í grobbi, um það geta menn sannfærst með því að iesa íslandsbanka Vfsi Fyrst fræðir hann lesendur sfna um það, að ritstjóri Alþbl. og Jón Baldvinsson, hafi „frá upp- hafi" fylgt núverandi stjórn að málurn, því næst segir hann að Alþfl hafi boðið Jóni Magnússyni fylgi móti Möller og næsta stig er það, að enginn geti boðið sig fram til þings lengur, nema hann sé á sama máli og Vísis Möller! Heyr á endemil Og hann segir, að Alþbl. hafi horn í síðu séra Magnúsar Jónssonar af því hann sé prestur! Hvar er hann prestur? Hjá Vfsi? í stuttu máli, það er ómögulegt að lesa íslandsbanka- Vísi svo, að maður veitist ekki um af hlátri, yfir grobbi ritstjór- ans. Við eplin, sögðu o. s. frv. Eg, sem hefi alia menn í vasa mínum, og er sjálfur í vasa ís- landsbanka, segir ritstjóri íslands- banka-Vísis; eg er sú pólitíska sól, sem alt og allir snúast uml Gerir Vellýgni Bjarni beturl Pðrir. 3 xj arstj örnarkosning fór fram á Seyðisfirði á laugar- daginn. Úr bæjarstjórn gengu: Sig- urður Jónsson verzlunarstjóri, Eyj- ólfur Jónsson bankastjóri og Stefán Th. Jónsson konsúil. Kosið var um þessa 4 lista: A-lista: Eyjólfur Jónsson, St. Th. Jónson og Sigurður Jónsson. Blista: Sigurður Jónsson, Gísli Lárusson, símritari og Þorsteinn Gíslason, aðstoðarstöðvarstjóri. C-lista (verkamanna): Sigurður Baldvisson póstmeistari, Karl Jó- hansson verkam. og Jón Sigurðs- son kennari. D-Iista (klofningslista): Jón Sig urðson kennari, Karl Jóhannsson og Hallbjörn Þórarinsson tré- smiður. Kosnir voru: Sigurður Jónsson verzlunarstjóri, Sigurður Baldvins- son póstmeistari og Eyjólíur Jóns- son bankastjóri. jfýjnsfn simskeyfi. Khöfn, 9. jan. Deilur Frakka og Pjóðverja. Frá Berlín er símað, að fulltrú- ar Þjóðverja hafi neitað að semja við Frakka um endurnýjun Spa- samningsins. Nýr Indlandsjarl. Sfmskeyti frá London hermir, að Reading lávarður, sem nú er dómsmálaráðherra, sé settur jarl yfir Indlandi. Nikita fyrverandi konnngur og Svartfellingar. Símað er frá London, að agi- tationsskrifstofa Nikita fyrv. Svart- fellingakonungs haldi fram rétti hans til konungsstóls f Svartfjaila- Iandi. Einnig hefir hann neitað að taka við eftirlaunum þeim, sem þing Jugoslavíu f Belgrad hefir látið honum f té. [Eins og kunnugt er, var Nikita konungur Svartfjallalands (Monte- negro, Tsernagora, fyrra nafnið er ítalskt, en hið sfðara hið eiginlega

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.