Morgunblaðið - 19.03.2000, Side 7

Morgunblaðið - 19.03.2000, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARS 2000 B 7 ■ Alnæmisplágan setur spurningamerki við framtíð heilu samfélaganna íAfríku. í Mósambík, þaðan sem myndin er, smitast 700 manns á dag. Syabulala litla íörmum móður sinnar, Violet. Faðirinn, Wiseman, er veikur af alnæmi ogmóðirin ogSyabulala eru einnigmeð veiruna ísér. Um hin börnin, á myndinni til vinstri, er ekkert vitað. Lennox Cefa liggur á bedda í skúr sín- um í Khayelitsha. Hann ermeð alnæmi á lokastigi. Tvisvar ímánuði koma hjúkrunarkonur Rauða krossins til að baða hann en þrátt fyrir það þjáist hann afslæmum legusárum. Morgunblaðió/RAX í blökkumannaliverfum Suður-Afríku er óvenju mikið um fjölskyldur þar sem eiginkonan er ein um að ala upp börnin. Þetta er bæði afþví að karlarnir vinna oft í námum fjarri heimilinu en á síðustu árum gerist það æ oftar að þegar ainæmisveiran greinist í eiginkonunni þá lætur eig- inmaðurinn sighverfa. þær veikjast þá heimsækjum við þær,“ segir Claribel Nomala, hjúkr- unarfræðingur Rauða krossins. „Það er ótrúlegt hvað öriítið betri næring getur gert, jafnvel framlengt líf þeirra þannig að þær geta verið lengur með börnunum og þá falla þær kanski ekki frá fyrr en börnin eru komin á legg. Konurnar héma styðja hver aðra, og ef ein veikist þá heimsækja hinar hana. Hér geta þær líka saumað föt og þannig aflað sér einhverra tekna. Við erum því miður bara með þrjá karlmenn hér. Hinir hafa allir hlaup- ist á brott. En það er mikilvægt að fjölskyldan sé meðvituð um sjúk- dóminn og hvernig eigi að sjá um al- næmissjúkling þannig að við hvetj- um konurnar til að þegja ekki um þetta. En margar eru hræddar um viðbrögðin og við því er ekkert að gera.“ Faraldurinn er að breyta sam- setningu heilu þjóðanna og binda þær enn fastar í viðjar fátæktar. Heimilum þar sem konan er ein um uppeldi barnanna fjölgar. Þetta er augljóst á hverfismiðstöð Rauða krossins í Khayelitsha. Prjóna vetrarpeysur Maureen Housten er há og tignar- leg ung kona sem starfar sem félags- ráðgjafi hjá Rauða krossinum. Það kemur í hennar hlut að ræða við ungu konurnar sem leita til mið- stöðvarinnai-. Við minnumst á að inni sé ótrúlega glaðlegt andrúmsloft. „Það er ekki alltaf svona,“ segir Maureen. „Stundum er þetta ákaf- lega erfitt og þá er mikið gi'átið og mikil hryggð sem ríkir. Þær spyrja sig; hvað verðm’ um mig og barnið mitt? í flestum tilvikum hlaupast Christina Kolaba er með alnæmi á lokastigi. Hjúkrunarfræðingar Rauða krossins hafa heimsótt konuna reglulega ogþvegið henni með heitu vatni. Á meðan leika börnin hennar úti á götu og móðir hennar sinnir heimiiisverkunum. Síðan myndirnar voru teknar hefur Christina verið færð á heimili fyrir dauðvona sjúklinga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.