Morgunblaðið - 19.03.2000, Síða 18

Morgunblaðið - 19.03.2000, Síða 18
MORGUNBLAÐIÐ 18 B SUNNUDAGUR 19. MARS 2000 ^ iii BLÓMABÉD Morgunblaðið/Sverrir —BLÓMASALINN- Ingrid stráir salti fyrir framan blómabúðina til að væntanlegir kaupendur detti ekki í viðsjárverðri hálkunni. Halldór Salómon Eggertsson sjúkraliði á blómabúðina á horni Rauðar- árstígs og Háteigsvegs, sem hann opnaði í35 fm rými fyrirþremur árum. Hann á langa vinnudaga að baki, var 14 ár til sjós og svo í byggingavinnu þar til hann hrapaði niður af 4 hæð og lamaðist tímabundið fyrir neðan mitti. „Eg keyrði leigubíl í 6 ár en fór svo ísjúkraliðaskólann. Eg vann á ýmsum sjúkradeildum og var íheimahjúkrun í 10 ár eða þangað til ég fór á eftirlaun. Pá fór ég að selja blóm, “ segir hann. Viðskiptavinir Halldórs geta lesið í hihlíunni í búðinni hans, dregið mannakorn og fengið límmiða með orðum um aðguð blessiþá í ökutækjunum. SJÁLFSTÆTT FÓLK Á RAUÐARÁRSTÍG Sjálfstæður maður lýtur ekki forræði annarra. Hann ræður við sjálfan sig og yfir sjálfum sér. Atvinnuleysi getur komið honum í vanda. Sjálfstætt fólk hefur búið á jörðinni Rauðará frá landnámi og síðar á og við Rauðarárstíg í borginni. Myndir: SVERRIR VILHELMSSON /Toxti: GUNNAR HERSVEINN BARNHD - Sigríður Telma Eiríksdóttir, 9 mánaða, virðir daglega fyrír sér götulífið á Rauðarárstíg. y SJALFSTÆÐI Rauðarárstígur er á mörkum Norðurmýrar og Rauðárholts í Reykjavík. Stígurinn, sem heitir eftir land- námsjörðinni Rauðará, markar eins- konar útlínu miðbæjarins, en hann liggur þvert frá umferðinni á Miklu- braut yfír til Skúlagötunnar (sem fyrir uppfyllingu fylgdi strandlín- unni, og var önnur meginumferðar- æð Reykjavíkur). I hann ganga svo nokkrar götur, kenndar við fomar íslenskar hetjur eins og Skarphéðin, Kjartan, Guðrúnu, Flóka og Bolla. Ýmiskonar fyrirtæki eða stofnanir standa á.nokkrum homum hans eins og Lögreglustöðin í Reykjavík, lista- mannshúsið Englaborg, og sjúkra- hótel Rauða krossins. Rauðarárstígur er áhugaverð út- færsla á götu. Hann er ekki einsleit- ur heldur fléttast saman íbúðarhús- næði og fyrirtæki. Hann er flóttaleið af hinni annasömu Miklubraut og við blasir rósemd með miklum almenn- ingsgarði: Klambratúninu sem varð- veitir Kjarvalsstaði Jóhannesar mál- ara. Blómabúð og apótek kallast svo á yfir Háteigsveg og þegar áfram er haldið má finna ýmskonar fyrirtæki eins og t.d. fiskbúð, sölutum, mat- vömverslun, kaffistofu, veitingahús, hótel, efnalaug, Yfirskattanefnd og tískuverslun. Rauðarárstígur er líkur bláæð líkamans. Hann er innæð sem leiðir marga íbúa aftur í hjarta Reykjavík- ur, miðju borgarinnar. En fyrsta skipulagða íbúðarhverfið sem reist var utan Hringbrautar og Snorra- brautar er við vestanverðan Rauðar- árstíg. Það er sambýlishúsaröðin milli Njálsgötu og Flókagötu sem reist var eftir skipulagi, Einars Sveinssonar og Valgeirs Bjömsson- ar, að Norðurmýrarhverfi frá 1936. Sjálfstætt fólk hefur ávallt starfað á eða við Rauðarárstíg. Jón Engil- bert listmálari reisti sér vinnustofu á homi hans og Flókagötu. Rauði BARÓNINN -Tryggvi Gunnlaugsson er frá Fáskrúðsfirði. Hann er nokkuð laginn, sérlega við að gera við reiðhjól. Hann hefur verið til sjós og unnið ísmiðju. Drykkjusýkin hafði afhonum vinnuna og hann er orðinn öryrki. Vinir hans á Rauðarárstígnum reynast honum oft vel.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.