Morgunblaðið - 19.03.2000, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 19.03.2000, Qupperneq 23
 Taktu þátt í að velja öndvegishús og merkileg mannvirki Listahátíð í Reykjavík, ásamt Morgunblaðinu, Arkitektafélagi íslands og byggingarlistadeild Listasafns Reykjavíkur, efnir til Ijósmyndasýningar þar sem við- fangsefnið verður íslensk byggingarlist. Reynt verður að velja úr og gera skil þeim bygg- ingum og mannvirkjum sem framar öðrum hafa sett svip sinn á íslenska byggingarlist. Nefnd fagmanna mun vejja 50 byggingar og mannvirki sem hún telur skara fram úr. Öflum íslendingum er boðið að taka þátt með því að tilnefna hús eða mannvirki sem á einhvern hátt hafa vakið athygli þeirra. Hver og einn má tilnefna eina til þrjár byggingar eða mannvirki hvaðanæva af landinu og frá hvaða tíma íslenskrar byggingarsögu sem er. Æskilegt er að tilnefningunni fylgi rökstuðn- ingur þar sem útskýrt er I stuttu máli hvað byggingin hefur sérstakt til að bera. Einnig þarfað koma fram nafn og staðsetning bygg- ingarinnar, og ef fyrir liggja, upplýsingar um höfund hennar og byggingarár. Æskilegt er að Ijósmynd eða stafræn mynd fylgi með ef byggingin er ekki þeim mun þekktari. fltftVgtlltMafeÍto mun birta myndir af til- nefndum byggingum í apríl og maí. Dómur almennings verður síðan kynntur samhliða dómi faglegu nefndarinnar á sýningunni „Öndvegishús og merkileg mannvirki" sem verður opnuð á Listahátíð 21. maí nk. í nýjum húsakynnum Listasafns Reykjavfkur í Hafnarhúsinu. Tilnefningum skal skila fyrir 1. apríl nk. Utanáskriftin er: Öndvegishús og merkileg mannvirki, Listahátíð í Reykjavík, Pósthólf 88, 121 Reykjavík YDDA/SlA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.