Morgunblaðið - 19.03.2000, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 19.03.2000, Qupperneq 24
24 SUNNUDAGUR 19. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR Morgunblaðið/Ómar Bíll sem gengur fyrir metanóli myndi valda tæplega helmingi þeirrar kóltvíildismengunar sem minn bfll og þinn valda nú með sama akstri. T/EKNl/F^ur vetni í líki metanóls eldsneyti okkar á nœstu áratugum? Vetnisþjóð- félagið Island ALDREI verður of oft endurtekið í fjölmiðlum að vetni er ekki galdraorku- lind og ekki einu sinni orkulind, heldur miðlari eða geymir orku. Meginleiðir til að nýta vetnið fyrir orkumiðlara eru í aðalatriðum tvær: stað við að gera landið að vetnis- samfélagi og verður vonandi afstað- in á næstu þremur til íjórum ára- tugum. En bíll sem gengur fyrir metanóli myndi valda tæplega helm- ingi þeirrar kóltvíildismengunar sem minn bíll og þinn valda nú með sama akstri. Vonandi afstaðin, segi ég að fram- an, vegna þess að í fyrsta lagi þurf- um við að hlíta ákvæðum Kyoto- samkomulagsins um minnkun kol- tvíildisframleiðslu, í öðru lagi blasir við okkur hið sama og öðrum þjóð- um, að olíubirgðir endast ekki nema fram eftir þessari öld. í þriðja lagi getum við sparað lungann úr þeim peningahaug sem fer í að knýja fiskiskipa- og bílaflota okkar. í fjórða lagi höfum við vatnsorkuna til að framleiða orkuna sem þarf til að búa vetniseldsneytið til. I fimmta lagi kemur núverandi stóriðja og e.t.v. sú sem á eftir að bætast við, - okkur til góða í því að nýta má nokk- uð af útblæstri hennar sem grunn- efni í metanólframleiðslunni. Hér er um að ræða kolmónoxíð, sem ásamt vetni og orku yrði notað til metan- ólframleiðslu. Núverandi álver og enn frekar járnblendiverksmiðjan á Grundartanga senda frá sér kol- mónoxíð sem má safna úr útblæstr- inum og vinna áfram yfir í metanól. Samkvæmt grein sem prófessorarn- ir Bragi Árnason og Þorsteinn Ingi Sigfússon eru að birta í tímaritinu International Journal og Hydrogen Energy má ætla að verði þessi nú- verandi úrgangsefni nýtt, þurfum við að reisa orkuver upp á um rúm- lega fjögur hundruð megavött til að framleiða eldsneyti sem myndi duga langleiðina í það að koma í stað inn- flutts bensíns og dísilolíu dagsins í dag. Þessi virkjanaþörf er ekki meiri en sem nemur því sem Búr- fellsvirkjun framleiðir nú, ásamt einni af minni virkjunum Þjórsár, Sultartangavirkjun til dæmis. A hinn bóginn er hér um að ræða slíkt þjóðþrifamál, að erfitt er að ímynda sér að ekki myndi verða sátt um virkjanaframkvæmdir því til fram- dráttar enda yrði slík virkjun ekki bundin við ákveðinn landshluta, heldur mætti nánast reisa hana hvar sem teljast mætti hagkvæmast. Þetta efni er á hinn bóginn svo viðamikið og spennandi að ekki verða því gerð veruleg skil í einni svona grein, heldur sé ég fram á að bæta þurfi einni til tveimur greinum við á næstunni um það til þess eins að gera skil meginatriðum málsins. Annars vegar er hreint vetni not- að og látið sameinast súrefni, og útkoman verður hreint vatn, semsé mengunarlaust eldsneyti. Hins vegar er vetnið bundið í formi metanóls, sem er samband þess, kolefnis og súrefnis, og brennsla þess gef- ur af sér vatn og Eftir Egil Egilsson koltvíildi, sem er vitaskuld hið sama óæskilega efni sem myndast við brennslu kolefnis, og veldur hinum óæskilegu gróður- húsahrifum. Hins vegar er myndun kóltvíildisins minni en við brennslu hins hefðbundna eldsneytis sem við notum nú. Fyrri leiðin er sem stend- ur minna þróuð, og henni fylgir geymsluvandi, en erfitt er að geyma hreint vetnisgas í hreinu samþjöpp- uðu formi, t.d. í eldsneytisgeymi í fólksbíl. Miklar rannsóknir fara fram í þá átt að geyma vetnið bundið við örsmáa kolefnisþræði sem mynda eins konar trefjafléttu. Mikið yfirborð þráðanna eykur geymslu- getu þeirra hvað vetnið varðar. Seinni aðferðin, sem byggist á metanólinu, er þróaðri og það er að öllu óbreyttu sú sem notuð yrði við þá áætlun sem verið er að setja af WWW.I kvenfatna A L H L > £S A VIÐSKIPTAHUGBÚNAÐUR l Fjárhagsbókhald I Sölukerfi I Viðskiptamanna kerfi i Birgöakerfi I Tilboöskerfi I Verkefna- og pantanakerfi l Launakerfi I Tollakerfi Vaskhugi ehf. Síðumúla 15 - Sfmi 568-2680 MATARLIST/^fhverju aðflýta sér? Kvöldverður Jýrir sálina STRESS, álag, flensa, vöðvabólga. Allt eru þetta at- riði sem flestir þurfa að glíma við af og til. Við lifum í miklu hraðaþjóðfélagi, þ.e. allt virðist miða að því að gera hlutina hraðari og skilvirkari, allt skal vera fljótlegt. Þetta eiga að kallast framfarir, en hvað þurfum við að vera fljót og af hverju erum við að flýta okkur? Það er engin tilviljun að stöðugt fjölgar hinum ýmsu meðferðaraðilum sem vinna við að lappa upp á streitubúnt 20. aldarinnar, mörg hver þjökuð af ofáti jafnt sem hreyfingarleysi. Vöðvar verða stífir af álagi og áhyggjum; spennan safnast þá oftast í axlir, háls og bak. Önnur orsök vöðva- spennu er viðvarandi, breytingarsnauð stelling, t.d. seta við tölvuskjá eða langur akstur. Það er mjög mikilvægt að hreyfa sig reglulega til þess að losa um vöðvaspennu. Jafnvel það að hreyfa höfuðið, standa upp og teygja sig og taka sér hlé frá vinnu eða akstri með reglulegu millibili getur gert kraftaverk. Einnig getur verið gott að nudda stífa staði með slökunarolíum, t.d. lavender-, marjoram- eða rósmarínnuddolíu. Ef ætla má að morgunverðurinn sé sú máltíð sem er hvað mikilvægust fyrir líkamann en kvöldverðurinn fyrir sálina. Hvað er betra en að snæða í rólegheitum ljúfan, léttan kvöldverð við kertaljós að afloknum löngum vinnudegi (NB ekki yfir sjónvarpsfréttunum)? Akafi er ágæt- ur í hófi og sem tilhlökkun yfir ein- hverju eða í keppnisíþróttum á hún rétt á sér, en ekki þegar í háttinn er komið eða yfir kvöldmatnum. Það er ekki gott veganesti í draumalandið að vera með allt of mikið adrenahn í blóðinu og vera með hugann kvíða- bundinn við hið daglega amstur og áhyggjur. Þetta með kringumstæð- urnar, notalega kvöldstund o.s.frv. er ekkert kjaftæði. Það hefur ótrú- lega góð áhrif á sálina að taka lífinu með ró, smjatta á því, ef maður fer að hreyfa þig hægar og tala rólegar, þá Síðan til þess að halda bæði geð- heilsu og líkamlegri hreysti er náttúrlega afar mikilvægt að gæta sín í mataræði, borða á reglulegum matmálstímum hollan, trefja- og næringarríkan mat, í stað þess að grafa sér gröf með tönnunum eins og okkur sællífis- seggjum á Vestur- löndum hættir allt of oft til að gera. Það er oft erfitt að feta hinn gullna Eftir Álfheiði Hönnu Friðriksdóttur. meðalveg í þeim efnum og oft virðist það sem er hollt í dag vera „sam- kvæmt nýjustu rannsóknum“ orðið bráðdrepandi á morgun. Yfirleitt er það nú óhófið í hverju sem er, sem brýnast er að vara sig á og borða mest af trefjaríkum og fitulitlum mat og svo fituna, sykurinn og saltið í hófi. Varðandi streituna er einnig mikil- vægt hvernig við borðum. Það hlýtur að hafa slæm áhrif á taugakerfið og meltinguna að troða í sig einni með öllu á mettíma áður en maður skeliir sér £ kvöldpallatíma í líkamsræktinni. ÞJOÐLIFSÞANKA^m vegnafara menn tilfjalla í vályndum veðrum ? EðUð er sarnt við sig! ÞAÐ ERU nú meiri vandræðin hvað vélsleðamönnum er villugjarnt á há- lendinu. Mér finnst varla líða sú vika að ekki týnist einhver um lengri eða skemmri tíma. Sem betur fer finnast ótrúlega margir heilir á húfi. Manneskj- um eins og mér, sem helst vill halda til á sléttum völlum, finnst næsta furðu- leg þessi árátta manna að leita sífellt upp til fjalla, jafnvel þegar illa er spáð og veður öll válynd. Mér finnst þetta raunar svo fúrðulegt að ég hef hugsað heilmikið um hvað valdi þessari fjallalöngun mannanna. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að þessa löngun megi rekja bæði til karlmannseðlisins og þj óðfélagsaðstæðna. Ef við tökum fyrst fyrir karl- mannseðlið þá er það kunnara en frá þurfi að segja að karlmenn hafa löngum haft fullan vilja til að finna kröftum sín- um viðnám. Langt fram á þessa öld voru engin vand- ræði að finna þetta viðnám. Menn n Eflir Guðrúnu þurftu sífellt að Guðlaugsdóttur beijast við náttúru- öflin bæði á sjó og landi í hinni daglegu lífsbaráttu í óblíðri veðráttu harðbýls lands. En er líða tók á öldina breyttist þetta. Bílar og vegir gerðu erfið ferðalög yfir fjöll og fimindi á hestum óþörf. Áður gengu menn jafnvel á milli landshluta t.d. til þess að fara í verið. Nú aka menn eða tljúga á milli staða eins og ekkert sé og það reynir ekki tiltakan- lega á kraftana í flestum tilvikum. Bændur sem áður þurftu að standa úti með fénað sinn í slæmu vetrar- veðri til að halda honum til haga gefa nú á garðann og fara ferða sinna ak- andi að öðru leyti í flestum tilvikum. Sjómenn horfa á vídeómyndir þegar þeir eru ekki að vinna á dekkinu og eiga víst náðuga daga miðað við sjó- menn á t.d. skútuöldinni - að ekki sé talað um þá sjómenn sem reru til fiskjar áður en vélbátamir komu til sögunnar. Flestir karlmenn vinna nú ekki tiltakanlega erfiðisvinnu nema síður sé. Eftir situr hins vegar eðlis- læg löngun þeirra til þess að finna kröftum sínum viðnám og það gera þeir þá á annan hátt en áður var. Þeir stunda t.d. alls kyns íþróttir eða spreyta sig á erfiðum verkefnum svo sem umræddum fjallaferðum. Grafa- lvarlegir taka þeir saman útbúnað sinn og leggja í hættuferðir sem í flestum tilvikum era ekki neinar nauðsynjaferðir heldur fyrst og fremst famar til þess að gefa eðlinu lausan tauminn. Állt er þetta gott og blessað nema hvað þessar hetjur nú- tímans virðast ekki sérlega ratvísar miðað við allar þær fréttir sem af þeim og ferðalögum þeirra fara í fjölmiðlum. Stundum er talað um að réttast væri að láta þessa ferðagarpa sjálfa borga leitarmönnum þegar þeir era svo óheppnir að tapa áttum í ferða- lögum sínum. Ekki síður er bent á að þeir komi leitarmönnum í lífshættu með framferði sínu. Það virðist þó ekki svo að björgunarmenn sýnist yf- irleitt óhressir með að þurfa að taka þátt í leit að týndum jeppa- eða véls- leðamönnum. Þvert á móti sýnist leit- in vera þeim sams konar viðnám og fjallaferðimar þeim sem leitað er að. Állt væri þetta því gott og blessað ef þessi ævintýri væra ekki eins og fyrr var bent á dýr, fyrirhafnarsöm og hreint ekki hættulaus. Konum finnst mörgum mikill óþarfi að menn séu að leggja sig í svona hættu að þarflausu og era á móti þessum ferðalögum. Hins vegar má leiða að því rök að þær eigi sinn þátt í að þessar ferðir eru farnar. Fyrir ötula baráttu þeirra hefur tals- vert áunnist í jafnréttisátt. Karlmenn era farnir að mýkjast allir, þegar þeir koma heim af skrifstofunni sippa þeir sér í að taka til, elda, sinna bömun- um, fara á foreldrafundi, og fleira og fleira sem karlar fortíðarinnar tóku ekki í mál að sinna, enda höfðu þeir ærinn starfa úti og utan að afla heim- ili sínu viðurværis á sjó eða landi við hin erfiðustu skilyrði oft á tíðum. Hin- ir mjúku menn hafa þó enn sem fyrr harðan kjarna og það er einmitt þess vegna sem þeir m.a. leita til fjalla - þar fá þeir tækifæri til þess að kom- ast í almennilegar mannraunir í stað þess að hlusta allan sinn frítíma á raunatölur þreyttra eiginkvenna og rell í smábömum. Á fjöllum takast þeir á við veðurguðina í stað þess að stríða við duttlunga mislyndra kvenna og kenjóttra barna. Það er nú bara einu sinni svona, þótt menn séu orðnir í hæsta máta siðmenntaðir og fjölskylduvænir þá býr þeim sama eðli í bijósti og forfeðranum. Þess vegna er borin von að þeir hætti að fara á vélsleðum, jeppum og öðram farartækjum til fjalla - rétt eins og kötturinn veiðir fugla þótt hann fái fullt af Wiskas-dósamat, þá fara menn til fjalla þótt þeir geti mætavel látið fyrir berast allt sitt líf inni í heit- um kontóram, eldhúsum og sjónvarpsstofum. Og meðan menn geta þannig ekki annað en látið und- an eðli sínu þurfa líka að vera fyrir hendi vel þjálfaðir menn til þess m.a. að leita uppi garpana sem skólun sið- menningar og kvennabaráttu hefur svipt að nokkra hina þjálfuðu ratvísi sem forfeðurnir höfðu til að bera. Ekki ætla ég að dæma um hvort þess- ar fjallaferðir era af hinu góða eða slæma - mér sýnist þær bara óum- flýjanlegar. I hæsta lagi væri hægt að skylda menn til að kaupa sér eins konar leitunartryggingu - lengra er varla hægt að ganga. Enda er ekki að vita nema brestir taki að koma í sið- menninguna og jafnréttið sem svo mikið hefur verið barist fyrir ef lokað yrði fyrir alla möguleika karlmanna til þess að hrista af sér okið í faðmi fijálsra fjallasala - eða þannig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.