Morgunblaðið - 19.03.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.03.2000, Blaðsíða 26
26 B SUNNUDAGUR 19. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ Hús Páls Stefánssonar við Lækjartorg, þar sem hann rak bílasölu og bifreiðaverkstæði. Myndin er tekin 1928. Melstedshús, eins og það var jafnan kallað, var eitt sinn í eigu KFUM. Enn um Kolasund Ludvig Hansen banksassistent og faktor í dyrum húss síns í Kolasundi. Húsið með spönlagða þakinu er Hötel Alexandra, Hafnarstræti 16. l m ] . Í|;i |1 t, .U-iMmij iM i m II ? [m || i Fyrir nokkru skrifaði Pétur Pétursson um Kolasund 1 Reykjavík í ? grein sem birtist hér í blaðinu. Viðbrögð urðu mikil og góð og því fjall- ar hann meira um Kola- sund nú auk þess að rifja upp eitt og annað í Reykjavík á árum áður. Eggert Stefánsson söngvari var hverjum manni djarf- mæltari er hann las þjóð- inni pistilinn og sagði til syndanna. Hann hlífði ekki höfðingj- ”4 um og talaði ekki tæpitungu. Eitt sinn er honum var þungt í skapi lýsti hann menningarástandi Islands og höfuð- staðarins eitthvað á þessa leið: „Þeg- ar maður gengur niður Bankastræti þá blasir við á hægri hönd stjórnarráð Islands. Það hefir aðsetur í gömlu tugthúsi sem reist var í dönskum herragarðsstíl. Svo gengur maður yf- ir Lækjartorg og hoi'fir inn í Austurs- træti. Kemur auga á menntamálar- áðherrann og hyggst ræða við hann um þjóðmenningu og listir. En þegar hann sér hver nálgst og rennir grun í umræðuefni þá setur hann undir sig hausinn og stingur sér inn í Kolasund til þess að þurfa ekki að svara óþægi- legum spumingum um stöðu lista og menningar á íslandi." A það var bent í fyrri grein um Kolasund að sjálft sundið, sem gatan dró nafn sitt af var tröðin sem lá frá Smiths-bryggju (Martins Smiths) að Hafnarstræti. .Austanvert við tröð- ina var kolageymsluhús Smiths-versl- unar og kolum dreift til bæjarbúa," segir Agúst Jósefsson heilbrigðisfull- trúi, sem var manna kunnugastur bæjarlífi á mótum tveggja alda. Jón Helgason biskup ber mikið lof á Martin Smith og starfsmenn verslun- ar hans. Bjöm Guðmundsson, sem var sigldur maður og forframaður í * steinsmíðastörfum kom til Reykja- víkur í marsmánuði 1876. Hann myndaði þá félag um kalkbrennslu við Martin Smith og Egil Egilsson. Kalkofnsvegur dregur nafn sitt af þeirri iðju. Var kalkið sótt í Esjuna. Bjöm taldi Esjuna auðuga að kalki og harmaði hve illa tókst til um árangur. „Sunnanfari" segir um kalkbrennslu- Bifreið Eggerts Claessens, bankastjöra Islandsbanka, í Al- mannagjá á Þingvöllum. Eggert var þjöðkunnur maður og um- deildur á sinni tíð. (Myndin var fengin hjá Kristínu Cláessen.) félagið: „Þá tók félaginu að kopa,“ og lagðist svo niður. Bjöm Guðmundsson stóð fyrir timbur- og kolaversluninni „Reykja- vík“ í 27 ár. „Árið 1909 tók hann upp kolaverslun íyrir sjálfan sig,“ sagði Sunnanfari. Bjöm var þjóðkunnur maður. Hann kvæntist ekkju, Maríu Ólafs- dóttur Petersen, móður Hans Peter- sens kaupmanns. Magnús Helgason, forstjóri Hörpu, margfróður og minnugur, kann vísu um Björn, sem kveðin var er Bjöm íylgdist með skipakomu á Revkjavíkurhöfn. Bjöm bjó í Skóla- stræti: Er hann franskur Ari minn? Elsku góði hlauptu fyrir mig og Fransmanninn fjórabjórakauptu. Smiths-bryggjan, sem síðar var nefnd Thomsens-bryggja, lá austan við Steinbryggju, þar vom borin upp kol. Það gerðu verkakonur. Muggur málaði fræga mynd af verkakonum þeim, sem báru kolapokana upp í „Salla" - Salvör Guð- mundsdöttir, stund- aði almcnna púls- vinnu í mörg ár. P. STEFÁNSSON nmo Reikningur ftGf/tfjnitik. 1 ^ » J 'U M1 i Mcö o/s, *Í£li*n(ii,rtll Hoyicjsvikur 14/ö nm' 111 É í yOHDOH 3T5 TÆXB #:795.4C §tolLur | B«nkakpaitn*5ur 'í% | CuWoti tol 1U r | VSrutollur Uppakipun i Aeuuronce | Af bcntlinjfa rpjold ' Motor nr, | Foktura nr.?Q?5 „S/fi 498J2ö 55^39 SSÖÍÖO í?ioö 25^03 icjool +2 .tSl Í Goodyear Kolasund. Það var árið 1919. Þá rak Bjöm Guðmundsson kolaverslun. Myndin er birt í bókinni „Ur mynd- heimi Muggs“. í skýringum, sem fylgja málverki Muggs segir svo: „Kolaburður sýnir Reykjavík þeirra tíma er kolapokar voru bundnir upp á Reikningur frá P. Stefánsson í júní 1934, fyrir Fordor de luxe bíl Kaupandi Páll V. G. Kolka læknir. vinnukonumar við skipshlið." Hér gerir höfundur engan grein- armun á verkakonum og vinnukonum. Á störf- um þerira var regin- munur. Og svo kemur óður til íslenskra verkakvenna. Það má heldur ekki gleyma vinnukonunuin. En það verður að greina á milh, því störfin voru ólík. Þetta vissu allir, sem ekki höfðu notið menntunar. En þá fór í verra. Því stundum verður „menntunin" að fótakefli. Þetta er for- máli að texta með mynd „Muggs“, Guðmundar Thorsteinson, listamannsins nafn- kunna. Hann var sonur Ásthildar Thorteinson og Péturs J. Thorstein- son, forstjóra Mllljónafélagsins. Hvert mannsbam á Islandi þekkti á sínum tíma bækur Muggs, „Negra- strákana" og „Dimmalimm". Björn Guðmunds- son, múrari, kola- kaupmaður og timb- ursali í Reykjavík. Ein þeirra, sem án nokkurs efa hefir verið í þeim hópi verkakvenna er Muggur málaði af um- ræddum kolaburði er Sal- vör Guðmundsdóttir, amma Ivars Guðmun- dssonar blaðamanns, Hans fiskimatsmanns og Guðmundar slökkvilið- sstjóra auk fjölda nafti- kunnra afkomenda er kippir í dugnaðarkyn „Söllu“, eins og hún var jafnan nefnd. Sigurbjöm Þorkelsson kaupmaður og Meyvant Sigurðsson bílstjóri hafa báðir rómað hetjulund Salvarar og stallsystra hennar. Sigurbjöm segir skemmtilega sögu af at- orku hennar og afli: „Salvör var með hærri konum og þrekin að því skapi og þó vel vaxin. Var hún karlmenni að burðum og þýddi fæstum karl- mönnum við hana að etja. Salvör stundaði almenna púlsvinnu um margra ára skeið, bar kol og salt á bakinu, eins og í þann tíma var algengt, og var hún forkur til vinnu. Ytra borð hennar var hrjúft, en brjóstgóð var hún, sér- staklega við fólk, sem lítils mátti sín, og við böm var hún mjög góðognærgætin." Svo segir Sigurbjörn sögu af atviki sem gerðist í uppskipunarvinnu hjá Birni Guðmundssyni kolakaupmanni. Norðlendingur sem lét mikið yfir sér falaði vinnu hjá Birni og sagðist vera „fær í flest“. „Björn tekur manninn í vinnuna og vísar honum á handbörur og vörahlaða. Kallar á Söllu og segir: „Berðu á móti þessum manni, Salla." Norðlingurinn rak upp stór augu. Þótti sér hin mesta smán gerð. Spyr Björn hvort hann eigi að dragnast með þennan kvenmann aftan í sér í dag. Bjöm svarar engu. Nú byrja þau að tína á börumar. Salvör hrúgaði á þær eins og á þeim tolldi. Norðlingur- inn undrast og spyr hvað hún ætli eig- inlega að láta mikið á börurnar. Sal- vör svarar: „Eins og vanalega.“ Svo fór að Norðlendingurinn varð að sætta sig við það að láta í minni pok- ann og biðja sér griða. Gafst hann upp við burðinn og gat ei lyft böranum fyrr en Salla hafði tekið þriðjunginn af þeim til þess að létta byrðina. Mörgum viðstöddum þótti þetta mak-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.