Morgunblaðið - 19.03.2000, Síða 31

Morgunblaðið - 19.03.2000, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTONLIST SUNNUDAGUR 19. MARS 2000 B 31 Archer aftur í sviðsljósið London. Morgunblaðið. Fréttir á Netinu —ALLTAf= £!TTH\SA£> NÝTT Sveitarstjórnarkosningar í Englandi Ihaldsmenn með fylgisforskot JEFFREY Archer, sem í nóvem- ber varð að hætta við borgarstjóra- framboð í London og var vikið úr Ihaldsflokknum, hefur ákveðið að stíga aftur inn á sviðið, reyndar ekki það pólitíska, heldur ætlar hann að leika aðalhlutverkið í leik- riti sínu; Hinn ákærði. Jeffrey Archer kom aftur í sviðs- ljósið á dögunum eftir þriggja mán- aða hlé. Hann segist hafa farið að skrifa leikritið út úr tómum leiðind- um; hann hafi verið búinn að fá al- veg nóg, verið langt niðri og eina lækningin hafi verið að koma sér að einhverju verki, sem tældi hugann frá niðurlægingunni. Jeffrey Archer er svo sem enginn nýgi’æðingur með stílvopnið, hann hefur skrifað leikrit, smásögur og skáldsögur og orðið metsöluhöfundur fyrir vikið. Nýja leikritið hans fjallar um lækni, sem er ákærður fyrir að myrða eiginkonu sína með eitri. En það verða áhorfendur, sem ákveða endinn, því í lokin eiga þeir að kveða upp úr um sekt læknisins eða sýknu. Archer ætlar að leika lækn- inn sjálfur, en hann lék á skólaár- um sínum og er félagi í Leikarafé- laginu. Mestallt leikritið stendur hann í vitnastúkunni. í þeim spor- um stóð hann síðast 1987, þegar hann vann meiðyrðamálið, sem hann höfðaði gegn Daily Star. Sá sigur varð þó upphafið að pólitísku falli hans, þegar í ljós kom, að hann hafði beðið vin sinn að bera ljúg- vitni fyrir sig. Jeffrey Archer segir, að hann hafi brugðizt öðrum og sjálfur kall- að smánina yfir sig. Honum hafi enda verið refsað fyrir það. Archer hefur áður hrokkið fyrir borð, en alltaf skotið upp kollinum aftur. Það má þó telja víst, að þeir sem ráku á eftir honum út af póli- tíska sviðinu nú síðast, hafa ekki átt von á honum aftur í sviðsljósið svi^l fljótt og alls ekki með þessum hætti. London. Morgunblaðið. í FYRSTA sinn síðan 1992 standa íhaldsmenn betur að vígi en Verka- mannaflokkurinn í sveitarstjórnar- kosningum samkvæmt könnun sem The Sunday Times hefur birt. Síðan í september sl. hafa 92.000 kjósendur gengið að kjörborðinu í 60 sveitar- stjórnarkosningum og hafa íhalds- menn fengið 36% atkvæðanna en Verkamannafiokkurinn 35%. I sveitarstjórnarkosningum í maí á síðasta ári fékk Verkamannaflokk- urinn 37% atkvæða en íhaldsflokk- urinn 34%, í sveitarstjórnarkosning- um 1998 fékk íhaldsflokkurinn 33% atkvæða en Verkamannaflokkurinn 38%. í þingkosningunum 1997 fékk Verkamannaflokkurinn 44% at- kvæða en íhaldsflokkurinn 31%. Þrátt fyiir stöðugar vinsældii’ rík- isstjórnarinnar, hefur forysta Verkamannaflokksins sætt vaxandi gagnrýni fyrir stjórnsemi gagnvart flokksmönnum á sveitarstjómarstig- inu. Afskiptasemi af borgarstjómar- kosningunum í London hefur lagst illa í fólk og spá menn því að sér- framboð Ken Livingstone, þing- manns flokksins, muni auka á erfið- leika flokksins í sveitarstjórnar- kosningunum 4. maí nk. Lokið knæpun- um eða... Nairobi. Reuters HÓPUR kvenna stormaði inn á lögreglustöð í Kandara í Kenýa í vikunni og krafðist þess að lögregluþjónar á staðnum lokuðu annaðhvort ólöglegum knæpum, eða nytu með þeim ásta. Dagblaðið People greindi frá því að konurnar hefðu lamað allt atvinnulíf í bænum með mótmælum sínum gegn óhóflegri drykkju karlanna. „Karlar okkar hafa breyst í grænmeti. Þeir fara snemma að heiman á morgnana og koma heim drukknir. Enginn þeirra sinnir kynferðislegum þörfum okkar kvennanna," hafði People eftir einni úr hópnum. Dagblaðið greindi þó ekki frá því hvernig lögreglan brást við kröfum kvennanna um ástaratlot, nýja eigin- menn, eða lokun knæpanna. En konurnar halda því fast fram að fólksfjöldi í bænum sé í rénun vegna þessa. >á fyrsti farinn Við drögum út glæsilegan Toyota bíl í hverri viku! Heppinn þátttakandi vann þennan frábæra Toyota Avensis í fyrsta útdrætti Ekki missa af bíl í næstu viku Eitt sfmtal - og þú getur unnið bíl SímaLottó DAS Hringdu núna! 907 2000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.