Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 3
MORGUNBI.ADH) ÞRIÐÍUDÁGUR 21. MÁRS 2000 8 3 HANDKNATTLEIKUR Valdimar bestur hjá Wuppertal Aðeins fimm leikir voru leiknir í þýska handboltanum um helg- ina vegna keppni í Evrópumótum fé- lagsliða. Lemgo náði sér aftur á strik með góðum útisigri, 26:22, í Wetzlar, þar sem Sigurður Bjarnason og fé- Íagar voru gjörsamlega yfirspilaðir á löngum köflum. Eftir að staðan var 14:6 í leikhléi náði Lemgo 14 marka forystu um miðjan síðari hálfleik, 21:7. Wetzlar náði að bjarga andlit- inu fyrir leikslok. Sigurður Bjarna- son gerði 1 mark fyrir Wetzlar í leiknum. Magdeburg vann öruggan sigur í „íslendingaslagnum" þegar lið Dormagen kom í heimsókn. Magd- egurg vann 26:20 eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 14:9. Ólafur Stefánsson gerði 3 mörk fyrir Magdeburg en Abati var marka- hæstur með 9 mörk, þar af 6 úr víta- kasti. Hjá Dormagen var Héðinn Gilsson markahæstur með 4 mörk en Róbert Sighvatsson var með 3 mörk. Daði Hafþórsson komst ekki á blað hjá Dormagen sem þarna lék í fyrsta skipti eftir að Guðmundur Þ. Guð- mundsson tók alfarið við stjórn þess. Gummersbach gjaldþrota Yoon fór á kostum fyrir Gumm- ersbach gegn Nettelstedt þegar liðin léku á sunnudag í Gummersbach. Hann gerði 13 mörk og ekkert þeirra úr vítakasti. Gummersbach vann öruggan sigur, 31:27. Enn ber- ast fréttir af því að félagið sé algjör- lega á vonarvöl, nú vegna ógreiddra skatta. I Exprcss segir að félagið muni tilkynna gjaldþrot í vikunni, en skuldir þess vegna ógreiddra skatta munu vera yfir 40 milljónir króna. Wuppertal náði óvæntu jafntefli á útivelli gegn Tusem Essen. Leikur- inn var hnífjafn og spennandi og gerði besti maður Wuppertal, Valdi- mar Grímsson, jöfnunarmarkið úr vítakasti þegar leiktíma var lokið. Valdimar gerði 7/3 mörk og var markahæstur hjá Wuppertal, Dagur Sigurðsson gerði 3 mörk, en Patrek- ur Jóhannesson gerði 1 mark fyrir Essen þar sem Jovanovic var marka- hæstur með 7 mörk. Chrischa Hannawald, fyrrum markvörður Wuppertal og nú Essen, átti slakan dag og Ijóst að hann var yfirspennt- ur, enda í fyrsta skipti að koma til Wuppertal eftir að hafa verið rekinn frá félaginu um mitt keppnistímabil. Bogdan Wenta, leikmaður Nettel- stedt, hlaut enn ein meiðslin um helgina. Hann handarbrotnaði illa og þarf að gangast undir skurðaðgerð. Þessi 38 ára leikmaður hefur átt við langvarandi meiðsli á hásin að stríða og nú er spurning hvort ferill hans sé ekki á enda. Göppingen tapaðl Lið Rúnars Sigtryggssonar, Göppingen, fór illa að ráði sínu um helgina þegar liðið tapaði á útivelli gegn Aue í annarri deild þýska handboltans. Aue er í fimmta sæti deildarinnar. Þar með missti Göpp- ingen forystuna í deildinni og hefur Solingen nú eins stigs forskot þegar aðeins sjö umferðir eru eftir. Þetta tap gæti reynst Göppingen afdrifa- ríkt á lokasprettinum en efsta liðið vinnur sér sæti í 1. deild að ári. Rún- ar lék með Göppingen í leiknum, skoraði ekki en var einu sinni rekinn afleikvelli. og Barcelona Yfirburðir Kiel aði 7 mörk, en Nenad Perunicic og Nikolaj Jacobsen gerðu 6 mörk hvor. Gamla brýnið Zlatko Sara- cevic skoraði 7 mörk fyrir Badel. Stefán Arnaldsson og Gunnar Við- arsson dæmdu leikinn. Staðan í hálfleik hjá Barcelona og Celje var 14:14 en Spánverjarn- ir höfðu ótrúlega yfirburði í seinni hálfleik og skoruðu þá 25 mörk gegn 11. Guijosa skoraði 8 mörk fyrir Barcelona og Pajovic 7 fyrir Celje Morgunblaðið/Kristinn Vörn Gróttu/KR var sterk; Kristín Guðmundsdóttir hjá Víkingi á ekki möguleika gegn Ágústu Eddu Bjömsdóttur, Evu Þórðar- dóttur og Eddu Hrönn Kristinsdóttur. Allt stefnir í draumaúrslitaleik um Evrópumeistaratitil karla í handknattleik á milli Kiel og Barcelona. Bæði unnu heimaleiki sína í undanúrslitum meistara- deildar Evrópu með miklum yfir- burðum um helgina. Kiel vann Ba- del Zagreb frá Króatíu, 32:21, i Þýskalandi og Barcelona burstaði Celje Lasko frá Slóveníu, 39:25, á Spáni. Magnus Wislander var atkvæða- mestur hjá Kiel gegn Badel, skor- Vömin brásthjá okkur „VIÐ byijuðum mjög vel en við misstum þetta niður í seinni hálfleiknum. Við spilum ekki nógu góða vörn, við höfum yfir- leitt náð að halda liðunum undir tíu mörkum í hvorum hálfleik en það tókst ekki núna. Við spil- uðum ágætis sóknarleik en það var vömin sem klikkaði í þess- um leik,“ sagði Guðmunda Kristjánsdóttir, leikmaður Vík- ings. En hvað gerist í framleng- ingunni, þið skorið ekki mark í heilar 10 mínútur? „Nei, en Fanney stóð sig mjög vel og við fengum góð færi sem við nýttum okkur ekki og það réð úrslitum í þetta skiptið. Næsti leikur ér á Nes- inu og þá er að duga eða drep- ast. Við ætlum okkur alla leið og til þess að það verði verðum við að vinna þann leik og svo þriðja leikinn hér heima,“ sagði Guðmunda Kristjánsdóttir. „Þú mætir ekki óundirbúin í leik“ „Þetta var alveg frábært. Við náðum geysilegri samstöðu og stóðum vel saman - höfðum trú á því sem enginn annar hafði trú á. Það hefur verið ein- kennandi fyrir okkur í vetur að við byrjum leikina ekki nógu vel, en svo náum við að taka okkur saman í andlitinu og það tókst í dag. Vonandi náum við að breyta þessu fyrir næsta leik, byrja vel og halda því út allan leikinn," sagði Fanney Rúnarsdóttir, markvörður Gróttu/KR. Pið voruð greinilega búnar að lesa Víkingsliðið vel fyrir þennan leik? „Já, að sjálfsögðu. Þegar maður er kominn í fjögurra liða úrslit þá mætir maður ekki óundirbúinn í leik, en það er bara hálfleikur núna. Við skul- um bíða og sjá hvað gerist á þriðjudaginn, vonandi gengur allt vel þá,“ sagði Fanney Rún- arsdóttir. Þrír æfingaleikir í Tékklandi ISLENSKA landsliðið í handknattleik mætir því tékkneska í þremur æfingaleikjum, sem fram fara í Tékklandi 27.-29. maí. Islenski landsliðshópurinn kemur saman 22. maí en þetta verða fyrstu leikir liðsins til undirbúnings fyrir tvo leiki gegn Makedónum, sem ráða úrslitum um hvort lið fær sæti á lokakeppni heimsmeistaramótsins í Frakklandi á næsta ári. Þorbjörn Jensson, þjálfari íslenska liðsins, sagði leikina kærkomna undirbúningsleiki enda Tékkar með sterkt lið, en þeir leika gegn Portúgal um laust sæti á HM. Hann sagði ekki loku fyrir það skotið að íslenska liðið fengi fleiri æfingaleiki fyrir Makedóníuleikina en það væri til skoðunar. Þorbjörn sagði að liðið yrði í tvo daga til við- bótar í Tékklandi áður en haldið yrði til Makedóniu, en fyrri leikur Iiðanna er 3. júní en sá síðari hér á landi 9. júní. mnHBHnBBBOBBBOBmnmnHmErara Fanney hélt hreinu GRÓTTA/KR sigraði deildarmeistara Víkinga, 25:23, á útivelli í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum íslandsmótsins í hand- knattleik á sunnudag. Leikurinn var æsispennandi allt frá byrjun og þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit. Með sigrinum á Grótta/KR nokkuð góða möguleika á að tryggja sér sigur í tveimur leikjum þar sem liðið á mjög sterkan heimavöll sem getur skipt sköpum í úrslitakeppninni. Víkingar komu sterkari inn í fyrri hálfleikinn. Liðið lék hreint stórkostlegan sóknarleik þar sem hvert , ..... glæsimarkið af öðru Hhriksðóttir var sett eftir fra- skrifar bærar leikfléttur. Víkingar uppskáru eins og til var sáð og náðu fjögurra marka forskoti um miðjan hálfleik- inn. Kristín Guðmundsdóttir, Heið- rún Guðmundsdóttir og Guðmunda Kristjánsdóttir fóru fremstar í flokki Víkinga sem sýndu sannkall- aða meistaratakta í fyrri hálfleikn- um. Grótta/KR var í einhverjum vandræðum í upphafi leiks, Gunnar Gunnarsson þjálfari þeirra gerði breytingar á liði sínu, setti t.d. Ágústu Eddu í vinstra horn en þessar breytingar skiluðu ekki til- ætluðum árangri. Þá var eins og Alla Gorkorian hefði engan áhuga á því að taka þátt í leiknum - var ekki samkvæm sjálfri sér í fyrri hálfleiknum og það munar um minna í liði Gróttu/KR þegar slikt ástand varir. Það var hins vegar markvörður Gróttu/KR, Fanney Rúnarsdóttir, sem hélt félögum sínum á floti í fyrri hálfleik og þeg- ar upp var staðið munaði aðeins tveimur mörkum á liðunum í leik- hléi, 13:11. SðKNARNÝTING Fyrsti leikur liðanna í undanúrslitum, leikinn í Víkinni 20. mars 2000 il Víkingur Grótta/KR Mörk Sóknir % } Mörk Sóknir % 13 27 48 F.h 11 26 42 10 23 43 S.h 12 24 50 0 4 0 Framl. 2 5 40 23 58 40 Alls 25 59 42 4 Langskot 9 2 Gegnumbrot 3 5 Hraðaupphlaup 2 4 Horn 5 4 Lína 2 4 Víti 4 Gunnar, þjálfari Gróttu/KR, hef- ur örugglega haldið góða ræðu yfir sínum stúlkum í leikhléinu því það var allt annað og betur stemmt lið sem mætti til leiks í síðari hálfleik- inn. Vörnin fór að sækja framar á völlinn og náði að stoppa Víkinga í að taka kerfin sín og Ágústa Edda Björnsdóttir átti frábæran leik í sókninni. Sóknartilburðir Víkinga sem voru svo glæsilegir í fyrri hálfleiknum urðu flausturslegir og ráðleysislegir í þeim seinni og Grótta/KR gekk á lagið. Liðið jafn- aði snemma í hálfleiknum og komst yfir 21:22 þegar fimm mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. En Víkingar jöfnuðu fyrir leikslok svo framlengja þurfti leikinn. Framlengingin var hrein eign Fanneyjar Rúnarsdóttur í marki Gróttu/KR. Hún varði þau sex skot sem þá komu á markið, þar á með- al vítakast, en Helga Torfadóttir, markvörður Víkings, náði aðeins að verja eitt skot, Grótta/KR skoraði tvívegis og fagnaði sanngjörnum sigri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.