Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR skoraði sjö mörk fyrir Eyjamenn EYJAMENN virðast hafa fundið nýjan markaskorara í knattspyrn- unni. Bjarni Geir Viðarsson, tvítug- ur piltur sem hefur að mestu vermt varamannabekkinn hjá IBV undan- farin tvö ár, skoraði 7 mörk fyrir lið- ið í tveimur leikjum í deildabikarn- um í Reykjaneshöll um helgina. Fyrst gerði hann tvö mörk í 4:2 sigri á Leikni úr Reykjavík og síðan skor- aði Bjarni 5 mörk í stórsigri, 11:1, á Bruna frá Akranesi. Ovæntustu úrslit helgarinnar voru sigur Tindastóls, nýliðanna í 1. deildinni, á úrvalsdeildarliði Fram, 3:1. Þá vann 1. deildarlið Dalvíkur góðan sigur á úrvalsdeildarliði Fylkis, 2:1. Breiðablik komst í hann krappan gegn 1. deildarliði KA, sem var 5:2 yfir í hálfleik. Blikum tókst að snúa við blaðinu í seinni hálfleik og sigr- uðu, 6:5. Það vakti athygli að liðin úr Eyja- firði komu öll suður um helgina og spiluðu í deildabikarnum, sem og ÍBV og KFS frá Vestmannaeyjum. Á sama tíma var umferð í handbolt- anum frestað tvívegis um helgina vegna þess að ekki var hægt að fara til Akureyrar og Vestmannaeyja. Sigurbjöm afar óheppinn SIGURBJÖRN Hreiðarsson, knattspymumaður úr Val sem gekk til Iiðs við sænska úrvalsdeildarliðið Trelleborg í vetur, hefur verið afar óheppinn með meiðsli. Sigur- bjöm meiddist í fyrsta æf- ingaleik tímabilsins, gegn FC Kaupmannahöfn, þegar leik- maður danska liðsins braut illa á honum. Eftir nokkurra vikna fjarveru átti Sigur- bjöm að leika æfingaleik með Trelleborg gegn Elfs- borg um helgina en meiðslin tóku sig upp að nýju. Trelle- borg mætir Guðmundi Ben- ediktssyni og félögum í Geel í æfingaleik í Belgíu í dag og Sigurbjöm missir nær ömgg- Iegaaf þeim leik. Ömar lánaður ÓMAR Jóhannsson, ungl- ingalandsliðsmarkvörður í knattspyrnu, hefur verið lánaður frá Malmö FF í Svíþjóð til 3. deildarliðsins Bunkeflo, sem einnig er frá Malmö, og leikur með því á komandi tímabili. Ómar er nýorðinn 19 ára og hefur spilað með ungl- ingaliðum Malmö undan- farin ár og af og til verið varamarkvörður aðal- liðsins. Hann er á samningi við Malmö FF fram í jan- úar á næsta ári en forráða- menn félagsins vildu að hann fengi aukna reynslu með því að spila í 3. deild- inni. Maastricht vill kaupa Jóhannes JÓHANNES Karl Guðjónssyni, sem hefúr leikið með MW Maastricht í hollensku úrvals- deildinni að undanfömu, hefur verið boðin samningur hjá MVV til ársins 2003. Að sögn Jóhann- esar er þetta mjög góður samn- ingur og reiknar hann með að skrifa undir fljótlega. MW á einungis eftir að semja um kaupverðið við Genk, þar sem Jóhannes hefur verið á Iáns- samningi frá belgíska liðinu. Jóhannes Karl skoraði sitt fjórða mark fyrir MW á laug- ardaginn. Hann skoraði strax á 2. mínútu þegar MW sótti Heerenveen heim en lið hans mátti þó sætta sig við ósigur, 3:1. MW er þar með áfram í þriðja neðsta sætinu og verði það niðurstaðan þarf Iiðið að leika aukaleiki í vor um áfram- haldandi sæti í deildinni. Valsmenn silja eftir KA-menn tryggðu sér 2. sætið í deildinni með því að sigra Val 26:23 á Akureyri í gær og þar með mistókst Valsmönnum að krækja sér í sæti í úrslita- keppninni en þeir hefðu þurft sigurtil að komast upp fyrir HK. Þessi fornfrægí hand- boltarisi situr því eftir með sárt ennið í 9. sæti deildarinnar en KA mun etja kappi við FH í úr- slitakeppninni. Má búast við að róður norðanmanna geti orðið þungur, ekki síst í Ijósi þess að sjúkralisti liðsins lengist óðum. Leikir KA og Vals undanfarin ár hafa verið háspennuleikir í hæsta flokki en þessi leikur var að- eins veikt bergmál af ,, . , slíkum viðureignum. StefánÞór , u ■ Sæmundsson Sjaldan eða aldrei skrifar hafa KA-menn sýnt nöturlegri tilþrif en í fyrri hálfleik í þessum leik. Sóknar- leikur liðsins var gjörsamlega í mol- um. KA-menn skoruðu aðeins 4 mörk úr hefðbundnum sóknaratriðum og 6 mörk af vítalínunni. Valur var yfir í leikhléi, 12:10, en þá stöðu mega þeir þakka Markúsi Mána Michaelssyni sem skoraði 9 af þessum 12 mörkum. Þá var frammistaða Axels Stefáns- sonar bærileg í markinu. Bæði liðin urðu fyrir áfalli snemma leiks. Heimir Amason, sem hefur verið besti maður KA að undanförnu, meiddist á hendi á 2. mínútu en lék þó lungann úr hálfleiknum. í leikhléi var honum kippt úr umferð, enda brákaður eða brotinn. Geir Sveins- son, þjálfari Vals, fékk rautt spjald á 5. mínútu fyrir að gefa Þorvaldi Þor- valdssyni olnbogaskot. í seinni hálfleik mættu heima- menn til leiks með gamla brýnið Er- ling Kristjánsson í skyttustöðu hægra megin og hornamanninn Guð- jón Val Sigurðsson vinstra megin. Hörður Flóki kom í markið í stað Reynis Þórs og smám saman færðist líf í leik KA og gamalkunnug bros tóku sig upp. Leikurinn var í jámum allt þar til tæpar 10 mínútur vom eft- ir. Staðan var þá 20:20. Valsmenn vom komnir í þrot. Markús Máni var í gæslu og mikill hringlandaháttur á hægri vængnum, enda kom ekkert út úr örvhentu skyttunum. Skemmst er frá þvi að segja að þeir Guðjón Valur og Hörður Flóki kláraðu dæmið fyrir KA og Sævar Ámason veitti þeim góða aðstoð. Nokkuð sannfærandi sigur í höfn, 26:23. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 8 mörk fyrir KA, öll í seinni hálfleik, og var besti maður liðsins. Markús Máni skaraði fram úr hjá Val og skoraði bróðurpartinn af mörkum liðsins eða 13 talsins. Þegar á heildina er litið var þetta afar slakur leikur en ekki laus við spennu. Segja má að þetta hafi verið leikur vítaskotanna. Alls vora 17 víti dæmd og uppskeran 14 mörk af vítalínunni, þar af 9 hjá KA. KA-menn gætu séð fram á vand- ræði í úrslitakeppninni. Þeir sendu Bo Stage frá sér í bráðræði. Halldór Sig- fússon er úr leik. Lars Walther hefur ekki náð sér á strik. Heimir Ámason gæti verið handarbrotinn. Geir Aðal- steinsson er meiddur. Jónatan Magn- ússon fékk skurð á höfuðið í þessum leik en lætur það þó varla á sig fá. Lið- ið þarf sárlega á Heimi að halda því þótt Erlingur hafi staðið sig ágætlega í gær er brýn þörf fyrir meiri skyttu þegar á hólminn er komið. „Þetta er vissulega annað en við Morgunblaðið/Bjöm Gíslason Geir Sveinsson, þjálfari Vals, niðurlútur á meðal áhorfenda. - L v > wiji J WkjA w'"~ V stefndum að,“ sagði Júlíus Jónasson, fyrirliði Vals, þegar ljóst varð að liðið kæmist ekki í úrslitakeppnina. „Þró- unin hjá okkur var mjög óhagstæð eftir áramótin og margir leikir sem töpuðust á síðustu mínútunum eða sekúndunum í tómum fíflaskap. Við misstum ekki af sætinu í kvöld. Þetta var hörkuleikur og sigurinn hefði getað orðið okkar. Þrátt fyrir von- brigðin get ég ekki annað en sagt að framtíðin sé björt hjá félaginu því það era margir ungir og efnilegir strákar í liðinu,“ sagði Júlíus. Spenna í Strandgötu ivar Benediktsson skrifar Gríðarleg spenna ríkti meðal leik- manna og stuðningsmanna HK í leikslok í íþróttahúsinu við Strand- götu í Hafnarfirði. Liðið hafði tapað fyr- ir Haukum, 26:23, en eigi að síður var möguleiki á að kom- ast í 8-liða úrslit, tapaði Valur fyrir KA. Biðin var erfið, mínútumar virt- ust aldrei ætla að líða í leiknum á Ak- ureyri, sem einhverra hluta vegna tafðist umfram aðra leiki. „KA er yf- ir,“ hvísluðu þeir stuðningsmenn HK sem höfðu útvarpstæki með í for. Og loks var flautað af á Akureyri og stað- reyndin lá á borðinu; HK komst áfram. Fögnuðu stuðningsmenn og leikmenn HK ákaft, liðið var komið í átta liða úrslit, og líkt og í fyrra er andstæðingurinn deildarmeistarar Aftureldingar. „Það er alltaf skemmilegra að komast áfram og fá að spila meira,“ sagði glaðbeittur aðstoðarþjálfari HK, Páll Ólafsson. Hann var einn þeirra sem biðu með óþreyju úrslit- anna á Akureyri. „Ég hafði spáð því að Valur ynni KA, en sem betur fer rættist það ekki,“ sagði Páll er hann fagnaði samherjum sínum. „Úr því við komumst þessa leið í úrslitin ætla ég að vona að við leikum betur en að þessu sinni gegn Hauk- um. Ég bara trúi ekki öðru en menn hafi manndóm í sér til þess,“ bætti Páll við og var allt annað en sáttur við leik HK gegn Haukum, einkum síð- asta stundarfjórðunginn. „Mér fannst við hafa framkvæðið lengst af en þegar líða tók á urðum við hrædd- ir, hættum að sækja að markinu, Magnús tók að veija í Haukamark- inu. Um leið misstum við grimmdina í vöminni. Þetta þarf að lagast og ég er viss um að mínir menn vilja stríða Aftureldingu líkt og í fyrra,“ sagði Páll Ólafsson og gekk glaður í bragði út í snjókomuna fyrir utan íþrótta- húsið í Strandgötu. HK byrjaði leikinn betur, komst í 5:1 og virtist hafa öll ráð í hendi sér. Haukar gáfust ekki upp, bættu sókn- arleikinn og urðu afslappaðri í vöm- inni. Það bar þann árangur að fyrir leikhlé hafði Haukum tekist að jafna, 11:11. HK byijaði mun betur í síðari hálf- leik en í þeim fyrri og var það einkum að þakka góðri markvörslu Hlyns Jó- hannessonar. HK tókst hins vegar ekki að fylgja þessu eftir og eftir að hafa náð þriggja marka forskoti, 17:14, hætti liðið að leika sem heild. Þess í stað snerist leikur Kópavogs- búa meira og minna um Sigurð Sveinsson, en hann var aðeins skugg- inn af sjálfum sér. Á stuttum tíma snera Haukar leiknum sér í hag með öguðum sóknarleik og frábærri markvörslu Magnúsar Sigmundsson- ar. Hann fór mikinn í síðari hálfleik og varði alls 29 skot í leiknum, þar af 3 vítaköst. Haukar fógnuðu verð- skulduðum sigri, fjórða sæti í deild- inni og heimaleikjarrétti gegn IBV í 8-liða úrslitum. Dýrt stig í súginn hjá FH-ingum Það má með sanni segja að það hafi verið dýrt fyrir FH-inga að ná ekki báðum stigunum er þeir mættu Víkingum í Víkinni í síðustu umferð 1. deildar karla í handknatt- leik. Leiknum lauk með 19:19-jafntefli, sem þýðir að Skúli Unnar Sveinsson skrifar FH mætir KA á Akureyri í átta liða úrslitum en hefði með sigri mætt Fram. Hvort liðið þeir hefðu fremur kosið er ekki gott að segja til um, en það er alltént dýrara að fara til Ak- ureyrar en í Safamýrina. Það voru ekki margir sem lögðu leið sína í Víkina til að fylgjast með leiknum og þeir sem mættu hafa ör- ugglega oft skemmt sér betur á handboltaleik. Leikurinn var þó spennandi því mestur varð munur- inn þrjú mörk er Víkingur var 15:12 yfir þegar 10 mínútur vora liðnar af síðari hálfleik. En það dugði liðinu ekki og ekki heldur þegar það komst í 17:15 er tíu mínútur vora eftir og það vora heimamenn sem gerðu síðasta mark leiksins og náðu þar með í annað stigið. FH-ingar höfðu framkvæðið lengst af fyrri hálfleik en Víkingar tóku síðan við í síðari hálfleik og voru á undan allt þar til á lokamín- útunum. Þær voru mjög skrautleg- ar og minntu stundum frekar á blak en handbolta því svo virtist sem hvort lið hefði aðeins þrjár snerting- ar, slíkur var hamagangurinn. Menn virðast seint ætla að læra að það er aðeins hægt að gera eitt mark í einu, sama hvað menn flýta sér mikið. Markverðir liðanna voru lengst- um í aðalhlutverkum, Magnús Árnason hélt FH á floti í fyrri hálf- leik og Hlynur Morthens varði vel, oft maður á móti manni. Af öðram leikmönnum má nefna Þröst Helgason hjá Víkingum, hann gerði nokkur falleg mörk, og hinum megin gerði Knútur Sigurðsson einnig falleg mörk. Það á þó við þá báða að þeir mega gera meira af því að stökkva upp, hátt upp, því það geta þeir, og skjóta yfir varnir mót- herjanna. Valur Arnarson kom sprækur inn á hjá FH í síðari hálfleik, gerði tvö falleg mörk og fékk að auki vítakast en fór síðan að skjóta í tíma og ótíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.