Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 B 7 SUND Mikið ævintýri að koma til íslands „VIÐBRIGÐIN voru rosaleg að koma til íslands. Það var komið vor heima á Ítalíu og blóm voru farin að springa út. Það voru því miklar andstæður að koma í veðráttuna hér. Þetta er búið að vera mikið ævintýri og skemmtileg reynsla," sagði Flora Christina Montagni frá Ítalíu, sem var meðal keppenda á Meistaramótinu. Flora keppti fyrir KR en markmið hennar er að ná lágmörkum fyr- ir Olympíuleikana og keppa þar fyrir Islands hönd. Móð- Eftjr ir Floru er íslensk, Bjöm Hjördís Hauksdótt- Blöndal ir, sem hingað var komin með dóttur sinni en hún hefur búið á Ítalíu ásamt manni sínum í 20 ár. Hjördís sagi að Flora ætti þann draum stærstan að keppa fyrir ísland og á öllum mótum sem hún tæki þátt í bæri hún íslenska fána, ýmist á sundhettu eða bol. „Það var faðir hennar sem hefur hvað mest hvatt hana til dáða og hann vildi að Fora keppti fyrir Island. Þetta hefur verið töluvert mál en hún er nú komin með tvöfalt ríkisfang sem gerir henni kleift að keppa á mótum sem íslendingur," sagði Hjör- dís móðir Floru. „Við mæðgur erum öllum þeim sem hafa stutt okkur í þessa ferð ákaflega þakklát. KR-ing- um fyrir alla þá hjálp og stuðning sem þeir hafa veitt okkur og einnig Heild- verslun Ingvars Karlssonar, sem greiddi götu Floru til íslands og gerði þessa ferð að veruleika,“ sagði Hjör- dís Hauksdóttir ennfremm-. Sérgreinar Floru Christinu eru 200 og 400 m fjórsund og sigraði hún í þeim greinum með talsverðum yfir- burðum á mótinu. Hún ætlai’ að reyna við lágmörkin næst á móti í Torini, síðan í Róm og loks mun hún koma til móts við íslenska landsliðið í Frakklandi. Morgunblaðið/Björn Blöndal Mæðgurnar Flora Christina Montagni og Hjördís Hauksdóttir voru sérlega ánægðar með íslandsferðina. Unnu ferð til Lundúna í lokahófi íslandsmeist- aramótsins voru veittar viðurkenningar fyrir ýmis afrek sem unnin voru á inótinu. Jakob Jóhann ÍSveinsson, Ægi, og Kol- brún Ýr Kristjánsdóttir, ÍA, unnu hvort um sig farmiða til Lundúna og heim aftur fyrir tvö stiga- hæstu sund mótsins. Jakob fékk samtals 1.633 stig fyrir 100 og 200 m bringu- sund og Kolbrún 1.764 stig fyrir 50 m baksund og 50 m flugsund. Þá var einnig veittur bikar fyrir stigaliæstu sund í karla- og kvenna- flokki. Þá unnu Hjalti Guðmundsson, SH, fyrir 100 m bringusund og Kol- bi-ún fyrir 200 m baksund. Einnig var kunngjört hvert væri efnilegasta sundfólk mótsins, en það er valið úr hópi þeirra sem eru að keppa annað árið í röð á mótinu. Fyrir valinu urðu Heiðar Ingi Marinós- spn, Vestra, og Berglind Ósk Bárðardóttir, SH. FIMM sundmenn náðu lágmarki til þátttöku á Norðurlanda- meistaramótinu, sem fram fer næsta vetur, á íslandsmeistaramót- inu í sundlaug Keflavíkurflugvallar. Guðgeir Guðmundsson, IA, náði lágmarkinu í 200 m flugsundi er hann kom í mark á 2.09,96 mínút- um, en lágmarkið er 2.10,00. Hafdís Erla Hafsteinsdóttir, Ægi, vann sér inn þátttökurétt á NM með því að synda 50 m bringusund á 35,36 sek- úndum og vera 14/100 úr sekúndu undir lágmarkinu. Anja Ríkey Ja- kobsdóttir, SH, synti 200 m baks- und á 2.25,83 mínútum og var einn- ig 14/100 úr sekúndu undir lágmarkinu. Berglind Ósk Bárðar- dóttir, SH, vann sér inn farseðil á NM með því að synda 200 m bring- usund á 2.38,72 en lágmarkið er 2.40,00. Þá vann Elva Björk Mar- geirsdóttir, Keflavík, ser einnig inn keppnisrétt á NM unglinga er hún synti 200 m flugsund á 2.28,28 en lágmarkið er 2.31,00. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Þau tryggðu sér þátttökurétt á Norðurlandamóti unglinga. Frá vinstri til hægri eru: Guðgeir Guðmundsson ÍA, Hafdís Erla Hafsteins- dóttir Ægi, Elva Björk Margeirsdóttir Keflavík, Anja Ríkey Jakobsdóttir SH og Berglind Ósk Bárðardóttir SH. Formúla 1 Silverstone Einstök ferð fyrir áhugafólk um kappakstur og kappakstursbíla www.samvjnn.ls á mann f tvíbýli á fjögurra stjörnu hóteli. Innifaliö: Flug, skattar, gisting meö morgunveröi, akstur til og frá flugvelli erlendis, miði á aðalkeppnisdaginn, akstur til og frá keppni á sunnudeginum og fararstjórn. Samvinnuferðir Landsýn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.