Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ KÖRFUKNATTLEIKUR Keflavík mætir KR Sigurinn var fremur öruggur og gefur hann stúlkunum góðan byr fyrir komandi átök í úrslitunum. Keflavíkurliðið byrjaði leikinn bet- Bjarnason w og komst í 0:4, en skrifar stúdínur voru ekki á því að hleypa gestunum fram úr sér og tókst með góðri baráttu að halda muninum í tveimur til fjórum stigum allt þar til vel var liðið á fyrri hálfleikinn. Þá tók Kefiavík að síga fram úr og þegar flautað var tii hálfleiks höfðu þær náð 10 stiga forystu, 31:41. Þetta góða forskot létu Keflavíkurstúlkur ekki af hendi í síðari hálfleik og með öruggri spilamennsku og sterkri vörn juku þær stöðugt muninn; loka- tölur 58:78; öruggur sigur og sæti í úrslitunum í höfn. „Þetta var ströggl í byrjun. Við settum pressu á þær sem tókst ekki alveg til að byrja með. Síðan kom þetta smám saman. Nú er bara stefnan sett á að taka þetta í úrslit- unum,“ sagði Kristinn Einarsson, þjálfari Keflavíkur, eftir leikinn. Bestar í liði Keflavíkur voru Anna María Sveinsdóttir, sem var sérlega atkvæðamikil í fyrri hálfleik, og Christy Cogley, sem átti góða spretti. í liði IS voru Kristjana B. Magn- úsdóttir og Stella Rún Kristjáns- dóttir atkvæðamestar. Morgunblaðið/Bjöm Gíslason Maurice Spillers, leikmaður Þórs, er ekki á þeim buxunum að sleppa Stais Boseman, leikmanni Hauka, fram hjá sér. Morgunblaðið/Kristínn Christy Cogley, leikmaður Keflavíkurliðsins. Kraftur Þórsara sló Hauka út af laginu ÞÓRSARAR unnu verðskuldaðan sigur á Haukum í íþróttahöllinni á Akureyri sl. sunnudagskvöld og jöfnuðu þar með metin í viðureign liðanna í úrslitakeppninni. Það ræðst síðan í Hafnarfirði í kvöld hvort liðið kemst áfram í undanúrslit og ætla bæði liðin sér sigur. Haukar höfðu betur í fyrsta leiknum eftirframlengingu en nú unnu Þórsarar 88:79 í stórskemmtilegum leik. Þetta var fyrsti sigur liðs- ins í úrslitakeppninni í körfuknattleik og aðeins í annað sinn sem liðið kemst í þá keppni. ikil stemmning var á Akureyri loks þegar leikurinn hófst á tíunda tímanum. Flug hafði ekki gengið sem skyldi og því urðu þessar taf- ir. Leikmenn virtust óstyrkir í byrjun en hristu úr sér hroll- inn og fóru að hitta ágætlega. Leik- Stefán Þór Sæmundsson skrifar urinn var jafn þar til staðan var 25:26 en þá skoruðu heimamenn 11 stig í röð og héldu 10 stiga forskoti fram í leikhlé, 43:33. Krafturinn í Þórsurum virtist slá Hauka nokkuð út af laginu. Þeir réðu lítt við Maurice Spillers og Óðin Ás- geirsson og sóknarmenn þeirra mættu iðulega ofjörlum sínum í vörn Þórs. Það var helst Guðmundur Bragason sem gat hrist upp í Þór- svöminni. Og Þórsarar héldu upp- teknum hætti í byrjun seinni hálf- leiks og komust í 50:34 áður en Haukar fóru að pressa. Herbragðið virtist ætla að heppnast, staðan breyttist í 53:51, en lengra komust Haukar ekki. Þórsarar fundu svar og höfðu þægilega forystu það sem eftir lifði leiks. Ekkert þýddi fyrir Hauka að brjóta af sér í lokin. Þeir uppskáru ásetningsvillur og hittni Þórsara á vítalínunni var einstaklega góð og sigur þeirra ekki í neinni stórhættu. Varla þarf að taka fram að ekki skiptir máli í úrslitakeppninni þótt Haukar hafi lent í 2. sæti í deildinni Hvergerðingar ánægðir HAMARSMENN úr Hveragerði luku þátttöku sinni í úrvalsdeildinni í körfuknattleik á laugardaginn er liðið tapaði öðru sinni fyrir deild- armeisturum Njarðvíkinga í átta liða úrslitum deildarinnar. Heima- menn voru lengstum yfir, en ekki þegar flautað var til leiksloka en það eru þær tölur sem skipta máli. |jarðvíkingar unnu Hamar nokk- uð stórt í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitunum og greinilegt var strax í upphafi síðari leiksins að Hvergerðingar ætluðu ekki að láta það endurtaka sig. Hamar byrjaði af krafti og hafði undirtökin allan fyrri hálfleikinn og munaði þar miklu um góðan leik Brandons Titus sem skor- aði grimmt. Leikurinn minnti um margt á fyrri leik liðanna í deildarkeppninni er þau áttust við í Hveragerði. Heimamenn voru yfir allt þar til í lokin að Njarðvíkingar komust yfir og voru yfir þegar lokaflautið gall. Svekkjandi fyrir heimamenn en að sama skapi ánægjulegt fyrir gestina. Hamar var yfir allt þar til um þrjár mínútur voru til leiksloka, sjö stigum yfir í leikhléi en gestunum tókst að minnka muninn strax eftir hlé og hann hélst 2-4 stig allt þar til rétt í lokin. „Við erum sáttir og ánægðir með veturinn. Nú eru menn bara komnir í sumarfrí þó veðráttan bendi ekki til þess að sumarið sé á næsta leiti,“ sagði Lárus Ingi Friðfinnsson, for- maður körfuknattleiksdeildar Ham- ars við Morgunblaðið. „Við lögðum af stað í haust með það fyrir augum að halda okkur í deildinni. Það tókst og síðan fengum við þennan fína bónus með því að komast í átta liða úrslitin þannig að við erum voðalega sáttir við allt og alla,“ sagði Lárus Ingi og bætti því við að nú yrði farið í að ganga frá leikmannamálum fyrir næsta vetur og eins að athuga með þjálfara en Hvergerðingar eru mjög ánægðir með störf Péturs Ingvarssonar og ekki ólíklegt að þeir ræði fyrst við hann. Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkinga, sagðist ánægður með sigurinn í Hveragerði. „Þetta var hörkuleikur eins og við bjuggumst við. Við ræddum það vel fyrir leik að vanmeta þá ekki þrátt fyrir stórsig- ur í fyrri leiknum. En ég geri ráð fyrir að þrátt fyrir slíkt sé alltaf eitt- hvað í undirvitundinni sem bendir mönnum á að fari allt á versta veg sé einn heimaleikur eftir til að bjarga málunum. Það virtist lengi vel sem við þyrft- um á þeim leik að halda. Við fengum allt of mörg stig á okkur í fyrri hálf- leik og ræddum um það í leikhléi að það lið sem næði upp betri vörn eftir hlé myndi sigra. Við skiptumst á um að leika svæðisvörn og maður á mann og það virtist rugla þá aðeins í ríminu þannig að okkur tókst að hægja á þeim. Við fengum aðeins 23 stig á okkur í síðari hálfleik á móti 57 í þeim fyrri,“ sagði Friðrik Ingi. Njarðvíkingar hittu illa í leiknum og sem dæmi um það nægir að benda á vítanýtinguna sem var aðeins 43% og Teitur Örlygsson skoraði til dæmis bara úr fjórum af 10 vítaskot- um sínum, sem teljast tíðindi á þeim bæ. Fráköstin ráða oft miklu um gang leikja og þar höfðu gestimir mikla yfirburði, náðu 41 slíku á með- an heimamenn náðu 25. Frirðik Stef- ánsson tók 14 fráköst fyrir Njarðvík. en Þórsarar í 7. sæti; hér gilda önnur lögmál en í deildinni. Að auki hafa Þórsarar verið í mikilli sókn seinni hluta móts og eru nú orðnir verulega skeinuhættir. Spillers og Óðinn voru sterkir að vanda, Einar Örn átti mjög góðan leik í sókn og vöm og Sigurður var skæður í sókninni. Leikmenn liðsins tóku mun fleiri frá- köst en leikmenn gestanna og vora yfirleitt grimmari í öllum aðgerðum. Hjá Haukum stóðu Guðmundur Bragason og Jón Amar Ingvarsson upp úr. Öhætt er að lofa hörkurimmu í oddaleiknum, a.m.k. ef marka má það sem á undan er gengið. Þetta era tvö skemmtileg lið og spurning hvort hungur og ákafi hinna ungu Þórsara bítur á reynslu og styrk Haukanna. Þeir unnu heimavinnuna Bragi Magnússon, leikmaður Hauka, sagðist ekki vilja nota það sem afsökun en engu að síður hefði það haft sín áhrif að leikmenn þurftu að bíða í eina og hálfa klukkustund á Reykjavíkurflugvelli og fengu síðan aðeins hálftíma í upphitun. „Það var hins vegar ljóst að Þórsarar höfðu unnið heimavinnuna sína. Við tókum þá á pressunni í fyrsta leiknum en þeir fundu svar við henni núna. Þetta verður upp á líf og dauða í síðasta leiknum. Við eram að spila við jafn- ingja þar sem Þórsarar eru en við ætlum okkur sigur,“ sagði Bragi. Ágúst Guðmundsson, þjálfari Þórs, var himinlifandi með fyrsta sigur liðsins í úrslitakeppni. „Við voram búnir að undirbúa okkur vel fyrir fyrsta leikinn en Haukamir komu með svæðispressu sem olli okkur erfiðleikum. Þeir reyndu þetta aftur núna en við leystum málið vandræðalaust. Haukamir eru ekki að sýna neitt nýtt í körfuboltanum og við ætlum að vinna þá aftur,“ sagði Ágúst og kvað hungrið enn til staðar hjá Þórsuram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.