Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ 12 B ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 4 KNATTSPYRNA Brasilíumaðurinn Giovane Elber á hér í höggi við Dariusz Wosz og Michael Hartmann á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Eyjólfur Sverrisson er á ferðinni til vinstri. Amar jafnaöi fýrir Stoke ARNAR Gunnlaugsson skor- aði sitt fyrsta mark fyrir Stoke City í ensku 2. deildinni á laugardaginn. Það dugði þó aðeins til jafnteflis á heima- velli gegn Wyconibe Wander- ers, 1:1, og Stoke datt niður í áttunda sæti deildarinnar. Arnar gerði markið úr vítaspyrnu á 54. mínútu eftir að leikmaður gestanna hand- lék boltann. Wycombe hafði náð forystunni, gegn gangi leiksins, á 23. mínútu. Þung sókn Stoke bar ekki árangur en Peter Thorne var næst því að skora sigurmarkið þegar hann skaut í innanverða stöngina. Brynjar Björn Gunnarsson lék allan leikinn með Stoke og Bjarni Guðjónsson síðari hálfleikinn. Arnar fór af velli 8 mínútum fyrir leikslok en hann fékk gula spjaldið í fyrri hálfleik þegar dómarinn taldi að hann hefði verið að reyna að fiska vítaspymu. Flest hin liðin í toppbarátt- unni fögnuðu sigri um helg- ina þannig að möguleikar Stoke á að komast í úrslita- keppnina minnkuðu við þetta jafntefli. Elber var tekinn í bóndabeygju í Berlín Eyjólfur Sverrisson háði harða glímu við Brasilíumanninn sókndjarfa Giovane Elber, þegar Hertha Berlin og Bayern Munchen * áttust við á Olympíuleikvanginum í Berlín um helgina. Pétur Blöndal fylgdist með átökunum og spjallaði stuttlega við þjálfara liðanna. Uppselt er á Ólympíuleikvang- inn í Berlín. 75 þúsund áhorf- endur eru mættir til að fylgjast með viðureign Herthu Berlin og þýsku meistaranna Bayern Múnchen. Flestir eru vitaskuld á bandi heimaliðsins Herthu og bróðurpartur stúkunnar er blár og hvítur yflrlitum; það lætur hátt í Þjóðverjunum sem syngja hvatn- ingarsöngva, veifa fánum, þar á meðal þeim íslenska, og kneyfa öl. Þvert ofan í spár þýskra fjöl- miðla hefur Eyjólfur Sverrisson verið færður til í vörninni og spilar í stöðu miðvarðar. Þjálfarinn Jur- gen Röber sagði það sennilegt daginn áður í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins að Eyjólfur fengi það erfiða hlutverk að passa upp á brasilíska sóknarmanninn Giovane Elber. Það á eftir sýna sig að mest mæðir á Eyjólfi að stöðva Elber, þótt það lendi einnig á öðr- um varnarmönnum Herthu. Elber hundfúll Fyrir leikinn er ljóst að erfitt verður fyrir Herthu að halda aftur af stjörnum prýddu liði Bayern, sem er efst í þýsku úrvalsdeildinni og nýbúið að valta yfir Real Madr- id í meistaradeildinni. Það kemur á daginn, sem Röber hafði spáð fyrir leikinn, að Bayern leggur mest upp úr því að sækja hratt fram, með Stefán Effenberg og "j'ens Jeremias í leiðtogahlutverk- um, og reyna síðan að koma bolt- anum á Elber. Það er því ekki laust við að spennu gæti hjá blaðamanni þegar slagurinn hefst. Þegar á upphafs- mínútunum skallar Eyjólfur frá eftir fyrirgjöf á Elber og á þeirri vjöundu stöðvar hann stungusend- íngu á Elber. Það lfða því níu mín- útur áður en Elber kemur í fyrsta skipti við knöttinn og á misheppn- aða hælsendingu. Á fjórtándu mín- útu verða mistök í vörn Herthu til þess að Eyjólfur lendir í kapp- hlaupi við Elber um knöttinn og nær naumlega að skalla knöttinn til markmannsins, Gabors Kiralys. Elber færir sig út á kantinn í næstu sókn, fær boltann þar á nítj- ándu mínútu og sendir fyrirgjöf sem Eyjólfur skallar frá. Fjórum mínútum síðar verða ýfingar á milli Eyjólfs og Elbers þegar bolt- inn er víðs fjarri. Elber gefur Eyj- ólfí olnbogaskot og er greinilega orðinn hundfúll á því að verða ekk- ert ágengt. Ekki er að sjá að Eyj- ólfur kippi sér upp við það. Eyjólfur tekur til í vörninni Þrátt fyrir að Hertha hafí verið sterkari aðilinn kemst Bayern yfir á þrítugustu mínútu með fallegu langskoti frá dugnaðarforkinum Jeremias, sem virðist ætla að fylla vel upp í skarð Lothar Mattheus með því að binda saman vörn meistaranna og storma fram völl- inn þegar færi gefst. Leikurinn er í járnum. Eyjólfur hreinsar í horn eftir stungusendingu á 34. mínútu og tveim mínútum síðar klifrar hann í orðsins fyllstu merkingu upp á Elber til að skalla frá. Dæmd er aukaspyrna og enn hreinsar Eyjólfur frá með skalla. Elber kemur fyrsta skoti sínu á markið á 44. mínútu. Hann skýtur laflaust aftur fyrir sig úr vonlausri stöðu, enda Eyjólfur í bakinu á honum. Eftir það dregur hann sig úr gæslu Eyjólfs út á kant. Það ber næstum árangur því eftir harða sókn Bayern fær hann fyrir- gjöf og nær skalla á markið sem er varinn; hans eina færi í fyrri hálf- leik. Síðari hálfleikur byrjar með þrumuskoti frá Mehmet Scholl sem brotnar á Eyjólfi. Jolly Sverr- isson, eins og stuðningsmenn Herthu kalla hann, er síðan í fremstu víglínu á 15. mínútu og nær háu skoti á markið úr þröngri stöðu sem Kahn ver auðveldlega. Skömmu síðar fær Elber fallega stungusendingu frá Effenberg upp kantinn og á skot í hliðarnetið úr þröngu færi. Dómarinn fær að heyra það Eyjólfur skallar frá marki á 22. mínútu eftir fyrirgjöf og þrem mínútum síðar verða enn pústrar á milli hans og Elbers. Brasilíumað- urinn leggst upp að Eyjólfi, sem ýtir honum duglega frá sér. Eyj- ólfur er kominn hinumegin á völl- inn nokkrum mínútum síðar og Kahn nær að bjarga af tánum á honum eftir hornspyrnu. Á 32. mínútu ætlar allt um kolla að keyra á Ólympíuleikvanginum þeg- ar Dariusz Wosz nær að jafna eftir fallega sendingu frá varamannin- um Ali Daei. Bayern leggur nú allt kapp á sóknarleikinn enda birtast stöðugt fregnir af leik helsta keppinautar- ins, Bayer Leverkusen, við SSV Ulm, sem endar með yfirburða- sigri Leverkusen, 9-1. í einni sókn Bayern fær Elber knöttinn á miðj- um vallarhelmingi Herthu, en fær ekki ráðrúm til að snúa sér við, því Eyjólfur tekur hann í bóndabeygju með þeim afleiðingum að þeir detta hvor um annan og veltast um í grasinu. Stuðningsmenn Herthu kætast við þetta og fagna óspart þegar Elber er skipt út af skömmu síðar. Nú er það framherjinn Alexand- er Zickler sem ætlað er að skora fyrir Bayern. En ekki byrjar það vel. Hann hleypur á Eyjólf og kastast af honum í jörðina. Ottmar Hitzfeld, þjálfari Bayern, hleypur foxillur að hliðarlínunni og öskrar á dómarann. Tveim mínútum fyrir leikslok er það Eyjólfur sem rífst við dómarann fyrir að dæma auka- spyrnu á Herthu á hættulegum stað og fær gult spjald fyrir vikið. Thorsten Fink á fast skot að marki sem er vel varið af Király og það reynist síðasta færi leiksins. Jafntefli verða að teljast góð úr- slit fyrir Herthu Berlin gegn meisturunum, enda hefur Herthu ekki gengið of vel upp á síðkastið. Liðið á ekki von um að komast áfram í meistarakeppninni og er í sjötta sæti í þýsku úrvalsdeildinni. Á móti kemur að það hefur verið óheppið með meiðsli leikmanna og það náði í sextán liða úrslit í meistarakeppninni, sem er lengra en nokkur þorði að vona. Þannig að ef til vill mega áhangendur Herthu bara vel við una. í það minnsta er Röber þjálfari kampakátur í leikslok og þakkar sterkri vörn sigurinn. „Eyjólfur var stórkostlegur,“ segir hann. „Við náðum að halda Elber í skefj- um, sem er að mínum dómi sterk- asti sóknarmaður þýsku úrvals- deildarinnar, og líka öllum þessum sókndjörfu leikmönnum Bayern. Það var afrek, ekki síst þegar horft er til þess að við erum búnir að spila þrjá erfiða leiki á sjö dög- um, þar á meðal gegn Barcelona á Nou Camp. Það var aðdáunarvert hvað leikmennirnir voru tilbúnir að leggja mikið á sig til þess að halda sér inni í leiknum og ná að jafna.“ Hitzfeld, þjálfari Bayern, er bara nokkuð sáttur við jafntefiið og segir alltaf erfitt að spila á Ól- ympíuleikvanginum. Hann hrósar varnarleik beggja liða og segir eitt stig úr viðureigninni geta skipt sköpum í baráttunni um meistara- titilinn. Síðasta orðið á Dieter Höness, framkvæmdastjóri Herthu Berlin, sem segir leikinn gefa tón- inn fyrir það sem koma skal. Margir leikmenn Herthu séu við það að jafna sig af meiðslum og sæti í Evrópukeppni á næsta tíma- bili sé enn inni í myndinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.