Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.03.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARS 2000 B 13 KNATTSPYRNA gjMl f 9|9V«i«*Í| l ’ '1 «bww umm Reuters Mehmet Scholl skorar beint úr aukaspyrnu fyrir Bæjara er þeir lögðu Rosenborg að velli á Ólympíuleikvanginum í Miinchen, 2:1 Helgi 4 skoraði í sigurieik HELGI Sigurðsson skoraði sjöunda mark sitt fyrir Panathinaikos í grísku deildakeppninni í vetur þegar lið hans vann Pan- iliakos, 3:1, í Aþenu á sunnudaginn. Helgi, sem Iék allan leikinn, skoraði markið með góðu skoti á ; 43. mínútu, markammút- unni, og kom Panathina- ikos í 3:0. Fimm minútum áður hafði hann komið boltanum í mark Panili- akos en það var dæmt af vegna rangstöðu. Panathinaikos er áfram þremur stigum á eftir toppliðinu, Olympiakos, en félögin tvö hafa algjöra yf- irburði í deildinni því Panathinaikos er 14 stig- um á undan OFI, sem er í þriðja sætinu. Olympiakos og Panathinaikos mætast um næstu helgi og sá leik- ur getur haft úrslitaþýð- j ingu í baráttunni um meist- aratitilinn. Reuters Árni Gautur Arason var ekki yfir sig ánægður með gang mála. Fékk viljandi gult spjald Scholl sektaður MEHMET Scholl, leikmaður Bayem, fékk 250.000 króna sekt fyrir að viðurkenna að hafa vilj- andi náð sér í gult spjald í Evrópu- leik gegn Rosenborg. Þetta gerði hann, sem og margir fleiri hafa leikið, til að fá leikbann á réttum tíma, þar sem Bayem er þegar komið áfram og hann má þar með aftur fá tvö gul spjöld áður en hann fer í leikbann á ný. Aðrir leikmcnn eins og David Beckham og Roy Keane sluppu, þar sem ekki var hægt að sanna beint á þá að um vijjandi brot með þeim ásetningi að ná sér ígult spjald hafi verið að ræða. I máli Scholl var staðan hins vegar sú að hann fyrir klaufaskap viðurkenndi at- vikið í viðtali við sjónvarpið. Rene Eber hjá aganefnd Knattspymu- sambandi Evrópu, UEFA, segir að Scholl hafí sloppið með peninga- sekt vegna þess að nefndin hafí séð Qölda leikmanna leika sama leik, en gæti ekki aðhafst gegn þeim. FOLK ■ VIKINGAR hafa fengið tvo nýja leikmenn fyrir átökin í 1. deild í sumar. Egill Sverrisson frá KVA og Gísli Bjarnason frá UMFA hafa gengið til liðs við félagið. ■ HRISTO Stoitchkov, búlgarski snillingurinn, skoraði tvívegis í fyrsta leik sínum með Chicago Fire í bandarísku knattspyrnunni um helgina. Stoitchkov kom liði sínu tvívegis yfir gegn Dallas Burn en Chicago mátti þó sætta sig við 4:2 ósigur. ■ ÓLAFUR Gottskálksson var sem fyrr á varamannabekk Hib- ernian sem lagði Hearts, 3:1, í slag Edinborgarliðanna í skosku úrvalsdeildinni á laugardaginn. ■ TRYGGVI Guðmundsson og fé- lagar í Tromsö unnu um helgina sinn áttunda sigur í röð á undir- búningstímabilinu þegar þeir sóttu heim nágranna sína í Norð- ur-Noregi, Bodö/Glimt, og gjörs- igruðu þá, 4:0. Tryggvi skoraði ekki að þessu sinni en hann er markahæsti leikmaður liðsins í vetur með 9 mörk. ■ ARNAR Þór Viðarsson lék all- an leikinn með Lokeren sem gerði jafntefli, 0:0, við Westerlo í belg- ísku deildakeppninni. Guðmundur Benediktsson lék hinsvegar ekki með Geel vegna meiðsla þegar lið hans, Geel, gerði 0:0 jafntefli við toppíið Anderlecht. ■ GENK, meistarar Belgíu í fyrra, töpuðu eina ferðina enn, nú 2:0 fyrir Club Brugge, og hröp- uðu niður í áttunda sætið. Þórður Guðjónsson lék með Genk. ■ TÓMAS Ingi Tómasson lék síð- ustu 16 mínúturnar með AGF sem vann mikilvægan útisigur á Es- bjerg, 1:0, í dönsku úrvalsdeild- inni á sunnudag. Ólafur H. Krist- jánsson var ekki í liði AGF. ■ JOSE Luis Chilavert, mark- vörðurinn frægi frá Paraguay, gæti verið á leið til Manchester United. Martin Ferguson, bróðir Alex knattspyrnustjóra United, er staddur í Argentínu þar sem hann litast um eftir leikmönnum fyrir bróður sinn og hyggst ræða við Chilavert. Markvörðurinn ætlar að yfirgefa Argentínu í kjölfar þess að hann varð fyrir flugeldi í deildaleik fyrir skömmu. Reuters Mehmet Scholl fagnar ásamt Michael Tarnat, en fyrir aftan þá liggur Árni Gautur Arason, markvörður Rosenborgar, sem átti ekki möguleika að verja aukaspymuna frá Scholl. Þrumufleygur frá Guðna GUÐNI Bergsson tryggði Bolt- on mikilvægan sigur á Grimsby, 1:0, á útivelli í ensku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Bolton er þar með áfram í slagnum um að komast í úrslita- keppnina um sæti í úrvalsdeild- inni. Liðið er í 10. sætinu, sex stigum á eftir Huddersfield sem er í sjötta sæti. Guðni skoraði markið með þrumuskoti frá vítateig eftir þunga sókn Bolton og rétt á eft- ir bjargaði hann á síðustu stundu á marklinu Bolton. Hann fór af velli 10 mínútum fyrir leikslok en Eiður Smári Guð- johnsen lék allan leikinn með Bolton og var hættulegur í framlínu liðsins. „Við erum með það sterkt lið að við óttumst engan í þessari deild og það eru enn allar dyr opnar fyrir okkur,“ sagði Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton. Alan Buckley, koilegi hans hjá Grimsby, sagðist hins- vegar búinn að fá nóg af Bolton í vetur en þetta var þriðji sigur Islendingaliðsins í jafnmörgum leikjum félaganna í deild og bikar. „Bolton er virkilega sterkt lið með marga hæfileika- ríka leikmenn,“ sagði Buckley.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.