Morgunblaðið - 23.03.2000, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 23.03.2000, Qupperneq 1
ERLENT ÁLFYRIRTÆKIÐ ALCAN GEFST EKKI UPP “j INWLENT MUN ÁFRAM STYRKJA STJÓRNMÁLA- FLOKKA _______________2J Viðskiptablað Sérblað um viðskipti/atvinnulif * Fimnitudagur 23. mars 2000 Bréf í deCODE hafa lækkað um 20% • H[utabréf í deCODE Genetics, móðurfé- lagi íslenskrar erfðagreiningar, hafa lækk- að um tæp 20% frá því að fyrirtækið til- kynnti fyrr í þessum mánuði að sótt heföi veriö um skráningu á NASDAQ. Er þetta þvert á væntingar margra núverandi hlut- hafa sem vonast hafa eftir því að verð hlutabréfanna færi hækkandi í kjölfartil- kynningarinnar/2 Aðgengi erlendra fjárfesta dýpkar markaðinn • Bjami Ármannsson, forstjóri Fjárfesting- arbanka atvinnulífsins, segir nauösynlegt að aðgengi erlendra fjárfesta að íslenskum hlutabréfamarkaði verði auðveidaö, það muni auka veltu markaðarins og dýpka hann. Að öðrum kosti muni stöðnun og einsleitni blasa við/6 GENGISSKRANING • 23. mars. Kr. Kr. Kr. Gengi Kaup Sala | Dollari 74,00000 73,80000 74,20000 Sterlpund. 115,90000 115,59000 116,21000 Kan. dollari 50,37000 50,21000 50,53000 Dönsk kr. 9,55400 9,52700 9,58100 Norsk kr. 8,73400 8,70900 8,75900 Sænsk kr. 8,50100 8,47600 8,52600 Finn. mark 11,96660 11,92950 12,00370 Fr. franki 10,84670 10,81300 10,88040 Belg. franki 1,76380 1,75830 1,76930 Sv. franki 44,17000 44,05000 44,29000 Holl. gyllini 32,28650 32,18630 32,38670 Þýskt mark 36,37840 36,26550 36,49130 ít. líra 0,03675 0,03664 0,03686 Austurr. sch. 5,17070 5,15470 5,18680 Port. escudo 0,35490 0,35380 0,35600 Sp. peseti 0,42760 0,42630 0,42890 Jap. jen 0,69150 0,68930 0,69370 írskt pund 90,34190 90,06150 90,62230 SDR (Sórst.) 99,09000 98,79000 99,39000 Evra 71,15000 70,93000 71,37000 Grfsk drakma 0,21310 0,21240 0,21380 Sjálfvirkur sfmsvari gengisskráningar er 562 3270 Tæknival í Panmörku gerir samning við PK-Benzin Samningurinn 150 millióna króna virði Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Sigríður Olgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Tæknivals A/S í Danmörku, þar sem nú starfa sex manns. TÆKNIVAL A/S í Danmörku, dótturfyrirtæki Ax Business Int- elligence á Islandi, hefur gert fyrsta samning sinnar tegundar við danska fyrirtækið DK-Benzin í samstarfi með Damgaard A/S og Compaq A/S um notkun Applicat- ion Service Provider-lausnar fyr- irtækjanna. Tæknival A/S kemur með fyrsta viðskiptavininn, DK- Benzin, inn í ASP-lausnina, sem Compaq og Damsgaard settu af stað í lok janúar. Fyrirkomulagið felur í sér að DK-Bensin, sem rekur rúmlega 200 bensínstöðvar í Danmörku, gerir samning við fyrirtækin þrjú um notkun þessarar þjónustu. Með ASP-lausn Damgaard og Compaq eiga fyrirtæki kost á að leigja afnot af vél- og og hugbún- aði í stað þess að fjárfesta í hon- um. Tæknival A/S hefur sérhæft sig í hugbúnaði fyrir verslunarkeðj- ur, byggðum á Axapta-hugbúnaði frá Damgaard. „Við sjáum mikla framtíð fyrir verslunarkeðjur með þá möguleika sem við nú get- um boðið,“ segir Sigríður Olgeirs- dóttir, framkvæmdastjóri Tækni- vals í Danmörku, sem segir að hugbúnaðarsamningurinn sé virði um 15 milljóna danskra króna, 150 milljóna íslenskra króna, á næstu 2-3 árum. Forsendan fyrir samningnum við DK Bensin er samstarf Damgaard og Compaq um ASP, sem fyrirtækin tvö gerðu í lok janúar. DK Bensin er stærsti bensín- og matvælasöluaðli í Dan- mörku og veltir um 3 milljörðum danskra króna á ári, um 30 millj- örðum íslenskra króna. Sigríður bendir á að mörg fyrir- tæki séu að þróa ASP-lausnir, en í þessu tilfelli sé Tæknival A/S fyrst til að koma með viðskiptavin í þetta ASP samstarf. „Með okkar framlagi er hugmynd Damgaard og Compaq fullgerð. Það eru ekki margir, sem geta boðið upp á þessa lausn, sem byggist á hug- búnaði sem við höfum þróað á grundvelli Axapta. Lausn okkar, sem er miðuð við verslunarkeðj- ur, er einstök.“ Sparnaður að leigja fremur en kaupa Spamaðurinn, sem fyrirtæki geta náð með ASP er verulegur, því í stað dýrra fjárfestinga í vél- og hugbúnaði fæst heildarlausn á leigu, sem síðan er rekin yfir Net- ið. Sigríður bendir á að þar með liggi hugbúnaðurinn á einum stað og bensínstöðvamar tengjast gegnum Netið á nettaxta óháð staðsetningu. Sama á við um þjón- ustu Tæknivals A/S sem fer fram gegnum Netið hvort sem er frá skrifstofunni í Danmörku eða á íslandi. Skrifstofa Tæknivals A/S í Danmörku sér um erlend við- skipti með hugbúnaðarlausnir fyrir verslunarkeðjur, sem fyrir- tækið hefur þróað í Axapta. Fyr- irtækið er með viðskiptavini í Danmörku, Svíþjóð, Bretlandi, Hollandi og nú síðast í Bandaríkj- unum. „Við sjáum um þessi við- skipti,“ segir Sigríður, „bæði við endursöluaðila og viðskiptavini okkar.“ Eins og er starfa sex manns á skrifstofu Tæknivals A/S í Kaup- mannahöjn og um 100 manns hjá AX hf. á íslandi. Sigríður segir að gert sé ráð fyrir að ráða einn til tvo starfsmenn á mánuði út árið. fslenski lifeyrissjöðurinn er traustur lífeyrissjóður f vörslu Landsbréfa hf. Með aðild að fslenska lífeyrissjóðnum tryggir þú þér fjölbreytta þjónustu og góða ávöxtun lífeyris. Hafðu samband við sérfræðinga Landsbréfa í lífeyrismálum eða ráðgjafa í næsta Landsbanka. www.landsbref.is LANDSBREF Landsbanki Islands

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.