Morgunblaðið - 23.03.2000, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 C 5
Þróun ehf. eignast Þekkingu
upplýsingatækni hf.
Boðið upp á
rekstur miðlægra
upplýsingakerfa
í Axapta
Þróun hf. hefur keypt
Þekkingu - upp-
lýsingatækni hf. á Ak-
ureyri, sem áður var
tölvudeild Kaupfélags
Eyfirðinga (KEA).
Greitt var fyrir kaupin
með skiptum á hluta-
bréfum og er KEA,
fyrrverandi eigandi
Þekkingar, með um
20% hlut í Þróun hf. eft-
ir kaupin.
Kristinn Ólafsson,
markaðsstjóri Þróunar
hf., segir í samtali við
Morgunblaðið að fyrir-
tækin muni eiga með
sér samvinnu í framtíð-
inni, sem muni byggj-
ast á því að Þekking
muni bjóða upp á
rekstur upplýsinga-
kerfa fyrir fyrirtæki
þar sem tölvukerfi fyr-
irtækis er rekið og
þjónustað í húsnæði
Þekkingar en ekki hjá
fyrirtækjunum sjálfum
og Þróun muni með
vorinu bjóða rekstrar-
leigu á Axapta-
viðskiptahugbúnaði
sem keyrður verði mið-
lægt hjá Þekkingu.
Þekking mun þá sjá
um að leigja tölvukerfið og hugbún-
aðinn, og þjónusta það, en Þróun
mun sjá um uppsetningu, aðlögun
og ráðgjöf, og verða fyrirtækin
áfram rekin hvort í sínu lagi. „Við-
skiptavinir þurfa því ekki að kaupa
hugbúnaðinn, og er það nýjung á
markaðnum," segir Kristinn.
Að sögn Kristins hefur verið sam-
vinna milli Þróunar og Þekkingar
áður, en nú kemst hún á formlegra
stig. Þekking hefur séð um rekstur
og þjónustu við tölvukerfi KEA á
Akureyri og víðar sem hefur yfir
170 notendur með Concorde-
hugbúnaði, og hefur Þróun séð um
sér forritun og aðlögun fyrir KEA.
„Það má segja að við séum að út-
víkka þetta samstarf fyrir almennan
markað," segir Kristinn.
Eigendur Þróunar og Þekkingar
þar með eru Halldór Friðgeirsson,
forstjóri Þróunar, Hugvit hf., Is-
lenski hugbúnaðarsjóðurinn, Kaup-
félag Eyfirðinga og starfsmenn Þró-
unar. Kristinn segir að ætlunin sé að
starfsmönnun Þekkingar verði í
framtíðinni boðið að gerast meðeig-
endur í fyrirtækinu.
Starfsmenn Þróunai- eru nú um
40 talsins, en þeim Ijölgaði um tíu á
seinasta ári. Starfsmenn Þekkingar
á Akureyri eru tólf talsins og er
heildar fjöldi starfsmanna því á
tólfta tuginn. „Við álitum að til þess
að ná hagkvæmari stærð þurfi bæði
fyrirtækin að stækka, og er því
stefnt á að Qöldi starfsmanna verði
innan tíðar um 70,“ segir Kristinn.
Þróun hefur í tvo áratugi lagt
mesta áherslu á heildarlausnir í
tölvumálum fyrir meðalstór og stór
fyrirtæki. Þróun hefur forritað
ýmsar sérlausnir og má þar nefna
hugbúnað til að reka verslun á Net-
inu, og einnig hugbúnaðarkerfi fyr-
ir lyfjaverslanir, sem tvær apóteka-
keðjur nota. Þróun býður einnig
upp á innheimtukerfi lögmanna,
Húsið, hlutaskrárkerfið Hlutvís og
gagnasafnið Réttarríkið, sein þróuð
voru af hugbúnaðarfyrirtækinu Ur-
lausn-Aðgengi sem Þróun keypti á
seinasta ári.
Ætlunin er að tengingin milli við-
skiptavinar og Þekk-
ingar sem selur
rekstrarleiguna verði
um Netið, og segir
Kristinn að verð á
nettengingu hafi
lækkað mjög undan-
farið. „Við gerum
einnig ráð fyrir að
nota örbylgjutenging-
ar, og ekki síst að
nota Netið bæði fyrir
Axapta og önnur
kerfi sem við bjóðum.
Oft eru fyrirtæki með
sítengingu við Netið
af öðrum ástæðum og
þá er hægt að samn-
ýta án þess að fyrir-
tækið þurfi að stofna
til sér tengingar um
Netið.
Hann segir að þetta
sé mögulegt vegna
þeirrar tækni sem Ax-
apta hugbúnaðarkerf-
ið býður upp á, en hún
gerir kleift að setja
upp raunverulega út-
stöð sem haldið er
gangandi yfir litla
bandbreidd. „Það er
ný tækni sem enginn
annar getur boðið í
dag, og við erum með
áætlanir um að keyra
kerfið með sítengingu við Netið,“
segir Kristinn. „Með þessari nýjung
væri fyrirtækið komið með notenda-
vænt gluggaviðmót sem gefur mun
meiri sveigjanleika en áður var og
finnur notandinn ekki fyrir því þó
að tölvan sé einstaðsett annars stað-
ar.
Mun byggja upp starfsstöð
á suðvesturhorninu
Stefán Jóhannesson, fram-
kvæmdastjóri Þekkingar - upp-
lýsingatækni á Akureyri segist í
samtali við Morgunblaðið vera sátt-
ur við hlutafjárskiptin sem átt hafa
sér stað milli Þróunar og Kaupfé-
lags Eyfirðinga enda eigi viðskipti
þessara aðila sér langa sögu. „Þau
hafa unnið mjög náið saman í gegn-
um tíðina og KEA hefur verið einn
stærsti viðskiptavinur Þróunar.
Einnig er ég ánægður með yfir-
lýsingar forsvarsmanna Þróunar
sem talað hafa um að efla starfsemi
Þekkingar hér fyrir norðan," segir
Stefán.
„Þetta er jafnframt mikilvægt
skref því nú munum við í samvinnu
við Þróun geta boðið viðskiptavin-
um Þróunar upp á rekstrarþjón-
ustu. Það opnar okkur ákveðnar dyr
inn á markaðinn fyrir sunnan. Allt
samstarf af þessu tagi, hvort sem að
baki býr eignaraðild eða ekki, er
vænlegt til árangurs," segir Stefán.
Spurður um þær fyrirætlanir um
að starfsmenn Þekkingar verði
meðeigendur í Þekkingu segir Stef-
án að honum lítist vel á það og sé
mikill vilji hjá starfsfólkinu um að
koma að félaginu með eignaraðild.
„Þekking er nú í reynd dótturfyrir-
tæki Þróunar, en hins vegar er ljóst
að Þekking verður áfram rekin sem
sjálfstæð eining, og það er ljóst að
þetta verður norðlenskt fyrirtæki
áfram.“
Hann segir að í framtíðinni verði
byggð upp starfseining Þekkingar á
höfuðborgarsvæðinu vegna vaxandi
viðskipta þar, en þegar í dag séu
sumir viðskiptavina Þekkingar með
töluverða starfsemi á höfuðborgar-
svæðinu.
Kristinn Ólafsson
Stefán Jóhannesson
Hraðari og öruggari
tölvupóstur
í gegnum GSM
Þeir sem ferðast í viðskiptaerindum þurfa að hafa tryggan aðgang að
tölvupósti hvar sem þeir eru staddir.
Með FoneStar hugbúnaðinum færðu örugga og hraða fartölvutengingu í
gegnum GSM símann þinn. Flutningsgetan er allt að sex sinnum meiri en ella,
samþandið öruggara og tölvan getur sent og sótt gögn á sama tíma.
FÆST I VERSLUNUM SÍMANS
Verslun Sfmans Internet að Grensásvegi 3 býður
viðskiptavinum þá þjónustu að setja hugbúnaðinn
upp f fartölvum þeirra gegn gjaldi.
NÁNARIUPPLÝSINGAR 0G PANTANIR
Á WWW.FAR.IS SÍHINN-GSM
FÆRIR ÞÉR FRAMTÍÐINA