Morgunblaðið - 23.03.2000, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 23.03.2000, Qupperneq 6
6 C FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Hlutabréfamarkaðurinn til umræðu á fundi Verslunarráðs íslands á Akureyri Morgunblaðið/Margrét Þðra Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjdri Samherja: Sjálfsagt að opna fyrir fjárfestingar útlendinga í íslenskum sjávarútvegi. Morgunblaðið/Margrét Þóra Bjami Ármannsson: Svolitil niðursveifla markaðnum holl. BJARNI Armannsson, forstjóri Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, FBA, telur að á næsta rúma ári muni fyrirtækjum sem skráð eru á opin- berum verðbréfamarkaði fjölga og verða vel yfir eitt hundrað talsins. Þá segir hann nauðsynlegt að aðgengi erlendra fjárfesta að íslenskum hlutabréfamarkaði verði auðveldað, það muni auka veltu markaðarins og dýpka hann. Að öðrum kosti muni stöðnun og einsleitni blasa við. Bjami flutti ásamt Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, er- indi á hádegisverðarfundi Verslunar- ráðs íslands á Fosshóteli KEA á Ak- ureyri í fyrradag, en umfjöllunarefni hans var hlutabréfamarkaðurinn á Islandi. Bjami fór yfír þróun íslensks hlutabréfamarkaðar en saga hans er ekki löng, nær vart lengra aftur en til ársins 1990 og nú tíu ámm síðar eru 75 félög skráð á Verðbréfaþing ís- lands þannig að vöxturinn hefur verið hraður. Viðskipti hafa að sama skapi vaxið ört og er nú svo komið að við- skipti em gerð með ríflega þriðjung af markaðsvirði hvers félags árlega, sem nálgast það sem gerist og geng- ur á þróuðum mörkuðum. Langt væri hins vegar í land að íslenski markað- urinn stæðist samanburð við alþjóð- lega markaðinn. Áhugi almennings meiri en áður Hlutabréfamarkaðinn sagði Bjami vera aflvaka breytinga og í kjölfar hans hefði orðið gerbreyting á ís- lenskum fjármálamarkaði með auknu aðgengi að láns- og áhættufé. Fyrir- tæki væm sífellt að stækka og aukn- ar kröfur em gerðar til þeirra um að Aðgengi erlendra fjárfesta eykur veltu og dýpkar markaðinn standast alþjóðlega samkeppni; einn- ig em gerðar kröfur um hagræðingu í rekstri fyrirtækjanna og betri nýt- ingu fjármuna. Þá sagði Bjami að spamaður hefði aukist í þjóðfélaginu og benti á að lífeyrissjóðir hefðu að meðaltali vaxið um 17% á ári síðustu 10 ár. Það hefði í for með sér stækk- andi hlutabréfasjóði og verðbréfa- sjóði sem leggja áherslu á hlutabréfa- kaup. Áhugi almennings á mark- aðnum væri meiri en áður en um 20 þúsund heimili, um fímmtungur allra heimila í landinu, fjárfestu í hluta- bréfum. Það gerði að verkum að þörf fyrir upplýsingar um markaðinn hefði aukist til muna. Hagstæð aldurssamsetning þjóð- arinnar hefði einnig áhrif á vaxandi hlutabréfamarkað hér á landi en um 45% íslendinga em undir þrítugu, sem er gerólíkt mörgum iðnvæddum samfélögum, t.d. Þýskalandi og Spáni, þar sem hlutfall eldra fólks er hærra. Þetta myndi eflaust glögglega koma í ljós á næstu árum, en yngra fólk er opnara en það eldra fyrir því að hlutabréf henti vel sem spamaðar- form fyrir almenning. Þannig myndu eignir almennings á næstu árum flæða inn á hlutabréfamarkaðinn og verð bréfa hækka af þeim sökum. Svoh'til niðursveifla yrði holl fyrir markaðinn. Vegna þess hve markaðurinn sé ungur og htil hefð fyrir hendi hafí ís- lendingar ekki mikla reynslu af nið- ursveiflum, en að mati Bjama væri það hollt fyrir markaðinn og reynsl- una að fara í gegnum fleiri slíkar sveiflur. Reynsla annarra landa nýt- ist okkur hins vegar í þessum efnum og við byggjum við svipaða löggjöf og tilskipanir og gilda í Evrópusam- bandslöndunum. Hvað menntunarstig markaðarins varðar sagði Bjami að til staðar væm velmenntaðir sérfræðingar á fjár- málastofnunum og væra þeir fylli- lega samkeppnishæfir við nágranna- lönd okkar. Eftirlitsaðilar og almenningur væru hins vegar langt frá því að veita það aðhald með mark- aðnum sem tíðkaðist þar. Þrýstingur á breytingar markaðarins hefðu ekki komið frá fjárfestum, en það væri mikilvægur hluti þess að markaður- inn ætti framtíð fyrir sér. Þá benti Ali Iti í eini j Ljósritari/prentari AR-161 • 16 eintök á mlnútu • Afritastærð stærst A3 • Frumritastærð stærst A3 • Minnkun & stækkun 50% - 200% • Sjálfvirk lýsing afrita • Sérstök Ijósmyndastilling • 250 blaða pappírsskúffa • 100 blaða sjálfvirkur framhjámatari • 600 x 600 dpi upplausn • 1200 x 1200 með "smoothing" • Aukabúnaður: Prentaratengi, netkort, frumritamatari, rafrænn raðari, verkaðskiljairi, 2 x 250 blaða skúffa kl'.GÍC}IL Bjarni hka á mikilvægi þess að er- lendir fjárfestar hefðu greiðari að- gang að íslenskum hlutabréfamark- aði, en nú væri sjávarútvegurinn þeim lokaður, sem og orkugeirinn. Vaxtarmöguleikar og auðveldari aðgangur að fjármagni Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja, sagði fyrirtækið hafa góða reynslu af hlutabréfamark- aðnum, en félagið var fjölskyldufyrir- tæki þar til það fór á markað fyrir fá- um misserum. Helstu kosti þess að vera á hlutabréfamarkaði sagði Þor- steinn Már vera vaxtarmöguleika fyrirtækjanna, aukið aðhald á stjóm- endum þeirra og auðveldari aðgang að fjármagni. Fyrirtækin ættu auð- veldara með að fá fjármagn sem gerði þeim kleift að kaupa önnur fé- lög eða sameinast þeim og þannig hefðu þau meiri möguleika en ella á að vaxa. Betri aðgangur að fjármagni gerði félögin ekki lengur háð sveitar- stjómar- og stjómmálamönnum varðandi útvegun fjármagns, menn gætu einbeitt sér að því að fá sem hagkvæmust lán í stað þess að berj- ast við stjómmálamenn um hver fengi lán. Þá sagði Þorsteinn að aukið aðhald á stjómendum fyrirtækja á hlutabréfamarkaði gerði að verkum að stefna þeirra væri skýrari og krafa væri gerð um markviss vinnubrögð. Reynsla efnahagslífsins væri líka góð, en fyrirtæki væra nú stærri og öflugri með meira úthald, krafa um fjármunamyndun bætti þjóðarbú- skapinn, hagræðing væri knúin fram af fyrirtækjunum sjálfum og stjóm- málamenn hefðu ekki lengur tök á að setja fjármuni í sömu hugmyndirnar aftur og aftur. Þá væri einnig jákvætt að almenningur hefði áhuga á að fjár- festa í íslensku atvinnulífi. Þorsteinn Már nefndi dæmi um að illa hefði til tekist að sínu mati þegar Samherji keypti hlutabréf í Skag- strendingi og sagði vinnubrögð Verð- bréfaþings í því máh ekki til að vekja traust. Málið hefði verið afgreitt afar snarlega og á fundi þar sem það var gert hefðu setið menn sem þar hefðu ekki átt að sitja. Æskilegt að bæta siðferði á markaðnum Að mati forstjóra Samherja er æskilegt að siðferði á markaðnum verði bætt, m.a. til að treysta trú al- mennings á honum, og eins þyrfti að setja skýrari reglur um innherjaupp- lýsingar og meðferð þeirra. Einnig nefndi hann að breiddin mætti vera meiri, sem og veltan, og nauðsynlegt væri að minnka áhrif einstakra aðila á verðmyndun. Þá væri líka æskilegt að horfa meira á fjármunamyndun í rekstri fyrirtækjanna í stað hagnað- ar, að horfa til þess hversu mikið fyr- irtækið væri að búa til af peningum, en á stundum kæmi hagnaður þeirra til af sölu eigna. Þorsteinn Már sagði í svari við fyr- irspum í lok fundarins að íslendingar kynnu meira en aðrir í sjávarútvegi og það væri alveg sjálfsagt að opna fyrir fjárfestingar útlendinga í ís- lenskum sjávarútvegi. Þeir væra fyrst og fremst að leita í þekkingu okkar á því sviði og það ætti að vera sjálfsagt mál að útlendingar gætu keypt hlutabréf í íslenskum sjávar- útvegsfyrirtækjum. I bræðurnirI ej!j SHARP Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is | Jík. RdDIOlliiyS? FYRSTA FLOKKS FJÁRMÖGNUN Áhættufjdrmagn í boði fyrir fyrirtæki. Langtímafjármögnun fasteignaviðskipta og fjármagnstrygging. Stór verkefni eru okkar sérsvið. Engin umboðslaun fyrr en fjármagn fyrr en fjármagn er útvegað. Miðlarar vemdaðir. FULLTRÚI óskast til að vera milliliður við afgreiðslu umsókna um fjármögnun. Vinsamlegast sendið upplýsingar á ensku til: VENTURE CAPiTAL CONSULTANTS Investment Bankers, 16311 Ventura Blvd., Suite 999, Encino, Kaliforníu 91436, U.S.A. Fax 0018189051698 - sími 0018187890422.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.