Morgunblaðið - 23.03.2000, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 C 7
VIÐSKIPTI
Framkvæmd þróunaráætlunar í miðborg Reykjavíkur
Ný nálgun við skipu-
lagsvinnu hér á landi
MARKMIÐ Þróunaráætlunar mið-
borgar Reykjavíkur eru m.a. að
stuðla að efnahagslegum vexti og
uppbyggingu reksturs, fjárfestinga
og atvinnusköpunar í miðborginni.
Anna Margrét Guðjónsdóttir, verk-
efnisstjóri hjá Borgarskipulagi
Reykjavíkur, talar um Þróunar-
áætlun miðborgar sem nýja nálgun
við skipulagsvinnu hér á landi.
Þar vísar hún til þess að áætlun-
in er í raun vinnuheiti yfir heild-
rænt skipulag fyrir miðborgina þar
sem settir verða skilmálar er varða
landnotkun, starfsemi, ásýnd, sam-
göngur, húsvernd, útivist, upp-
byggingu o.fl. Anna Margrét tekur
fram að upphafíð að Þróunaráætl-
un hafí verið sameiginlegur vilji
miðborgarsamtakanna og borgar-
yfirvalda um að snúa þróun mið-
borgarinnar við.
„Við höfum unnið náið með hags-
munaaðilum; íbúum, verslunar-
fólki, fasteignaeigendum, fjárfest-
um, hagsmunasamtökum og
fleirum.
Viðskiptamiðuð áætiun
Verkefnið er aðallega unnið á
Borgarskipulagi en aðrar borgar-
stofnanir sem og miðborgarstjórn
koma að því þannig að óhætt er að
segja að fjöldi manns vinni að því
að hrinda áætluninni í fram-
kvæmd.“ Breska ráðgjafarfyrir-
tækið Bernard Engle Architects &
Planners hefur hefur veitt ráðgjöf
við verkefnið frá upphafi, en fyrir-
tækið er sérhæft í skipulagi versl-
unarsvæða, og aðstoðaði m.a. við
skipulag Kringlunnar.
Að sögn Onnu Margrétar er
óvanalegt að verkefni sem þetta sé
svo viðskiptamiðað. „Áætlun af
þessu tagi hefur ekki þekkst hér en
hún er byggð á sömu grunnhugsun
og skipulag í borgum í nágranna-
löndum okkar, þ.e. mjög stýrðri
landnotkun," segir hún. Stýrð
landnotkun felur í sér að „kvóti“ er
settur á starfsemi á afmörkuðum
svæðum. Á Laugaveginum er t.d.
gert ráð fyrir að minnsta kosti 70%
húsnæðis á jarðhæð, þ.e. þeirri hlið
er snýr að götunni, verði nýtt undir
verslun en Laugavegurinn er fyrst
og fremst verslunarsvæði. Brýnt er
að fólk kynni sér hver staðan er á
hverju svæði áður en hafíst er
handa við að undirbúa nýja starf-
semi. Til dæmis er „kvótinn" fyrir
veitingahús fullnýttur í Lækjar-
götu, að sögn Önnu Margrétar, þar
sem 50% húsnæðis á jarðhæð við
Lækjargötu má nýta undir veit-
ingarekstur.
Ýmsar aðgerðir tii að örva
fjárfestingu í miðborginni
Borgarráð samþykkti nýlega 2.
áfanga Þróunaráætlunar miðborg-
ar þar sem lýst er þeim aðgerðum
borgaryfirvalda sem ætlað er að
örva fjárfestingu og uppbyggingu í
miðborginni. Einnig er fjallað um
þær aðferðir sem beitt verður til að
tryggja að markmið um uppbygg-
ingu náist. Allar aðgerðir verða
metnar út frá áætluninni og borg-
aryfirvöld munu byggja á henni við
framkvæmdir í miðborginni. „Það
er ekki nóg að kaupa eða leigja lóð,
byggja, og auglýsa svo húsnæðið til
leigu. Nauðsynlegt er að sýna fram
á að leigjendur séu komnir, hvaða
starfsemi sé fyrirhuguð í húsinu,
að þörf sé á henni og að hún muni
ganga á viðkomandi stað,“ segir
Anna Margrét.
Hún segir einnig að við mat á
áformum um uppbyggingu í mið-
borginni muni borgaryfirvöld nota
vítt sjónarhorn og skoða heildar-
áhrif framkvæmda á miðborgina.
Einnig áhrif á fjárfestingar einka-
aðila í framtíðinni, auk áhrifa á um-
hverfi og aðdráttarafl miðborgar-
innar og stöðu hennar í
efnahagslegu tilliti. í samþykktinni
kemur fram að borgaryfirvöld
muni aðeins samþykkja áætlanir
um uppbyggingu eða starfsemi í
miðborginni sem samræmast
markmiðum svæðis- og aðalskipu-
lags og Þróunaráætlunar miðborg-
ar um starfsemi á því svæði. „Að
þessum skilyrðum uppfylltum
munu þau kappkosta að finna
henni stað í miðborginni. Ef ekki
er unnt að staðsetja þessa upp-
byggingu/starfsemi í miðborginni
verður reynt að finna henni stað á
miðsvæðum utan miðborgarinnar
þar sem aðgengi, ekki síst almenn-
ingssamgangna, er gott,“ segir í
samþykktinni.
Borgaryfirvöld geta komið að
málum með ýmsum hætti og segir
Anna Margrét að með ofangreindri
Morgunblaöió/Ámi Sæberg
Verslunin Top Shop, sem nýlega
var opnuð við Lækjargötu.
samþykkt sé einnig verið að lýsa
yfir vilja um fjárhagslegan stuðn-
ing við framkvæmd Þróunaráætl-
unarinnar. Stuðningur borgarinnar
getur t.d. falist í uppkaupum ein-
stakra eigna, til niðurrifs eða til að
sameina lóðir. Borgin getur einnig
fellt niður eða lækkað gjöld og átt
beina aðild að félögum eða fyrir-
tækjum. Þá verði einnig kannaður
sá möguleiki að mynda sjóð til að
stuðla að uppbyggingu eða viðhaldi
eigna. „Með þessu er ljóst að vilji
er til þess hjá borgaryfirvöldum að
styrkja sérstaklega miðborg
Reykjavíkur," segir Anna Margrét.
Samstarf um
Skuggahverfið
EIMSKIPAFÉLAG íslands hefur
kynnt hugmyndir að skipulagi
hins svokallaða Skuggahverfis,
milli Skúlagötu og Hverfisgötu og
Frakkastígs og Klapparstígs, eins
og fram liefur komið. Eimskip á
um 10 þúsund fermetra lóð við
Skúlagötu. Þorkell Sigurlaugsson,
framkvæmdastjóri þróunarsviðs
Eimskips, á sæti í miðborgar-
stjórn Reykjavíkur. Að hans sögn
hefur danskt arkitektafyrirtæki,
Schmidt, Hammer og Larsen K/S,
verið fengið til að móta deilis-
kipulag á svæðinu í samstarfi við
innlenda arkitekta.
Þróunarfélag í eigu Burðaráss
mun vinna að þessu undirbúnings-
starfi og áformað er að því verði
lokið síðla þessa árs, að sögn
Þorkels. „Engar ákvarðanir hafa
verið teknar um framhaldið, en
beinast liggur við að einhverjir
fjárfestar og framkvæmdaaðilar
taki að sér byggingaframkvæmdir
á svæðinu, en þátttaka Burðaráss
í því hefur ekki verið ákveðin,"
segir Þorkell.
„Áhugavert væri að með sam-
starfi einkaaðila og íbúðareig-
enda á svæðinu, hugsanlega í
samstarfi við Reykjavíkurborg,
mætti þróa þarna uppbyggingu á
skemmtilegu hverfi. Lögð verður
áhersla á að vernda markverðar
eldri byggingar og flétta þannig
saman gamla og nýja tímann í
einu hverfi,“ segir Þorkell.
„Mér er ekki kunnugt um að áð-
ur hafi hér á landi verið hugað að
enduruppbyggingu á eldra hverfi
með svona heilsteyptum hætti.
Þetta er aftur algengt erlendis og
í samstarfi innlendra og erlendra
arkitckta og skipulagsfræðinga
vonumst við til að vel takist til,“
segir Þorkell.
Til sölu er glæsilegt, nýtt atvinnuhúsnæði að Stórhöfða 25 & 27.
Húsin eru samtals 4.082 m2á fjórum hæðum og henta sérlega vel
undir skrifstofur, sérverslanir og/eða heildverslanir. Húsin eru til
sölu í einu lagi eða í hlutum. Frágangur er allur hinn vandaðasti og
húsin eru einangruð að utan og klædd með álklæðningu. Frábær
staðsetning, hagstætt verð.
IAV-Islenskir Aðalverktakar hf.
Hátúni 6a, 105 Reykjavík,
sími 530 4200, fax 530 4205, www.iav.is
Allar nánari upplýsingar hjá söludeild IAV
i sima 530 4200 á milli kt. 9-17.00.