Morgunblaðið - 23.03.2000, Side 9

Morgunblaðið - 23.03.2000, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 C 9. Morgunblaðið/Gúna Björgólfur Thor Björgólfsson og Magnús Þorsteinsson hafa ástæðu til þess að brosa en strax á fyrsta ári var bjórframleiðsla þeirra í Rússlandi farin að skila hagnaði. 9 Stoltur yfir því að þeim hafi tekist að byggja upp fyrirtæki í Rússlandi án nokkurra tengsla við mafíuna eða aðra misjafna starfsemi merkir tunna og ov er ending á fjöl- skyldunafni. Því má segja að Botchk- arov þýði Amundason á íslensku. „Allt frá upphafi höfum við varla get- að annað eftirspum og nú erum við með tæplega 4% markaðshlutdeild á rússneska bjórmarkaðnum og stefn- um á að komast upp í 8-9% innan tveggja ára eða 450 milljónir lítra sé miðað við að bjómeysla aukist um 10% á ári í Rússlandi. Botchkarov er dreift víða um Rússland en okkar helstu markaðssvæði em Sankti Pét- ursborg og Moskva. Það sem hefur helst hamlað aukinni dreifingu er að eftirspurn er meiri en það sem við náum að framleiða. Það sem ég tel að hafi hjálpað okkur mikið er að við höfum farið nýjar leiðir í kynningai’- og markaðsmálum. Meðal annars með því að opna vefsvæði, http:// www.botchkarov.ru/, einir rúss- neskra bjórframleiðenda. Auk þess sem við emm sjálfir með fingurna í öllu. Eins reynum við að kaupa sem minnst af öðmm enda ekki góðar auglýsingarstofur og verkfræðihús á hverju strái í Rússlandi. Með þessu náum við að gera hlutina hraðar og ódýrar en annars væri. Sem er eins gott því annars hefði þetta aldrei gengið upp hjá okkur,“ segir Björg- ólfur. Á fimmta hundrað staðir í Rússl- andi sem selja Botchkarov-bjórinn og áætlanir gera ráð fyrir að þeir verði tæplega 700 í lok ársins. Þegar verskmiðjan verður komin í fulla stærð verður hægt að framleiða 450 milljónir lítra af bjór á ári en í lok þessa árs verður framleiðslugetan komin í 300 milljónir lítra á ári. Mán- aðarframleiðsla verður því tæplega 30 milljónir lítra en til samanburðar em seldir um 11 milljómr lítrar af bjór á ári á íslandi. Þeir félagamir, Björgólfur Thor og Magnús, segja að Botchkarov- bjórinn sé sá næstdýrasti á rúss- neskum markaði. „Við eram ekki að keppa um verð heldur gæði. Tókum strax þá ákvörðun að framleiða gæðabjór og að gæta fyllsta hrein- lætis við framleiðsluna. Eins að fræða okkar viðskiptavini um hvern- ig framreiða á bjór þannig að hann njóti sín sem best. Þetta skilar ára- ngri til lengri tíma litið enda er það ekki magnið heldur gæðin sem skipta máli þegar upp er staðið." Áhersla lögð á aðbúnað starfsfólks Mjög margir útlendingar era eða hafa verið í stjórnunarstöðum hjá Bravo. Að sögn Björgólfs er það yfir- leitt þannig innan íyrirtækisins að útlendingar hafa þjálfað innlent starfsfólk til þess að taka við líkt og ætlunin var hjá þeim sjálfum fyrir sjö ámm. „Við emm til að mynda með Þjóðverja og Dani sem brugg- meistara hjá okkur. Þeir em með tvo Rússa í læri sem koma til með að taka við af þeim eftir að við höfum kostað þá í nám við virta evrópska háskóla í fræðigreininni. Við höfum alltaf lagt áherslu á að búa vel að starfsfólki okkar enda skilar það sér margfalt til baka að fólk sé ánægt. Þegar efnahagskreppan reið yfir landið fyrir tæpum tveimum ámm missti stór hluti vinnufærra manna vinnuna en við sögðum engum upp hjá okkur og gerðum allt sem í okkar valdi stóð til þess að fólk þyrfti ekki að vinna minna. Laun era mjög lág í Rússlandi en við borgum 300 dollara á mánuði fyrir hefðbundin verka- mannastörf sem er um helmingi meira en gengur og gerist á mark- aðnum. Eins bjóðum við upp á mjög góðan og hollan mat í mötuneyti fyr- irtækisins og er fæðið þar niður- greitt." Aðspurðir segjast þeir ætla halda áfram að framleiða áfenga gosdrykki þótt megináherslan verði á bjór. Ársframleiðslan á áfenga gosinu era um 20 milljón lítra og er það allt fyrir innanlandsmarkað en þetta er um 30% markaðshlutdeild. Mafian: eitthvað sem á að varast Rússneskt viðskiptalíf er gjörólíkt því sem við þekkjum á Vesturlönd- um og því mjög flókið fyrir Vestur- landabúa að koma sér inn í kerfið. Að sögn Björgólfs er kerfið mjög svifaseint og erfitt í Rússlandi þá ekki síst í áfengisgeiranum þar sem mjög háir skattar era á áfengi. „Því höfum við bragðið á það ráð að vera með okkar eigin lögfræðideild sem annast slík mál fyrir Bravo. Það er sífellt verið að breyta reglugerðum og nauðsynlegt að fylgjast vel með. Við höfum tvisvar farið í prófmál við ríkið og unnið í bæði skiptin þannig að ríkið þurfti að breyta lögum í samræmi við niðurstöðu réttarins. Því er oft leitað til okkar lögfræð- inga um ýmis málefni sem tengjast bjóriðnaðinum. Það skiptir líka miklu að við höfum alltaf greitt okk- ar skatta og ekki reynt að komast undan því en skattar era mjög háir í Rússlandi og mjög algengt að menn reyni að komast undan því að greiða þá. Rússneskt bókhald er líka mjög sérstakt en það er einungis haldið fyrir skattinn. Þvi eram við með okkar bókhaldskerfi sem okkar tölvudeild sérsmíðaði fyrir okkur þar sem allt er gert upp jafnóðum þannig að við vitum dag frá degi hver okkar staða er sem er mjög ólíkt því sem gengur og gerist í rúss- nesku viðskiptalífí," segir Björgólf- ur Thor. Rússneska mafían er vel þekkt fyrirbæri á Vesturlöndum og er það ekki síst fjölmiðlum að þakka. Aðspurðir segjast Björgólfur Thor og Magnús vera orðnir vanir því að fá spurningar um tengsl sín við mafíuna enda virðist sú skoðun vera nokkuð almenn á Islandi að ekki sé hægt að eiga viðskipti í Rússlandi öðravísi en að tengjast henni á einn eða annan hátt. „Kannski vegna þess hversu óvan- ir við Islendingar eram svona vinnu- brögðum. Líka vegna þess að við höfum getað gert þetta án þess að þiggja hjálp frá óprúttnum náung- um. Það er hins vegar uppi sá mis- skilningur að mafían hér sé ein stór samtök sem stjómi öllu. Sem er eins gott að er ekki rétt heldur era þetta margar klíkur, peninga- og valda- klíkur. Við þekkjum líka klíkur í ís- lensku viðskiptalífi sem stjórna því sem þar gerist. Lagaumhverfið er aftur á móti öðruvísi í Rússlandi og menn komast því upp með meira en gengur og ger- ist í flestum vestrænum ríkjum." Björgólfur bætir við að eðli hópa sem þessara er að þeir era eins og hákarlar sem sækja í bráð sem er særð. Ef þeir sjá fyrirtæki sem er í vandræðum með skatta, byggingar- leyfi, breytingu úr ríkisfyrirtæki í einkafyrirtæki þá koma þeir til að- stoðar til að byrja með og reyna síð- an að blóðmjólka bráðina. „Höfum orðið varir við misskilning á meðal fólks á íslandi sem virðist telja að við séum undir verndarvæng mafíunn- ar. Það er kannski það að við eram með mjög stranga öryggisgæslu í bjórverksmiðjunni og það verða allir að gera grein fyrir sér þegar þeir koma hingað. Öryggisverðimir era vopnaðir og það er leitað á fólki. Ég er ekki að segja að þetta sé það sem við viljum en þetta er því miður nauðsynlegt hér í Rússlandi og er al- mennt í fyrirtækjum. Þetta er hins vegar eina verndin sem við greiðum fyrir. Þetta er heldur ekkert eins- dæmi heldur er þetta mjög algengt hjá fyrirtækjum víða um heiminn. Hvað varðar rússnesku mafíuna þá hefur hún verið vinsælt umræðuefni vestrænna fjölmiðla og það mótar að sjálfsögðu skoðanir fólks. En því miður þá finnum við mafíur alls stað- ar í heiminum. Einungis er misjafnt hve mikil umræðan er. Við höfum lent í vandræðum og fólk hefur reynt að hafa af okkur fé en við tökum á hverju máli fyrir sig og reynt að láta fara lítið fyrir okkur hér til þess að forðast að vekja at- hygli misjafnra aðila. Þegar við kom- um hingað fýrst fyrir sjö árum þá sá- á um við marga ævintýramenn lenda í hinum ýmsu atvikum þar sem menn hafa verið sviknir og þurft að flýja úr landi með skottið á milli lappanna. Það þarf að gæta sín á aðilum sem bjóða manni að fara styttri leiðina í gegnum rússneska kerfið með að- stoð veltengdra Rússa. En þetta era gylliboð sem ganga aldrei upp þar sem það er ekki um neina styttri leið að ræða,“ segir Björgólfur Thor. Ekkert fararsnið á félögunum í Sankti Pétursborg Það hafa skipst á skin og skúrir á þeim sjö áram sem era liðin frá þvi að þeir lögðu land undir fót til þess að koma upp gosdrykkjaverksmiðju í Rússlandi. En skyldi aldrei hafa hvarflað að þeim að gefast upp? „Nei, í raun ekki,“ segja þeir báð- ir. „En þetta hefði aldrei gengið upp nema afþví að við eram hálfklikkaðir eins og Islendingum einum sæmir. Við lögðum allt undir og ætluðum ekki að gefast upp. Rússland hefur breyst gífurlega á fáum áram og ekkert víst að við hefðum haldið áfram í upphafi ef við hefðum vitað hvað við ættum eftir að ganga í gegnum. Eins á stoltið ríkan þátt í að við lögðum aldrei árar í bát og við er- um hvergi nærri hættir. Það hefur alltaf verið stefna hjá okkur að leggja hagnað af rekstri beint inn í fyrirtækið aftur og að hafa yfirbygg- ingu sem minnsta. Þetta hefur skilað árangri, meðal annars skilaði bjór- verksmiðjan hagnaði strax á fyrsta ári. Eitthvað sem engum datt í hug að okkur tækist,“ ségja þeir Björg- ólfur Thor og Magnús. MÍi Aðalfundur Össurar hf. Aöalfundur Össurar hf. veröur haldinn á Grand Hótel, Sigtúni 38, Reykjavtk, föstudaginn 24. mars 2000, og hefst hann kl. 16.00. Á dagskrá fundarins verða: / Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt grein 4.02 í samþykktum félagsins. 2 Tillaga til breytinga á grein 2.01 í samþykktum félagsins. Lagt er til aö stjórn félagsins veröi heimilaö aö hækka hlutafé félagsins í áföngum um allt aö kr. 70.000.000, þar sem aö hluta til veröi vikiö frá forgangsrétti hluthafa. I 9 Tillaga um heimild til stjórnar til kaupa á eigin hlutabréfum félagsins samkvæmt 55. grein hlutafélagalaga. I ■ A .. I T Onnur mál sem eru löglega borin fram. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins, ásamt skýrslu endurskoöenda, munu vera hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins aö Grjóthálsi 5, ReykjaVík, viku fyrir aðalfund. Reikningar hafa einnig veriö birtir á heimasíöu félagsins sem er www.ossur.is. Aögöngumiöar og atkvæöaseölar veröa afhent á fundarstaö. Reykjavík, 10. mars 2000 Stjórn Ossurar hf. www.ossur.ls QSS.gR,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.