Morgunblaðið - 23.03.2000, Page 10
FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
£.
Nýj ar víddir
að opnast í
þjónustu
Islensk miðlun ehf. býr yfír áralangri
reynslu af starfí að markaðs- og upplýsinga-
málum, markhópavinnslu, sölu og eftir-
fylgni markpósts en fyrir tæpu ári urðu
þáttaskil í starfseminni. Hafíst var handa
við uppbyggingu fjarvinnslustöðva víðs veg-
ar um landið og nú þegar rekur fyrirtækið
níu slíkar. Soffía Ilaraldsdóttir kynnti sér
hvernig starfsemin gengi og hvað væri
framundan hjá Islenskri miðlun.
Fjarvinnslustöðvar íslenskrar miðlunar ehf.
„„ » cjm Raufarhöfn
Suöureyr^g^j^^g^^.^ ólafsfj
, ° Ísáfjörí
Stöðvarfjörður
Skipulag
árið 2000
Fjarvinnslustöðvar
STJÓRN
Framkvæmdastjóri
Fjármál O 0) ‘g 0) co m >3 0)
3 & 3
Tækníver 3 3 "O’ & g. *v
C/> ö>
Starfsm.hald o — s —
Markaðsmál
m
O:
C
I
s
c:
3
I'
5=
o:
3
S
OÍ
ISLENSK miðlun ehf. er 10 ára
gamalt upplýsmgatæknifyrir-
tæki sem sérhæfír sig í mark-
aðs- og upplýsingamálum.
Uppbygging þess á landsbyggðinni
hófst í apríl á síðasta ári þegar íyrsta
fjarvinnslustöðin var sett á laggimar
á Raufarhöfn en á þessu tæpa ári sem
liðið er hefur fjarvinnslustöðvunum
t'" 51gað í níu og þar af eru átta utan
eykjavíkur. Sú íyrsta er, eins og áð-
ur sagði, staðsett á Raufarhöfn en
einnig eru starfræktar fjarvinnslu-
stöðvar á Stöðvarfírði, ísafirði, Bol-
ungarvík, Suðureyri, Þingeyri, Ólafs-
fírði og í Hrísey.
Fjarvinnslustöðvamar em tengdar
saman ígegnum ATM-net Landssím-
ans en Islensk miðlun hefur yfir öfl-
ugum víðnets- og fjarfundabúnaði að
ráða sem gerir fyrirtækinu kleift að
flytja gögn, myndir og hljóð á milli
staða með meiri gæðum og meira ör-
yggi en áður.
Næg kvöldverkefni en
skortur á dagverkefnum
Andri Þór Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri íslenskar miðlunar,
segir að frekari fjölgun fjarvinnslu-
stöðva sé fyrirhuguð. Það velti þó á
þeim verkefnum sem fáist, hagkvæm-
ara gæti reynst að stækka þær stöðv-
ar sem fyrir em.
„Staðan er einfaldlega sú að við
höfum nóg af kvöldverkefnum, erum
bókuð fram á mitt sumar og gætum
nú þegar bætt við okkur fjarvinnslu-
stöðvum sem opnar em á kvöldin.
Megináhersla söludeildar fyrirtækis-
ins nú er að fjölga dagverkefnum en
stöðvamar í Hrísey og Ólafsfirði em
til dæmis ennþá einungis opnar á
kvöldin.
Ég tel því Ijóst, að á næstu mánuð-
um munum við einbeita okkur að því
að ná upp nýtingunni á öllum núver-
andi stöðvum áður en fleiri staðir
verða byggðir upp.“
Vaxtarhraði Islenskrar miðlunar
var slíkur á síðastliðnu ári að starfs-
mannafjöldi fór úr 30 í 150 á nokkmm
mánuðum. Andri segir þennan mikla
vöxt hafa leitt til þess að markviss
skipulagning innan fyrirtækisins hafi
setið á hakanum allt fram til loka árs-
ins. í desember var hins vegar skipt
um gír, nýir stjómendur bættust í
hópinn og tekið var til við að móta
betur stefnu og skipulag fyrirtækis-
ins. Hann segir það hafa verið nauð-
synlegt skref í uppbyggingu þess því
að starfsemin hafi þróast á annan hátt
en upphaflega var gert ráð fyrir.
„Menn töldu að það mundi ganga
hraðar fyrir sig að ríkið flytti verkefni
yfir en það gekk ekki eftir og þess
vegna riðlaðist þetta svolítið. Sam-
kvæmt yfirlýsingum viðskiptaráð-
herra er aukinn kraftur í því starfi og
við bindum vonir við að árangur af því
verði sýniiegur á næstunni,“ segir
Andri.
Stefnt að sameiningu fjar-
vinnslustöðva og móðurfélags
Stærstu hluthafar og stofnendur
íslenskrar miðlunar em hjónin Svav-
ar Kristinsson, sem jafnframt er
stjómarformaður fyrirtækisins, og
Karólína S. Hróðmarsdóttir. Auk
þeirra situr Ámi Sigfússon í stjóm
fyrirtækisins fyrir hönd Tæknivals
hf„ sem á um fjórðungshlut. Þá eiga
nokkrir einstaklingar minni hluti.
Þetta á við um móðurfélagið en fjar-
vinnslustöðvar fyrirtækisins hafa frá
upphafi verið reknar sem dóttur- og
hlutdeildarfélög og í samstarfi við
önnur fyrirtæki og stofnanir, sem
eiga gjaman hagsmuna að gæta á
þeim stöðum sem stöðvamar em
starfræktar á. Því lengist hluthafa-
listinn töluvert þegar til em taldir all-
ir þeir sem eiga hluti í fjarvinnslu-
stöðvunum.
Fram til þessa hafa dótturfélögin
starfað samkvæmt samningum við
móðurfélagið, sem ber ábyrgð á öllu
kynningar- og markaðsstarfi og verk-
efnaöflun fyrir samstæðuna auk þess
að sjá um sameiginlega þætti á borð
við tæknimál, fræðslumál, gæðaeftir-
lit, starfsmannamál og launamál.
Andri segir fyrirhugað að breyta
þessu formi. Stefnt sé að því að fjar-
vinnslustöðvamar verði sameinaðar
móðurfélaginu og reknar sem deildir
innan fyrirtækisins.
Þetta segir hann vera lykilatriði í
stefnu fyrirtækisins.
Andri segir að einungis viðskipta-
leg sjónarmið hafi ráðið því að Islensk
miðlun hóf að setja á fót fjarvinnslu-
stöðvar úti á landsbyggðinni. Verð á
húsnæði hafi til dæmis haft sitt að
segja enda húsnæði mjög dýrt í
Reykjavík.
„Mestu réð þó hversu há starfe-
mannaveltan er í Reykjavík, eða um
25-30%. Okkur hefur haldist mun bet-
ur á starfsfólki á landsbyggðinni. Við
leggjum gríðarlega fjármuni í að
þjálfa upp allt þetta fólk og viljum því
ekki missa það.“
f Þettaerfull-
komnasta kerfi
sinnar tegundar í
Evrópu og í fyrsta
skipti á heimsvísu
sem það er sett
upp með þeim
hætti sem hér er
gert. £
Hann segir það mikinn misskiining
að fyrirtækið fái ódýrara vinnuafl úti
á landsbyggðinni enda sé rekin sama
launastefna í öllu fyiirtækinu.
„Það er tvennt sem skiptir megin-
máli í rekstri þessa fyrirtækis“, segir
Andri. „Það eru annars vegar tækni-
legir yfirburðir sem við njótum m.a.
með tilkomu samskiptavers, hins veg-
ar hæft sérþjálfað starfsfólk."
Ekki byggt á úthringi-
þjónustu í framtíðinni
Af skipuriti fyrirtækisins má sjá að
meginsvið fyrirtækisins eru fjögur:
gagnavinnsla, samskiptaver, fjar-
fundasvið og sölu- og úthringisvið.
Stoðdeildimar eru einnig fjórar: fjár-
mál, tækniver, starfsmannahald og
markaðsmál. Fjarvinnslustöðvar fyr-
irtækisins um allt land mynda svo
þriðju víddina og eru nokkurs konar
verksalar sem meginsviðin kaupa
þjónustu af en njóta jafnframt þjón-
ustu stoðdeildanna.
Úthringiþjónustan er sú þjónusta
sem fyrirtækið hefur byggt á og þar
er mesta umfangið í dag. Svo verður
þó ekki í íramtíðinni, að sögn Andra.
Þjónustan lýtur í megindráttum að
beinum söluverkefnum, bæði á dag-
inn og kvöldin, auk þess sem fyrir-
tækjum er veitt ýmiss konar aðstoð í
markaðs- og auglýsingamálum, s.s.
við að fylgja eftir markpósti og gera
skoðanakannanir.
Gagnavinnslusvið fyrirtækisins
tekur að sér skráningu og söfnun á
ýmiss konar gögnum á margs konar
formi auk þess að annast úrvinnslu
gagna, markhópagreiningar og aðra
sérhæfða gagnaþjónustu.
Þá er fjarfundasviðið. Verið er að
byggja upp fjarfundanet sem skilar
mun betri mynd og hljóði en áður hef-
ur þekkst hérlendis. Fyrirtækið
stefnir að því að verða öflugur þjón-
ustuaðili á þessu sviði fjarskiptamála
og hefur nú þegar fjárfest í og sett
upp fjarfundabúnað á öllum fjar-
vinnslustöðvunum.
Stærsta einstaka fjárfesting fyrir-
tækisins liggur þó í tækjabúnaði
þeirrar deildar sem kallast sam-
sldptaver (e. contact center) en verið
er að setja þann búnað upp í nánu
samstarfi við framleiðandann, Cisco
og söluaðila þeirra hérlendis, Tækni-
val. Andri segir búnaðinn munu opna
nýjar víddir í þjónustu fyrirtækisins
en þetta mun vera fullkomnasta kerfi
sinnar tegundar í Evrópu og í fyrsta
skipti á heimsvísu sem það er sett upp
með þeim hætti sem hér er gert, þ.e.
þar sem margar landfræðilega dreifð-
ar stöðvar eru tengdar saman í eitt
samskiptaver. Uppsetning búnaðar-
ins hófst í lok janúar og lýkur væntan-
legaánæstuvikum.
Sameiginleg
vöfrun
Fritz Már Jörgensson, fram-
kvæmdastjóri samskiptaversins, seg-
ir þá þjónustu, sem samskiptaverið
bjóði upp á, eiga rætur að rekja til
svokallaðra símaþjónustuvera (e. call
centers) sem þekkist víða. Símaþjón-
ustuverin hafi verið að þróast í það að
verða samskiptaver þar sem við-
skiptavinir noti ekki lengur símtöl
eingöngu þegar þeir sækja sér þjón-
ustu, heldur noti þeir tölvupóst og
Netið í vaxandi mæli.
„Að mínu mati mun samskiptaverið
skapa viðskiptavinum okkar sam-
keppnisforskot með ýmsum hætti.
Við getum til dæmis stytt svartíma,
staðlað svörun, safnað mikilvægum
markaðsupplýsingum og gert tölvu-
póst að öflugra markaðstæki. Mögu-
leikar samskiptaversins eru nánast
ótæmandi en miða allir að sama
marki; að bæta þjónustuna og auka
Rýmislausn # 7
Hefðbundinn lager með
göngum milli rekka.
+42%
Með MOVO
brautarrekkum má
spara 42% plássins og
nýta það undir annað
... eða stækka lagerinn
um 83% án þess að
stækka húsnæðió.
Er lagerinn sprunginn?
| Þaó er algengt vandamál að lagerhúsnæði fýllist vegna aukinna umsvifa. Hefðbundin lausn er að
«■ byggja nýtt lagerhúsnæði. Slíkar framkvæmdir eru þó oft á tíðum óþarfar.
” Við hjá Rými erum meó lausnina á þessu vandamáli. Með MOVO brautarekkum getum við
hannað lausnirsem eru bæði þægilegarog henta núverandi húsnæði. Með MOVO getur þú
frestað nýju lagerbyggingunni og náó hámarksnýtingu út úr núverandi húsnæði.
R lYl
M Q
Háteigsvegi 7
Reykjavík
Sfmi 511 1100
rymi@rymi.is
Rými ehf. er nýtt dótturfyrirtæki HF. Ofnasmiójunnar
Éiifaiffil
ffía úttekt
á þínu lagerrými
sfmi 511 1100
Pantaðu „Lager-
stjórann“ ffá Rými
nýjan bækling sem
kynnir nauðsynleg
hjálpartæki fýrir
lagerstjóra.