Morgunblaðið - 23.03.2000, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 23.03.2000, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 C lí VIÐSKIPTI Morgunblaðið/Golli Andri Þór Guðmundsson framkvæmdastjóri og Fritz Már Jörgensson, framkvæmdastjóri samskiptavers. árangur viðskiptavinarins“, segir Fritz. Með tengingu Islenskrar miðlunar við gagnagrunn viðskiptavinarins verða símtöl til hans greind og flokk- uð niður á sérþjálfaða þjónustufull- trúa íslenskrar miðlunar sem geta verið staðsettir hvar sem er á landinu. Það sama á við um þann tölvupóst sem viðskiptavininum berst. Hann er greindur og sendur áfram á þjónustu- fulltrúa sem eru best til þess fallnir að svara. Fritz segir að samskiptaverið komi einnig til með að þjóna fyrirtækjum á Netinu í gegnum það sem kalla má sameiginlega vöfrun (e. collaborative browsing). Hann útskýrir hvað felst í því: „Aðeins um 30% þeirra sem heíja viðskipti á Netinu, ljúka þeim. Sem þýðir að 70% hætta við, vildu senni- lega mjög gjaman versla á Netinu en skortir líklega upplýsingar. Eg t.d. sé ekki á vefsíðunni hvort hugbúnaður- inn sem færir færsluna á kreditkortið mitt er samþykktur og studdur af kortafyrirtækinu mínu eða að ég er að 9 Menntölduað það mundi ganga hraðar fyrir sig að ríkið flytti verkefni yfir á kaupa mér tæki og sé ekki hvort það gengur í 220 volt. Ég vel því hnapp á vefsíðunni sem á stendur „hafa sam- band við þjónustufulltrúa“ og kemst þá, með hátalara og míkrófóni, í talsamband við þjónustufulltrúa sem er staddur á nákvæmlega sama stað og ég á Netinu og er þjálfaður í að veita þj ónustu á viðkomandi vefsvæði. Þannig aðstoðum við fyrirtækin auk þess sem við bætum mannlega þáttinn sem margir sakna af Netinu." Fritz segir að búnaður íslenskrar miðlunar geri ráð fyrir öllum þessum þáttum og prófanir muni brátt hefjast í samstarfi við nokkra viðskiptavini fyrirtækisins. Hann gerir ráð fyrir að það taki u.þ.b. 6 mánuði að ná um 80% nýtingu á hinum ýmsu þjónustuþátt- um kerfisins en segir siflcastagetuna gríðarlega mikla og ekki sjái fyrir endann á henni í nánustu framtíð. Fjárfestfyrir 250 milljónir króna á árinu Af þessu er ljóst að stór hluti þessa árs fer til frekari uppbyggingar fyrir- tækisins. „Við reiknum með að skila tapi á þessu ári líkt og á síðastliðnu ári,“ segir Andri. „Á næsta ári gerum við hins vegar ráð fyrir að fyrirtækið verði farið að skila hagnaði. Þetta verður ár uppbyggingar og ijárfestinga og við reiknum með að um mitt þetta ár muni fyrirtækið hafa fjárfest í samskiptabúnaði fyrir um 250 milljónir króna.“ Eftir .3-4 ár má, að sögn Andra, gera ráð fyrir að fyrirtækið fari á al- mennan hlutabréfamarkað. Þangað til segir hann að fyrirtækið muni afla fjár í lokuðum útboðum og standa við- ræður við áhugasama fjárfesta nú yf- ir. Tangi hf. Aðalfundur Aðalfundur Tanga hf. á Vopnafirði verður haldinn í félagsheimilinu Miklagarði föstudaginn 7. apríl kl. 15. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 15. grein samþykkta félagsins. 2. Tillaga um heimild til félagsstjórnar til kaupa á eigin hlutum samkvæmt 2. og 3. mgr. 55. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Endanleg dagskrá, tillögur og ársreikningar fyrir árið 1999 munu liggja frammi á skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfund. Fundargögn verða afhent á fundarstað. Stjórn Tanga hf. verður haldinn föstudaginn 24. mars 2000, kl. 16.00. Fundarstaður: Grand Hótel Reykjavík. Dagskrd 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 17. grein félagssamþykkta. 2. Tillaga að breytingum á samþykktum. 3. Tillaga um heimild til félagsstjómar um kaup á eigin hlutum. 4. Önnur mál. Aðgöngumiðar verða afhentir á skrifstofu félagsins, Kringlunni 5, 5. hæð, frá 17. mars til kl. 12.00 á fundardaginn. SJOVÁulaALMENNAR Traustur þáttur í tilverunni BAUGupf Aðalfundur Aðalfundur Baugs hf. verður haldinn fimmtudaginn 23. mars nk. í A-sal Hótel Sögu, 2. hæð, kl. 16.00. Dagskrá fundarins skv. samþykktum félagsins: 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemina á liðnu ári. 2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt ® y skýrslu endurskoðanda lagður fram til samþykktar. 3. Tekin ákvörðun um hvernig skuli fara með tap eða hagnað og um arð og framlög í varasjóð. 4. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna fyrir störf þeirra á starfsárinu. 5. Breytingar á samþykktum. 6. Stjórn félagsins kjörin og endurskoðandi. 7. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin. 4 Stjórn Baugs hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.