Morgunblaðið - 23.03.2000, Side 14

Morgunblaðið - 23.03.2000, Side 14
 14 C FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI UJE FOUND A DOZEN BUGS IN THE SOFT- LJARE YOU r—~~ SOLD US. Við fundum ótal bögga í hug- búnaðinum sem þú seldir okk SORRY. . .1 UIAS OVERCOIAE BY AN EVIL EUPHORIA. I GUESS UJE HAVE TO PAY. UJE HAVE NO CHOICE! m CCP þróar tölvuleik fyrir Netið Andstæðingar og samherjar af holdi og bldði Tölvuleikjafyrirtækið CCP ehf. í Reykja- iv vík vinnur nú að gerð framúrstefnulegs tölvuleikjar sem ætlaður er fyrir heims- markað. Sverrir Sveinn Sigurðarson ræddi við Sigurð Arnljótsson um viðskipti í raunheimi og sýndarveruleik Netsins. Tölvuleikjaíyrirtækið CCP hf. vinnur nú að þróun tölvuleiks sem fengið hef- ur vinnuheitið EVE. Leikurinn verður fjölþátttökuleikur Sem leikinn er á Netinu í varanleg- um sýndarveruleika heimi af fjölda þátttakenda sem spila með eða á móti hveijum öðrum, og greiðir hver spilari áskriftargjald fyrir þátttöku í leiknum. CCP er meðal fyrstu fyrirtækja sem þróar leik af þessari gerð en aðeins þrír leikjatitlar af fjölþátt- tökuleikjum hafa komið á markað í heiminum, samanborið við þúsundir titla af hefðbundnari tölvuleikjum. Fjölþátttökuleikir hafa náð mikl- um vinsældum og eru um 160 til rúmlega 200 þúsund einstaklingar virkir leikendur í hverjum hinna þriggja fjölþátttökuleikja sem kom- ið hafa á markað, og er ljóst að fleiri slíkra leilqa er að vænta á markað á næstunni. Sigurður Arnljótsson, fram- kvæmdastjóri CCP ehf., segir í samtali við Morgunblaðið að þessi markaður sé í örum vexti og að samkeppnin muni aukast. „Við telj- um hins vegar að við séum komnir lengra á veg en aðrir og með mjög góða hugmynd og sterka liðsheild sem vinnur að þessu verki. Þetta er nýtt form og markaðurinn í vexti. Kannski hafa fæstir tölvuleikjaspil- arar í dag kynnst þessu formi, en það mun margfaldast fjöldi þeirra sem munu spila þessa gerð af tölvu- leikjum," segir Sigurður. Tölvuleikjaiðnaðurinn nálgast kvikmyndaiðnaðinn „Tölvuleikjamarkaðurinn er að verða eins stór og kvikmyndaiðnað- urinn í Bandaríkjunum. Stærð markaðarins þar í landi fyrir tölvu- leiki er rúmir 460 milljarðar króna, en sagt er að 35% heimsmarkaðar- ins fyrir tölvuleiki sé í Bandaríkjun- um. Samanburðurinn við kvikmynda- iðnaðinn er dálítið merkilegur, því ýmsum finnst kvikmyndaiðnaðurinn vera mjög stór. Verðbréfafyrirtæki á Wall Street eru nú farin að gefa tölvuleikjafyrirtækjum meiri gaum,“ segir Sigurður. Hann segir að rannsóknafyrir- tækið Forrester Research spái því að markaðurinn í Bandaríkjunum fyrir tölvuleiki sem spilaðir eru á Netinu muni verða 1,6 milljarðar dollara árið 2001, sem jafngildir um 117 milljörðum króna, en nú sé markaðurinn fyrir þessa tegund leikja aðeins brot af þeirri upphæð. „Miðað við þá spá verða tekjur af „EVE er leikur sem maður tengii- sig inn í á Netinu og spilar hann þar í eins konar sýndarveruleik. Það er reiknað með að 100.000 manns geti spilað leikinn í einu en þessir fjöl- þátttöku leikir nefnast „massively multiplayer persistent world“ á ensku. Maður fer þarna inn og spilar leikinn og þegar maður skráir sig út er leikurinn ennþá í gangi hjá þeim sem eru tengdir inn einhvers staðar annars staðar. Raunar er heimurinn í gangi 24 tíma sólar- hringsins allan ársins hring. Þó þú sért ekki að spila er náman sem þú byggðir þarna í gær er ennþá á sama stað, en kannski er einhver annar búinn að byggja námu við hliðina á þér. Eða þá gæti verið að einhver væri búinn að sprengja hana fyrir þér! Leikurinn í sjálfu sér hefur ekk- ert eitt skýrt markmið, ekki frekar en lífið sjálft, heldur eru menn að byggja sig upp. Sumir vilja eiga stærsta og flottasta geimskipið, meðan aðrir vilja verða ríkastir. Enn aðrir vilja bara vera þarna að elta aðra leikmenn og skjóta þá nið- ur! Það sem gerir þetta leikjaform mjög skemmtilegt er að þú ert að spila við alvöru fólk og átt sam- skipti við það. Þetta er það magnað að þarna ertu að skemmta þér, þú þarft að hugsa og þú færð viðbrögð frá öðrum leikendum sem eru fólk af holdi og blóði eins og þú. Þetta Orrustuskip frá Minmatar flýr bardaga í sýndarveruleikaheimi tölvuleikjarins EVE, sem CCP í Reykjavík vinnur að. Myndin sýnir grafíkina eins og hún verður en leikurinn er kynntur á Netinu á slóðinni www.eve-online.com. Fjármagna sjálfir þróun leikjarins dreifingarfyrirtækja. „Þau eru sí- fellt á höttunum eftir leikjum. Þetta leikjaform er nýtt sem sést á þvi að aðeins hafa komið út þrír leikir sem bjóða upp á fjölþátttöku á Netinu. Við höfum rætt lauslega við dreif- ingaraðila og þeir eru mjög áhuga- samir um að fá svona leiki til sín í sölu og dreifingu,“ segir Sigurður að lokum. Að sögn Sigurðar er algengast að fyrirtæki sem þróa tölvuleiki fái til þess fjármagn frá dreifingaraðilum, og þeir síðarnefndu fái mestan hluta teknanna sem koma inn. Hins vegar mun CCP sjálft hafa fjár- mögnun vegna þróunar á EVE með höndum. Hann segir að þróun leiksins hafi verið fjármögnuð með verkefnum sem CCP tók að sér að vinna fyrir aðra aðila. Einnig er stefnt að hlutafjáraukningu. Kaupþing mun sjá um lokað útboð sem fara mun fram í byijun næsta mánaðar. „Við erum í betri samningsað- stöðu við útgefendur þar sem við erum komnir langt á Ieið og höfum fjármagnað sjálfir. Þá er áhættan ekki þeirra heldur okkar, og eru því tilbúnir til að semja á þann hátt sem er hagstæðari fyrir okkur,“ segir Sigurður. Átök og viðskipti á Netinu Fyrirgefðu... Djöfulleg Við neyðumsl víst til að borga. sæluvíma bar mig ofurliði. Við höfum ekki um annað að velja. - Afsakaðu snöggvast. Setjið fleiri bögga í hugbúnaðinn! Eg er að stórgræða ó þessu! Ég er farinn að hafa efasemdir um þó stefnu fyrirtækisins að skipta beint við framleiðandann. Sigurður Arnljótsson, framkvæmdastjóri CCP ehf.: „Tölvuleikjamarkaður- inn er að verða eins stór og kvikmyndaiðnaðurinn í Bandaríkjunum." áskrift í fjölþátttökuleikjum í Bandaríkjunum meiri en tekjur eru í dag af tölvuleikjum sem seldir eru á CD-Rom geisladiskum. Hvað fjöl- þátttökuleiki varðar er tekjumódel- ið með þeim hætti að í raun væri hægt að gefa geisladiskinn sem leikurinn er á, það eru áskriftar- tekjurnar sem skipta megin máli,“ segir Sigurður. Aðspurður hvemig leikurinn verði markaðssettur erlendis segir Sigurður að markaðssetningin muni fara fram gegnum eitt hinna stóru YOU CAN'T CHARGE US TO FIX YOUR OUN DEFECTIVE É PRODUCT! Þú getur ekki lótið okkur borga fyrir að gera við gallaðan hugbúnað fró sjólfum þér! PUT tAORE BUGS IN THE SOFTUJARE! I'ÍA IAAKING A VjORTUNE OUT HERE! I'IA STARTING TO QUESTION OUR SINGLE SOURCE . , STRATEGY. 0JE CAN FIX THESE BUGS FOR SiO.OOO.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.