Morgunblaðið - 23.03.2000, Síða 15

Morgunblaðið - 23.03.2000, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 23. MARS 2000 C 15 gefur þér meira en að sitja aðgerða- laus og horfa á sjónvarp svo dæmi sé tekið,“ segir Sigurður. Hann segir að markhópurinn fyr- ir tölvuleik af þessu tagi sé fólk á al- drinum 18 til 45 ára, en flestir séu á aldrinum 18-25 ára. CCP hefur opnað kynningarsíðu fyrir EVE sem finna má á slóðinni www.eve- online.com. Stofnað af tveimur tölvuleikjaáhugamönnum CCP hf. var stofnað árið 1997 af tveimur einstaklingum, Reyni Harðarsyni sem áður var yfir hönn- unardeild OZ.COM og Þórólfi Beck sem áður rak myndbandaskólann. „Þessir tveir eru að sjálfsögðu mikilr tölvuleikjaspilarar og ólust upp við tölvuleiki. Þetta hefur lengi verið draumur þeirra að búa til þessa gerð af tölvuleikjum, í raun frá því áður en svona leikir höfðu verið gerðir,“ segir Sigurður. Hann segir að hugmyndin að leiknum EVE hafi blundað með þeim Reyni og Þórólfi frá níunda áratugnum, en þá var leikur sem hét Elite sem var spilaður á BBC- tölvum, og var hann „geimbardaga og kaupsýslu'-leikur eins og EVE. „I leiknum Elite var aðeins einn leikmaður og kom þá upp sú hug- mynd að það væri gaman ef maður gæti spilað með vinum sínum og hitt annað fólk. Þeir eru búnir að eiga sér þann draum að búa til svona tölvuleiki frá því að þeir voru 12 ára strákar. Það eru raunar fleiri starfsmenn hér hjá fyrirtækinu sem hafa farið út í þennan bransa að vinna við forritun og tölvugrafík í gegnum áhuga á tölvuleikjum. Það má án efa segja það sama um meirihluta forritara undir þrítugu,“ segir Sigurður. „Rétt eftir að þeir stofnuðu fynr- tækið árið 1997 sem þá hét Loki Margmiðlun ehf., tilkynnti annað fyrirtæki að það hefði þróað þessa gerð af leik sem spilaður er á Net- inu og er með „varanlegum heirni" á Netinu sem heldur áfram að vera til og þróast þótt þú slökkvir á tölv- unni og hverfir frá einhverja stund. Þetta er kallað „online persistent world“ leikur á ensku. Svo gerðist ekki mikið á þessu sviði fyrr en árið 1999 að tveir leikir til viðbótar komu á markað." Þessir þrír leikir heita Ultima Online (www.ultimaonline.com), Everquest (www.everquest.com) og Asherons Call (www.asherons- call.com). Taka má fram að tekjur framleiðenda af hverjum hinna þriggja leikja eru nú yfir 100 millj- ónir króna á mánuði. Sýndarfasteignir til sölu Sigurður segir að leikurinn og þessi heimur sem hann er leikinn í sé tekinn það alvarlega af 'sumum, að á uppboðsvefnum eBay eru seld- ar sýndarveruleika-eignir sem er að finna í sýndarveruleikaheimi allra þessara Netleikja. „Það var seldur „kastali" um dag- inn fyrir 5.000 dollara í alvöru pen- ingum. í staðinn fékk kaupandinn kastala sem einhver annar var búinn að eyða tíma í að byggja upp með því að spila í Ultima Online leiknum í marga mánuði. Þetta eru þátttakendur í leiknum að kaupa og selja, en þeir sem bjuggu til leikinn koma hvergi nærri! Þetta er nýr markaður og tæknin sem til er í dag býður upp á að tölvuleikur af þessu tagi sé hannað- ur. Þær tengingar við Netið sem al- gengastar eru í dag eru nægjanleg- ar til að hægt sé að spila leik af þessu tagi. Þær tafir sem geta orðið í nettengingu í dag eru ekki það miklar að þær hafi áhrif á gang leiksins," segir Sigurður. I janúar árið 1999 hóf Sigurður störf sem framkvæmdastjóri fyrir- tækisins og var hann þar með þriðji starfsmaður fyrirtæksins. Síðan þá hefur starfsmönnum fjölgað og eru þeir nú alls 16. Þeir sem starfa hjá CCP eru að meginhluta grafískir hönnuðir sem hanna í tvívídd og þrívídd. Einnig eru þrír forritarar starfandi hjá fyrirtækinu og eru ráðagerðir um að fjölga þeim um einn. „Svona leikjafyrirtæki eru ekki sérlega stór. Til dæmis er Id Alcan gefst ekki upp Software, sem hannar Quake-leik- ina, með fjórtán starfsmenn. En svo eru þeir oft með undirverktaka til dæmis við að skapa hljóð í leikina og slíkt,“ segir Sigurður. Kemur á markað árið 2001 Reiknað er með að leikurinn EVE verði frumprófaður í lok sept- ember á þessu ári og að hann fari svo á markað árið 2001. „Það tekur venjulega um 18 mánuði að þróa tölvuleik. Við erum komnir nokkuð langt í þróunarferlinu en ætlum að gefa okkur góðan tíma til að fín- pússa smáatriðin,“ segir Sigurður. Að sögn Sigurðar munu þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í leiknum kaupa sér leikinn á geisladiski, og skrá sig svo til þátttöku á Netinu, og segir Sigurður segir að mánað- argjald í leiknum verði 10 dollarar, eða um 730 krónur samkvæmt nú- gildandi gengi. í Bandaríkjunum er fast gjald fyrir að fara á Netið óháð tímalengd notkunar og er Sigurður þeirrar skoðunar að á endanum muni þetta að öllum líkindum verða með ein- hverjum slíkum hætti hér einnig. Þegar greitt er fyrir netaðgang og símakostnað eftir tímanotkun getur þátttaka í tölvuleik af þessu tagi hins vegar orðið töluvert dýr. CCP stefnir að því að þróa fleiri tölvuleiki sem spilaðir eru á Netinu eftir að EVE hefur verið markaðs- settur. „Við höfum byrjað á dálítilli hugmyndavinnu en það er ekki komið lengra. Við erum að einbeita okkur að EVE núna, en áður en sá leikur klárast mun hluti hópsins byrja á að undirbúa gerð næsta leikjar. Við trúum því að framtíðin sé í þessari gerð leikja með sýndar- veruleik. EVE verður gerður fyrir PC- tölvur en næsti leikur verður lík- lega framleiddur fyrir X-Box leikja- tölvu Microsoft. Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. KANADÍSKA álfyrirtækið Alcan ætlar að freista annarrar tilraunar til samruna við franska Pechiney eftir að framkvæmdasijórn Evrópusambandsins, ESB, hafði ákveðið að hafna því þar sem það skerti samkeppni. Alcan dró um- sókn sína til baka er ljóst var að ESB myndi hafna henni. Eftir á sagði Mario Monti, sem fer með samkeppnismál í framkvæmda- stjóm ESB, í samtali við Financial Times að nauðsynlegt væri að dýpka sameiginlega evrópska markaðinn svo ESB gæti verið frjálslyndara í samkeppnismati sínu. Alcan hafði farið fram á að ESB samþykkti annars vegar samruna við Pechiney, en hins vegar við Alugroup, eiganda Alusuisse, sem á álverksmiðjuna í Straumsvík. Samruni Alcan og Alugroup var samþykktur, en þegar ljóst var að samrunanum við Pechiney yrði SPH - Fyrirtæki og fjárfestar hafa valið Advanced Micro Devices (AMD) sem fyrirtæki mánaðarins. AMD er meðal stærstu örgjörva- framleiðenda í heimi. Hægt er að fjárfesta í fyrirtæki mánaðarins hjá SPH fyrir 0,5% þóknun í stað 0,75% þóknunar. Að sögn sérfræðinga hjá SPH hef- ur AMD náð að minnka forskot ris- ans Intel á örgjörvamarkaðinum og var íyrst til að kynna 1 GHz ör- gjörva. „Ekki er ólíklegt að AMD hafnað dró Alcan þann samruna til baka í fyrradag, daginn sem fram- kvæmdastjórnin birti úrskurð sinn. Alcan hyggst nú gera nýja áætl- un og leggja hana fyrir ESB svo að úr verði samruni þessara þriggja fyrirtækja í eitt, APA, sem þá yrði annað stærsta álíyrirtæki í heimi, næst á eftir bandarfska Alcoa. Af hálfu Alcan var því lýst yfir að ný áætlun mætti þó ekki draga úr þeim samlegðaráhrifum, sem hinn upphaflegi samruni átti að skapa. Eftir ákvörðunina sagði Monti að framkvæmdastjórnin hefði áhyggjur af því hvemig ætti ann- ars vegar að gæta hagsmuna evrópskra fyrirtækja og leyfa þeim að vaxa og hins vegar að gæta hagsmuna neytenda og lítilla fyrirtækja. Það yrði best gert með því að leggja meiri áherslu á sam- eiginlega markaðinn í stað mark- aðs einstakra landa. geti nýtt sér erfiðleika í framleiðslu hjá Intel til að auka markaðshlut- deild sína enn frekar og kemur hinn nýi 1 GHz þar við sögu.“Að sögn sérfræðinga SPH er AMD með fjöl- breytta starfsemi sem tekur að miklu leyti til vaxtageira nútímans, þ.e. tölvu og fjarskipta og hefur fyr- irtækið svigrúm til framleiðsluaukn- ingar. Væntanlegt gengi á hlutabréfum AMD innan 12 mánaða, að mati SPH, er 72 dollarar. Planet Pulse kaupir Aerobic Sport PLANET Pulse, heilsuræktar- stöð í eigu Jónínu Benedikts- dóttur og Júlíu Þorvaldsdóttur, hefur keypt líkamsræktarstöð- ina Aerobic Sport. Seljandi er Sprækur ehf., sem er í eigu Magnúsar Schev- ing, Guðlaugs Magnússonar og Karls Sigurðssonar. Júlía Þorvaldsdóttir segir að tilgangurinn með kaupunum sé að hagræða í rekstri. Einstak- lingum muni samfara þeim verða veittir fleiri valmöguleik- ar í þjónustu á sviði heilsurækt- ar. „Við hugsum þetta þannig að í framtíðinni muni fólk geta keypt kort sem gildir í báðum stöðvunum. Rekstri Aerobic Sport verður breytt að ein- hverju leyti, en ekki á neinn rót- tækan hátt eins og er.“ Hún segir að áfram verði boð- ið upp á einkaþjálfun og að við- skiptavinir geti valið milli nokk- urra tegunda korta í stöðina. Sams konar sölukerfi verði í báðum stöðvunum, þrátt fyrir að ekki verði um sama verð að ræða í þeim. Að sögn Júlíu ráðgera eig- endur Planet Pulse að setja á stofn aðra heilsuræktarstöð á næstunni, fyrir utan þá sem tek- in verður í notkun á Grand hótel í haust. Mun sú stöð væntanlega verða í miðborg Reykjavíkur. AMD fyrirtæki mánaðarins hjá SPH FUNDARFERÐIR Fyrirtækjaþjónusta Flu$fé!a$sins Eitt símtal og allt er til reiðu á fundarstað Nýjunsf í þjónustu við íslensk fyrirtæki hvar sem er á landinu. Við bjóðum fyrirtækjum saman í pakka flugfar og fundaraðstöðu í dagsferðum til fimm helstu áfangastaða Flugfélags íslands sem eru: ísafjörður Akureyri Egilsstaðir Höfn í Hornafirði Vestmannaeyjar Fljúgið að morgni, vinnið á fundi yfir daginn og snúið aftur heim um kvöldið. Fundaraðstaða er í samstarfshótelum okkar á framangreindum áfangastöðum Eitt símtal - osf við sjáum um allan undirbúminy Við pöntum flugfar, akstur til og frá flugvelli á fundarstað, fundar- aðstöðu og veitingar og sjáum til þess að allur búnaður verði til reiðu á fundarstað. Pöntum gistingu, sé þess óskað, og tökum að okkur að skipuleggja skoðunarferðir eða aðrar útivistarferðir á fundarstað. Vittu ná umtalsverðum áranyri á næsta tundi? Hafðu strax samband við okkur í síma 570 3606 eða í tölvupósti: flugkort@airiceland.is Fínn kostnr á feráalöjum FLUGFELAG ISLANDS Flugfélag íslands, Reykjavíkurflugvelli, Air Iceland sími 570 3030, fax 570 3001, www.flugfelag.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.