Morgunblaðið - 23.03.2000, Page 16

Morgunblaðið - 23.03.2000, Page 16
Viðskiptablað Morgunbíaðsins Fimmtudagur 23. MARS 2000 Bakkavor semur við Kaupþing • BAKKAVÖR Group hf. hefurgert samning við Kaupþing hf. um umsjón með skrán- ingu fyrirtækisins á Verðbréfaþing Islands og útboöi á hlutabréf- um f fyrirtækinu. Þessi mynd var tekin við það tækifæri. Frávinstri: Þórður Pálsson, deild- arstjóri greiningar- deildar Kaupþings, Ágúst Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar Group hf., SigurðurEinarsson, forstjóri Kaupþings, Lýður Guðmundsson, framkvæmdastjóri BakkavararGroup hf., og Helgi Bergs, sér- fræðingur á tyrirtækja- sviði Kaupþings. Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Talna- könnunar, Tim C. Clarke, aðstoðarforstjóri alþjóða- deiidar IDG og Styrmir Guðlaugsson, útgefandi og stjórnarformaður Hemru. Talna- ”könnun hf. kaupir Tölvuheim • SKRIFAÐ hefur ver- ið undir kaupsamning milli Talnakönnunar hf. og Hemru ehf. um kaup Talnakönnunar á tímaritinu Tölvuheimi - PC World ísland og vefsíðunni Netheimi (heimur.is). Auk þess kaupir Talnakönnun af Hemru upplýsingaritið Vefinn, sem fjallar um vefsíður fyrirtækja og stofnana. í fréttatilkynningu um kaupin kemur fram að Tölvuheimur hefur komið út frá því í nóvember 1995 og er eina íslenska tíma- ritið á almennum markaði sem helgað er tölvum, Netinu og þróun upplýsinga- tækninnar. Tölvuheim- ur er íslenska útgáfan af PC World sem er útbreiddasta tölvu- tímarit í heimi en ritiö er gefiö út samkvæmt sérstökum samningi við útgáfurisann Inter- national Data Group (IDG). Samkvæmt könnunum lesa um 40.000 manns Tölvu- heim reglulega. Auk efnis sem þýtt er og staðfært frá PC World og fleiri IDG-tímaritum er stór hluti Tölvu- heims helgaður ís- lenskum veruleika tölvunnar og Netsins. Tölvuheimur kemur út 10 sinnum á ári. Samkomulag hefur orðið um að fyrirtækin muni hafa með sér samvinnu um út- gáfumál og mun Hemra veita nýjum út- gefanda Tölvuheims víðtæka aðstoð til að byrja með við útgáfu ritsins og þróun vefj- arins. Hemra mun Ijúka útgáfu fyrstu fimm tölublaða ársins 2000, en Talnakönn- un tekur formlega við útgáfunni um mán- aðamótin maí/júní. Samhliða því að Hemra seldi útgáfuna skrifaði Talnakönnun undir samstarfssamn- ing um tímaritaútgáfu við IDG og kom að- stoðarforstjóri al- þjóðadeildar fyrirtæk- isins, Tim C. Clarke, hingað til lands af því tilefni. SAM-félagið með fleiri umboð • SAM-félagið, sem samanstenduraf Sambíóunum, Sam- myndböndum og Samtónlist, hefurgert samninga við kvik- myndafyrirtækin Uni- versal, Dreamworks og Paramount varð- andi myndbandaút- gáfu og myndbanda- dreifingu á Islandi. Með þessari viðbót í myndbandadeild Samfélagsins eykst markaðshlutdeild fyr- irtækisins á leigu- og sölumyndböndum umtalsvert. Auk nýju umboö- anna er Samfélagið með samninga fyrir myndbandaútgáfu og dreifingu á kvikmynd- um Warner Bros, Walt Disney, Touchstone, o.fl. Samfélagiö á og rekur 6 kvikmynda- hús; Bíóhöllina, Saga- bíó, Bíóborgina, Kringlubíó, Nýja bíóí Keflavík og á Akureyri. Útflutningur - ekkert mál! Navision Financials Útflutningskerfi Strengs leysir allar þarfir útflytjenda í öllum atvinnugreinum. í kerfinu er tenging við Toll, < EDI og öll skýrslugerð er fyrir hendi. Allt sem snýr f að útflutningi er leyst í sérlausnum frá Streng hf. ÁRMÚLA 7, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 550 9000, www.strengur.is FÓLK/Guöný Benediktsdóttur Stórhríðin skemmtileg eftir á Morgunblaðið/Sverrir GUÐNÝ Benedikts- dóttir hefur verið rúmt ár í starfi markaðsstjóra hjá EJS. Hvað veldur því að véla- verkfræðingur endar sem markaðsstjóri? „Þar sem ég hafði sér- stakan áhuga á stjórnun- arlega þættinum í véla- verkfræðináminu lagði ég áherslu á hann. Ástæðan fyrir að ég fór svo í MBA- nám er einfaldlega sú að mér fannst ég þurfa að bæta viðskiptafræðimenn- tun, með áherslu á mark- aðsfræði, ofan á tækni- námið.“ Eðlisfræði, vélaverk- fræði og Áburðarverk- smiðjan, jafnvel EJS, minna meira á karla en konur. Hvernig er að vera kona í slíkum karlaheimi? „Eg þekki í raun ekkert annað, en það er ekki þar með sagt að mér líki það alltaf. Ég kem bara mínum skoðunum á framfæri og vil að mínir hæfi- leikar fái notið sín á mínum for- sendum. Það eru tvímælalaust aðrar áherslur hjá konum í stjórnunarstöðum, við erum mýkri, viljum taka mýkra á mál- unum en karlarnir. Ég vil ekki verða eins og þeir og reyni það ekki á nokkurn hátt.“ Hvað með einkaiífíð. Attu þér einhver áhugamál? „Fjölskylda mín, þ.e. foreldr- ar og br.æður, stundar hesta- mennsku og það gerði ég líka en þetta er tímafrekt sport og eftir að ég átti son minn hef ég lítið sinnt því. Þá hefur verið sameiginlegt áhugamál okkar hjóna að ferð- ast innanlands. Við eigum öflug- an jeppa og áður fyrr fórum við mikið upp á jökla og í fjallaferð- ir í góðra vina hópi. Það er al- veg sérstök upplifun að njóta víðáttunnar, hvað allt er hljótt og ósnortið." Hefurðu sem sagt gaman af að berjast við náttúruöflin? „Já. Maður lendir í alls kyns ævintýrum og þarf að stóla á sjálfan sig. Þegar veðrið er gott og allt gengur vel er þetta stór- kostlegt. Hins vegar ef maður lendir í stórhríð eða eitthvað kemur upp á þá er ekki gaman, fyrr en eftir á. Þá hefur maður ► Guðný Benediktsdóttir fædd- ist í Reykjavík árið 1964. Hún varð stúdent af eðlisfræðibraut Menntaskólans við Sund árið 1984 og lauk prófi í vélaverk- fræði frá Háskóla íslands árið 1989. Þá lá leiðin til Colorado í Bandaríkjunum þar sem hún stundaði MBA-nám við Colorado State University til ársins 1991. Guðný starfar nú sem markaðs- stjóri hjá EJS hf. en gegndi áður sölu- og markaðsstjórastarfi hjá Áburðarverksmiðjunni um fjög- urra ára skeið. Eiginmaður hennar er Guðni Ingimarsson, vélaverkfræðingur og verkefnastjóri í þróunardeild Össurar hf., og eiga þau soninn Ingimar, sem er fjögurra ára. tekist á við eitthvað og sigrast á því.“ Hvað dreymir þig um að gera í framtíðinni? „Mínir draumar snúast ekki um að verða einhvers staðar forstjóri, ég hef ekki áhuga á að færa þær fórnir sem það krefst. Ég er ánægð með líf mitt eins og það er, en dreymir einna helst um að hafa meiri tíma fyr- ir fjölskylduna. Hins vegar er ég ekkert smeyk við að taka kúvendingar í lífinu ef svo ber undir.“ *fg «SZ fgtfSíifítS® #»*•** fSgSSSt (tí** m ® íg ss aa »888888*1 »»«88 S8 v 85 »8884 m m ■ m mææs *** kr./mín. til helstu viðskiptalanda. Frímínútur Íslandssíma. Talaðu út! Skráning og upplýsingar í síma 594 4000 eða á friminutur.is c www.mbl l.is INNHERJI SKRIFAR... ÁST í MEINUM • ÞAÐ ætlar að ganga erfiðlega hjá forsvarsmönnum Landsbanka og íslandsbanka að vekja áhuga ríkis- stjórnarflokkanna á löngun bank- anna tveggja að ganga í eina sæng. Forsvarsmenn bankanna beggja hafa sýnt það með ýmsum hætti að þeim er í mun að fá að sameinast í öflugum banka sem mundi væntan- lega verða meö um 60% markaös- hlutdeild. Til að mynda má ætla að sameiginlegur blaöamannafundur bankastjóra íslandsbanka og Landsbanka á dögunum þar sem þeir buðu saman nýtt greiðslufyrir- komulagí netviðskiptum, hafi m.a. veriö til þess ætlaður að rjúfa þá kyrrstöðu sem óneitanlega hefur ríkt í sameiningarmálum bankanna allt frá því í lok síðasta árs. Fram að þeim tíma virtist liggja í loftinu að samstaða gæti myndast um aö Landsbanki og Islandsbanki fengju að renna saman, svo fremi að VIS væri skiliö frá Landsbankanum og sameinað Búnaðarbankanum. Síðan er eins og botninn hafi dottið úr málinu. Nýr viöskipta- ráðherra hefur tekið við og verður ekki betur séð en Valgeröur Sverris- dóttir sé heldur áhugalaus um bankasameininguna. Brýning og ádeila Kristjáns Ragnarssonar bankaráösformanns á aðalfundi ísiandsbanka á dögunum virðist einungis hafa gert illt verra. For- sætisráðherra hefur séð ástæðu til að koma fram og láta þau orð falla að vissara sé að fara sér hægt í þessu máli, m.a. í Ijósi samkeppn- islaganna. Á sama tíma er skýrt frá því að einkavæðingarnefnd hafi veriö heimilað að hefja undirbúning að sölu Landsstmans sem vitað er að hefur verið um skeiö nokkur ásteyt- ingarsteinn milli stjórnarflokkanna í þessu efni. Má því velta því fyrir sér að þaö þyki nægt verkefni að koma Símanum á markað og uppstokkun bankakerfisins sé settí bið á með- an. RÚSSNESKA ÆVINTÝRIÐ • SH var rekið með 187 milljóna króna tapi á síðasta ári. Helsta skýringin á lélegri afkomu félagsins eru miklarafskriftirvegnafjárfest- inga félagsins f Rússlandi, 401 milljón króna, og afkoma hlutdeild- arfélags SH, Navenor, t Rússlandi var enn verri en gert hafði verið ráð fýrir. Nam hlutdeild SH í rekstrar- tapi félagsins í Rússlandi 166 milljónum króna. Starfsemi Naven- or hefur nú verið hætt að mestu og unniö að því að selja eignir þess og starfsemi SH í Rússlandi verður stýrtfrá Noregi. Aðilar í sjávarútvegi hafa velt vöngum yfir hvers vegna stjórn SH ákveður að hætta starfsemi nú f Rússlandi þar sem félagiö þraukaði mestu haröindin sem fylgdu í kjöl- far falls rúblunnar í ágúst 1998. Þvt er ekki reynt að þrauka aóeins lengur þar sem allt virðist vera á réttri leið í rússnesku efnahagsltfi? En það er líka alltaf spurning um hversu lengi fyrirtæki geta réttlætt mikið tap fyrir hluthöfum sínum. Því má ætla aö stjórn SH hafi ekki talið félagiö geta tekið á sig meira tap vegna Navenor en komið er þrátt fyrir væntingar um að bráðum komi betri tíð í rússneskum sjávarútvegi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.