Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐ JUDAGUR 28. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Landsæfing- in talin hafa heppnast vel Landsæfíngu Slysavarnafélagsins Lands- bjargar lauk á laugardagskvöld eftir 24 tíma vinnu fleiri hundruð björgunarmanna, sem fengust við fjölbreytt verkefni. •• Orlygur Steinn Sigurjónsson fór á nokkra „slysstaði“. Morgunblaðið/Arni Sæberg AÐ SÖGN Jóns Gunnars- sonar, formanns Lands- bjargar, gekk æfingin mjög vel, en hún var ein sú allra viðamesta sem íslenskar björgunarsveitir hafa haldið. Óhætt er að segja að björgunar- sveitarmenn hvaðanæva að af land- inu hafi sett svip á borgina á laugar- dag þegar þeir stunduðu æfingar sínar á tugum staða og má t.d. nefna að talsverður fjöldi fólks lagði leið sína upp í Öskjuhlíð á laugardaginn til að fylgjast með stórri flugslysa- æfingu, sem opin var almenningi. Sjúklingana léku skátar úr ungl- ingadeildum björgunarsveitanna, sem lögðu hart að sér í hlutverkum sínum, ekki síst á föstudagskvöldið með eftirminnilegum hætti um borð í skólaskipinu Sæbjörgu þar sem sett var á svið stórslys. Stærsta æfingin í byggð „Það lá gríðarlegur undirbúning- ur að baki þessari æfingu, sem var hin stærsta sem haldin hefur verið í byggð,“ sagði Jón í samtali við Morgunblaðið. „Allar tímasetningar héldust og þeir hópar sem tóku þátt í æfingunni gátu verið stöðugt að vinna verkefni án nokkurra hléa. Góð skipulagning og stjómun auk hagstæðs veðurs hafði einnig mikið að segja í þessu sambandi." í landsæfingunni tók þátt grein- ingarsveit lækna frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur, sem tók þátt í flug- slysaæfingunni í Öskjuhlíð á laugar- daginn að ógleymdn æfingunni um borð í Sæbjörgu. „Ég hef heyrt að greiningarsveitin hafi verið mjög ánægð með þau verkefni sem hún tókst á við og sömu sögu er að segja um aðra samstarfsaðila eins og Slökkvilið Reykjavíkur og Land- helgisgæsluna. Samvinnu björgun- arsveita og þessara aðila var mjög gott að æfa enda eru góð samskipti þeirra í millum mikilvæg þegar stóráföll ríða yfir,“ sagði Jón. Laugavegl 18 • Slml 515 2500 • Síðumúla 7 • Slml 510 2500 Talsverður fjöldi fólks fylgdist með flugslysaæfingunni í Sérstök áhersla lögð á stjórnunarþáttinn í æfingunni spreyttu sig stjórn- endur úr svæðisstjórnum björgun- arsveita víðsvegar að af landinu á fjölbreyttum og stórum verkefnum, en það var í fyrsta skipti sem sér- stök áhersla var lögð á stjórnunar- þátt svo stórrar æfingar sem hér um getur. Skemmst er frá að segja að stjómunarþátturinn kom vel út að sögn Jóns. „Hér komu við sögu svæðisstjórnir sem alla jafna eru vanar að vinna með sínu heimafólki en voru farnar að vinna með sveit- um alls staðar af landinu, sem eru eins ólíkar og þær eru margar. Það reyndi vel á menn en kom mjög vel út. Af öðrum nýjungum má nefna hagnýta þætti s.s. reykköfun, sem liðsmenn Slökkviliðs Reykjavíkur kenndu þátttakendum auk notkun- ar handslökkvitækja." Hjá björgunarsveitum landsins hefur verið ærið nóg að gera síðla vetrar vegna fjölda útkalla tengdum veðri og færð og sagði Jón að af þeim sökum hefðu skipuleggjendur haft nokkurn ugg í brjósti þar sem undangengnar annir hefðu getað haft lamandi áhrif á þátttöku þeirra um helgina. Þær áhyggjur reyndust þó óþarfar, enda tilkynntu sveitir hvaðanæva að af landinu um komu sína til Reykjavíkur. Björgunarstörf við Gullinbrú Þeir hafa eflaust vakið forvitni vegfarenda, rauðklæddu björgunar- liðarnir, sem voru eitthvað að bauka við Gullinbrú á laugardaginn. Ekki var unnt að greina nákvæmlega hvað var á seyði með því að einblína eingöngu út um bílgluggann á leið framhjá en verkefnið sem sett var af stað á brúnni var allforvitnilegt. Af brúnni áttu björgunarmenn að bjarga fólki, sem hafði komið sér í sjálfheldu. Settar voru á svið að- stæður þar sem fólk undir áhrifum áfengis eða lyfja hafði komið sér í klemmu undir og við brúna. Leggja þurfti svigbraut að öðrum sjúkling- num, sem lá á röri undir brúnni og klifra að honum til að bjarga honum. Hinum, sem hékk utan á brúnni, var bjargað með því að síga með hann í svokallaðri félagabjörgun. Það er Fróðleikur - .í vasann Heimsatlas Fánar heimsins Hentugar vasa- handbækur fyrir þá sem vilja kynna sér fljótt og örugglega það helsta um lönd og þjóóir nútímans. Bækur fyrir skólann, vinnuna og | ferðalagið. Mál og menningl malogmennlng.isl gert með því að láta björgunarmann síga til sjúklingsins, festa hann við sig og síga með hann til jarðar. í Saltvík í Kjós fóru fram æfingar I rústabjörgun. Björgunarmenn áttu að finna slasað fólk í hrundum byggingum þar sem leit fór fram í þröngum rýmum. Björgunarmenn áttu að áverkagreina slasaða og bjarga þeim út og kljást við marg- víslegar aðstæður s.s. að lyfta allt að 3 tonna steypuflykkjum ofan af ím- ynduðum sjúklingum. Ýmislegt var gert til að reyna á þolgæði björgun- armanna, m.a. voru framkallaðar sprengingar í rústunum. Þeir sem léku hina slasaða höfðu komið sér fyrir á ótrúlegustu stöðum, m.a. í þröngum göngum neðanjarðar, þar sem ekki varð komist að þeim án þess að framkvæma múrbrot með sérhönnuðum tækjabúnaði. Sjúklingar vora einnig sóttir upp í rjáfur bygginga við erfiðar aðstæð- ur og þeim komið niður í sjúkrabör- um og aðrir færðir upp á þak bygg- inga og þeir búnir undir þyrlubjörgun. Ahöfn á þyrlu Land- helgisgæslunnar kom þar við sögu auk Slökkviliðs Reykjavíkur sem Morgunblaðið/Árni Sæberg var með tækjabíl sinn á staðnum búinn tækjum s.s. klippum, glenn- um og sögum. í höfuðstöðvum slökkviliðsins í Skógarhlíð fór fram kennsla í hagnýtum þáttum þar sem björgun- arsveitarmenn fengu að kynnast reykköfun og þeir látnir leita að fórnarlömbum eldsvoða í æfinga- húsnæði slökkviliðsins. Einnig voru stundaðar sigæfingar í slökkviliðs- turninum og fleira. I Öskjuhlíð var hrikalegt um að litast um klukkan 16 þegar síðasti liður landsæfingarinnar fór fram. Þar átti mikið flugslys að hafa átt sér stað og lágu um 200 farþegar á jörðinni eins og hráviði, meira eða minna slasaðir og hrópuðu óspart á hjálp. Björgunarliðar voru 3-400 talsins og sinntu slösuðum ásamt læknaliði Sjúkrahúss Reykjavíkur. Þetta flugslys fékk þó góðan endi þar sem efnt var til mikillar veislu í æfingarlok fyrir þá 750 þátttakend- ur sem tóku þátt í landsæfingunni. Á næstunni mun æfingastjórn fara yfir niðurstöður og árangur æf- ingarinnar svo nýta megi reynsluna sem fékkst um helgina í framtíðinni. I Verð aðeins 1.980 kr hvor bók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.