Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Hrannar B. Arnarsson: Slappaðu af Hrannar minn, ég er ekkert að syngja „Bjartar vonir vakna“, góði. Ráðstefna um fjármögn- un háskólastigsins ÁKVEÐIÐ hefur verið að halda ráð- stefnu í Reykjavík á vegum norrænu ráðheiTanefndarinnar í vor um fjár- mögnun háskólastigsins á Norður- löndum, m.a. með samanburði við önnur Evrópulönd. Þetta kemur fram í skýrslu samstarfsráðherra Norðurlanda um störf norrænu ráð- herranefndarinnar 1999. Norðurlöndin eiga samstarf um æðri menntun á vettvangi ráðherra- nefndarinnar og hefur HÖGUT- stjórnamefndin umsjón með því. Helsta hlutverk HOGUT er að stuðla að eflingu norræns samstarfs um æðri menntun, m.a. með athug- unum, sérstökum verkefnum, ráð- stefnum og samráði við háskóla. HÖGUT hefur auk þess umsjón með NORDPLUS-áætluninni sem felst í nemenda- og kennaraskiptum. Á hverju ári taka alls um 5.000 nem- endur og kennarar á Norðurlöndum þátt í áætluninni. í NORDPLUS gefst námsmönnum tækifæri til að stunda hluta af sínu námi, allt að eitt ár, við háskóla annars staðar á Norð- urlöndum og fá námið metið að fullu til eininga í heimalandi sínu. Samn- ingur um aðgang að æðri menntun, sem undirritaður var árið 1996 og renna átti út við árslok 1999, hefur verið framlengdur til 2001 og er stefnt að því að ráðherranefndin taki framtíð samningsins til umræðu á þessu ári. Morgunblaðið/Ami Sæberg Á myndinni eru verðlaunahafamir. Sitjandi eru þeir Skúli Bcmhard Jóhannsson VÍ, Haukur Þorgeirsson, Ein- ar Pálmar Einarsson og Karl Sigurjónsson, allir úr MR. Standandi em Jón Örn Friðriksson, Snæbjörn Gunn- steinsson, Martin JB Swift, Sveinn Orri Snæland, Bjami Kristinn Torfason, Páll Melsted og Stefán Ingi Valdi- marsson sem allir eru úr MR, Indriði Einarsson MH, Ingólfur Magnússon MA og Gunnar Ingi Friðriksson FSu. Verðlaunahafar í eðlisfræðikeppni VERÐLAUN í landskeppni frani- haldsskólanna í eðlisfræði voru af- hent siðastliðinn sunnudag. Að keppninni standa Eðlisfræðingafé- lag íslands og Félag raungreina- kennara. Verðlaun hlutu Ijórtán nemend- ur úr flmm skólum en flestir verð- launahafa eru úr MR. Viðar Ágústsson, framkvæmdastjóri keppninnar, segir óvenjulegt að fimm efstu menn i keppninni hafí verið úr MR enda hafi skólinn jafnan verið sterkur á þessu sviði. Keppnin hefur verið haldin árlega siðustu 17 árin og í framhaldi af úrslitunum nú verða fimm valdir til þátttöku í Ólympíuleikunum í eðlisfræði sem haldnir verða í Bretlandi næsta sumar. Viðar segir fölmarga hafa lagt hönd á plóginn til að gera keppn- ina mögulega, svo sem mennta- málaráðuneytið og kennara fram- haldsskólanna sem önnuðust framkvæmd forkeppninnar hver í sinum skóla. Þá greiddi Morgun- blaðið útlagðan kostnað við rekst- ur landskeppninnar, Heimilistæki gáfu keppendum reiknivélar og gáfu öll verðlaun á 29. Ólympíu- leikunum í eðlisfræði, Háskóli ís- Iands lánaði húsnæði og stúdentar og kennarar í raunagreinanámi höfðu umsjón með úrslitakeppn- inni. Fræðsludagur um klofinn hrygg Fjölþætt þjónusta veitt Klofinn hryggur og afleiðingar af mænuskaða sem þeim fylgir eru umfjöll- unarefni á fræðsludegi sem Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins heldur í Gerðubergi á morgun. Fyrirlesarar á fræðsludeginum eru sjö. Umsjónarmaður fræðslu- dagsins er Steingerður Sigurbjömsdóttir læknir. Hún var spurð hvers vegna þetta efni væri val- ið til umfjöllunar nú. „Það er löng hefð fyrir því að börn og unglingar með klofinn hrygg hafi notið þjónustu og grein- ingar á Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins. Þar er veitt marghliða þjón- usta, sem að koma ýmsir sérfræðingar. Þar hefur verið byggt á samvinnu við endurhæf- ingarlækna, bæklunarlækni, barnaskurðlækna og stoðtækja- fræðing. í þessari vinnu allri er mikið byggt á samvinnu við fjöl- skyldur barna og meðferðaraðila utan Greiningarstöðvar. Til þess að meðferðarmarkmið náist þarf að tryggja að ákveðin þekking séð hjá meðferðaraðilum og fjöl- skyldu og slík þekking ætti að leiða til minni fylgikvilla í dag- legu lífi.“ -Fylgja þessum galla mikil vandamál hvað snertir færni í daglegu lífi? „Já, afleiðingar mænuskaða eru víðtækar og þeim geta fylgt mikil vandamál, það fer þó tals- vert eftir staðsetningu gallans, eftir því hvort hann er ofarlega eða neðarlega í hryggnum. Ef hann er ofarlega má búast við alvarlegri afleiðingum á hreyfi- færni, vitsmunaþætti og stjórn á þvaglátum og hægðum. Því er oft þörf á margvíslegum hjálpar- tækjum, aðstoð við daglegt líf og sérkennslu, auk eftirfylgdar margra sérfræðinga." - Hvaða þættir, sem varða þennan galla, verða teknir fyrir á fræðsludegi? „Við ákváðum að taka fyrir þá þætti sem lúta að mænuskaða sem eru hreyfihömlun, erfiðleik- ar í aðlögun og sjálfshjálpar- þáttum, skert stjórn á þörmum og þvagblöðru. Við munum ekki fjalla á þessum fræðsludegi um frávik í taugaþroska sem al- gengt er að fylgi klofnum hrygg.“ - Hvers vegna ekki? „Ákveðið var að takmarka lengd fræðslunnar við einn dag en taugaþroskaþátturinn er yfir- gripsmikill og verður að koma að honum síðar. Taugasálfræði- legir erfiðleikar geta verið mikl- ir og leitt til námserfiðleika. Þetta á sérstaklega við um börn sem hafa vatnshöfuð og hafa þurft að fá ventil. “ - Eru miklar framfarir í með- ferð barna sem fædd eru með þennan galla ? „Það eru stöðugar framfarir í hjálpar- tækjamálum og síðan í meðferð við algeng- um fylgikvillum, svo sem lyfjameðferð og skurðað- gerðir við þvagleka." -Fækkar þeim börnum sem fædd eru með þennan galla í kjölfar aukinnar athugunar á meðgöngu? „Við munum einmitt heyra um það á málþinginu, þar mun Lúð- vik Guðmundsson endurhæfing- arlæknir fjalla um þennan þátt. En Greiningarstöðin hefur feng- ► Steingerður Sigurbjörnsdóttir fæddist í Reykjavík 15. apríl 1961. Hún lauk stúdentsprófi 1979 frá Menntaskólanum í Reykjavik. Læknaprófi lauk hún frá Háskóla íslands 1986. Stund- aði framhaldsnám í bamalækn- ingum í Connecticut frá 1989 til 1992, síðan í Pittsburgh í Penn- sylvaníu 1993 til 1995. Hún lauk mastersprófi í Public Health frá University of Pittsburgh 1997. Frá árinu 1995 hefur hún starfað á Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins og einnig sem sjálfstætt starfandi bamalæknir. Stein- gerður er gift Ómari H. Krist- mundssyni sérfræðingi hjá fjár- málaráðuneytinu og eiga þau tvær dætur. ið til meðferðar um það bil eitt barn á ári síðustu ár. Gera má ráð fyrir að bætt fósturgreining hafa dregið verulega úr þessum fæðingargalla." - Hvernig gengur einstakling- um með klofínn hrygg að aðlag- ast samfélaginu á fullorðinsár- um? „Þetta er mjög góð spurning og eitt erindi á fræðsludeginum fjallar einmitt um aðlögun á full- orðinsárum. Þar munu félags- ráðgjafi og þroskaþjálfi frá Greiningarstöð flytja erindi sem byggt er á viðtölum og hópa- vinnu með ungmennum með klofinn hrygg sem greindu frá reynslu sinni.“ -Hvað fleira verður til um- fjöllunar á fræðsludeginum? „Ulfur Agnarsson meltingar- læknir barna mun fjalla um skerta stjórn á þörmum, ein- kenni og meðferð. Viðar Örn Eðvarðsson barnalæknir og sérfræðingur í nýrnasjúkdómum mun ræða um skerta stjórn á þvagblöðru. Svafa Harðardóttir hjúkrunarfræðingum mun ræða um ýmis sjálfshjálparatriði og umhirðu. Þórunn Þórarinsdóttir iðjuþjálfi fjallar um aðlögun umhverfis og Hafdís Ólafsdóttir sjúkraþjálfari mun fjalla um hreyfifærni." -Hvernig er þjón- ustunni hagað við börn með klofínn hrygg? „Þau njóta heilbrigðisþjón- ustu eins og önnur börn en þar að auki er Greiningarstöð með sérstakar móttökur fyrir börn með klofinn hrygg tvisvar á ári. Fræðsludagurinn núna er ein- mitt haldinn á sama tíma og móttökur barna með klofinn hrygg eru haldnar." Afleiðingar mænuskaða eru víðtækar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.