Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samstarfssamningur milli námsbrautar í sjúkraþjálfun og Kine ehf. Fá hreyfigreiningarbúnað og taka þátt í að þróa hann SAMSTARFSSAMNINGUR milli námsbrautar í sjúkraþjálfun við Há- skóla Islands og heilbrigðistæknifyr- irtækisins Kine ehf. var undirritaður í húsakynnum námsbrautaiinnai- síð- astliðinn fóstudag. Námsbrautin fær að gjöf frumgerð af hreyfigreiningar- búnaðinum KineView 1.0 og mun miðla framleiðandanum af reynslu sinni af notkun búnaðarins og veita ráðgjöf varðandi þróun hans. Þórarinn Sveinsson, formaður námsbrautarstjómar í sjúkraþjálfun, sagði þegar samningurinn var undir- ritaður að það væri styrkur fyrir námsbrautina að fá þennan búnað, sem gerði kleift að mæla samtímis og greina ýmsar breytingar í hreyfing- um manna. Bæði væri þetta styrkur í kennslu og gott fyrir þjálfun nem- enda að alast upp með svona hugbún- aði. Þórarinn sagði að framfarir í grein- inni myndu á næstunni byggjast á mælingu og greiningu hreyfinga. Nú hefðu möguleikar á verkefnum til úr- lausnar aukist og námsbrautin gæti Fleiri vilja selja Lands- símann RÉTT tæplega helmingur lands- manna vill selja Landssímann en tæplega 41% er því andvígt. Þetta kemur fram í könnun Gallup, en spurt var hvort fólk væri því sammála eða ósammála að íslenska ríkið selji Landssímann. Karlar og yngra fólk er hlynntara sölunni og meira en 60% sjálfstæðismanna vilja selja fyrirtæk- ið, en innan við 40% hinna flokkanna. Heilíaóskir til Pútíns FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sendi í gærmorgun heilla- óskir til nýkjörins forseta Rúss- lands, Vladímírs Pútín. I kveðju sinni vísaði forsetinn til langrar og farsællar samvinnu Is- lands og Rússlands á sviði viðskipta og menning ar og áréttaði nauðsyn þess að ríki í Evrópu sameinuðust um að tryggja frið, lýðræði og fram- farir í álfunni, segir í fréttatilkynn- ingu frá skrifstofu forseta íslands. tekið að sér flóknari og stærri verk- efni en áður. Baldur Þorgilsson, framkvæmda- stjóri Kine, sagði að miklar vænting- ar væru hjá fyrirtækinu til samstarfs- ins við námsbraut í sjúkraþjálfun. Hann kvaðst vona að þessum búnaði yrði tekið með tortryggni vísinda- mannsins þannig að nákvæmni hans fengist staðfest. Baldur sagði að búnaður af þessu tagi markaði tímamót þar sem nú mætti mæla hreyfingar sem áður var aðeins hægt að meta huglægt. Kine- View 1.0 gerði ldeift að leggja mat á hreyfingar sjúklings fyrir og eftir meðferð. Lögð hefði verið áhersla á að búnaðurinn kæmi sér ekki aðeins vel við rannsóknir heldur einnig í starfi og væri hann hannaður með það í huga að sem einfaldast væri að nota hann án þess að slá á tæknikröfur. Samstarf og siðfræði Páll Skúlason, rektor Háskóla ís- lands, þakkaði frumkvæði Kine ehf. að samningnum og sagði að nú lifðum við mikla breytingatíma í þjóðfélag- inu bæði hvað varðaði nýtingu og sköpun þekkingar. Þessi þróun væri jákvæð fyrir háskólafólk því að æ fleiri fyrirtæki væru að skapa þekk- ingu. Þessi þróun yrði einnig stöðugt hraðari og máli skipti að samstarf tækist milli Háskólans og hinna mörgu fyrirtækja sem nú spryttu upp. Þó þyrfti að hafa hugfast að fyrir- tækin þrifust í hinum harða heimi samkeppni og hefðu oft og tíðum önn- ur markmið, en engu að síður yrðu þessir tveir heimar að ná saman, ekki síst í siðferðismálum. Dæmi um það að önnur viðmið væru úti á markaðn- um en í heimi háskólamanna væri að í samningnum væri meðal annars ákvæði um þagnarskyldu hvað þróun hugbúnaðarins varðaði. Þegar samningurinn hafði verið undirritaður var veitt sýnishom af því, sem hreyfigreiningarbúnaðurinn hefur upp á að bjóða. Var sýnt myndband af manni á gangi. I for- ritinu voru hreyfingar hans skoðaðar og ákveðin hreyfing valin. Síðan mátti mæla hreyfingu ákveðinna liðamóta og afstöðuna milli liðamóta með mjög einföldum hætti. Að auki var sýnt hvemig vöðvarafrit sendi merki um þau rafboð, sem ákveðinn vöðvi gaf frá sér, og mátti þannig mæla sam- bandið milli virkni vöðva og hröðunar hreyfingar. Morgunblaðið/Sverrir Baldur Þorgilsson, framkvæmdastjóri Kine ehf., Páll Skúlason háskóla- rektor og Þórarinn Sveinsson, formaður námsbrautarstjórnar í sjúkra- þjálfun við HÍ, undirrita samning námsbrautarinnar og Kine ehf. Andlát ARNI KRISTJANSSON T *• •••!» Loggjof til vernd- ar neyt- endum ÍSLAND gegndi formennsku í öllum nefndum sem starfa inn- an Norðurlandasamstarfs á sviði neytendamála á sl. ári. I formennskuáætlun íslands var lögð áhersla á aukna stjóm- málalega samvinnu við önnur Norðurlönd á sviði neytenda- mála. Þetta kemur fram í skýrslu samstarfsráðherra Norðurlanda um störf norrænu ráðherranefndarinnar 1999. I formennskuáætlun Islend- inga var lögð áhersla á norræna stefnumótun á sviði löggjafar til vemdar neytendum. Or þróun í upplýsinga- og tölvutækni krefjist aðgerða sem tryggi vemd neytenda við notkun hennar. A fundi ráðherra neyt- endamála í Reykjavík í fyrra vora samþykkt samnorræn til- mæli um þær lágmarkskröfur sem gera verði vegna markað- sfærslu á Netinu sem einkum er beint að bömum og unglingum. Landsþing Félags framhaldsskólanema Hagsmunamál nem- enda í brennidepli LANDSÞING Félags framhalds- skólanema var haldið um helgina. Teitur Bjöm Einarsson, formaður félagsins, segir þinghaldið hafa geng- ið vel í alla staði og að hagsmunamál framhaldsskólanna hafi verið rædd á fundinum. Það sem stóð uppúr á þinginu var að ræðukeppnin Morfís er nú komin undir Félag framhalds- skólanema, en var áður sjálfstætt verkefni. Þessi ráðstöfun er talin verða mikil lyftistöng fyrir báða aðila og á að skila sér í betri keppni. Tillaga kom fram á þinginu um að allir framhaldsskólar hefðu sameig- inleg nemendaskírteini. Um er að ræða ISIC-stúdentaskírteimn, en þau veita afslátt um heim allan. Þetta væri stórt skref fyrir félagið, sem er stærsta námsmannahreyfing á land- inu með um 18.000 félaga. „í vetur höfum við haft nóg að gera fyrir utan að halda uppi daglegum rekstri félagsins og þ.á m. gefið út símaskrá og dagbók framhaldsskóla- nema. Við héldum áfram samstarfi við VÍS að skipulagningu umferðar- funda í framhaldsskólum landsins og hefur það gengið vel upp. Við höfum einnig staðið í blaðaútgáfu og hefur blað félagsins, Innzýn, komið út fimm sinnum í vetur. Næsta blað er væntanlegt í þessari viku. Félagið Morgunblaðið/Arni Sæberg Björn Bjamason menntamálaráðherra ávarpar fundarmenn á lands- þingi Félags framhaldsskólanema, sem fram fór um helgina. hratt af stað tilraunarannsókn um tölvuaðgengi og tölvuaðbúnað nem- enda sem skilaði sér mjög vel. Næst á döfinni er hin árlega og sí- vinsæla Söngkeppni framhaldsskól- anema sem haldin verður þann 15. apríl í Laugardagshöll. Þetta er stærsti tónlistarviðburður sem hald- inn er reglulega á íslandi og má til gamans geta að Ríkissjónvarpið mun senda beint frá keppninni," sagði Teitur. Á sunnudeginum ávarpaði Bjöm Bjamason menntamálaráð- herra þingið og svaraði síðan fyrir- spumum. Að sögn Teits var Björn mjög jákvæður í ræðu sinni og sagði ráðherra samstarfið við skólana og félagið ganga vel. Þingið skipa fulltrúar allra skóla sem eiga aðild að félaginu, en það em allir framhaldsskólar landsins fyrir utan Verzlunarskóla íslands. Tveggja ára hraðbraut til stúdentsprófs í athugun LÁTINN er Ámi Kristjánsson, fyrrver- andi aðalræðismaður Hollands. Hann lést á Landakotsspítala laug- ardaginn 25. mars sl. Ámi fæddist í Reykjavík 19. janæur 1924. Foreldrar hans vora Kristján Einars- son, framkvæmdastjóri SÍF, (Sigfreðssonar frá Rauðasandi) og kona hans Ingunn Árnadótt- ir (prófasts Þórarins- sonar á Stóra-Hrauni). Ámi varð stúdent frá MA 1945 og stundaði síðan nám við HÍ og Glasgow 1945-7. Hann starf- aði hjá SÍF 1947-53 og Sænsk-ísl. frystihúsinu hf. 1953-55. Fram- kvæmdastjóri og stjómarformaður Dósaverksmiðjunnar hf. í Stjóm Hans Eide hf., Vátryggingafélagsins hf. og stofnandi og stjómarformaður Norðurstjömunnar hf. í Hafnarfirði. Ámi var aðstoðar- maður föður síns sem ræðismaður lýðveldis- ins Kúbu. Hann var stofnaði Linsklúbbsins Baldurs í Reykjavík og umdæmisstjóri Lions- hreyfingarinnar á ís- landi 1959-60. Árni var skipaður ræðismaður Hollands á íslandi 1962 og aðalræðismaður þess frá 1966. Hann var m.a. í stjóm Félags ísl. iðnrekenda og Anglia um árabil. Árni var stofnfélagi Félags kjör- ræðismanna á íslandi, formaður þess 1988-91 og heiðursfélagi. Hann var sæmdur Oranje Nassau prðunni. Eftirlifandi eiginkona Áma er Kristíne Eide Kristjánsdóttir og eiga þau fjögur uppkomin börn. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur að undanförnu átt í viðræðum við einkaaðila sem hefur lýst vilja og áhuga á því að bjóða upp á tveggja ára námsbraut, svokallaða hrað- braut, til stúdentsprófs. Hefur Ólafur H. Johnson, kennari við Fjölbrauta- skólann í Breiðholti, haft framkvæði í þessu máli, að sögn Bjöms Bjarna- sonar menntamálaráðherra. Viðræð- um um málið sé hins vegar ekki lokið. í menntamálaráðuneytinu er einn- ig unnið að útfærslu hugmynda um þriggja ára námsbrautir til stúdent- sprófs. Segir Bjöm að það sé í sam- ræmi við það markmið nýrrar skóla- stefnu að menn geti lokið stúdentsprófi á þremur áram. „Hvort það verður eina reglan eða hvort menn hafi kost á því að velja á milli þriggja ára brautar og fjögurra ára er hins vegar óútkljáð,“ segir hann. Björn hefur að undanförnu kynnt nýja aðalnámskrá íramhaldsskól- anna fyrir nemendum. Hann leggur áherslu á að fyrst verði að hrinda nýrri námsskrá í framkvæmd svo að hægt sé að hefjast handa við að kanna hvemig skipuleggja megi þriggja ára nám til stúdentsprófs. Hann segir það hins vegar hafa kom- ið fram á fundum sínum með fram- haldsskólanemum að þeir telji að til mikils sé ætlast ef fólki á að takast að Jjúka 140 einingum á þremur áram, a.m.k. ef miðað er við að skólaárið verði áfram níu mánuðir eins og lög kveða á um. í hópi kennara sé einnig tekið undir þessi sjónarmið. Björn hefur á fundum sínum með nemendum einnig kynnt fyrir þeim þær breytingar sem verða á inntöku- skilyrðum á framhaldsskólastigið en frá og með vorinu 2001 er gert ráð fyrir að inntökuskilyrði í skólana fari eftir einkunnum nemenda upp úr grunnskólunum. Bjöm segir að þess- ar breytingar hafi lengið verið á döf- inni en nú sé unnið að lokakynningu, áður en að framkvæmdinni kemur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.