Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Málefni fjölskyldunnar rædd á fundi framsóknarkvenna Hefur miðað í rétta átt á undanförnum árum Morgunblaðið/Árni Sæberg Um sjötíu manns sóttu fund Framsóknarkvenna á laugardag. VEL hefur miðað á undanförnum ár- um í svokölluðum fjölskyldumálum en ýmislegt er þó ógert á þessum vettvangi. Þetta voru helstu niður- stöður á opnum fundi um málefni fjölskyldunnar sem framsóknarfé- lögin í Reykjavík og Landssamband framsóknarkvenna stóðu fyrir á Grandhóteli á laugardag. Yfirskrift fundarins var hvort fjöl- skyldan væri í fyrirrúmi í íslensku samfélagi og voru framsögumenn fjórir; þau Guðný Björk Eydal fé- lagsráðgjafi og lektor við Háskóla íslands, dr. Sigrún Júlíusdóttir, fé- lagsráðgjafi og dósent við Háskóli íslands, Harpa Njálsdóttir félags- fræðingur og séra Þórhallur Heimis- son. Um sjötíu manns sóttu fundinn og tókst hann mjög vel, að sögn Jónínu Bjartmarz, þingmanns Framsóknar- flokksins. Sagði hún að fundurinn hefði verið fyrsta skrefið í málefna- vinnu sem framsóknarkonur hygð- ust efna til í flokknum. „Þetta var íýrst og fremst fræði- leg umræða," sagði Jónína. „og í raun fór engin flokkspólitísk um- ræða fram. Við ræddum hins vegar um málefni fjölskyldunnar á breið- um grunni, hvert við stefnum í þeim efnum og hvað við getum gert bet- ur.“ Sagði Jónína að m.a. hefði verið gerður samanburður á framlögum til fjölskyldumála hér á landi og á hin- um Norðurlöndunum og að það hefði orðið niðurstaða fundarins að veru- lega hefði tekist að bæta kjör fjöl- skyldunnar á íslandi á undanförnum árum þótt enn mætti gera betur. Formaður Sambands garðyrkju- bænda vill jafna rekstrarskilyrði Lengi bent á háan raforkukostnað „VIÐ höfum lengi bent á háan raf- orkukostnað sem eitt atriði sem lagfæra þarf til 'að laga rekstrar- skilyrði garðyrkjubænda en það er ýmislegt fleira líka,“ sagði Kjartan Ólafsson, formaður Sambands garðyrkjubænda, er hann var spurður hvað laga þyrfti varðandi rekstrarskilyrði greinarinnar. „Við erum norðar á hnettinum en önnur lönd í Evrópu og þurfum að vinna upp birtumun sem við gerum með lýsingu," segir Kjartan. „Við höfum líka kynnt okkur rekstrar- skilyrði í garðyrkju í Evrópu og þar tíðkast margs konar fyrirgreiðsla sem aldrei hefur verið fyrir hendi hér eins og til dæmis fjárfestingar- styrkir og aðstoð við markaðssetn- ingu.“ Kjartan segir Samband garð- yrkjubænda nú vinna að stefnumót- un og sagði hann samstarf við stjórnvöld í þeim efnum. Garð- yrkjubændur færu fram á sam- bærileg rekstrarskilyrði og í nálæg- um löndum. Bjóst hann við að þau mál myndu skýrast á næstu vikum. Misjafn árangur milli bænda og milli landa Formaðurinn segir að íslenskir garðyrkjubændur þurfi einnig að gera betur, á hverju ári þurfi að ná meiri uppskeru á hvern fermetra gróðurhúss til að ná niður vöru- verði og þarna spili margir þættir inn í. Þennan árangur segir hann misjafnan milli bænda og milli landa. „Við viljum heldur ekki sjá að smásöluverslunin sé sí og æ að auka hlutdeild sína í verðinu. Við höfum sýnt fram á að hún hefur aukist og það er staðreynd," segir Kjartan og segir verðhækkanir ekki hafa runnið til garðyrkju- bænda heldur smásölunnar. „Það er ekki endalaust hægt að þjarma að framleiðandanum og þetta er sú landbúnaðargrein sem er í meiri samkeppni en margar aðrar bú- greinar." Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá vígslu Borgarholtsskóla. Fremst á myndinni eru (f.v.) Jónas Sig- urðsson, forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar, Hjörleifur Sveinbjörns- son, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, Björn Bjarnason menntamálaráðherra og Rut Ingólfsdóttir. Borgarholtsskóli vígður BORGARHOLTSSKÓLI var vígður á laugardag að viðstöddum Jónasi Sigurðssyni, forseta bæjarstjórnar Mosfellsbæjar, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarsijóra og Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra. Framhaldsskólinn hefur nú starf- að í fjögur ár. Hann var reistur í áföngum og var síðasti áfangi hans, þar sem er að finna stjórnunar- rými, bókasafn, matsali og vinnu- stofur, tekinn í notkun í janúar. Borgarholtsskóli er sam- starfsverkefni rfkis, Reykjavíkur- borgar og Mosfellsbæjar. Húsið er 10.600 fermetrar og ætlað um 1000 nemendum. Þar eru nú 550 nem- endur á ýmsum brautum, bæði í verklegu námi og bóklegu. Að lokinni vígsluathöfninni kynntu nemendur brautir skólans. Skólahljómsveit Mosfellsbæjar lók og Léttsveit Kvennakórs Reykja- víkur söng. HI áformar kennslu í heimilis- lækningum á Selfossi HÁSKÓLI íslands hefur áform um að hefja kennslu í heimilislækning- um á Selfossi og yrði það fyrsti staðurinn sem Háskólinn gerði sér- stakan samning við um slíka kennslu. Jóhann Ágúst Sigurðsson, forseti læknadeildar Háskóla íslands, seg- ir að nú þegar séu heimilislækning- ar kenndar á sextán stöðum á land- inu en Selfoss gæti orðið fyrsti staðurinn þar sem gerður yrði sér- stakur samningur um heilsugæslu- sjúkrahús. Með þessu móti yrðu læknanemar við nám bæði á heilsu- gæslustöð og sjúkrahúsi. Þar gætu skapast ný tækifæri fyrir læknan- ema í grunnnámi, kandídata og læknanema í sérnámi og þar feng- ist heildræn yfirsýn yfir námið. Jó- hann Ágúst segir að slík módel hafi reyndar verið starfrækt á Húsavík og Egilsstöðum en Selfoss yrði fyrsti staðurinn þar sem formleg námskrá yrði í kringum námið. Kostnaður við þetta er óveruleg- ur, að sögn Jóhanns Ágústs. Hann segir að kennslan á Selfossi gæti hugsanlega hafist næsta haust ná- ist samningur um það. -------♦-4-4------- Minni ánægja með störf utanríkis- ráðherra ÁNÆGJA með störf Halldórs Ás- grímssonar, utanríkisráðherra, hefm- aldrei verið minni síðan hann tók við embættinu, að því er fram kemur í nýrri könnun Gallup. Tæplega 57% eru nú ánægð með störf hans,.en án- ægja með störf Halldórs var mest í júní 1998 þegar meira en 73% voiu ánægð með störf hans. Ánægjan hef- ur minnkað jafnt meðal stuðnings- manna Framsóknarflokksins og ann- arra flokka. Næstflestir, eða tæplega 51%, eru ánægðir með störf Ingibjargar Pálma- dóttur, en enginn heilbrigðisráðheira hefur náð meiri ánægju með störf sín frá því að Gallup hóf að mæla í júní 1993. Tæplega 46% eru ánægð með störf Guðna Ágústssonar landbúnaðarráð- herra og rösklega 40% eru ánægð með störf Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Næst- um 39% aðspurðra voru ánægð með störf Páls Péturssonar félagsmála- ráðherra, en tæplega 33% voru ánægð með störf Sivjar Friðleifsdótt- ur. ■4-4-4 Landlæknisembættið ekki andvígt ákveðnum samskiptum um Netið Gæta yrði þess að ekkert læki út Ekki komið sérstak- lega til umræðu „EF heilsugæslustöð vill bjóða uppá að menn panti tíma um Netið þá er þeim frjálst að gera það því þar er ekki beint um viðkvæmar upplýs- ingar að ræða,“ segir Matthías Hall- dórsson aðstoðarlandlæknir er hann er spurður um þennan möguleika. Öðru máli gegndi ef fjalla ætti um heilsufarsvanda sjúklingsins gegn- um Netið, þá yrði trúlega að ganga tryggilegar frá því að samskipti lækju ekki út. Aðstoðarlandlæknir segir sjúkl- inginn sjálfan hljóta að hafa frum- kvæði að því til dæmis að panta við- tal hjá lækni gegnum Netið en stöðin yrði líka að bjóða þann mögu- leika og frumkvæði kæmi líka þaðan og frá læknunum sjálfum. Matthías sagði landlæknisembættið á engan hátt myndu leggjast gegn því. Varð- andi beiðni sjúklinga um lyfseðla eða endumýjun lyfjaskammta sagði hann slík samskipti um Netið koma til greina. ,Annars eru menn frekar að hverfa frá símalyfseðlum því fiestir sem haldnir eru langvinnum sjúkdómum þurfa hvort eð er að koma til eftirlits hjá lækni. Ef farið yrði að afgreiða lyfseðlaendurnýjun gegnum Netið drægi það kannski úr slíku eftirliti en læknar vilja helst sjá sjúklinga sína reglulega,“ segir Matthías. „En ákveðin samskipti læknis og sjúklings gætu farið fram gegnum Netið og þegar sjúklingur óskar eft- ir að endurnýja lyfseðil á þann hátt gæti læknirinn svarað að hann vildi fá sjúklinginn í eftlirlit og þá myndi hann afgreiða lyfseðil í framhaldi af því. Matthías sagði þessa samskipta- leið ekki hafa komið sérstaklega til umræðu en hún kæmi til greina á vissum sviðum og væru læknar áhugasamir um hana myndi emb- ættið ekki leggjast gegn henni. Embættið myndi hins vegar fylgjast með því að gætt yrði fyllsta trúnað- ar í rafrænum samskiptum og brýnt að tryggja að ekkert læki út um slík samskipti. Islensk messa á Kan- aríeyjum ÍSLENSK messa var haldin sl. sunnudagskvöld í aðalkirkjunni á ensku ströndinni á Kanarí en á henni dvelja nú fleiri hundruð ís- lenskir ferðamenn. Prestur var Jón A. Baldvinsson, prestur Islendinga í London, og sönginn annaðist kór íslendinga í London sem eftir messuna hélt tónleika í kirkjunni. Kirkjan var full út úr dyrum og var mjög góður rómur gerður að messunni og söngnum enda aldrei áður verið íslensk messa eða ís- lenskur gæðakór komið fram á Kanaríeyjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.