Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Frá Niðurgöngngili við Dimmugljúfur. Ómar Ragnarsson fréttamaður sýnist eins og krækiber í helvíti miðað við hrikaleg gljúfrin. ^msi ..Hnita^fFjÆtfíjOTV. hnjúkur tungúfell Lambafeit •7/7/ _ // // / .Míígriahellir G^ímshvammarv M / Yfrt V; Kárahnjúki Drangahvanrimár, Búrfell Saúðár- '//// Hallafiall / . • ./'U' lókulsár- //,///7 áf~ TÉi Hæð yfir sjávarmáli (metrar) nnn 2 km Dimmugljúfur - „líklega eitt hið ægilegasta gljúfur, sem til er hér á landi“ Gamalt nafn úr þjóðsögum Norður-Héraði - Nokkrar deilur hafa staðið um nafnið Dimmugljúf- ur á gljúfrunum hrikalegu sem eru þar sem Jökulsá á Brú rennur um Kárahnjúka utan fyrirhugaðs virkj- anasvæðis Jökulsár. Nafnið Dimmagil fínnst í gömlum heimildum frá átjándu og nítjándu öld í þjóðsögum Sigfúsar Sigfússon- ar. Nokkuð virðist um að fólk rugli nafni gljúfranna saman við önnur örnefni kringum gljúfrin svo sem Hafrahvamma og Kárahnjúka. Aðalsteinn Aðalsteinsson frá Vaðbrekku segist alltaf hafa heyrt að gljúfrin væru kölluð Dimmu- gljúfur á parti og segir það nefnt í Þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar sem gefnar voru út árið 1933 í þætti af Fríska Jóni (Jóni Andréssyni 1768-1845)sem bjó á Vaðbrekku frá 1796-1841. Þar segir í X bindi, Afreksmanna- sögum í þætti sem heitir „Ekki er allt sem sýnist" blaðsiðu 392. „Einu sinni sagði hann (Fríski Jón) frá því, að hann var staddur á haustkveldi inni á Dysjarárdal, eða þar nærri, sem Jökla (Jökulsá á Brú) hefur klofið fjall í tvennt og myndað sér þröngan bergstokk, líklega eitt hið ægilegasta gljúfur, sem til er hér á landi, og kallað Dimmagil á parti. Er hún þar sem skolgrátt band niðri i þar sem hún sést, og lóðbeinir hamraveggirnir beggja vegna.“ Seinna í sama þætti á blaðsíðu 393 segir „þegar ég (Fríski Jón) veit ekki fyrr af, en þar kemur að mér skepna einhver, á stórgripsstærð, og hringlaði í henni. Það er óvættur úr Dimmagilinu við Kárahnjúka hugsaði ég“. Aðalsteinn segir að mönnum hafi hætt til að kalla gljúfrin eftir öðrum örnefnum kringum gljúfrin svo sem Kárahnjúkum og Hafrahvömmum. Mörg örnefni eru kringum Dimmu- gljúfur svo sem, talið inn að vestan, Hallarfjall, Höll, Stapar, Hafra- hvammar, Glámshvammar, Drangahvammar, Gígar, Sauðá, Tröllagil og Sauðafell. Talið inn að austan Hnitasporður, Hnit, Hnitar- hnjúkur, Básar, Itri Kárahnjúkur, Niðurgöngugil, Fremri Kárahnjúk- ur, Sandfell og Háls. Beint á móti Hafrahvömmunum er mikið standberg allt að 220 metra hátt, þar er hægt að lesa jarðsögu fyrri tíma í alls konar bergmyndunum í öllum regnbogans litum allt eftir hvernig dagsbirtan og sólaríjósið fellur þar á. Hvanneyrar- prestakall Morgunblaðið/Davíð Pétursson Sr. Sigríð- ur kveður I Grund - Sr. Sigríður Guðmundsdótt- ir hélt kveðjumessu í Hvanneyrar- kirlqu 26. mars sl.. Þetta var sameig- inleg messa allra söfnuða í prestakallinu, en sókninar eru fjórar þ.e. Hvanneyrarsókn, Fitjasókn, Bæjarsókn og Lundarsókn. Prófast- urinn sr. Þorbjörn Hlynur Ámason á Borg og sr. Geir Waage í Reykholti aðstoðuðu. Fjölmenni var við athöfn- ina, en kirkjan rúmaði ekki alla kirkjugesti. Sr. Sigríður er búin að þjóna Hvanneyrarprestakalli í rúm 5 ár, en ástæðan fyrir því, að hún lætur nú af störfum er sú, að fyrir rúmum 2 árum lenti hún í bflslysi og slasaðist alvar- lega. Þrátt fyrir dugnað hennar og þrautseigju við að ná bata, er nú orðið ljóst að heilsa hennar leyfir henni ekki að starfa sem þjónandi sóknar- prestur, og því óskaði hún eftir að fá lausn frá embætti sínu. Að athöfninni í kirkjunni lokinni var öllum viðstödd- um boðið til kaffisamsætis í matsal Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Þar töluðu fulltrúar allra sókna í prestakallinu, þökkuðu sr. Sigríði fyrir ánægjulegt samstarf og færðu henni góðar gjafir. Sr. Sigríður þakkaði fyrir sig og færði „körlunum sínum tveim“, sr. Þorbimi Hlyni og sr. Geir Waage, sérstakar þakkir fyrir alla hjálpsem- ina í veikindum hennar. Einnig þakk- aði hún fyrrverandi prófasti, sr. Birni Jónssyni, fyrir hans störf. Sóknar- nefndarformaður Hvanneyrarsókn- * ar, Bjarni Vilmundarson, stjómaði kveðjuhófinu. Sjávarlist í háveg- um höfð á Akranesi Akranesi - Nemendur og kennarar Brekkubæjarskóla á Akranesi hafa á undanförnum dögum dregið úr hefðbundnu skólastarfi og unnið í staðinn að verkefnum um „Sjávar- list“ en svo vill til að „Sjávarlist" er líka heiti á menningar og listahátíð á Akranesi, þar sem dagskráin tengist sögu staðarins með áherslu á sögu útgerðar og fiskvinnslu. í framhaldi af verkefnavinnunni héldu nemendur árlega árshátíð sína sem fór fram með hefðbundnu sniði þar sem nemendur komu fram með ýmiss konar efni til fróð- leiks og skemmtunar og var margt af því frumsamið og unnið í sam- bandi við verkefnin um „Sjávarlist" sem fyrr eru nefnd. Kór skólans söng sjómannalög, yngri nemendur fluttu Vatnavísur, kvæðið um hana langömmu og sýndu fimleika. Nemendur á miðstigi fluttu frum- samda þætti um; örlög Péturs Hoffmanns, sjómannslíf á Skipa- skaga og ferð með Akraborginni. Nemendur á elsta stigi sungu, léku á hljóðfæri og sýndu dans þar á meðal frumsaminn „Sjódans". í tengslum við sýninguna var opin sýning á myndverkum nemenda um „Sjávarlist" og einnig voru settar upp fræðandi upplýsingar, Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Nokkrir uppáklæddir nemendur Brekkubæjarskéla á Akranesi, en þeir hafa, ásamt kcnnurum sínum, dregið úr hefðbundnu skólastarfi á undanfornum dögum og unnið í staðinn að verkefnum um „sjávarlist". sem þeir höfðu aflað sér um sjávar- útveg og vinnslu sjávarafurða á Akranesi. Óhætt er að segja að nemendur og kennarar Brekkubæjarskóla hafi tekið fyrir athyglisvert verk- efni og það eigi vel við því sam- starfsverkefni Akraneskaupstaðar og Reykjavík menningarborg fjall- ar um er að svipuðum toga undir yfirskriftinni Sjávarlist - veiðar vinnsla og samfélag. Loðdýrabændur Vaxandi bjartsýni Sauðárkróki - Nefnd sem landbún- aðarráðherra, Guðni Ágústsson, skipaði sl. haust til að fara yfir málefni loðdýrabænda hefur lokið störfum og kynnir ráðherra niður- stöður hennar í ríkisstjórn í dag en eftir það mun skýrslan kynnt hagsmunaaðilum og öðrum þeim sem málið varðar. Að sögn Einars Einarssonar, starfandi ráðunautar í loðdýra- rækt, sem var í nefndinni, er vax- andi bjartsýni meðal loðdýra- bænda, vegna hækkandi verðs á afurðum búanna, sem birtist m.a. á skinnauppboðum sem fram fóru um fyrri helgi og síðustu viku í Danmörku og Finnlandi. Sagði Einar að hækkunin á minnkaskinnum á uppboðinu í Danmörku hefði verið 7-8% og hinir ýmsu flokkar skinna hefðu verið að hækka um frá 1-15% þannig að í heildina væri útlitið gott þótt einstakir flokkar þyrftu að stíga örlítið meira. Þessi uppboð í Danmörku og Finnlandi gæfu vissulega góða vís- bendingu um það sem gera mætti ráð fyrir, en stærstu uppboðin væru enn eftir, þau næstu í maí og júní og svo síðar í september. Þá væri skinnavara að koma aft- ur inn í tískuheiminn, en á sýning- unni nýverið í Evrópu og Japan hefðu allir þekktustu hönnuðirnir verið með loðskinn í flíkum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.