Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ 20 ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2000 Samtök verslunar og þjönustu Federation ofTrade & Services AÐALFUNDUR SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu verður haldinn miðvikudaginn 29. mars nk. d Radisson SAS Saga hótel, Ársal, 2. hæð, og hefst kl. 16. Dagskrd: 1. Ræða formanns 2. Ávarp: Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra 3. Venjuleg aðalfundarstörf Stjórnin. Nýskráð fyrirtæki — mikil sala 1. Tölvufyrirtæki sem flytur inn tölvurfrá stærsta framleiðanda í heimi, einkaumboð, sá framleiðir einnig allar helstu tölvurnar, verslun og viðgerðir. Einstök kjör í boði. Ýmis skipti möguleg. Miklir framtíð- armöguleikar. 2. Gömul og þekkt prentsmiðja, einstaklega vel tækjum búin sem Ijósritar, er með tölvuvinnslu, laiser-útprentanir og vinnur mest í smærri verkum. Flytur hráefni inn sjálf. Vel staðsett í borginni. Traust fyrirtæki með mikið af föstum, góðum viðskiptavinum. 3. Tölvuskóli á stórhöfuðborgarsvæðinu. Leggur mikla áherslu á hönn- unarvinnu. Mjög góð aðstaða og tæki. Námskeið í gangi. Einnig tilvalið sem útibú frá stærri tölvuskóla. í tölvunum er framtíðin. 4. Frábært leiktækjafyrirtæki til sölu sem er staður fyrir börn á aldrinum 2 tiM2 ára. Veitingaaðstaða fylgir með. Geysimiklir möguleikar, mikið um afmælisveislur og hópsamkomur. Svona staðir eru mjög vinsælir erlendis og verða hér einnig. 5. Matsölustaður, mjög huggulegur með stóru eldhúsi, fallegur borðsal- ur og bar. Heimsendingarþjónusta. Framleiðir mest mexíkanskan mat. 6. Hönnunarfyrirtæki sem sér um auglýsingar, hannar þær, býr til bækur og bæklinga og gerir tilboð í gerð þeirra. Stórir fastir við- skiptavinir. Tekur bíl í skiptum. 7. Kvenfataverslun á heitasta stað á Laugaveginum. Sami eigandi í 15 ár. Góð sambönd fylgja með. Þekkt fyrirtæki með ágæta verslun og góða afkomu. Laus strax. Sanngjarnt verð. 8. Söluturn með mjög mikla veltu sem selur sælgæti, nýlenduvörur og leigir út myndbönd. Lottó á staðnum og spilakassi. Mjög vinsæl hverfismiðstöð í miðborginni þar sem íbúarnir koma til að spjalla og versla. Verðið er ótrúlega hagstætt miðað við veltu. 9. Útgáfa á bæklingi fyrir ferðamenn. Mjög sniðugt verkefni í 3 mánuði á ári. Góðar tekjur fyrir vakandi fólk. 10. Ein glæsilegasta skóverslun landsins með frábæru skóúrvali. Ein- staklega vel staðsett. Mikil velta, góð umboð. Höfum einnig fallega skóverslun til sölu í Reykjanesbæ. 11. Bílasprautunarverkstæði fyrirtvo aðila. Mjög góð aðstaða og hefur verið starfrækt af sama eiganda í langan tíma. Næg verkefni. Öll tæki og aðstaða fyrir hendi. 12. Heildverslun með efni í hestagirðingar. Kemurtilbúið, viðhaldsfrítt, hestar naga það ekki, erfallegt fyrir augað, níðsterkt, fúnar ekki og þarf aldrei að mála. Bara endist og endist og endist og alltaf jafnfallegt. Mikið af stórum fyrirtækjum á skrá. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. F.YRIRTÆKIASALAN SUÐURVE R I SÍMAR581 2040 OG 581 4755. REYNIR ÞORGRIMSSON. Maestro ÞITT FE HVARSEM ÞÚ ERT ____________VIÐSKIPTI________ Tap af reglulegri starfsemi hjá Tanga hf. Tangi hf. ÉhÉhi Úr ársreikningi 1999 Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna 1.345,6 1.637,1 -17,8% Rekstrargjöld 1.230,5 1.382,2 -11,0% Afskriftir 189,3 173,0 +9,4% Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) -29,4 -132,0 -77,7% Hagnaður (tap) af reqlul., starfs. -103.6 -50.1 +106.8% Aðrar liðir 182 17,9 +916,8% Hagnaður ársins 11,2 -32,3 Efnahagsreikningur 31.12.99 31.12.98 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 2.369,6 2.207,0 +7,4% Eigið fé 584,4 571,3 +2,3% Skuldir 1.785,2 1.635,7 +9,1% Skuldir og eigið fé samtals 2.369,6 2.207,0 +7.4% Kennitölur og sjóöstreymi 1999 1998 Breyting Eiginfjárhlutfall 24,7% 25,0% Veltufjárhlutfall 0,67 0,71 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 32,3 160,8 -79,9% TAP af reglulegri starfsemi hjá Tanga hf. á Vopnafirði nam 103,6 milljónum króna á árinu 1999, en var 50,1 milljón króna árið áður. Hagnað- ur af sölu eigna gerði það að verkum að heildarhagnaður af rekstrinum á árinu nam 11,2 milljónum króna en árið 1998 var tap að fjárhæð 32,3 milljónir króna. Velta félagsins dróst saman um 17,8% frá árinu 1998 en rekstrargjöld lækkuðu um 11%. Versnandi afkoma af reglulegri starfsemi og samdráttur í veltu skýr- ist af umtalsverðum verðlækkunum á mjöli og lýsi, verulegum samdrætti í loðnu- og sfldarfrystingu og miklu tapi af rekstri bolfiskvinnslu í landi á árinu, að því er fram kemur í frétt frá Tangahf. Rekstrartekjur félagsins námu 1.345,6 milljónum króna á árinu 1999 en rekstrargjöld, önnur en afskriftir og fjármagnskostnaður, námu 1.230,5 milýónum, sem er lækkun um 11%. Vergur hagnaður dróst saman um 55% á milli ára og nam nú 115,1 millj- ón króna. Afskriftir námu 189,3 millj- ónum króna og hækkuðu um 9,4%. Mikið tap varð af rekstri landvinnslunnar á fýrri hluta ársins. í september var gripið til hagræðing- araðgerða í þeim tilgangi að bæta af- komu landvinnslunnar og skiluðu þær nokkrum árangri. Betri horfur fyrir yfirstandandi ár Tangi hf. seldi hlutabréf á tímabil- inu fyrir tæplega 143 milljónir króna og nam söluhagnaður vegna þeirra viðskipta um 114,2 milljónum króna. Þar munar mest um hagnað af sölu hlutabréfa í Útgerðarfélaginu Skál- umehf. í frétt frá Tanga hf. kemur fram að horfur eru á að rekstur félagsins verði betri á yfirstandandi ári en á sl. ári. Áætlanir félagsins gera ráð fyrir að unnið verði úr töluvert meira hrá- efni á yfirstandandi rekstrarári en ár- ið á undan. Þróun afurðaverðs hefur mikið að segja fyrir rekstur félagsins og þróunin á mörkuðum fyrir fiski- mjöl og lýsi mun ráða miklu um nið- urstöðu rekstrarins á þessu ári. „Rekstramiðurstaða ársins er á eng- an hátt viðunandi fyrir Tanga hf. og lýsir því hversu félagið er háð ytri skilyrðum í veiðum og vinnslu upp- sjávarfiska," segir Friðrik M. Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Tanga hf., í tilkynningunni. Hann segist telja miklar líkur á því að lýsisverð eigi eftir að haldast langt fram eftir árinu en mjölverð sé nú nálægt með- alverði síðustu 10 ára. Aðalfundur Tanga hf. verður haldinn 7. aprfl nk. Stjóm félagsins leggur til að hluthöf- um verði greiddur 2% arður vegna rekstrarársins 1999. Landsafl hf. verður skráð á verðbréfamarkað GERT er ráð fyrir að Landsafl hf., sem er í 80% eigu íslenskra aðal- verktaka hf. og 20% í eigu Lands- bankans, verði skráð á verðbréfa- markaði í lok næsta árs. Landsafl hefur það á stefnuskrá sinni að eignast, byggja, reka og leigja fasteignir, og að sögn Stefáns Friðfinnssonar, forstjóra IAV, á fé- lagið nú þegar fasteignir fyrir um 3,5 milljarða króna og er Höfðabakki 9 stærsta einstaka fasteignin. Að auki á félagið 60% í Holtagörðum og ýms- ar aðrar fasteignir sem em í útleigu, bæði skrifstofu- og iðnaðarhúsnæði. Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu hafa Landsafl og Landssíminn stofnað eignarhaldsfé- lagið Tækniakur hf., sem gert hefur kaupsamning við Orkuveitu Reykja- víkur um kaup á lóð og fasteignum Orkuveitunnar við Suðurlandsbraut 34 og Ármúla 31, en þangað munu höfuðstöðvar Símans flytja eftir tvö ár. Stefán Friðfinnsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að samstarfið við Símann um uppbyggingu á þessu svæði væri þáttur í vexti fasteignafé- lagsins Landsafls, sem væri sann- fært um að þessi kaup séu áhuga- verð. Óákveðið hvort ÍAV koma að uppbyggingunni „Þáttur Landsafls í þessu er í samræmi við þá stefnu félagsins að auka við sig í fasteignarekstri, og gert er ráð fyrir að undirbúningur framkvæmda hefjist núna. Orkuveit- an er með núverandi húsnæði á leigu og verður næstu tvö árin, en það er gert ráð fyrir að samhliða verði hafin bygging aðalbyggingarinnar, sem er stór skrifstofubygging á homi Grensásvegar og Suðurlandsbraut- ar, auk annarar uppbyggingar á lóð- inni. Við gerum ráð fyrir að bygg- ingaframkvæmdir hefjist síðla þessa árs,“ sagði Stefán. Aðspurður sagði hann það óákveðið hvort IAV komi að upp- byggingunni, en gera megi ráð fyrir að verkið verði boðið út. „Það er ekkert sérstaklega inni í samkomulaginu við Landssímann að ÍAV annist framkvæmdir, en við verðum hins vegar kannski bjóðend- ur. Þetta er út af fyrir sig sérstakt félag sem ætlar sér að byggja með sem hagkvæmustum hætti og það getur meira en verið að Aðalverk- takar komi þar að, en það er ekki umsamið að Aðalverktakar byggi þetta,“ sagði Stefán. Aukinn hagnaður Sparisjóðs Mýrasýslu SPARISJÓÐUR Mýrasýslu skilaði 204,7 milljóna króna hagnaði fyrir skatta og framlag í afskriftarreikning árið 1999. Hagnaður eftir skatta var 40,8 milljónir króna árið 1999 miðað við 10,3 milljónir króna árið 1998 aukningin á milli ára er þvi 295,5%. Eigið fé Sparisjóðs- ins nam í árslok 1999 685,5 milljónum króna. Eiginfjár- hlutfall sparisjóðsins sam- kvæmt CAD-reglum var 12,9% í árslok 1999. Innlánsaukning ársins var 13,2% en í lok árs 1999 voru heildarinnlán 2.595 milljónir króna. Útlánsaukning var 12,1% og námu útlán 3.962 milljónum króna í árslok 1999. Niðurstaða efnhagsreiknings nam 5.141 milljón króna og stækkaði hann um 12,7% á milli ára. VW kaupir stóran hlut í Scania Stokkhöimi. AP. VOLKSWAGEN AG er nú orðinn stærsti einstaki hluthafinn í sænska rútu- og vörubflaframleiðandanum Scania AB. Tilkynntu forráðamenn beggja fyrirtækja á blaðamanna- fundi í Stokkhólmi í gær um kaup Volkswagen á 18,7% hlutafjár í Scania, sem sænska fjárfestingafyr- irtækið Investor AB seldi fyrir 13,8 milljarða sænskra króna, andvirði 318 milljarða íslenzkra króna. Gefa þessi hlutabréf 34% atkvæða á hluthafafundi. Ferdinand Piéch, forstjóri VW, lýsti því þó yfir að Volkswagen fyrirhugaði ekki að taka yfir meirihlutaeign í Scania. Lýstu markaðsrýnar efasemdum um að sú yrði raunin, til lengri tíma litið. Investor AB heldur 15,3% hluta- bréfa Scania eftir, sem gefa 9,1% at- kvæða, og segist fyrirtækið ætla að halda þessum bréfum í a.m.k. tvö ár. Tilkynnt var um þessi viðskipti réttum tveimur vikum eftir að fram- kvæmdastjóm Evrópusambandsins, ESB, sem m.a. hefur það hlutverk að framfylgja evrópskri samkeppnis- löggjöf, úrskurðaði að fyrirhugaður samruni vörubíladeildar Volvo og Scania væri ólöglegur. Volvo á 45,55% hlutafjár í Scania, en það eru bæði A- og B-hlutabréf og gefa sam- tals aðeins 30,6% atkvæða á hlut- hafafundi og engan mann í stjóm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.