Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2000 21 SBC Communications: Eigandi Tele Panmark Ort vaxandi risi á sviði síma og samskipta Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ÞAD VAR ekki við kaup á Tele Danmark, sem SBC Communicat- ions eignaðist fyrii-tækið, heldur keypti SBC Ameritech, sem áður hafði keypt Tele Danmark. Ferlið segir mikið um bæði hvernig lítil fyr- irtæki eru keypt af stærri, sem síðan eru keypt af enn stærri fyrirtækjum og eins að SBC miðar við að vaxa með því að kaupa sér stærðina. Svo ár- angursrík hefur vaxtarstefnan verið að SBC, sem hefur höfuðstöðvar í Houston í Texas, er nú stærsta síma- fyrirtækið í Bandaríkjunum og stærsti erlendi fjárfestirinn á evi-ópska símamarkaðnum. En stærðin hefur líka leitt til kvíða neyt- endasamtaka og annarra um að SBC sé á góðri leið með að ná óhollustu- samlegum undirtökum á markaðn- um. „Tilgangurinn með því að rugla saman reytum við Ameritech hefur verið vöxtur og aukin samkeppni," sagði Edward E. Whitacre fi-am- kvæmdastjóri SBC, þegar samruni fyi-irtækjanna tveggja var kominn í kring í haust. „Nú höfum við stærð- ina og umfangið til að keppa um allan heim og það er einmitt það sem við ætlum okkur.“ Orð hans gefa til kynna að hér er á ferðinni fyrirtæki sem ætlar sér stóra hluti heima og heiman. Jafnframt lagði Whitacre áherslu á að fyrirtækið gleymdi ekki viðveru á sérhverjum stað. Eins og Henning Dyremose framkvæmda- stjóri Tele Danmark sagði í viðtali við Morgunblaðið á laugardaginn þá er það stefna SBC að dótturfyrirtækin á hverjum stað séu rekin af heima- mönnum, sem geti síðan notið þess að hafa móðurfyrirtækið í bakhöndinni og sér til styrks og halds. Alþjóðleg umsvif hófust í Mexíkó Soutwestem Bell Coi-poration, SBC, var stofnað 1984 er Bell síma- fyrirtækinu var skipt upp og er því það sem kallast ’baby Bell’, eitt þeirra fyrirtækja, sem þá varð til, líkt og Ameritech, sem var stofnað sama ár. Whitacre leiddi skiptingu Sout- hwestern Bell Telephone í Kansas, er SBC varð til og varð framkvæmda- stjóri SBC 1990. Framrás SBC hófst 1987 er fyrirtækið keypti MetroM- edia 1987 og lagði þar með grundvöll- inn að farsímasviði SCB. Þegar fyrir- tækið keypti Teléfonos de México 1990 vai- fyrsta skrefið í átt að al- þjóðlegum umsvifum tekið. Með kaupum á Paeific Telesis 1996 var starfsvettvangurinn orðinn sjö ríki í Bandaríkjunum, þar á meðal Texas og Kalifornía, sem eru fjölmennustu ríkin, og umsvifin heima fyrir hafa enn aukist síðan. Eins og önnur símafyrirtæki stefn- ir SBC í vaxandi mæli á breiðband og tengd umsvif. Sama er að segja um netsamskipti. Nú þegar ýmis netfyr- irtæki hafa tekið dýfu á hlutabréfa- markaðnum hefur athyglin beinst æ frekar að símafyrirtækjum með traustan grunn, sem hafa farið út í netumsvif. Það gæti því verið að þessi fyrirtæki ávinni sér trúverðugleika á þessu sviði, reki af sér slyðruorðið og steli senunni frá nýjum netfyrirtækj- um, sem óvíst er hvort endast. Þar með er tími litlu Bell kannski kominn á þessu sviði og þá einnig tími SBC. Um 48% yfirmanna síma- og samskiptafyrirtækisins konur Umsvifin hafa gert SBC að stærsta bandaríska fyrirtækinu í hraðnetssamskiptum, þar sem fyrir- tækið hefur yfir að ráða 59 milljón línum og með 10,1 milljón farsíma- áskrifenda er fyrirtækið það þriðja á því sviði. Heima fyrir þjónar fyrir- tækið markaði, þar sem um 180 millj- ónir manna búa, eða um % allra Bandaríkjamanna. Um helmingur fyrirtækja á Fortune 500 listanum eni á svæðum, sem SBC þjónustar. SBC er 14. stærsti vinnuveitandi í Bandaríkjunum með um starfsmenn. Fyrirtækið er í 15. sæti á Fortune 500 listanum með tekjur upp á 46 milljarða Bandaríkjadala 1998. Al- þjóðlegar fjárfestingar SBC eru metnar á 22 milljarða Bandaríkja- dala í 22 löndum í Evrópu, Asíu, Af- ríku og Norður-Ameríku. SBC leggur mikinn metnað í starfsmannastefnu sína. Eitt af því sem einkennir fyrirtækið, en er ann- ars sjaldséð í síma- og samskipta- geiranum, er mikil áhersla á að ráða kvenfólk og láta þær njóta eðlilegs framgangs til jafns við karlana. Yfir 53 prósent starfsmanna eru konur, 48 prósent yfirmanna eru konur, í 23 prósentum af æðstu stöðum í SBC sitja konur og um fjórðungur stjórn- armanna eru konur. Rýmum tilfyrir nýju sumarlínunni! Opið 10 -18, laugardaga 10 -16. Margar gerðir af flísfatnaði, t.d. peysur, buxur, vettlinguar og húfur á frábæru verði. Póstsendum samdægurs. UTILIF Munið eftir fríkortinu. GLÆSIBÆ Sími 545 1500 • www.utilif.is (^Aukahlutapakkí ) Handfrjáls búnaður Bílhleðslutæki Leðurtaska Þetta þrennt á aðeins 1.980 kr. S» ( Chatboard ) er handhægt lítið lyklaborð sem hægt er að tengja við nýrri gerðir Ericsson GSM síma. Þetta er nýr búnaður sem auðveldar þeim lífið sem eru iðnir við að skrifa SMS skilaboð. Tilboðsverð aðeins 2.480 kr. FÆST í VERSLUNUM SÍMANS SÍMINN-GSM FÆRIR ÞÉR FRAMTÍÐINA sem auðveldar þér lífið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.