Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU PRIÐJUDAGUR 28. MARS 2000 23 Arni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra vígir kynbótastöð Stofnfísks á Irlandi Stofnfískur fjár- festir í framtíðinni ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra og Frank Fahey mat- væla- og sjávarútvegsráðherra ír- lands opnuðu nýja kynbótastöð fyrir lax í Galway á írlandi á laug- ardaginn en stöðin er í meirihluta- eigu Stofnfisks. Undirbúningur verkefnisins hef- ur tekið talsverðan tíma og verið unninn í nánu samstarfi við Lands- samband laxeldisframleiðenda á írlandi. Eftir ítarlega úttekt sér- fræðinga á vegum írska ríkisins á þeim verkefnum sem í boði voru á þessu sviði ákvað ríkisstjórn ír- lands að ganga til samstarfs við Stofnfisk. Taldi ríkisstjórnin mik- inn tímasparnað og fjárhagslegan ávinning af því að tengjast verkefni sem þegar hefur verið í mikilli þró- un hjá Stofnfiski. Með þessum samningi við fyrstu laxeldisstöðina á Irlandi má segja að verkefnið sé formlega hafið. Ráðherrarnir ræddu einnig sam- starf Islands og Irlands. Nýtist öllum irska iðnadinum Vigfús Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Stofnfisks, segir að fyrirtækið taki að sér laxakynbæt- ur sem muni nýtast öllum írska iðnaðinum. „Fjárfestingar Stofn- fisks á Irlandi eru tvíþættar,“ segir hann. „Á síðasta ári keyptum við 25% hlutafé í fiskeldisfyrirtæki sem hefur sérhæft sig í framleiðslu á smáseiðum og þetta fyrirtæki, ásamt Stofnfiski, hefur hrint af stað nýju fyrirtæki, sem er Stofn- fiskur á írlandi, en rekstur kynbót- arverkefnisins verður á vegum þess.“ Á undanförnum árum hefur Stofnfiskur sérhæft sig í kynbótum og framleiðslu á laxahrognum og verulegur hluti framleiðslunnar hefur verið fluttur út. „Okkur hef- ur tekist að halda uppi gríðarlega umfangsmiklum kynbótum fyrir lax hér á landi sem greinin nýtur góðs af,“ segir Vigfús. „Með verk- efninu á írlandi erum við að fjár- festa í framtíðinni. Þar eigum við góðan markað sem við höfum byggt upp á þremur árum og við sjáum fram á að geta átt verulega mark- aðshlutdeild á Irlandi á næstu ár- um vegna þessa verkefnis.“ Vigfús segir að vel verði fylgst með fiskunum og upplýsingar um vöxt, gæði, holdgæði, lit og fleira notaðar til að velja þá til undan- eldis. „Þar með hefur Irland fengið írskt kynbótaverkefni en fram- leiðsluhlutinn, sem snýr að hrogn- unum, er staðsettur á Islandi. Þannig náum við miklu meiri nýt- ingu út úr einingunum okkar heima. Við framleiðum hrognin en framleiðslan byggist á umhverfis- aðstæðum á írlandi því við getum prófað fiskinn úti.“ Verðmæti hrognamarkaðarins á írlandi er í kringum 100 milljónir króna á ári en talið er að hann muni fjórfaldast á næstu fimm til sex ár- um og segir Vigfús að fyrirtækið ætli sér verulegan hlut af þeirri aukningu. „Eins munum við vinna okkar markaðssetningu í Skotlandi út frá þessu verkefni á Irlandi." Vönduð vara og gott verð! Peter McGovem, framkvæmdastjóri GAEL, sem er samstarfsfyrirtæki Stofnfisks á írlandi, Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Frank Fahey, matvæla- og sjávarútvegsráðherra írlands, skoða íslensk laxaseiði sem eru hluti af kynbótaverkefni Stofnfisks hf. á Irlandi. Hágæði á lágu verði Vegna breytinga á lager, rýmum við til. Seljum þessa vönduou vöru á ótrúlegu tilboðsverði. Dæmi um verðlækkun: Ofiimeð TILBODSVERÐ: 27.905.- Verð áður: 37.905.- Helluborð hvíteðastál TILBOÐSVERÐ: 13.755.- Verð áður: 21.755.- Helluborð keramik-halogen TILB0ÐSVERÐ: 36.810.- Verð áður: 56.810.- Aðeins þessa viku! TaJkmarkað magn. F crHeimilisUekjaverslun Grensásvegur 13 -108 Reykjavík - Sími 533 2222 Veffang: www.pfaff.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.