Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Heimsókn páfa í Landinu helga mikil sigurfor „Hann sigraði hug okkar o g hjarta“ Jcrúsalcni. AFP, AP. Jóhannes Páll páfí II með bréfið, sem hann kom fyrir í Grátmúrnum. Þar biður hann gnð að fyrirgefa kirkjunni illa meðferð á gyðingum. Önnur fjöldagröf fínnst í Uganda Rugazi. AFP. HEIMSÓKN Jóhannesar Páls páfa II í ísrael lauk á sunnudag og segja má, að hún hafi verið mikil siguríor. Tókst honum að þræða það vandrat- aða einstigi, sem er stjórnmálin í Miðausturlöndum, og ávinna sér virðingu jafnt Israela sem Palestínu- manna. Ekki vantaði hrakspárnar áður en páfi lagði upp í ferðina og sáu sumir fyrir sér stjómlausa pílagrímaþröng, umferðaröngþveiti, ofbeldisverk bókstafstrúaðra gyðinga og hermd- arverk en þegar til kom gekk allt snurðulaust fyrir sig. „Hann sigraði hug okkar og hjarta," sagði David Levy, utanríkis- ráðherra Israels, skömmu eftir að páíi hafði beðið guð að fyrirgefa kirlq'unni illa meðferð á gyðingum og þessa bón skrifaði hann á miða, sem hann kom fyrir í sprungu í Grát- múmum, einum mesta helgidómi gyðinga. „Hann snart Múrinn og Múrinn snart hann,“ sagði ísraelski ráðherr- ann Michael Melchior. „Ég var mjög hrærður. Þetta var upphaf nýs tíma.“ Palestínumenn ánægðir Yfirlýsingar páfa féllu einnig Pal- estínumönnum vel í geð þótt hann hafi ekki gengið alveg jafnlangt og þeir vildu í stuðningi sínum við sjálf- stætt ríki þeirra með Jerúsalem sem höfuðborg. „Við gejnmum orð páfa í hjarta okkar,“ sagði palestínska blaðið AI- Hayat Al-Jadida og Palestínumönn- um fannst mikið til þess koma er páfi heimsótti flóttamannabúðir í Betlehem þar sem hann hvatti til, að tafarlaust yrði fundin lausn á vanda- málum þess fólks, sem missti heimili sitt við stofnun ísraelsríkis 1948. Páfi baðst ekki afsökunar á Hel- förinni með nákvæmlega þeim hætti, sem ísraelar hefðu kannski helst viij- að, en ólíku er saman að jafna, för Jó- hannesar Páls páfa II nú og heim- sókn Páls páfa VI fyrir 36 árum. Páll VI þótti sýna ísraelum mikla óvirð- ingu. Hann nefndi aldrei ísrael á nafn og kvaðst ekki hafa tíma til að ræða við trúarleiðtoga þeirra. Friðflytjandi Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, lofaði Jóhannes Pál páfa II fyrir það, sem hann hefði gert til að sættast við gyðinga og í blaðinu Haaretz sagði, að koma páfa hefði minnt ísraela á hvers vegna Landið helga væri svo mikilvægt gyðingum. Hann væri sannkallaður friðflytjandi og koma hans hefði vakið vonir um, að kristnir menn og gyðingar gætu sæst og einnig gyðingar og Palest- ínumenn. A síðasta degi heimsóknar páfa í Jerúsalem slepptu Palestínumenn þúsundum blaðra í hinum rauða, hvíta, svarta og græna lit fána síns. „Páfa var ekki aðeins fagnað á Jer- úsalemsstrætum, heldur einnig á himninum yfir borginni," sagði Fais- al Husseini, háttsettur, palestínskur embættismaður. FANGAR voru í gær látnir grafa upp tugi líka í nýrri fjöldagröf sem fundist hefur á akri í eigu dómsdags- safnaðar í Uganda. Nokkur líkanna voru með stungusár og á meðal þeirra sem fundist höfðu í gröfinni í gær voru að minnsta kosti tvö smá- börn. Talið er að fólkið hafi verið myrt fyrir tæpum þremur mánuðum. Áður höfðu fundist 153 lík í ann- arri fjöldagröf í búgarði sem var í eigu safnaðarins. Læknir skoðaði lík- in um helgina og þau voru síðan graf- in aftur. Yfirvöld í Úganda hafa skip- að nefnd til að grafa líkin upp aftur og rannsaka þau betur. Fjöldagrafirnar fundust eftir að a.m.k. 330 félagar í söfnuðinum létu lífið í eldi í kirkju safnaðarins í þorp: inu Kanungu 17. þessa mánaðar. í fyrstu var talið að fólkið hefði sam- mælst um að svipta sig lífi en lög- reglan telur nú að um fjöldamorð hafi verið að ræða. Háttsettir embættismenn í Úg- anda segjast hafa heimildir fyrir því að tveir helstu leiðtogar safnaðarins, Cledonia Mwerinde og Joseph Kib- weteere, hafi flúið frá Kanungu dag- inn sem kirkjan brann. Lögreglumenn og þorpsbúar í Kanungu hafa leitt getum að því að leiðtogarnir tveir hafi flúið vegna deilu innan safnaðarins. Þeir höfðu spáð heimsendi um síðustu áramót og þar sem sá spádómur rættist ekki munu félagar safnaðarins hafa kraf- ist þess að fá aftur eigur sínar sem þeir gáfu söfnuðinum þegar þeir gengu í hann. Umbætur boðaðar í Kuomin- tang LIN Feng-cheng, fyrrverandi samgöngu- og fjarskiptaráð- herra Taívans, var í gær gerður að framkvæmdastjóra flokks þjóðemissinna, Kuomintang. Hann lofaði að beita sér fyrir viðamiklum umbótum innan flokksins eftir ósigur hans í for- setakosningunum 18. þessa mánaðar til að gera honum kleift að komast aftur til valda. Lien Chan, forsetaefni Kuomintang í kosningunum, verður formaður flokksins þar til nýr leiðtogi verður kjörinn á aukaþingi Kuomintang innan þriggja mánaða. Verjandi Sharifs lýkur málflutningi VERJANDI Nawaz Sharifs, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, lauk málfiutningi sínum í gær og krafðist þess að ákærunum á hendur honum yrði vísað frá þar sem ákæru- valdinu hefði ekki tekist að færa sönnur á þær. Sharif og sex aðr- ir voru ákærðir fyrir að stofna lífi Pervez Musharrafs hers- höfðingja í hættu með því að reyna að koma í veg fyrir að flugvél hans gæti lent nokkram klukkustundum áður en herinn tók völdin í sínar hendur í októ- ber. Sakbomingamir eiga yfir höfði sér dauðadóm verði þeir fundnir sekir. Búist er við að dómur verði kveðinn upp í mál- inu í næstu viku. Mál Elians fær flýtimeðferð LÖGFRÆÐINGAR ættingja kúbverska flóttadrengsins Eli- ans Gonzalez samþykktu í gær beiðni bandaríska dómsmála- ráðuneytisins um að áfrýjun þeirra í forræðisdeilunni fengi flýtimeðferð. Báðir aðilar eiga að leggja fram kröfur sínar fyrir áfrýjunardómstól í Georgíu 3. aprfl og stefnt verður að því að dómur verði kveðinn upp hálf- um mánuði síðar. Alríkisdómari í Miami úr- skurðaði í vikunni sem leið að bandarísk yfirvöld hefðu rétt til senda drenginn til föður síns á Kúbu án þess að dómstólar fjöll- uðu um beiðni ættingjanna um að hann fengi hæli sem pólitísk- ur flóttamaður. Fidel Castro, leiðtogi Kúbu, varaði við því á sunnudag að ættingjamir kynnu að verða drengnum að bana eða fela hann í öðm landi fremur en að senda hann til Kúbu. „Blóðugi sunnudagur- inn“ rann- sakaður YFIRVÖLD á Norður-írlandi hófu í gær nýja rannsókn á „blóðuga sunnudeginum" árið 1972 þegar breskir hermenn urðu 14 kaþólikkum að bana í Londonderry. Rannsóknin er undir stjórn Savilles lávarðar og hún hófst árið 1998. Henni var hins vegar frestað þegar her- mennimir hófu baráttu fyrir því að nöfn þeirra yrðu ekki gerð opinber. Lögfræðingar notuðu töfina til að yfirheyra vitni og afla fleiri sönnunargagna. Leiöbeinendastörf með hressu, ungu fólki Vilt þú vinna utanhúss í sumar? Fjölbreytt og gefandi störf. Kjörið fyrir þá sem kraftur er í, og kjósa útiveru og skemmti- legan félagsskap. Leitið upplýsinga. r VINNUSKÓLI REYKJAVÍKUR Snorrabraut 60 • 105 Reykjavík Sími 511 2590 • Fax 511 2599 Netfang: vinnuskoli@vinnuskoli.is Veffang: www.vinnuskoli.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.