Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Pútín vill þóknast öllum eftir Aleksander Bovín ©Project Syndicate BARÁTTAN fyrir forsetakosning- amar í Rússlandi var leiðinleg. Eg vildi að ég gæti sagt að hún hafi verið óspennandi vegna þess að í Rússlandi sé nú búið að koma á venjulegu lýð- ræðisþjóðfélagi, stjómmálin séu orð- in hversdagsleg, þau snúist ekki um líf og dauða. En Rússland er enn öðruvísu en önnur lönd. Þess vegna er ekki ástæða til að fagna rússneskum kosningum með sovét-blæ að því leyti að niðurstaðan virtist vera gefin fyrir fram. Eftir er að ná saman um grundvallaratriði, taka verður erfiðar ákvarðanir. Þörf er á upplýstu samþykki og lýðræðis- legu kosningamar okkur veittu ekki slíkt samþykki. Mörgum kjósendum leiddist svo allt umstangið að miklar efasemdir vom uppi um að nægilega margir, 51% atkvæðisbærra Rússa, myndu greiða atkvæði en hefði kjörsókn orð- ið minni myndu úrslitin hafa verið ógild. Svo mikið áhugaleysi hefðiþó að minnsta kosti gert kosningarnar at- hyglisverðar. Utan Rússlands hafa menn hins vegar fylgst af ákefð með kosningabaráttunni, líklega er ástæð- an fyrst og fremst að enn er litið á lýð- ræði í Rússlandi sem merkilega nýj- ung. Vladímír Pútín vann með yfirburð- um eins og spáð hafði verið síðustu mánuði. Hann er ekki lengur „starf- andi“ forseti heldur er hann við völd í krafti eigin afls. En hvert er umboð hans? Það veit enginn með vissu. Ef til vill er hægt að giska á helstu þætt- ina sem muni einkenna stefnu hans í forsetaembættinu með því að kanna hvemig hann skaust svo fyrirvara- laust upp á stjömuhimin stjómmál- anna. Pútín boðar breytingar, ófullkomn- ar breytingar en umskipti eftir sem áður. Rússar vom fyrir löngu orðnir þreyttir á Borís Jeltsín. Hann naut uppranalega hylli almennings, var átrúnaðargoð kvenna og mennta- manna, en Jeltsín breyttist í veik- burða gamalmenni sem vakti með- aumkun. Fólk fékk meira en nóg af því hve „óútreiknanlegur" hann var, þoldi ekki lengur hve illa honum gekk að hafa stjóm á skapi sínu og jafn- framt að honum skyldi ekki takast að hafa vit fyrir spillta genginu í Kreml, hvað þá að gera það heiðarlegt. Fólk kenndi Jeltsín um að Rússland væri orðið aðhlátursefni í heiminum og var orðið leitt á loforðum sem hann hafði svikið. Dapurlegt hlutverk Jeltsíns Þegar upp er staðið er ljóst að Jeltsín hefm- gegnt dapurlegu hlut- verki. Hann tók að sér verkefni sem hann réð ekki við. Vissulega bjargaði hann þeim réttindum sem Gorbatsjov færði fólki, valfrelsi, tjáningarfrelsi og frelsinu til að láta samviskuna ráða. En honum tókst ekki að koma á raunveralegu og viðvarandi frelsi - frelsinu til að búa í ríki ábyrgðar, ör- yggis og stöðugleika. Við þessar aðstæður virtist sérhver frambjóðandi með upprana í hópnum umhverfis Jeltsín ekki geta gert sér neinar vonir um sigur. En Pútín átti sér ekki rætur í Moskvu og Kreml og gat því séð við vemdara sínum. Ekki var litið á hann eins og hvert annað lúið og margnotað spil úr stokknum í Kreml, þar sem svo oft var búið að stokka upp í stjóminni. Pútín var ekki talinn sköpunarverk „fjölskyldunnar" (helstu ráðgjafa Jeltsíns, stuðnings- manna og hjálparkokka). Ungur aldur Pútíns, þróttur hans og hæfileiki til að tala mál sem al- menningur skilur era teikn um þær breytingar sem hann virðist veita fyr- irheit um. Enn meira máli skiptir að hann vill reyna að þóknast öllum. Menntamennirnir okkar dá hann vegna þess að hann fer reglulega í leikhús, óperana og á ballettsýningar. Hagfræðingar fagna af því að hann skilur hvað frjáls markaður er. Lög- fræðingar era ánægðir, hann hefur talað um að koma á „alræði laganna". Stjómmálamenn úr öllum áttum hins pólitíska litrófs lýsa yfir stuðningi við Pútín vegna þess að stefna hans spannar allan skalann frá kommún- isma yfir í frjálshyggju. Síðast en ekki síst, hann nýtur stuðnings hersins og KGB. Með stefnunni í Tsjetsjníu gaf hann einnig fyrirheit um breytingu. Þótt margir líti svo á að seinna Tsjet- sjníustríðið hafi verið samsæri sem hafi verið ýtt úr vör með forsetakosn- ingamar í huga vora það Tsjetsjen- amir sjálfir sem réðust inn í Dagest- an í ágúst 1999 og útveguðu þannig Pútín málstað sem hægt var að nota til að fylkja liðinu og nota í kosninga- baráttunni. Pútín er alltaf henti- stefnumaður, hann áttaði sig á því hvað bærðist í huga almennings og lagði framtíð sína að veði. Hann kaus að gera „einingu Rússlands" og „hættuna á að Rússland leystist upp“ að grandvelli stefnu sinnar og hófst því handa við „hið göfuga verkefni að brjóta á bak aftur alla aðskilnaðar- sinna“. Á sfnum tíma flykktust íbúar Norð- urríkjanna um Ábraham Lincoln í Reuters Aldraður maður greiðir atkvæði í Moskvu á sunnudag. Líkneski af Vladímír Lenín, leiðtoga bolsévikka og föður Sovétríkjanna gömlu, vakir yfir staðnum. Stjórnmálamenn úr öllum áttum hins póli- tíska litrófs lýsa yfir stuðningi við Pútín vegna þess að stefna hans spannar allan skalann frá kommún- isma yfir i frjáls- hyggju. borgarastríðinu. Flestir Rússar studdu einnig Pútín af einlægni vegna þess að hann hikaði ekki við að heyja stríð til að berjast fyrir „óskiptu Rússlandi". Ákvörðun hans féll einnig vel að særðu þjóðarstolti rússnesku þjóðarinnar þar sem hún sýndi fram á að Rússar gætu varið hagsmuni sína og tekið erfiðar ákvarðanir hvað sem liði skoðunum vesturveldanna. Rússland var markmiðið Þótt Pútín yrði að leggja hart að sér við að ná aftur tökum á Tsjetsjníu var Rússland sjálft markmiðið og því gleymdi hann ekki. Loforðið um að efla ríkisvaldið, koma á aga og reglu, allt kristallaðist þetta í Tsjetsjníu- stríðinu og varpaði ljósi á vonir Pútíns um að verða forseti. „Alræði lag- anna“, eina tegund einræðis sem Rússar hafa aldrei kynnst í sögu sinni, er þungamiðjan í stefnu hans og uppspretta styrkleika hans og vin- Vladímír Pútín sælda. Rússar era hrifnir af sterkum leiðtogum og allir (einkum vestur- veldin) leggja áherslu á að í Rússlandi þurfi að vera réttarríki. Pútín er sennilega í hópi fárra leiðtoga sem hafa orðið vinsælir fyrir að lofa hörku. Samt er það svo að þótt Pútín ráði yfir ímynd hins harðneskjulega KGB- manns er hann snjall í að þóknast fólki. Furðulegasti eiginleiki hans er mikill andlegur sveigjanleiki, hæfnin til að segja það sem allir vilja heyra. í þessu tilliti minnir Pútín á töfraspeg- il. Allir sem horfa í hann sjá þar sjálf- an sig. Þetta er ákjósanlegur hæfi- leiki í kosningabaráttu vegna þess að hann gerir Pútín kleift að nálgast alla. Þá sem horfa fram á við, þá sem horfa aftur, fijálslynda lýðræðissinna, aft- urhaldssama íhaldsmenn, þjóðemis- sinna, ættjarðarvini, kommúnista og óflokksbundna, stuðningsmenn mið- stýringar rússneska rfldsins og þá sem vilja valddreifingu til héraðanna. Pútín gengur ágætlega að vera allt þetta í senn. En slík stefna, að sam- sinna öllum, gengur aðeins í kosn- ingabaráttu. Sé henni fylgt í rflds- stjóm getur hún orðið til að veikja stjómina, ætli Pútín sér að ná árangri í embætti getur hann ekki látið nægja að veravinsæll. Hvað mun Pútín færa Rússum? Hér er komið að ráðgátunni sem Rússar standa frammi fyrir því að eft- ir að kosningabaráttunni leiðinlegu j lauk er aðeins um að ræða getgátur. Lýðræði ætti að tryggja að þessu væri öfugt farið. Kosningabarátta ætti að vera til þess að skerpa skilin og vísa veginn, þegar menn stjóma snýst hins vegar allt um að þramma áfram á leiðum vandlega útfærðrar stefnumótunar og stunda erfiðið sem það krefst að fá nægilegan stuðning [ við nauðsynlegar aðgerðir til að hag- | sæld og frelsi verði að veraleika. Þá \ næst árangur oft ekki síður með því | að vera fastur fyrir en að þóknast öðr- um. Ætli Pútín sér að ná árangri verður hann að hætta að þóknast öll- um og fara í reynd að stjóma. Aleksander Bovín er æðsti írétta- ritari rússneska dagblaðsins Ízvestíu á sviði alþjóðamála og stjórnmála og fyrrverandi sendilwrni Rússlands í Israel. Millifyrirsagnir eru Morgun- blaðsins. Kosningar í írak Sonur Saddams sækist eftir þingsæti Reuters frösk Qölskylda gengur framhjá mynd af Hussein við kjörstað í Bagdad. Bagdad. AFI’, AP. ÍRAKAR gengu að kjörborði í gær og búist var við að Uday, elsti sonur Saddams Husseins, leiðtoga lands- ins, yrði kjörinn á íraska þingið í fyrsta sinn. Kjósendur sem fréttaritari AFP ræddi við á þremur kjörstöðum sögðust allir ætla að kjósa Uday, sem er 35 ára og bauð sig fram í Bagdad. „Við eram hæstánægð með stjórnina, stjórnkerfi okkar og leið- togana,“ sagði einn kjósendanna. Uday er mjög áhrifamikill í Irak, rekur m.a. sjö dagblöð og sjón- varpsstöð og er formaður blaða- mannasamtaka og ólympíunefndar landsins. Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem hann býður sig fram í kosningum. Margir líta á hann sem arftaka Saddams Hus- seins og sæti á þinginu ætti að styrkja stöðu hans frekar. Glaumgosinn orðinn að doktor Uday gat sér orð fyrir að vera hrottafenginn glaumgosi á yngri ár- um sínum. Vestrænir fjölmiðlar hafa t.a.m. haft eftir íröskum útlög- um að hann hafi átt það til að pynta landsliðsmenn íraks í knattspyrnu eftir tapleiki. Hann barði einnig embættismann til bana opinberlega árið 1988 og sakaði hann um að vera milligöngumaður Saddams og ást- konu hans. Uday hefur lagt áherslu á að losa sig við þetta orðspor frá því hann særðist alvarlega í skotárás óþekkts manns á götu í Bagdad í desember 1996. Hann varð t.a.m. doktor í stjórnmálafræði við háskóla í Bag- dad fyrir tveimur árum og eitt af blöðum hans birti 300 síðna dokt- orsritgerð hans. Þar hélt hann því fram að Bandaríkin myndu missa drottnunarvald sitt í heiminum á næstu öld og þurfa að deila völdum sínum með nýjum stórveldum, Jap- an, Evrópusambandinu og Kína. Arabískir fjölmiðlar segja að Saddam hafi fallið frá því að gera Uday að arftaka sínum eftir skot- árásina og vilji frekar að annar son- ur hans, Qussay, verði leiðtogi landsins þegar fram líða stundir. I Iraskir ráðherrar hafa þó neitað því ‘ að bræðurnir beijist um völdin. Uday var á meðal 512 frambjóð- enda sem kepptu um 220 þingsæti. Saddam hyggst skipa 30 þingmenn til viðbótar fyrir Kúrdahéruðin í norðurhluta landsins, þar sem ekki var efnt til kosninga. Allir frambjóðendurnir eru í flokki Saddams, Baath-flokknum, eða óflokksbundnir stuðningsmenn stjórnarinnar. Fyrir utan Baath- I flokkinn er aðeins tveimur kúrdísk- ; um flokkum, sem styðja stjórnina í | Bagdad, leyft að starfa í írak.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.