Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2000 27 Tillaga norrænu umhverfísráðherranna Irar styðja lokun Sellafíeld London, Dublin. AP, AFP, Reuters. IRAR munu styðja tillögu norrænu umhverfisráðherranna um að end- urvinnslu kjarnorkuúrgangs verði hætt í Sellafield-kjarnorkuendur- vinnslustöðinni á Bretlandi að því er Joe Jacobs, orkumálaráðherra Ira, gi-eindi frá í gær að loknum fundi með Svend Auken, umhverfisráð- herra Dana. Tillagan sem þegar hef- ur verið kynnt Bretum verður lögð fyrir á fundi ríkja við Norðursjó sem haldin verður í Kaupmannahöfn í júní. Jacob sagði, að fundi loknum, að þótt írar styddu fullkomlega tillögu Norðurlandanna um að hætta bæri vinnslu í Sellafield þar til geisla- virkni sjávar væri ekki lengur mæl- anleg, þá myndu írar jafnframt stefna að því að fá endurvinnslu- stöðinni lokað fyrir fullt og allt. „Vegna nálægðar okkar við Sella- field kemur málið enn meira við okkur og því verðum við að sýna af okkur ennþá meiri hörku,“ sagði Jacob í viðtali við írska ríkisútvarpið og kvaðst vona að OSPAR-nefndin tæki losun kjarnorkuúrgangs til endurskoðunar á fundinum í júní. Töluverð reiði ríkir meðal íra og Norðurlandabúa, bæði vegna geisla- virks úrgangs frá Sellafield og brotalama í öryggismálum stöðvar- innar og segja þjóðimar þetta brot á alþjóðlegum mengunarvarnasátt- málum. Tillaga norrænu umhverfisráð- herranna kemur í kjölfar skýrslu breska kjarnorkueftirlitsins um slæmt ástand öryggismála í Sella- field og kvaðst Auken í gær vera bjartsýnn á að breska ríkisstjórnin brygðist vel við tillögu þjóðanna um lokun Sellafield. Lögregla rannsakar spellvirki Hneykslismálum tengdum Sella- field lýkur þó ekki þar með, því breska lögreglan rannsakaði nú um helgina spellvirki sem framin voru í stöðinni. British Nuclear Fuels Ltd. (BNFL), sem sér um rekstur Sella- field, viðurkenndi á sunnudag að í síðasta mánuði hefði verið klippt á kapla í vélbúnaði sem notaður er við meðhöndlun kjarnorkuúrgangs. BNFL neitaði að tjá sig frekar um AP Joe Jacobs, orkumálaráðherra írlands, tekur á mdti Svend Auken, um- hverfisráðherra Dana, við upphaf fundar þeirra í gær. málið en talsmaður fyrirtækisins sagði málið þó htið mjög alvarlegum augum. „Enginn starfsmaður ætti að stefna öryggi samstarfsmanna sinna eða nálægum byggðum í hættu með því að framkvæma spellvirki. Slíkt er gjörsamlega óviðunandi," sagði Jack Dromey, talsmaður eins þeirra stéttarfélaga, sem starfsmenn Sella- field tilheyra. Starfsmennirnir hafa nú verið hvattir, af forráðamönnum stéttarfélaga sinna, til að aðstoða lögreglu við rannsóknina þótt þeir komi þar með upp um starfsfélaga sína. Nú þegar hafa Þýskaland, Sviss, Japan og Svíþjóð hætt öllum við- skiptum með kjarnorkueldsneyti við Bretland og draga því margir fram- tíð Sellafield í efa. Ástand öryggismála stöðvarinnar er til að mynda talið líklegt til að standa í vegi fyrir áformum bresku ríkisstjórnarinnar um einkavæðingu BNFL og greindi breska dagblaðið Gudrdian í gær frá því að ríkis- stjórn Bretlands myndi tilkynna um lokun stöðvarinnar innan tveggja mánaða. BNFL hefur hins vegar áð- ur sagst munu verjast öllum slíkum áformum. Blaðið hafði eftir háttsett- um manni innan ríkisstjórnarinnar, sem ekki vildi láta nafns síns getið, að Sellafield yrði í framtíðinni notað til að geyma kjamorkuúrgang. Ingiríður drottning níræð Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. INGIRÍÐUR drottning, sem verður níræð í dag, vill ekki láta hylla sig eða hampa á neinn hátt. Ætlaði hún ekki að koma fram á svalir Amalien- borgar eins og siður er á afmælis- dögum í konungsfjölskyldunni og hún hefur einnig beðist undan gjöf- um, þess í stað bent á sjdði, sem ættu að njdta þess ef einhver vildi minn- ast afmælisins. Blöð, útvarp og sjdnvarp hafa minnst afmælisins á margvíslegan hátt. Ingiríður er sænsk prinsessa, ddttir Gústafs Adolfs VI og breskr- ar konu hans, Margaretu af Conna- ught. Hún var eina ddttirin í hdpi fjögurra bræðra og átti að eigin sögn fjarska hamingjusama æsku, sem lauk þegar hún var tíu ára og mamma hennar dd. „Það er sorg, sem maður kemst aldrei yfir. Aldrei, aldrei," hefur hún síðar sagt. Þau Friðrik, sem síðar varð Friðrik IX, voru mjög samrýnd og hann, sem hafði orð á sér fyrir að vera sjdari í sér, hlýlegur og glaður, dýrkaði konu sína. Þau eignuðust dæturnar Margréti Þdrhildi, núver- andi drottningu, Benediktu og Onnu Maríu. Þau hjdn urðu mjög vinsæl og það var ekki síst henni að þakka. A stríðsárunum gerði hún sitt til að deila kjörum landsmanna, notaði helst ekki bílinn því bensín var skammtað. Hún hvatti Kristján X, tengdaföður sinn, til að ríða dag- Iega um borgina á þessum árum. Síðar hefur verið til þess tekið hvað þessir reiðtúrar kdngsins hafi haft gdð áhrif meðan Danir bjuggu við hernám Þjdðverja. Ingiríður var aðeins 62 ára þegar Friðrik lést 1972 og Margrét varð drottning. Drottningin vildi ekki láta kalla sig ekkjudrottninguna og hjá því hefur hún komist. Hún hefur verið virk í margskonar félagssamtökum, hún saumar og er Iistræn líkt og ddttirin. Hún er miðpunktur fjöl- skyldunnar og barnabörnin vita að ömmu sína eiga þau alltaf að. Ingi- ríður drottning kemur orðið sjaldan fram, því hún virðist líkamlega heldur hrum, er mjög lotin og merkt af beinþynningu. Eins og fleiri í konungsfjölskyldunni hefur hún lengi verið stdrreykingakona. And- lega er hún mjög ern og fylgist með öllu í kringum sig. Hún hefur sagt frá hve langdreginn dauðdagi föður hennar var, því læknamir hafi gert allt til að halda i honum lifinu. Sjálf segist hún vonast til að þegar þar að komi verði henni sýndur meiri skiln- ingur. voshhuQi A L H l- I O A VIÐSKIPTAH U G B Ú N AÐ U R i Fjárhagsbókhald i Sölukerfi I Viðskiptamanna kerfi l Birgðakerfi I Tilboðskerfi I Verkefna- og pantanakerfi i Launakerfi I Tollakerfi Vaskhugiehf. Síðumúla 15-Sími 568-2680 Blöndunartæki Gamaldags blöndunartæki framleldd bæði fyrir eldhús og baöherbergi. Blöndunartæki fyrir handlaugar eru framleidd með háum og lágum stút. Yfirborðsáferðin erýmist króm, gull eða króm/gull. amötYtCíh T€HGI Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: 564 1088 • Fax: 5641089 • tengi.is 3ja árn ábyréþ á barna glerau^naum^jörðum frá AfR TITAWIUM o . Aim T I T A N I U M Léttustu barna gleraugnaumgjarðir í heimi aðeins 2,7gr. GLERAUGNAVERSLUNIN MJÓDD • KEFLAVlK • OPTICAL STUOIO • SELFOSSI Álfabakka14 Hafnargölu45 Flugstöð Leifs Eirikssonar Miðgarði • Austurvegi 4 Simi: 587 2123 Slmi: 421 2123 Sími: 425 0500 Sími: 482 3949
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.