Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Sjeikspírskt sjónarspil LEIKLIST L e i k f é 1 a g lleykjavíkur KYSSTU MIG, KATA Höfundar Ieiktexta: Bella og Sam Spewack, byggt á Snegla tamin eft- ir William Shakespeare. Þýðandi leiktexta: Gísli Rúnar Jónsson. Höf- undur tónlistar og söngtexta: Cole Porter. Þýðendur söngtexta: Böð- var Guðmundsson, Egill Bjamason, Gísli Rúnar Jónsson og Jón Hjartar- son. Leiksljóri: Þórhildur Þorleifs- dóttir. Tónlistarstjóri: Óskar Ein- arsson. Danshöfundur: Michéle Hardy. Búningar: David Blight. Hár og förðun: Sigríður Rósa Bjamadóttir. Leikmynd: Stígur Steinþórsson. Lýsing: Lárus Björasson. Hljóð: Baldur Már Arn- grímsson. Leikarar, söngvarar og dansarar: Ámi Pétur Guðjónsson, Baldur Trausti Hreinsson, Bjöm Ingi Hilmarsson, Cameron Corbett, Chad Adam Bantner, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Eggert Þorleifsson, Egill Ólafsson, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Guðmundur Helgason, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Hera Björk Þórhallsdóttir, Hildur Óttarsdóttir, Hlín Diego Hjálmars- dóttir, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Jóhann Freyr Björgvinsson, Jón Hjartarson, Júlia Gold, Katrín Ingvadóitir, Katrín Agústa John- son, Margret Sigurðardóttir, Regína Ósk Óskarsdóttir, Sigrún Edda Bjömsdóttir, Stefán Stefáns- son, Theódór Júlíusson og Þórhall- ur Gunnarsson. Hljóðfæraleikarar: Einar St. Jónsson, Gunnar Hrafns- son, Halldór Gunnlaugur Hauks- son, Jóel Pálsson, Karl Olgeirsson, Óskar Einarsson, Sigurður Flosa- son. Laugardagur 25. mars. KYSSTU mig, Kata var frumsýnt á Broadway árið 1948 og er sennilega þekktasti söngleikur Coles Porters. Nokkur laganna hafa fest sig í sessi og eru fyrir löngu orðin klassísk dæg- urlög í flutningi þekktra bandarískra söngvara. Kysstu mig, Kata er einn örfárra söngleikja sem hafa verið fluttir oftar en tvisvar í íslensku at- vinnuleikhúsi en áður mátti sjá verkið í Þjóðleikhúsinu 1958 og svo hjá Leik- félagi Akureyrar fyrir réttum níu ár- um, 1991, þá í þýðingu Böðvars Guð- mundssonar. Því er tjaldað sem til er í þessari uppfærslu, samtals kemur fram á fjórða tug leikara, söngvara, dansara og hljóðfæraleikara og hlýtur að vera langt síðan jafn fjölmenn sýning rat- aði á fjalimar. Þórhildur Þorleifsdótt- ir leikstjóri sýnir það sem löngu er sannreynt að hún hefur einstakt lag á að stjóma fjölmennum sýningum og þá sérstaklega hópsenum. Það er skemmtileg tilbreyting að fá að sjá jafn viðamikla sýningu með jafn- mörgum þátttakendum á stærsta sviði landsins. Þessi söngleikur gefur færi á að túlka efnið á nýstárlegan máta. Ann- ars vegar er þetta vegna þess að söngleikurinn er saminn í kringum Morgimblaðið/Jón Svavarsson Egill Ólafsson og Jóhanna Vigdís Arnardóttir taka við fagnaðarlátum frumsýningargesta. sýningu á leikriti Shakespeares, Snegla tamin, en sýning inni í annarri sýningu er einmitt eitt uppáhaldstil- efni vangaveltna menningarfræðinga nú á dögum. Hins vegar er Snegla tamin tilvalið verk til að rýna í úr nýju sjónarhomi, enda alveg hræðilega kvenfjandsamlegt. Söngleikurinn dregur dám af uppranaverkinu, allt að sjálfsögðu undir yfirvarpi glens og gamans. Því miðui- hefur leikstjórinn ekki talið ástæðu til að finna nýjan flöt á verkinu fyrir þessa uppfærslu. í stað þess er boðið upp á þetta stórkostlega sjónarspil þar sem fjöldi flytjenda syngur, dansai’ og leikur af hjartans lyst. Leiknum er því sniðinn nokkuð þröngur stakkur, atriðin sem fjalla um samskipti leikaranna era gerð helst til farsakennd og sjeikspírski hlutinn er afkáralega ýktur. Þó að þessi lausn blasi við hefði verið Aðalfundur Íslandssíma Aðalfundur Íslandssíma hf. verður haldinn á Grand Hótel, Sigtúni 38, Reykjavík, miðvikudaginn 12. apríl nk. Fundurinn hefst kl. 16:00. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt grein 4.03.1 í samþykktum félagsins. Tillaga um heimild til stjórnar félagsins til kaupa á eigin hlutabréfum samkvæmt 55. grein hlutafélagalaga. J Önnur mál sem eru löglega borin fram. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins ásamt skýrslu endurskoðenda verða hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins að Borgartúni 30, Reykjavík, viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhent á fundarstað. Reykjavík, 28. mars 2000 Stjórn Íslandssíma hf. skemmtilegt ef þessi flutningshefð hefði verið brotin upp og fundnai’ nýj- ar leiðir. Grínið í leiktextanum er víða komið til ára sinna og sjeikspírsku at- riðin verða of einhæf í ofhlæði sínu og ýkjum svo að á stundum varð að bíða eftir næsta lagi til að koma sýning- unni aftur á skrið. Einn helsti dragbítur á sýningu söngleikja hér á landi hefur löngum verið að skort hefur listamenn sem gætu jafnt sungið, dansað og leikið. Dansvandamálið er hér leyst með því að fá meðlimi íslenska dansflokksins til að sjá um flest dansatriðin, sem þeir að sjálfsögðu gerðu af leikni. Þeir koma fjölbreyttum dönsunum auð- veldlega til skila - það eiginlega skín í gegn að dansaramir era allt of miklir Kstamenn hver fyrir sig til að verða auðveldlega hluti af nafnlausum danskór. Söngurinn er líka í traustum hönd- um, hvort sem um er að ræða kórsöng eða einsöng. Lög Coles Porters era líka þannig úr garði gerð að jafnvel leikarar með takmarkaða söngrödd koma lögunum vel til skila. Jóhanna Vigdís Arnardóttir sýnir og sannar að hún hefur stórkostlega rödd jafn- framt því að vera gædd miklum leik- hæfíleikum, mun meiri en hún hefur færi á að sýna hér. Það er sérstaklega gaman að heyra hana játa ást sína í „Því mín ást er öll hjá þér“. Hún syngur þetta lag áreynslulaust og leikandi og kemur tilfmningum þeim sem textinn fjallar um vel til skila. Fyrir undirritaðan var þetta há- punktur sýningarinnar. Egill Olafsson er gamalreyndur og landsþekktur söngvari. Hann hefur mjög áferðarfallega rödd sem hann beitir af miklu öryggi. Hann býr enn- fremur yftr geysimiklum persónu- töfram og útgeislun hans á sviði bætir upp það sem á kann að skorta í leik. Hann átti í engum erfiðleikum á því sviði hér, stíllinn á leiksýningunni krafðist engra tilþrifa. Þrátt fyrir óhapp á framsýningu sem án efa olli honum miklum óþægindum lét hann engan bilbug á sér finna heldur skil- aði sínu af mikilli prýði. Edda Björg Eyjólfsdóttir hefur sýnt ýmsa fleti á hlutverki heimsku ljóskunnar á sínum stutta ferli. Hér má segja að hún fullkomni þessa ( & Gleraugnasalan, Laugavegi 65. odl<las VÖRN FYRIR AUGUN Gleraugu fyrir unga fólkið manngerð auk þess að búa til frábæra smámynd úr laginu „Því ertu svo þver?“ þar sem smellin og einbeitt túlkunin er mun þýðingarmeira atriði en söngurinn. Það væri gaman að sjá hana leika nýja týpu - Edda kemst varla lengra með þessa en hún hefur þegar sýnt. Bjöm Ingi Hilmarsson er eini leikarinn sem einnig lék í síðustu upp- færslu á söngleiknum á Akureyri. Hann ætti því að vera orðinn hagvan- ur. Hér bregður hann upp snaggara- legri mynd af spilafíkli og flagara og kemst bærilega frá söngnum. Það gerir Eddu og Bimi án efa auðveld- ara fyrir að vera klædd í hæfilega búninga eftir tísku eftfrstríðsáranna. Eggert Þorleifsson og Baldur Trausti Hreinsson era hér í hlutverki tveggja bófa, sem era hreinræktuð farsahlutverk. Þeir era fymdnasti hluti sýningarinnar og með leik sín- um vinna þeir bug á takmörkunum hins afgamla gamanstíls. Þeim tekst sérstaklega vel upp í laginu „Hlust- aðu á Sjeikspír“ auk þess að vera skemmtilegt krydd í textanum „I birkihlíð“, en lagið virðist vera titil- lagið úr eldri söngleik Coles Porters, sem hér er fengið að láni og bætt inn í. Aðrir flytjendur era í minni hlut- verkum og era fjölmargir. Meðal ann- arra má nefna Theódór Júlíusson sem með grínaktugum leik og söng snarar fram mjög skemmtilegri persónu, Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur sem leikur af raunsæi í annars farsa- kenndri sýningu í beinni andstöðu við Sigrúnu Eddu Bjömsdóttur og Áma Pétur Guðjónsson sem leita á mið ýkts fáránleika í sinni persónusköp- un. Leikmyndin er þjál og sniðug og þrátt fyrir einfaldleikann er hvergi að sakna viðameiri eða litríkari um- gjörðar - einbeitt ljósanotkun sér fyr- ir því. Aftur á móti er litanotkunin svo yfírgengileg í mörgum búninganna að það er skotið langt út yftr öll mörk, í sumum atriðum er eins og búninga- meistarinn sé illa haldinn af búta- saumsbakteríunni. Það era til heiðar- legar undantekningar á þessu, t.d. búningurinn sem Jóhanna Vigdís kemur fram í í lokaatriðinu. Þessi lita- gleði gefur sýningunni tætingslegan heildarsvip sem er gersamlega óþarfi og á skjön við efni og aðstæður. Það er mjög erfitt að þýða svo sér- bandarískt fyrirbrigði sem þennan söngleik. Það verður því að fyrirgefa Gísla Rúnari að hann teflir oft á tæp- asta vað og komist sjaldnast á flug. Bestu söngtextamir era einfaldleik- inn uppmálaður í meðforam Egils Bjamasonar og Böðvars Guðmunds- sonar. Hljómsveitin stóð sig ffrnavel og skilaði sínu eins og efni stóðu til. Það var bara einstaka sinnum að hljóð- gerflahljómurinn í fiðlunum skar í eyra. Þetta er mjög viðamikil sýning þar sem söngur og dans era í fyrirrúmi en minna lagt upp úr leikrænum mögu- leikum verksins. Þrátt fyrir að teygj- ast vilji á atriðum milli laga er þetta besta skemmtan fyrir aðdáendur góðrar söngleikjatónlistar og þeir sem sjá um aðalhlutverkin skila sínu af fullkomnu öryggi. Sveinn Haraldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.