Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Frábær karla- kórssöngur TONLIST Langholtskirkja KÓRTÓNLEIKAR Karlakórinn Heimir ásamt ein- söngvurunum Einari Halldórssyni, Guðmundi Ragnarssyni og Álfta- gerðisbræðrunum Gisla Péturssyni, Sigfúsi Péturssyni, Pétri Péturs- syni og Óskari Péturssyni flutti sí- gild karlakóralög. Meðleikarar: Guðmundur Ragnarsson á gítar og Thomas Higgerson á píanó. Stjórnandi Stefán R. Gíslason. Laugardag kl. 16.00. ÞAÐ er ekkert minna en undur, sem þarfnast sérstakrar rannsókn- ar, að ekki stærra sveitarfélag en Skagafjörður skuli eiga jafn stóran og frábæran kór og Karlakórinn Heimir er. í kórnum eru um sjötíu söngmenn, flestir bændur úr sveit- um Skagafjarðar. Það sem ein- kennir söng Heimis er klingjandi hreinn kórhljómur; eðlilegur og náttúrulegur söngur. Hvergi heyr- ist að raddir séu þvingaðar eða stíf- ar, og músíktæknileg atriði eins og hvar skuli andað og hvernig hend- ingar eru mótaðar í blæ og styrk eru eins eðlileg og hugsast getur. Pramburður og meðferð texta er mjög skýr. I fáum orðum: Söngur þessa ágæta karlakórs er afbragðs- góður og skínandi músíkalskur. Það er líka undrunarefni að fyrsti tenór skuli vera fámennasta rödd kórsins, en samt svo hljómmikil og björt. Reyndar á kórinn því láni að fagna að hafa þrjá Álftagerðisbræðra í fyrsta tenór, einstaka náttúrutal- enta. Það væri ekki verra rannsókn- arefni en hvað annað að leita skýr- inga á þessum sprengikrafti í skagfirskum söng-genum. Var það ekki Jón Ögmundsson Hólabiskup sem frægur varð fyrir fagran söng sinn í Niðaróskirkju? Þá þótti Þor- kell Ólafsson, stiftprófastur á Hól- um um 1800, ekki síðri söngmaður og var orðlagður fyrir fagran söng. Frægar tvísöngs-gamanvísur voru kveðnar í hans orðastað, og segja þær nokkuð um sönghæfileika hans: Egsöng þarútölljól á ermabættum Rjól. Heyrðist mitt gaul og gól gegnum hann Tindastól. Egsöngintroitum af öllum lífskröftunum ogendaðiáexitum með uppsperrtum kjaftinum. Hvað sem líður söngerfðafræði Skagfirðinga er ljóst að Karlakór- inn Heimir er ekki bara afbragðs- góður heldur einnig óhemjuvinsæll. Langholtskirkja var orðin troðfull rúmum hálftíma fyrir tónleika kórs- ins á laugardaginn. Á efnisskrá kórsins voru vinsæl karlakóralög; óperukórar, íslensk lög, þjóðlög, dægurlög og óperettulög. Þá erum við komin að akkilesarhæl kórsins. Svona góður kór þarf að sýna meiri metnað og fjölbreytni i efnisvali. Það er virkilega gaman að heyra Heimi syngja fallega, en lagavalið er full léttvægt. Maður vill heyra frábæran kór syngja bitastæðari tónlist. Ekki sakaði að það væri meiri íslensk tónlist á efnisskránni. Nóg eiga þeir Skagfirðingar af bæði tónskáldum og ljóðskáldum. Það er erfitt að finna að nokkru öðru á þessum tónleikum. Söngurinn var svo skínandi góður. Það er auðveld- ara að tína það til sem var fram- úrskarandi gott. Söngur kórsins í atriði úr Rigol- etto eftir Verdi var frábær og sýndi að þessi kór er ekki síðri en karla- raddir bestu óperuhúsa. Lagið Haustnótt á hafinu þekkja margir frá liðinni tíð, sem danska lagið „En dag er ikke levet uden kærlighed. Lagið er eftir Dan Folke og var samið fyrir dönsku kvikmyndina Tango einhvern tíma í byrjun fjórða áratugarins. Þessi perla var yndis- lega fallega sungin, ljóðrænt og músíkalskt. Eitt fegursta íslenska karlakóralagið: Sefur sól hjá ægi eftir Sigfús Einarsson, var gríðar- lega fallega sungið; af mikilli tilfinn- ingu og með þeirri kyrrð og stillta frið sem maður upplifir einmitt hvað sterkast í miðnætursól við Skagafjörðinn. Pétur Pétursson söng einsöng í lagi Björgvins Guð- mundssonar Islands lagi. Þetta var h'ka einn af mörgum hápunktum á tónleikunum. Maður skilur vel hvað tenórrödd kórsins er góð þegar maður heyrir í Pétri. Söngur hans var mjúkur og þýður og algjörlega áreynslulaus, jafnvel á hæstu tón- um. Þá kom Óskar Pétursson fram og söng gamla góða lagið Vor í dal. Þetta lag var á sínum tíma óhemju vinsælt og var spilað dag eftir dag í Útvarpinu með Karlakórnum Vísi á Siglufirði og Daníel Þórhallssyni. Daníel var mikill undratenór og náttúrutalent; og söng lagið af því- líkri tenórbirtu að manni hefur kannski ekki dottið í hug að venju- legir tenórar lékju þetta eftir. En þetta gerði Óskar með kórnum á tónleikunum á laugardaginn, og sló ekkert af; - agaðri en Daníel en ekkert minna vonarbjartrur í heitri vorþránni. Sigfús Pétursson átti besta atriðið á tónleikunum er hann söng Kvöldklukkurnar rússnesku með kórnum. Það leika ekki margir það eftir að syngja þetta svona und- urveikt og tandurhreint en þannig að það berst samt lengst aftur í kirkjuskip. Þvílík rödd af náttúr- unnar hendi! Það var virkilega gam- an að heyra þetta svona unaðslega fallega sungið. Mörg fleiri lög voru á efnisskránni sem ekki hafa verið talin upp hér, og nokkur aukalög líka. Af þeim bar hæst lag Kalda- lóns, Á Sprengisandi, þar sem Ein- ar Halldórsson söng einsöng. Karlakórinn Heimir er skínandi góður kór. Kórinn, allir einsöngvai’- ar hans og píanóleikarinn Thomas Higgerson skiluðu sínu með miklum sóma. Það þarf frábæran kórstjóra til að ná slíkum árangri. Kórstjór- inn, Stefán R. Gíslason, má teljast heppinn að hafa svona gott hljóð- færi í höndunum, en kórinn er ekki síður heppinn að hafa jafn músík- alskan og dugmikinn kórstjóra og hann er. Bergþóra Jónsdóttir Söfnunarárátta MYJ\DLIST G a 11 e r í 0 n e 0 0 n e, Laugavegi 4 8 b LJÓSMYNDIR & MUNIR NANAPETZET Til 18. apríl. Opið á verslunartíma. HVAÐ er það sem knýr okkur til að safna hlutum og hvernig söfnum við munum til að varðveita um aldur og ævi? Nana Petzet, sem á upp- runa að rekja til Suður-Þýskalands, leiðir okkur, með undurnæmri sýn- ingu sinni í Gallerí One O One, í all- an sannleikann um það hvers vegna munir verða óaðskiljanlegur hluti tilveru okkar svo nær liggur að þeir geti skoðast sem framlenging af lík- ama okkar og sál. Þannig er sýning hennar brýn hugleiðing um eðli þess samansafns sem með tímanum verður safn í opinberri merkingu. Forsenda sýningar Nönu er afar skýrt rakin í formála þeim sem fylg- ir sýningunni í fataversluninni á Laugavegi. Frændfólk hennar á tíunda aldursári lét eftir sig muni og hluti sem það hafði klastrað í, betr- umbætt og límt saman af kostgæfni frá því það settist að í afskekktu húsi í austurrísku Ölpunum árið 1950. Dupré-hjónin héldu þeim sið allra kynslóða fyrir sinn dag að varðveita hvaðeina með því að betr- umbæta það í stað þess að fleygja á haugana eins og við gerum nú nær undantekningarlaust á ofanverðri tuttugustu öldinni. Vissulega var þessi nýtni Dupré- hjónanna meðal annars til komin vegna tveggja stórra styrjalda sem dundu yfir þjóð þeirra á fyrri hluta aldarinnar með tilheyrandi afleið- ingum; kreppu, fátækt og óðaverð- bólgu. En því má þó ekki gleyma að það var löngum venja aðalsins í Evrópu að ástunda nýtni og endur- bæta hlutina þegar þeir biluðu. Hver þekkir ekki sögurnar af öllum stagbættu borðdúkunum sem yfir- stéttin með bláa blóðið lét sig hafa að dúka með borðin sín, og hikaði þó ekki við að auglýsa bætumar með stolti? Með hrífandi innsæi sínu heldur Nana Petzet áfram þessari merkilegu hefð, með því henni tókst að bjarga mörgum munum úr dán- arbúi Dupré-hjónanna sem ella hefðu lent á haugunum. Það eru þessir munir sem nú eru til sýnis í Gallerí One 0 One, ásamt ljós- myndaröðum sem staðfesta upp- runa þeirra og gefa um leið til kynna ómetanleg tilfínningatengsl SJíútuvogi 11 • Sfmi 568 5588 Nönu við þá. Ljósmyndirnar eru í og með til þess að ljá mununum sögulega staðfestingu uppruna síns, ef svo merkilega vildi til - og von Nönu rættist - að þeir lentu dag einn á raunverulegu minjasafni. Franska skáldið Charles Bau- delaire hélt því fram að nútíminn krefði listamanninn um að hann gerðist púslari og raðaði brotum hruninnar fortíðar saman í mark- tæka heild. Söknuður hans heimtaði slíkt atferli gagnvart merkingar- leysi borgarsamfélagsins. Hann sá brotin hvarvetna - sjónræn, heyr- anleg og þefræn - líkt og frumskóg menningarlegra musterissúlna sem hvísluðu að honum óræðum orðum sem koma þyrfti í skiljanlegan bún- ing. Nana Petzet hefur komið auga á snjalla leið fyrir listamann í samtím- anum til að gerast merkisberi and- ófsins gegn merkingarfjandsamlegu Morgunblaðið/Halldór Runólfs Frá sýningunni „Ekka frænka“, eftir Nönu Petzet í Gallerí Oneoone, Laugavegi 48b. eyðslusamfélagi okkar með því að ganga í lið með horfnum kynslóðum sem höfðu tilfinningu fyrir hlutun- um og mátu þá sem óaðskiljanlegan part af umhverfi sínu. Baráttan gegn firringunni er einmitt barátta listarinnar fyrir eigin tilverurétti og hinum náttúrulega rétti mannsins - eins og Rousseau mjmdi eflaust orða það, ef hann væri enn við hlið mér - til að tengja sig tilverunni og lífinu. Til hamingju Nana, þetta er virkilega fagurt framtak! Halldór Björn Runólfsson Hringrás náttúrunnar LEIKLIST Draumasiniðjan ÉG SÉ... Höfundur og leikstjóri: Margrét Pétursdóttir. Leikarar: Elsa Guð- björg Björnsdóttir, Ólöf Ingólfs- dóttir og Skúli Gautason. Leikmynd og búningar: María Ólafsdóttir. Gervi: Kolflnna Knútsdóttir. Lýs- ing: Alfreð Sturla Böðvarsson. Tónlist: Skúli Gautason. Táknmáls- þýðing: Elsa Guðbjörg Bjömsdótt- ir. Möguleikhúsið 26. mars. LEIKSÝNING Draumasmiðj- unnar Ég sé... er sérstök að tvennu leyti. í fyrsta lagi er hér um að ræða sýningu fyrir jafnt heyrandi sem heymarlaus böm og í öðm lagi er höfðað til allra yngsta áhorfenda- hópsins eða allt niður í ársgömul böm að sögn aðstandenda sýningar- innar. Til að ná báðum þessum markmiðum leitast Draumasmiðjan við að virkja hina sjónrænu þætti leiksins framar öðmm, enda vísað til þess í titli sýningarinnar. Verkið er einfalt í byggingu og lýs- ir hringrás náttúmnnar eða því hvemig ein árstíð tekur við af ann- arri: vor, sumar, haust, vetur... og svo aftur vor. Arstíðaskiptin era skemmtilega útfærð í haganlegri leikmynd Maríu Ólafsdóttur, sér- staklega vel tókst til í þeim hluta sýn- ingarinnar sem lýsti vetrarkomunni með tilheyrandi snjókomu og roki. Búningar Maríu em einnig skemmti- legir og litríkir eins og vera ber í sýn- ingu sem fyrst og fremst er ætluð augum barna. Þrjár persónur koma fyrir í verk- inu: garðálfur (Skúli Gautason), garðálfadís (Elsa Guðbjörg Björns- dóttir) oggarðálfabam (Ólöf Ingólfs- dóttir). Álfurinn talar og syngm', álfadísin táknar á máli heyrnar- lausra en álfabarnið er þögult (lengst af) en tjáir sig þó, með öllum líka- manum svo að segja. Barnið og þroski þess er nokkur konar hlið- stæða við þá framrás náttúrannar sem verkið sýnir í heild. Það fæðist í byrjun, kemst smám saman á skrið og kannar heiminn og stendur að lok- um upp og talar við leikslok. Framm- istaða Ólafar Ingólfsdóttur í hlut- verkinu var mjög eftirtektarverð. Hreyfingar hennar og túlkun vöktu greinilega mikla athygli hjá jafnt þeim yngstu sem eldri meðal áhorf- enda. Elsa Guðbjörg Björnsdóttir var einnig mjög lífleg í hlutverki álfa- dísarinnar en það sama verður því miður ekki sagt um Skúla Gautason sem var hálfvegis úti á þekju og virt- ist ekki hafa lært þann litla texta sem hann fer með fullkomlega utan að. Ég sé... er falleg sýning og hæfi- lega löng fyrir bömin og ekki verra að þau geti þarna sannfærst um að von sé á því að snjórinn og kuldinn hverfi um síðir og vorið og sumarið komi... Boðið verður upp á sýningar á verkinu næstu sunnudaga í Mögu- leikhúsinu við Hlemm. Soffía Auður Birgisdóttir Olíupastelmyndir í Nauthóli NÚ stendur yfir sýning Pjeturs Stefánssonar í Veitingahúsinu Nauthóli í Nauthólsvík. Á sýning- unni, sem hefur yfirskriftina Ljós og litir, eru átta olíupastelmyndir. Pjetur hefur haldið íjölmargar sýningar og tekið þátt í samsýning-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.