Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.03.2000, Blaðsíða 37
36 ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2000 37 , STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. RÁÐGÁTAN PÚTÍN VLADÍMÍR Pútín, sem á sunnudag var kjörinn forseti Rússlands, er enn ráðgáta í augum flestra. Þrátt fyrir að hann hafi verið starfandi forseti Rússlands allt frá því að Borís Jeltsín lét óvænt af embætti um áramótin og for- sætisráðherra þar á undan er lítið vitað um það hvaða stefnu Pútín mun taka nú þegar ljóst er að hann hefur verið kjörinn í embætti til næstu fjögurra ára. Margir hafa áhyggjur af reynsluleysi Pútíns í stjórnmál- um, fortíð hans í rússnesku leyniþjónustunni, þar sem hann starfaði í sautján ár, og þeim nánu tengslum sem hann hef- ur haldið við fyrrverandi starfsfélaga sína þar. Það miskunnarleysi er Pútín hefur sýnt í hernaðinum í Tsjetsjníu, þar sem öllum ráðum hefur verið beitt til að tryggja tímabundinn, hernaðarlegan sigur í pólitískum til- gangi vekur jafnframt upp ugg. Pútín hefur að sama skapi verið ófeiminn við að berja á pólitískum andstæðingum sín- umog þeim öflum er kynnu að ógna stöðu hans. Á móti kemur að Pútín nýtur greinilegs trausts rúss- neskra kjósenda er virðast hafa verið orðnir langþreyttir á þeirri óvissu og þeim stöðugu uppákomum er einkenndu stjórnartíð Jeltsíns. Honum hefur nú verið veitt afdráttar- laust umboð til að fara með völdin áfram. Öllu skiptir hins vegar hvernig hann mun beita þeim völdum. Forsetinn nýi hefur margítrekað lýst því yfir að hann vilji efla rússneska hagkerfið og halda áfram þeim umbótum sem þrátt fyrir allt hafa náð fram að ganga. Þótt enginn standi í þeirri trú að Pútín sé umbótasinni í vest- rænum anda virðist hann sannfærður um að hagsmunum Rússlands sé best borgið með því að treysta markaðinn og efla tengsl Rússa við vestræn ríki. Hann hefur jafnvel gengið svo langt að lýsa því yfir að hann telji ekki útilokað að Rússar muni dag einn geta óskað eftir aðild að Atlants- hafsbandalaginu. Þótt fáir hafi tekið þá yfirlýsingu bók- staflega virðist hún óneitanlega vera til marks um að Pútín vilji rjúfa þá einangrun sem Rússar hafa verið í síðastliðin misseri og taka virkan þátt í samstarfi evrópskra lýðræðis- ríkja. Það skýrist þó ekki fyrr en á næstu mánuðum hver hin raunverulega stefna Pútíns verður í utanríkis- og efna- hagsmálum. Það á til dæmis eftir að koma í ljós hvort hann mun gera alvarlega tilraun til að uppræta þá spillingu er einkennt hefur rússneskt efnahagslíf og gera atlögu að þeim valdamiklu kaupsýslumönnum, er auðgast hafa á tengslum við pólitíska valdhafa. NETVÆÐING EVROPU AFUNDI leiðtoga Evrópusambandsríkjanna í Lissabon í síðustu viku var tekin ákvörðun um að gera sérstakt átak til þess að netvæða Evrópu, ef svo má að orði komast. Mark- miðið með þessu átaki er að stuðla að stórauknum hagvexti og fjölgun starfa í Evrópuríkjum. Leiðtogar ESB-ríkjanna hafa vissar áhyggjur af því að forskot Bandaríkjamanna í notkun Netsins sé orðið mjög mikið. Það sem vekur ekki sízt athygli er sú staðreynd að þetta er í fyrsta sinn sem slík stefnumarkandi ákvörðun er tekin af hálfu pólitískra forystumanna Evrópuríkja, sem bersýnilega líta svo á að netvæðing Evrópu sé lykUl að uppsveiflu í efnahagslffi ríkjanna. Við íslendingar búum við mikið góðæri um þessar mundir og þau vandamál sem við eigum við að etja eru ekki stór í snið- um miðað við það sem gerist hjá öðrum þjóðum. Við þurfum heldur ekki að kvarta undan því að þjóðin sé treg til þess að til- einka sér hina nýju tækni. Þvert á móti vekur það athygli í öðr- um löndum hvað íslendingar eru fljótir að tUeinka sér nýjung- ar á þessu sviði. Eitt vandamál hefur þó reynzt okkur erfítt viðfangs en það er þróunin í byggðamálum. Sífellt fleiri landsmenn yfirgefa hinar dreifðu byggðir og setjast að á suðvesturhorninu. Netið getur átt þátt í að snúa þessari þróun við. Með því að byggja upp öflugt grunnkerfi, sem gerir landsmönnum kleift að nýta sér kosti netvæðingarinnar með sama hætti hvar sem þeir búa á landinu yrði stórt skref stigið til þess að takast á við byggða- vandann. Átak í þessum efnum gæti jafnvel snúið byggðaþró- uninni við. Þess vegna eiga stjómvöld að gera netvæðingu landsins alls að grundvallarþætti í byggðapólitfldnni. Jöfn aðstaða í notkun Netsins hvar sem menn búa á landinu myndi ýta undir áhuga fólks á að nýta sér kosti dreifbýlisins, sem m.a. em ódýrara húsnæði og betri aðstæður til þess að ala upp börn en í þéttbýlinu á suðvesturhorninu. Netvæðingin getur orðið til þess að undirstríka þessa kosti landsbyggðar- innar umfram þéttbýli. Baugur hyggur á landvinninga á Norðurlöndunum á næstu árum Samræðustund dr. Georgs Kleins og Þorsteins Gylfasonar í Háskóla Islands Tölvumyndin sýnir hvernig verslun Debenhams í Stokkhólmi kemur til með að líta út, en lengd byggingarinnar er um 80 metrar og breidd um 100 metrar. Stórverslun Debenhams opnuðí Stokkhólmi 15-20 sérverslanir opnaðar á Norðurlöndum næstu fímm árin Verslun Debenhams mun standa við Drottningargötu, helstu gönguötuna í miðborg Stokkhólms. Baugur hyggur á landvinninga á Norður- löndunum og á næstu árum er gert ráð fyrir að fímm stórverslanir Debenhams rísi þar og 15-20 sérverslanir Areadia Group, sem eru til dæmis með merkin Top Shop og Miss Selfridges. Fyrsta sérverslunin verður opnuð í Stokk- hólmi í maí og tvær til viðbótar í haust og stórmarkaður Deben- hams í miðborg Stokk- hólms verður opnaður haustið 2002. BAUGUR (Sverge), sem er dótturfyrirtæki Baugs, hefur undirritað viljayfir- lýsingu um að opna 8.500 fermetra verslun Debenhams í mið- borg Stokkhólms haustið 2002. Einnig hefur verið ákveðið að opna sérverslun með föt fyrir ungar stúlkur í miðborg Stokkhólms í maí í vor, en það verður fyrsta verslunin sem verslanakeðjan opnar á hinum Norðurlöndunum fyrir utan Færeyj- ar. Baugur er með umboð fyrir Debenhams á Norðurlöndunum og hann er einnig með umboð þar fyrir Arcadia Group, sem rekur ýmiss konar sérverslanir, svo sem Top Shop og Miss Selfridges. Það verður Miss Sel- fridges verslun sem verð- ur opnuð í maí í Stokk- hólmi, en síðar á árinu er fyrirhugað að opna tvær sérverslanir í viðbót í Stokkhólmi. Kristjón Grétarsson, verkefnis- stjóri á þróunarsviði Baugs, segir að fyrirtækið sé að fara inn á nýja markaði með þessu. Það séu kostir því samfara að opna smærri verslun í vor og geta fikrað sig áfram og afl- að sér þekkingar og sambanda á markaðnum áður en komi til opnun- ar stórverslana. Að auki sé fyrirhug- að að opna tvær verslanir til viðbót- ar í Stokkhólmi í haust og verði önnur þeirra væntanlega Top Shop verslun. Kristjón sagði að þeii' hefðu fram- kvæmt markaðsrannsóknir í Stokk- hólmi fyrir jól og það hefði greini- lega komið í ljós að það væri svigrúm á þessum markaði fyrir smærri tískuvöruverslanir fyrir yngra fólk og þess vegna hefðu þeir ákveðið að ráðast í þetta verkefni af krafti. Debenhams verslunin í Stokk- hólmi verður nær helmingi stærri en Debenhams verslunin sem byggð verður í Smáranum, en hún er 4.500 fermetrar að stærð. Verslunin mun standa við helstu göngu- götuna í miðborginni, Drottingargötuna, í bygg- ingu sem verður alls um 70 þúsund fermetrar að stærð og hýsti áður póst- þjónustuna. Baugur fær húsnæðið afhent í byi'jun árs 2002 og verslun- in verður opnuð um haustið. Staðsetningin afskaplega góð Kristjón sagði að á venjulegum laugardegi færu þarna um götuna 65 þúsund manns og áætlað væri að fram hjá byggingunni færu um 15 milljónir manna á ári. Staðsetningin væri þannig afskaplega góð og gæfi mikla möguleika. Kristjón sagði að áætlanir fyrir- tækisins gerðu ráð fyrir að fimm Debenhams verslanir yrðu reistar á Norðurlöndunum á næstu árum. Þeir væru þegar farnir að huga að því að staðsetja aðra verslun í Suð- ur-Svíþjóð og þeir væru einnig farn- ir að hugsa sér til hreyfings í Dan- mörku, en fyrsta yerslunin myndi verða opnuð hér á Islandi í Smáran- um haustið 2001. Þá væru einnig áætlanir um að opna 15-20 sérversl- anir Arcadia Group á Norðurlöndun- um. Þrjár yrðu opnaðar í ár, ein í vor og tvær í haust, eins og fyrr sagði, og ef vel gengi væri stefnan sú að opna þrjár verslan- ir á ári næstu fimm árin víðsvegar á Norðurlönd- unum. „Þetta er geysilega spennandi og skemmti- legt verkefni fyrir fyrirtækið í heild. Við erum að stíga fyrstu skrefin í að verða alþjóðlegt fyrirtæki með þessu,“ sagði Kristjón. Hann sagði að miðað við þær markaðskannanir sem þeir hefðu gert á Norðurlöndunum og í Svíþjóð sérstaklega væru forsendur fyrir hendi fyrir Baug að hasla sér völl á þessum markaði. „Samkeppnin er geysilega hörð og það þýðir ekkert annað en hella sér út í hana af fullum krafti. Þarna eru margvísleg tækifæri fyrir hendi ef rétt er á spilunum haldið,“ sagði Kristjón. Þörf fyrir smærri tískuverslanir Hann sagði að markaðurinn þarna væri auðvitað margfalt stærri en hér á landi og því væru möguleikarnir miklir. Markaðsrannsóknir þeirra sýni að þörf sé fyrir smærri tísku- verslanir fyrir ákveðna markhópa og tískuverslanir innan Arcadia Group henti sérstaklega vel að því leyti. Þá eigi deildaskipt stórverslun Deben- hams að geta verið mjög vel samkeppnisfær í verði. Verðlag á fatnaði í Svíþjóð sé svipað og hér á landi og Debenhams eigi að geta boðið mjög gott verð í þeim efnum. Kristjón segir aðspurður að Baug- ur eigi fullt erindi inn á þennan markað á Norðurlöndunum. „Við bú- um yfir mikilli þekkingu og eigum að geta staðið jafnfætis þeim er- lendu aðilum sem eru að keppa á þessu sviði. Þarna eru möguleikarn- ir og það eru sömu lögmálin sem gilda, þó markaðsumhverfið sé stærra í sniðum," sagði Kristjón Grétarsson að lokum. Fimmtán milljónir manna á ári Markaðurinn margfalt stærri Eru vísindin hlutlaus um siðferðileg efni? Faðir, móðir fortöpuð fósturjörðin meðogGuð. Engin vagga, engin gröf, engin vör fær koss að gjöf Svona er upphafserindi ljóðs- ins Af hreinu hjarta eftir ungverska ljóðskáldið Att- illa Jozsef í þýðingu Þor- steins Gylfasonar. Það fór vel á því að samræða þeirra Þorsteins og Kleins hæfist á lestri ljóðsins, bæði á ís- lensku og ungversku, enda er það ekki síst sameiginlegur áhugi á skáldskap sem hefur leitt þessa tvo heiðursmenn saman. Leitin að sannleikanum Eftir inngang Georgs Kleins um ljóðið og sögu þessa merkilega ung- verska ljóðskálds, sem ólst upp í sárri fátækt í upphafi aldarinnar í Ung- verjalandi og átti á stuttri ævi erfitt með að ná fót- festu í samfélaginu, þótt ljóðlist hans yrði síðar hafin í hæstu hæðir, hóf- ust umræður um starf og hlutverk vísindamanna. Og Þorsteinn vakti máls á andæmum Kleins við fé- lagslegri mótunarhyggju. Klein: Meðal afbygg- ingarsinna, póstmódern- ista og feminista á sér stað mikil umræða um þátt samfélagsins í mótun vísinda. í augum þessara aðila er texti án endan- legrar merkingar, án tengsla við sannleika eða nokkurn ytri veruleika utan orðræðunnar. Þá er því gjarnan haldið fram af sömu aðilum að ekki séu til nein algild verðmæti eða fyrirbæri sem hafi gildi í sjálfu sér, allt er af- stætt. í öfgafyllstu birt- ingu þessara viðhorfa er allt leyfilegt og Shake- speare engu betri en Ándrés Önd. Þessar hug- myndir hafa síðan verið yfirfærðar á tilraunavís- indin. Þessi viðhorf koma mér fyrir sjónir eins og ef maður ímyndar sér heyrnarlausan félagsfræðing sem tekur að sér að skrifa um tengsl óperunnar við mót- unaröfl samfélagsins. Hann gæti við- að að sér efni um valdabaráttu innan óperunnar og hvernig hún hefði mót- ast af peningalegum forsendum og unnið úr þeim á hárnákvæman og vísindalegan hátt en hann myndi hins vegar aldrei geta eyrum sínum við söngnum og áhrifum hans, þ.e. helstu ástæðu þess að fólk setur upp og sækir óperusýningar. Á sama hátt skrifa margir afbygg- ingarsinnar og eða póstmódernistar um vísindin. Þeir greina völdin innan vísindanna, hvernig markaðurinn og peningaöflin hafa áhrif á starf vís- indamanna án þess að hafa innsýn í vinnuna sjálfa og það sem vísinda- menn fást við. Þeir telja okkur vís- indamenn lifa í mýt- ______________ unni um raunveruleik- ann, þ.e. þeirri blekk- ingu að rannsóknir okkar og niðurstöður _______________ varði ljósi á veruleik- ann meðan vísindastarfið er í raun- inni algjörlega mótað af öflum samfé- lagsins og innbyrðis valdabaráttu vísindamanna. En þetta er fjarri sanni og má nefna að byltingar eða viðmiðabreytingar í vísindum hafa oftar en ekki orðið vegna utanaðkom- andi áhrifa. Þorsteinn: „En stofnanir eins og háskólar hafa þróast hver með sínum hætti í ólíkum löndum. Ef við berum til dæmis saman háskóla í Bretlandi _____Georg Klein, prófessor í líffræði, og Þorsteinn Gyifason, prófessor í heimspeki, ræddu saman um skáldskap, siðferði og vísindi á fundi Félags áhuga- manna um heimspeki síðastliðinn föstudag. Eins og yfírskrift fundarins bar með sér var víða komið við í samræðu þeirra. Salvör Nordal var viðstödd og bregður hér upp nokkrum samræðubrotum. Morgunblaðið/Ami Sæberg Samræða þeirra dr. Georgs Kleins og Þorsteins Gylfasonar hófst á lestri ljóðsins af Hreinu hjarta, eft- ir ungverska ljóðskáldið Attilla Jozef, bæði á íslensku og ungversku. „Skáldskapur og vísindi tveir óiíkir heimar" og Þýskalandi þá eru þeir mjög ólíkir og vísindin sem þar eru stunduð sömuleiðis.“ Klein: „Vissulega eru stofnanimar ólíkar og það er mikilvægt að rann- saka hvernig ýmsir þættir samfélags- ins hafa áhrif á vísindamennina og þróun vísindanna. En þegar rætt er um raunvísindin með fyrrgreindum hætti þá ná hinir sömu gagnrýnend- ur ekki eyrum vísindamanna. Skýr- ingarnar sem boðið er upp á eru svo einfaldaðar, likt og þegar sálgrein- endur rekja öll vandamál til þess að sjúklingurinn hefur bælt niður sárs- aukafullar minningar sínar úr fortíð- inni. En heimurinn er miklu flóknari en svo að þessar skýringar dugi einar og sér og eins er of einfalt að skýra vísindin fyrst og fremst út frá valda- baráttu eða peningum.“ ___________ Eftir nokkrar spurningar úr sal um þessi efni viðurkenndi Klein að hann drægi ef ____________ til vill upp of einfalda mynd af félagslegum mótunarsinnum og enda sagðist hann ekki vera sérfræðingur á þessu sviði. Klein: „Eg er samþykkur því að samfélagið hafi mjög mótandi áhrif á okkur og það er mjög forvitnilegt að skoða dæmi um það hvernig vísinda- samfélagið á það stundum til að verj- ast nýjum uppgötvunum. Fyi'ir nokkrum áratugum má segja að erfðafræðin hafi grundvallast á kol- rangri forsendu og þegar vísbending- ar komu fram um að þessar gi-unn- forsendur væru rangar tók það nokkurn tíma fyrir vísindasamfélagið að viðurkenna það. En það tekst að lokum ef hægt er að sýna fram á að hin nýja vitneskja hafi raunverulega eitthvað að byggja á.“ Vísindamaðurinn ber ekki samfélagslega ábyrgð Þorsteinn Gylfason vakti síðan máls á bók Bennos Miiller-Hills þýsks líffræðings og vísindasagn- fræðingssem fjallaði um rannsókn hans á þætti líffræðinga, mannerfða- fræðinga og lækna í útrýmingu gyð- inga, sigauna og annarra hópa í Þýskalandi nasismans. Þorsteinn spurði þvi hvort siðferðilegar spurn- ingar væru ekki nátengdar vísindum. Klein: „I bók Muller-Hill er greint frá því hvernig vísindamenn og ekki síst læknar tóku _________________ virkan þátt í kynbót- astefnu þriðja ríkis- ins og útrýmingun- um. Við verðum að _________________ gera okkur grein fyrir að læknar eru metnaðarfullir einstaklingar og að hollt er að minn- ast þess hvernig við veljum lækna til náms og starfa. Við veljum bestu nemendurna, eða a.m.k. þá sem taka bestu prófin og það er venjulega metnaðarfyllsta fólkið. Það vill fyrir alla muni komast áfram í sínu starfi. Vísindin starfa ekki á neinum sjálf- stæðum siðferðilegum gi-unni heldur taka mið af því gildismati sem ríkir í tilteknu samfélagi. Ef vísindi eru „Hugsjón vísind- anna er leitin að sannleikanum" stunduð í landi þar sem morðingjar eru við völd þá hefur það áhrif á þá vísindamenn sem þar starfa, siðferði morðingjans verður þeirra siðferði." Þorsteinn: „Ef við lítum að hug- sjón vísindanna þá er hún leitin að sannleikanum. Fylgir henni ekki ein- hver siðferðilega krafa? Og við get- um haldið áfram og spurt er það ekki hugsjón vísindanna að viðurkenna og leiðrétta mistök sem maður hefur gert í leit að réttari og betri niður- stöðum? Mætti ekki jafnvel segja að það væri rangt af vísindamönnum, einmitt vegna þessara hugsjóna vís- indanna, að þeir selji sjálfa sig, í starfi eins og í Þriðja ríkinu? Getum við því ekki lesið siðferðið út úr eðli vísindastarfsins rétt eins og við lesum merkingu út úr skáld- skap? Það getur því ekki verið rétt að vís- indin séu hlutlaus um siðferðileg efni. Þau geta ekki heldur verið einberir leiksoppar samfélagsins heldur hljóta þau að andæfa því sem er bersýni- lega rangt.“ Klein: „Ég myndi vilja gera greinarmun á siðferðilegum efn- um sem varða innra starf vísindanna og ábyrgð vísindanna í samfélaginu. Það er ljóst að fyrsta boðorð vísindanna er krafan um fagleg vinnubrögð og að vísindamaður- inn birti ekki niður- stöður sem eru falsað- ar. Annað boðorðið er að neita að taka þátt í misnotkun vísindanna í pólitískum tilgangi. Ég neita því hins veg- ar að vísindamenn beri ábyrgð á upp- götvunum sínum gagnvart samfélag- inu. Tökum dæmi um þá sem gerðu fyrstu tilraunimar með ein- ræktun. Tilgangur þeirra var eingöngu vísindalegur og gerð- ur til að öðlast mikil- væga vitneskju í líffræði. Bera þessir vísindamenn ábyrgð á einræktun sem gerð er mörgum áratugum síðar þegar kindin Dolly er einræktuð? Hér verður að gera greinarmun á uppgötvuninni sem slíkri og hvernig hún er notuð. Rétt eins og hnífur sem gerður er vísindalegur og étt eins og hnífur sem búinn er til til að skera brauð, en er notaður sem morðvopn. Ekki ber sá sem bjó hnífinn til ábyrgð á morðinu.“ Skáldskapur og vísindi tvennt ólíkt I lok umræðunnar var aftur komið að skáldskap og komu þeir Þorsteinn víða við í umræðu sinni. Að lokum var Klein spurður að því hvort áhugi hans á skáldskap hefði áhrif á það hvernig hann ynni sem vísindamað- __________ ur. „Fyrir mér er skáld- skapur og vísindi tveir ólíkir heimar. Eitt skýr- asta dæmið um þetta er hve sjaldan ég nýt skáldskapar á þeim tungumálum sem ég beiti mest við vísindaiðkun mína eins og sænsku. Þetta hefur ekkert með tungumálakunnáttu að gera. Ég er samþykkur þeirri fullyrðingu Edgars Állans Poes að hlutverk ljóða sé að auðga sálina. Um tíma eftir að hafa verið niðursokkinn í vísindin um marga áratugi hélt ég að ég hefði glatað hæfileikanum til að njóta skáldskapar. Sú sannfæring reyndist til allrar hamingju vera röng.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.